Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vikan 26/1 - 1/2 KyaMfll ► AUKINNAR bjartsýni gætir nú innan samtaka vinnuveitenda á að skriður komist á yfirstandandi kjaraviðræður, þar sem árangur hefur náðst í ýms- um sérmálum á seinustu dögum og viðræður hafa víða komist á rekspöl, að sögn Ólafs B. Ólafssonar, formanns VSÍ. ► KAMBUR HF. á Flateyri og Básafell hf. á ísafirði hafa hafið viðræður um sameiningu fyrirtækjanna. Sameinað kæmi fyrirtækið til með að ráða yfir um 11.000 þorskígildistonnum og yrði meðal stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækja lands- ins. ► VERÐ á mjólkurkvóta er nú um 150 kr. lítrinn í við- skiptum milli bænda og hef- ur sjaldan eða aldrei verið hærra. Heildarverðmæti út- hlutaðs mjólkurkvóta er um 15 milljarðar krónur. ► FRAMKVÆMDASTJÓRI og eigandi Bifreiðastöðvar ÞÞÞ á Akranesi hefur verið dæmdur í 10 mánaða fang- elsi og til að greiða 40 millj- óna króna sekt í ríkissjóð fyrir brot á skattalögum og skjalafals. ► FLUGLEIÐIR hafa tilkynnt Samkeppnisstofn- un að félagið hyggst nýta sér kauprétt að afganginum af hlutafé í Ferðaskrifstofu íslands en áður hafði félag- ið keypt þriðjungshlut. Samkeppnisráð kemst að þeirri niðurstöðu að kaup Flugleiða feli í sér yfir- töku. Það leyfir kaupin en setur félaginu skilyrði í niu liðum. Bandaríkín taka ekki á sig nýjan kostnað BANDARÍKIN hafa komið á framfæri við íslenzk stjómvöld þeirri ákvörðun bandaríska flotans að taka ekki á sig neinn nýjan kostnað vegna fyrirhug- aðrar stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eða annarra framkvæmda á Keflavíkurflugvelli, sem kunna að verða nauðsynlegar vegna aukinnar borgaralegrar flugumferðar um völl- inn. Borgaralegt flug er nú þegar meirihluti allrar umferðar um Kefla- víkurflugvöll. Samherji eignast Fiskimjöl og lýsi SAMHERJI hf. hefur eignast öll hluta- bréf í fyrirtækinu Fiskimjöl og lýsi hf. í Grindavík. Eftir samninginn ræður Samherji yfir um 11,1% af sfldarhlut- deild íslendinga og 10,7% af loðnu- kvótanum. Breytt stefna ÁTVR í TILLÓGUM stjómar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er gert ráð fyrir verðlækkun á léttum vínum og bjór, allt að 10%, fjölgun vínbúða og að rekstur þeirra verði boðinn út. Stjómin vill að afgreiðslutími verði lengdur og gert er ráð fyrir því að áfengisverslanir verði í nálægð við matvöruverslanir og jafnvel sem sér- stakar verslanir innan þeirra. Krapa- og aurflóð féll á Bíldudal MESTA mildi var að enginn varð fyrir stóm krapa- og aurflóði sem féll úr Gilsbakkagili og á milli íbúðarhúsa á Bíldudal á þriðjudagskvöld. Það stöðv- aðist að mestu við brú á þjóðveginum og dreifðist. Tiltölulega litlar skemmd- ir urðu á eignum. Maskhadov kjörinn forseti Tsjetsjníju ASLAN Maskhadov, fyrrverandi leið- togi tsjetsjenskra skæruliða, fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Tsetsjníju á mánu- dag. Hann hét því að knýja fram fullt sjálfstæði Tsjetsjníju og afla Kákasuslýð- veldinu alþjóðiegrar viðurkenningar. „Árið 1991 ákváðum við að Tsjetsjníja væri sjálfstætt ríki og lýstum yfir full- veldi. Nú þurfa önnur ríki, þar á með- al Rússland, að viðurkenna það,“ sagði hann og kvaðst vilja hefja samninga- viðræður sem fyrst við rússnesku stjómina um aðskilnaðinn. Boris Jeltsín, forseti Rússlands, fagnaði úrslitunum en var þó varkár. Hann taldi úrslitin vekja vonir um að viðræður Rússa og Tsjetsjena bæm árangur en lagði áherslu á að þær yrðu að snúast um stöðu Tsjetsjníju innan rússneska sambandsríkisins. Mótmælin í Búlgaríu færast í aukana STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Búlgaríu hertu mótmælaaðgerðir sínar á miðvikudag og höfnuðu tilboði sósíal- ista, sem sögðust vilja mynda bráða- birgðastjóm og boða til kosninga innan þriggja til fimm mánaða. Efnt var til allsherjarverkfalla og helstu vegunum til Grikklands og Tyrklands var lokað með kyrrstæðum leigubflum og stræt- isvögnum. 250.000 manns lögðu niður vinnu og hálf önnur milljón Búlgara tók þátt í ýmsum mótmælaaðgerðum til að knýja á um að boðað yrði til kosninga þegar í stað, að sögn sam- bands óháðra verkalýðsfélaga. Maskhadov ►►HÆSTIRÉTTUR Pak- istans úrskurðaði á mið- vikudag að forseti landsins, Faroq Leghari, hefði ekki gerst sekur um lögbrot með því að rjúfa þingið og víkja ríkisstjórn Benazir Bhutto frá í nóvember á liðnu ári. Bhutto kvaðst tejja að for- setinn og bráðabirgðastjórn hans myndu reyna að ganga af flokki hennar dauðum með „upplognum morð- ákærum" á hendur henni og handtökum á stuðnings- mönnum hennar. Ákvörðun dómstólsins merkir að gengið verður til þingkosn- inga á morgun, mánudag. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, frestaði á mánu- dag ferð sinni til Hollands, sem fyrirhuguð var á þriðjudag, að ráði lækna. Forsetinn fór hins vegar tvisvar til Kremlar í vikunni sem leið til að ræða við embættismenn og talið er að markmiðið með fundun- um hafi fyrst og fremst ver- ið að sýna að forsetinn væri á góðum batavegi eftir að hafa fengið lungnabólgu í kjölfar þjartaskurðaðgerð- ar í nóvember. ► TALSMAÐUR Banda- ríkjaforseta sagði á mið- vikudag að ýmis merki væru um að hörð valdabarátta væri nú háð í írak og vísaði m.a. til frétta um að Saddam Hussein, forseti landsins, hefði sett eiginkonu sína í stofufangelsi. Stjórn Sadd- ams sagði ekkert hæft i þessu og sakaði Bandaríkja- menn um blekkingar og áróðursherferð á hendur írak. FRÉTTIR Bensínstöðvar stækkað- ar og vöruval aukið Morgunblaðið/Árni Sæberg UNNIÐ er að stækkun bensínstöðvar Skeljungs í Suðurfelli. SKELJUNGUR hf. hyggst hefja sölu á nýlenduvörum í a.m.k. þrem- ur bensínstöðvum sínum í Reykja- vík á næstunni. Verið er að endur- byggja og allt að þrefalda gólfrými bensínstöðvanna í Suðurfelli og á Vesturlandsvegi. Gólfrýmið verður um 200 fermetrar í hvorri verslun. Auk þess er ráðgert að hefja sölu á matvöru í bensínstöðinni við Öskjuhlíð. Hugsanlegt er að versl- anirnar verði opnar allan sólar- hringinn. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að ætlunin sé að vera með meiri verslunarrekstur á þessum stöðvum en verið hefur. Shell er með slíkan rekstur í um- talsverðum mæli í Norður-Evrópu undir nafninu Select. Opnað í febrúar á Vesturlandsvegi „Þar er boðið upp á um það bil 80% af þessari dæmigerðu inn- kaupakörfu sem neytendur kaupa inn og teljast til daglegra nauð- synja. Shell International telur rök- rétt að álykta að u.þ.b. helmingur af veltu bensínstöðva verði af ann- arri vöru en olíuvöru um aldamót- in. Við erum að fylgja þessari þró- un eftir,“ sagði Kristinn. Núna kemur liðlega 30% af veltu bensínstöðva Skeljungs af öðrum vörum en bifreiðavörum. „Við teljum okkur vera að koma með algjöra nýjung inn á markað- inn. Af þessum sökum þurfum við að stækka stöðvamar og skipta rýminu milli olíuvaranna og ann- arrar vöm. Menn munu sjá ýmsar nýjungar þegar stöðvarnar verða opnaðar. Við teljum að þetta verði eitthvað í líkingu við kaupmanninn á horninu," sagði Kristinn. Stefnt er að því að endurbyggð bensínstöð við Vesturlandsveginn verði opnuð í lok febrúar og stöðin við Suðurfell um mánaðamótin apríl-maí. Um svipað leyti verður stöðin í Öskjuhlíð opnuð með breyttu sniði. Kristinn segir að stefnt sé að því að hafa annan opnunartíma á þessum stöðvum en almennt gildir. „Þar sem þessi verslunarmáti er kominn lengst em þær opnar allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Við erum að velta því fyrir okkur hve lengi við getum haft þær opnar og það er í raun aðeins samnings- atriði milli fyrirtækisins og starfs- manna,“ sagði Kristinn. Hjúkrunarheimiii fyrir 26 aldraða byggt í Hveragerði Grund greiðir bygginguna Hveragerði. Morgunblaðið. TILBOÐ forsvarsmanna Elliheimil- isins .Grundar um byggingu hjúkmnarheimilis í Hveragerði hef- ur verið samþykkt bæði í heilbrigð- is- og fjármálaráðuneytinu. Bygg- ing hússins mun því hefjast í byij- un apríl. Hjúkrunarheimilið, sem mun skapa um 30 ný störf í Hvera- gerði, verður rekið í tengslum við Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi sem Elliheimilið Gmnd á og rekur nú þegar í bæjarfélaginu. Hveragerð- isbær hefur samþykkt staðsetningu heimilisins er verður við Hverahlíð á lóð milli skrifstofuhúss Hvera- gerðisbæjar og Hveragerðiskirkju. Að sögn Gísla Páls Pálssonar framkvæmdastjóra Dvalarheimilis- ins Áss mun Gmnd alfarið fjár- magna byggingu hjúkmnarheim- ilisins sem og húsbúnað allan. Rík- ið mun hins vegar taka þátt í rekstrarkostnaði eins og gert er á sambærilegum stofnunum. Kostn- aðaráætlun fyrir bygginguna hljóð- ar upp á 230 milljónir. „Það er gleðilegt að tilboð okkar skuli hafa fengið svo jákvæða um- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdðttir GÍSLI Páll Pálsson, fram- kvæmdastjóri Dvalarheim- ilisins Áss, með lóð hjúkr- unarheimilisins í baksýn. fjöllun sem raun hefur orðið. Við teljum okkur gera ríkinu mjög gott tilboð. Venjan er að hið opinbera fjármagni 60 prósent af byggingar- kostnaði við stofnanir sem þessar, en sveitarfélögin eða byggingar- aðilinn 40 prósent. Hér bjóðumst við til að fjármagna bygginguna alfarið. Dvalarheimilið Ás og Elli- heimilið Grund hafa verið með ein lægstu daggjöld sem þekkjast hér og því ætti rekstur á hjúkrunar- heimilinu einnig að vera hinu opin- bera hagstæður," sagði Gísli Páll. Skortur er á hjúkrunarrými jafnt á Suðurlandi sem annars staðar. Bygging hjúkrunarheimilisins í Hveragerði er því kærkomin viðbót við þær stofnanir sem fyrir eru. í Hveragerði hefur ekki fyrr verið heimili fyrir langlegusjúklinga og því gjörbreytir tilkoma hjúkrunar- heimilisins aðstöðu þessa fólks. Hjúkrunarheimilið verður á tveimur hæðum, alls um 1.500 fm og mun geta hýst 26 manns. Einn- ig verður þar ýmis aðstaða sem nýtast mun öðrum íbúum Dvalar- heimilisins, svo sem aðstaða fyrir hjúkrunarfræðing og lækni, að- staða fyrir hár- og fótsnyrtingu og aðstaða fyrir sjúkraþjálfun. Fyrir- hugað er að taka hjúkrunarrýmið í notkun síðari hluta árs 1998. Nauðungaruppboð á hlut í Miðbæ Hafnarfjarðar Bærinn kaupir á 24,8 millj. BÆJARSJÓÐUR Hafnarfjarðar hefur keypt á nauðungaruppboði rúmlega 458 fermetra eignarhlut í Miðbæ Hafnarfjarðar fyrir 24,8 milljónir. Miðað við að 80 þúsund krónur fáist fyrir fermetrann er verðmæti eignarinnar 36,7 milljón- ir að mati bæjarlögmanns og fjár- málastjóra. I minnisblaði, sem lagt hefur ver- ið fram í bæjarráði kemur fram að eignin er keypt til að forða 10,1 milljónar króna tapi bæjarsjóðs vegna eignarhlutans en bæjar- ábyrgð er á veðkröfu á þriðja veð- rétti. Að mati bæjarlögmanns og fjármálastjóra er verð eignarhluta í húsinu ekki enn fastmótað en með tilliti til áætlaðs söluverðs miðað við sambærilegar eignir í húsinu gæti fermetraverið verið á bilinu 80-90 þús. á eignarhlutanum. Samkvæmt því mun 10,1 milljónar krónu krafa bæjarsjóðs greiðast að hluta eða jafnvel að fuliu við endursölu. Bent er á að ef ekki hefði komið til kaupanna hefði bæjasjóður þurft að afskrifa þessa kröfu að fullu. Standa skil á 34,9 miiy. í bókun Magnúsar Jóns Árna- sonar, Alþýðubandalagi og Magn- úsar Gunnarssonar, Sjálfstæðis- flokki í bæjarráði, er bent á að bærinn hafi keypt eignina fyrir 24,8 milljónirtil að veija 10,1 millj- ón og að bærinn þurfi því að standa skil á 34,9 milljónum. Jafnframt hafí verið upplýst á fundi bæjar- ráðs að fyrra uppboðið hafi farið fram fyrir nokkrum vikum. Átalið er að þrátt fyrir það hafi bæjar- stjóri ekki upplýst bæjarfulltrúa um stöðu mála. „Þá vekur athygli að umrædd veðkrafa, sem bærinn telur sig vera að veija að upphæð 10,1 millj- ón króna hvíldi áður á skrifstofut- urni hússins en var flutt þann 9.2. ’96 með þeim rökstuðningi að þannig væri hag bæjarins betur borgið. Annað hefur komið í ljós,“ segir í bókuninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.