Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 51 ~
FRÉTTIR
Greinargerð VSÍ
Saman
burður á
leiðum í
t kjaramálum
VINNUVEITENDASAMBAND ís-
lands hefur sent frá sér eftirfarandi
greinargerð um stöðu kjaramála:
Tvær leiðir hafa í aðalatriðum
verið settar fram um hvert skuli
stefna í komandi kjarasamningum.
Annars vegar hefur VSÍ lagt áherslu
á að launabreytingar hér á landi
4 verði í takt við það sem gerist í sam-
j keppnislöndum okkar og varðveita
!1 með þeim hætti stöðugleika í verð-
^ lagsmálum. Hins vegar hafa verka-
lýðsfélögin lagt fram kröfur um
30-150% hækkanir launataxta.
Verkalýðsfélögin Dagsbrún og
Framsókn krefjast 41,3% hækkunar
á öllum töxtum félaganna, viðbótar-
hækkana á ýmsum sérsviðum auk
vísitölubindingar iauna. Efnahagsleg
áhrif leiðanna tveggja eru gjörólík
a en hér verða afleiðingarnar raktar
^ °g áhrif þeirra á kjör og efnahag
| meðalfjölskyldu. Til einföldunar er
á einungis reiknað með áhrifum af
* hinni almennu kaupkröfu félaganna.
Með hliðsjón af reynslu síðustu
áratuga er við það miðað að gengi
krónunnar lækki ekki að fullu til
samræmis við innlenda kostnaðar-
þróun þannig að raungengi hækki
og staða útflutnings- og samkeppnis-
greina versni til muna. Óbreyttu
raungengi fylgdi hins vegar mun
I meiri gengisfelling og verðbólga og
| kaupmáttur yrði að sama skapi lak-
j ari. Tekið er dæmi af fjölskyldu sem
* hefur 230 þús. krónur í mánaðarlaun
(meðallaun fujlvinnandi hjóna í félög-
um innan ASÍ) og skuldar 5 milljón-
'r króna. Skuldirnar eru 4,5 m.kr. í
húsbréfum og 500 þús. krónur í nýte-
knu, óverðtryggðu bankaláni til
þriggja ára. í báðum dæmum er
gert ráð fyrir að persónuafsláttur
verði óbreyttur á árinu 1997 en
4 hækki 1. jan. 1998 í takt við verð-
i lag. Þessar forsendur hafa það í för
með sér að tekjuskattur hækkar og
( ráðstöfunartekjur aukast því ekki til
jafns við launabreytingar. Ekki er
reiknað með áhrifum vaxta- og
barnabóta.
Niðurstöður
Reynsla síðustu ára sýnir að til-
tölulega lágar launabreytingar koma
síður fram í verðlagi en miklar launa-
| breytingar á borð við þær sem áttu
sér stað á áttunda og nýjunda ára-
( tugnum. Þannig taka fyrirtæki al-
| mennt á sig launahækkanirnar en
velta þeim ekki út verðlagið. Verði
Dagsbrúnarleiðin farin sýnir reynsl-
an að fyrirtæki eru knúin til að
hækka verð á vörum og þjónustu að
fullu til samræmis við hækkandj
kostnað. Með því að fara leið VSÍ
sýnir dæmið að auka má kaupmátt
launa um 2% árlega í 2% verðbólgu.
, Verði hins vegar Dagsbrúnarleiðin
fyrir valinu eykst kaupmáttur mikið
I fyrstu mánuðina en fellur síðan hratt
| með vaxandi verðbólgu. Þrátt fyrir
tífalt meiri launabreytingar verður
kaupmáttur 3% lakari skv. Dags-
brúnarleiðinni en skv. leið VSf. f stað
þess að lækka myndu skuldir fjöl-
skyldunnar nær tvöfaldast og nafn-
vextir færu að jafnaði yfir 50% og
enn hærra á styttri tímabilum. Dæm-
>ð sýnir að þegar tekið er tillit til
skatta skilar Dagsbrúnarleiðin 0,2%
lækkun kaupmáttar á meðan stöðug-
I leikaleið VSÍ eykur kaupmátt ráð-
| stöfunartekna um 2,9%. Dagsbrún-
arleiðinni fylgir að mikilvægustu
ávinningum af stöðugleika síðustu
ára er varpað á glæ. Verðvitund og
aðhald neytenda slævist sem dregur
úr samkeppni á markaði.
Þá eru ótalin áhrif á samkeppnis-
stöðu fyrirtækja og þar með atvinnu-
stig af völdum hækkandi raungeng-
js. Fullyrða má að óðaverðbólga af
þessum toga dregur stórlega úr fjár-
| festingu og uppbyggingu nýrra at-
, vinnutækifæra ásamt því að rýra
stórlega möguleika á erlendum fjár-
festingum.
KVÖLDNÁMSKEIÐ í SJÁLFSDÁLEIÐSLU
HUGEFLI
Háskóla Islands
21. jan. kl. 19
Námskeiðið byggir á nýjustu
rannsóknum f dáleiðslu, djúpslökun,
tónlistarlækningum og beitingu
ímyndunaraflsins. ítarleg námsgögn
og djúpslökunarspóla fylgja.
Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.:
A Fyrirbyggt streitu, kvíða og
áhyggjur.
A Hætt að reykja og náð stjóm á
mataræði og náð kjörþyngd.
A Aukið sjálfsöryggi, ákveðni og
viljastyrk.
A Auðveldað ákvarðanatöku og
úrlausn vandamála.
A Losnað við prófskrekk og bætt
námsárangur.
Námskeiðið verður haldið á
hverju þriðjudagskvöldi í 4 vikur.
Ný námskeið haldin í febrúar og
mars. Leiðbeinandi er Garðar
Garðarsson NLP Pract.
Sendum bækling ef óskað er.
Skráning og nánari uppiýsingar
í síma:
587-2108
Takmarkaður fjöldi - Hringdu núna!
FASTEIGNASALA
Skipholti 50b -105 - Reykjavík
S. 55 100 90
Hóll fasteignasala kynnir nú yfir 500 eignir á
aðgengilegan hátt á internetinu!
3 einföld skref
Þetta er ekkert mál! - Þú ferð bara á heimasíðuna:
ht tp://www.ho11 .is
\ 1
Þú leitar í rólegheitum að
draumaeigninni,færð nánari uppiýsingar og
skoðar myndir
Þú prentar út söluyfirlit yfir eignina og myndir.
Reykjavíkurvegi 60 - 220 Hafnarfjörður
S. 565-5522
Féi.ag Fasteignasai.a
Kerfið er hannað og uppsett af
Margmiðlun í samvinnu við
Hól og Félag fasteignasala.
Tölvuvædd fasteignasala!
Þýðing: Morta Indriðndóttir Söngtextor: Þórarinn Eldjórn Lýsing: Jóhann Bjarni Pólmason Leikmynd og búningor: Messiana Tómasdóttir
Ðnnsnr: Ástrós Gunnarsdóttir Tónlist: Jóhann G. Jóhonnsson Leikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir
Bergur Þór Ingólfsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Jóhann Sigurðurson, Lilja Guðrún
Þorvoldsdóftir, Örn Árnoson, Magnús Ragnarsson, Harpa Arnardóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir,
Vigdís Gunnarsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Sveinn Þórir Geirsson, Valur Freyr Einarsson.
HUÓMSVEIT: Bryndís Pálsdóttir, Zbigniew Dubak, Sigurður Flosason, Jóhann G. Jóhannsson.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
551 1200