Morgunblaðið - 19.01.1997, Page 53

Morgunblaðið - 19.01.1997, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 53 MYNDBÖIMD/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Morgunblaðið/Kristinn * Ami er Gosi ÁRNI Egill Örnólfsson, 13 ára, talar fyrir spýtukarlinn Gosa í talsettri útgáfu myndarinnar _ sem nú er sýnd í Háskólabíói. í samtali við Morgunblaðið segir hann að vinnan við talsetninguna hefði verið í meðallagi erfið en hann hefur þó nokkra reynslu á þessu sviði. „Ég talaði til dæmis fyrir nokkra af hvolpunum í myndinni Hundalíf og svo er ég nýbúinn að tala inn á teiknimyndina „Pa- gemaster" sem verður sýnd síð- ar á þessu ári,“ sagði Árni Egill. Hann segist hafa þekkt sög- una vel áður en hann lióf að tala inn á myndina. „Ég horfði oft á sögunaá myndbandi þegar ég var lítill. I hljóðverinu lærði ég textann rétt áður en ég fór með hann og reyndi síðan að hitta nákvæmlega á varahreyf- ingar þjá Gosa,“ sagði Ámi. Hann er þó ekki einungis þekktur fyrir rödd sína heldur hefur hann meðal annars leikið á sviði og í sjónvarpi. „Ég lék meðal annars í Kardimommu- bænum í Þjóðleikhúsinu auk þess sem ég lék í myndinni Það var skræpa fyrir um fimm árum,“ sagði Árni sem kvaðst aðspurður ekki vera frægur, a.m.k. væri hann ekki stoppaður úti á götu. „í dag þekkja mig kannski marg- ir á röddinni. Það voru margir sem þekktu mig eftir að ég lék í Það var skræpa en þá höfðu krakkarnir mestan áhuga á að vita hvað ég hefði fengið borgað fyrir að leika í myndinni." Hann segist vel geta hugsað sér að verða leikari í framtið- inni þótt hann sé ekki búinn að ákveða neitt í þeim efnum enn, en hann stundar nú nám í 8. bekk í Hagaskóla. Égá ekki þættina ► KIERAN Prendiville, höfund- ur sjónvarpsþáttanna Nýi prest- urinn eða „Ballykissangel" sem sýndir eru í sjónvarpinu á sunnu- dagskvöldum og hafa slegið í gegn í Bretlandi, er fyrrverandi sjónvarpsmaður en hann var kynnir í sjónvarpsþáttunum „To- morrow’s World". Áður en hann skrifaði þættina um nýja prestinn hafði hann skrifað handrit að öðrum þáttum sem ekki fengu eins góðan hljóm- grunn. Það var fyrst þegar hann skrifaði þættina „Roughnecks“ að breska ríkissjónvarpið BBC ákvað að framleiða og setja á dagskrá efni eftir hann. Svo illa vildi þó til með þá þætti að þeir voru sýndir á sama tíma og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 1994 stóð sem hæst. Áhorf á þættina varð því ekki eins og vonast var til og fram- leiðslu var hætt eftir tvær þáttar- aðir. Kieran segir að fortíð hans í sjónvarpinu hafi jafnvel skemmt fyrir sér. „Á tímabili var ég jafnvel að hugsa um að skipta um nafn til að fólk færi ekki að tengja nafn mitt sem rithöfundar beint við persónu mina síðan ég var í sjónvarpinu," sagði Kieran. Hann þarf ekki lengur að hafa áhyg0ur af nafnabreytingum ATRIÐI úr Nýja prestinum. Dervla Kirwan í hlutverki Ássumptu Fitzgerald. KIERAN Prendiville höf- undur Nýja prestsins. því á Nýja prestinn horfa um 14,5 milljónir Breta á hverjum sunnudegi. Hann skrifaði þó ein- ungis fyrstu tvo þætti þáttarað- arinnar en eftir það tóku aðrir við pennanum. „Ég á ekki þætt- ina. Ég vil ekki láta eins og ég hafi einhvem eignarrétt á þeim því þá yrði ég bara fyrir von- brigðum." í staðinn gefur hann handritshöfundum góð ráð og fær að lesa handritin yfir. „Það er nóg af fólki með nefið niðri í öllu hjá BBC til að ég sé ekki að bætast í þann hóp.“ Elskendur í raunveruleikanum Eitt atriði öðm fremur hefur orðið til að líma augu áhorfenda við skjáinn á sunnudögum. Aðal- persónumar Stephen Tompkin- son, sem leikur séra Peter Clif- ford, og Dervla Kirwan, sem leik- ur hina kynþokkafullu Assumptu Fitzgerald, eiga nú í ástarsam- bandi í raunveruleikanum. Fram- leiðandi þáttanna hefur jafnvel meiri áhuga á sambandi þeirra en almenningur en þó af öðrum ástæðum. „Ég fylgist grannt með því hvort þeim semji ekki vel. Ef sambandið slitnar þá slitnar kannski þáttaröðin í leiðinni," segir hann þungur á brún. Fjölbreyttasta tækjaúrval landsins! Opið hús Jeet kune do K l . 14:30-15:00 AEROBIC OG FITU BRENNSLA Kl. 1 5:00- 1 5:30 JOGAFLÆÐI Kl. 15:30-1 6:00 SKOKKKLÚBBUR O G NÆRINGAR- R Á Ð G J Ö F K L . 1 6:00- 1 6:30 ÞJÁLFARAR í S A L ALLAN TÍMANN ALLIR VELKOMNIR! SUNNUDAGINN 19. JANÚAR KL. 12:00 -18:00 D A G S K R Á A I K I D O K L . 13:00-14:30 C3YM SUÐURLANDSBRAUT 6 (BAKHÚS), SÍMI 588 8383 VIÐ ERUM...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.