Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
London. Reuter.
STJÓRNANDINN, sir Georg
Solti, minntist þess á miðvikudag
að fimmtiu ár eru liðin frá því
að fyrsta upptakan var gerð á
flutningi sinfóníuhljómsveitar
undir stjórn hans. „Eg var ómögu-
legur, hljómsveitin ómöguleg, allt
var ómögulegt," sagði Solti þegar
hann rifjaði upptökuna upp. Þrátt
fyrir að Solti sé að verða 85 ára,
er hann enn að og fátt til marks
um að hann hyggist hægja ferð-
ina.
Solti hefur gert um 250 upptök-
ur, þar af á 45 óperum, og hyggst
hann bæta fjórum í safnið; Pelleas
og Melisande, Wozzeck, Spaða-
drottsiingunni og Idomeneo. Hann
hefur unnið fleiri Grammy-tón-
listarverðlaun en Michael Jackson
og Madonna og verður heiðraður
fyrir hálfa öld hjá Decca-útgáf-
Hálfrar ald-
ar upptöku-
ferill Soltis
unni, sem hann hyggst starfa með
fram á næstu öld, ef honum end-
ist aldur og heilsa.
Solti segir það oft hafa verið
erfitt að vera í skugga frægra
manna á borð við Herberts von
Karajans og Leonards Bernsteins.
Frumraun hans á hljómplötu var
með Tonhalle Orchestra í Zurich,
sem lék Egmont-forleikinn eftir
Beethoven. Hann segir hljóm-
sveitina og sjálfan sig hafa verið
ómöguleg en að honum hafi engu
að síður tekist að sýna fram á að
hann gæti stjórnað.
Solti hefur m.a. stjórnað hljóm-
sveit óperunnar í Covent Garden
og Chicago-sinfóníunni en þekkt-
astur varð hann þó fyrir að flutn-
ing Vínarfílharmóníunnar á Nifl-
ungahring Wagners í heild sinni.
Tók sjö ár að Ijúka verkinu. Hann
hefur orð á sér fyrir að vera skap-
mikill og ákaflega kröfuharður
en segist hafa mýkst upp með
árunum.
Solti er fæddur og uppalinn í
Ungveijalandi en er nú breskur
ríkisborgari. Hann starfar enn af
fullum krafti og er bókaður fram
á næstu öld. Solti hefur ævinlega
neitað því að hann sé sérfræðing-
ur í einu né neinu og segir: „Tón-
leikaskráin okkar er endalaus svo
að við verðum bara að gera eins
og við getum og sjá hver niður-
staðan verður.“
FJARFESTING
TIL FRAMTÍÐAR
Bókhaldsnám
Hagnýt þekking \ rekstri fyrirtækja
Námskeiö ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa viö
bókhald og þeim sem þurfa að færa og vinna bókhald
til uppgjörs. Þátttakendur þurfa ekki að hafa neina
sérstaka bókhaldsþekkingu fyrir námskeiöiö.
Hlutverk bókhalds í rekstrí fyrírtækja:
Bókhaldslög
Vinnutilhögun
Uppgjörsvinna
Samræming við áætlanagerð og vinnureglur
Tölvuvinnsla bókhaldsins
Námskeiðið er 117 klst. byggt upp á verkefnavinnu.
Gert er ráð fyrir að hægt sé að stunda námið með vinnu.
Bókhaldsnám hjá Viðskipta- og tölvuskólanum er
grunnurinn sem framhaldið byggir á.
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans.
Rekstur og áætlaitagerð
Hagnýt þekking í rekstri fyrirtækja
Námskeiðið er ætlað þeim sem standa í rekstri eða
hyggja á rekstur og er farið á markvissan hátt í helstu
þætti sem snúa að daglegum rekstri smáfyrirtækja og
einyrkja.
Markaðsfræði
Aætlanagerð
Tölvubókhald
Tölvunotkun
Námið er 120 klst. og byggt upp á verkefnavinnu.
Hægt er að stunda námið með vinnu.
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans.
VT)
VIÐSKIPTA- OG
TÖLVUSKÓLINN
Ánanaustumis 101 ReyHlauíH
Siml 569 7640 SímDPél 552 8583 sKoll@nyherji.ls
Tvö verk eftir Joc-
hen Ulrich frumsýnd
ÍSLENSKI dansflokkurinn æfir nú
„La Cabina 26“ og „Ein“ eftir Joc-
hen Ulrich á stóra sviði Borgarleik-
hússins. „Ein“ er sérstaklega samið
fyrir íslenska dansflokkinn í tilefni
af fyrstu frumsýningu Katrtrínar
Hall sem listdansstjóra flokksins.
Jochen kom sérstaklega hingað til
lands sl. fimmtudag frá Aþenu, þar
sem hann ásamt dr. Claus Helmutt
setti upp óperuna „Macbeth" eftir
Verdi í nýrri 3.000 sæta tónlistar-
höll Grikkja. Hann kemur hingað til
lands til að fylgjast með æfíngum á
„La Cabina 26“ og eins og áður sagði
til að semja nýtt dansverk fyrir dans-
flokkinn.
„Jochen Ulrich er einn af fremstu
danshöfundum Evrópu og er koma
hans ekki einungis hvalreki fyrir ís-
lenskan dansheim heldur íslenska
leikhúsheiminn í heild. Orð Jochen
Schmidts, eins helsta dansgagnrýn-
anda Evrópu, (m.a. Ballet Tanz Int-
emational) bera Jochen Ulrich gott
vitni, en í dóm um verkið „La Cabina
26“ segir: „Ef til vill er hið 45 mín-
útna verk Jochens Ulrich „La Cabina
26“ eitt af hans bestu verkum á
þessum áratug ... „La Cabina 26“
er snilldarlegá samið verk með fal-
legum erótískum undirtón. Verkið
endurspeglar tæknilega fullkomnun
með miklum hraða, sem dansaramir
dansa af þvílikri innlifun og krafti
að halda mætti að líf þeirra lægi
við“,“segir í kynnigu.
Hið nýja verk Jochens Ulrich fjall-
ar um samskipti mannsins við fíflið
í sjálfum sér. Tónlist verður í höndum
hljómsveitarinnar Skárren ekkert og
mun hljómsveitin koma fram í sýn-
ingunni ásamt íslenska dansflokkn-
um.
Jochen er ekki með öllu ókunnug-
ur íslensku leikhúsfólki enda hefur
hann komið hingað til lands tvisvar
sinnum áður. í fyrsta skiptið setti
hann upp verkið „Blindingsleikur“
sem unnið var upp úr þjóðsögunni
um Gilitmtt við tónlist eftir Jón Ás-
geirsson. Síðara verkið var „Ég
dansa við þig“ eða „Ich tanze mit
dir“, en sú uppfærsla fékk einróma
lof gagnrýnenda og áhorfenda og er
án efa mest sótta sýning íslenska
dansflokksins á 24 ára ferli hans,
en rúmlega 13 þúsund áhorfendur
sáu þá sýningu.
Frumsýning á verkunum „La Cab-
ina 26“ og „Ein“ verður föstudaginn
14. febrúar nk., en einungis em fyrir-
hugaðar sex sýningar vegna anna
gestadansara dansflokksins. Sýning-
in er haldin í samvinnu við Leikfélag
Reykjavíkur, Tanz-Fomm Köln og
Agence Artistique.
Dansarar í uppfærslunni eru ell-
efu: Birgitte Heide, Júlía Gold, Katr-
ín Ingvarsdóttir, Katrín Johnson,
Lára Stefánsdóttir, Guðmundur
Helgason, David Greenall, Grit
Hartwig, Ingo Diehl, Marcello Pa-
reira og Lesezek Kuligowski. aðrir
þátttakendur: Tónlist í „La Cabina
26“: La Fura dels Baus. Tónlist í
„Ein“: Skárren ekkert. Lýsing: Elfar
Bjarnason. Leikmynd í „La Cabina
26“: Jochen Ulrich. búningar í „La
Cabina 26“: Jutta Delorme og Mec-
htild Seipel. Leikmynd og búningar
í „Ein“: Elín Edda Árnadóttir.
Foreldrarnir
í kjallaranum
KVIKMYNDIR
Kringlubíó
í STRAFFI
„HOUSE ARREST“ ★
Leiksljóri: Harry Winer. Aðalhlut-
verk: Jamie Lee Curtis, Kevin
Pollack, Wallace Shawn, Ray Wals-
ton. Rhyser Entertainment. 1996.
BANDARÍSKU fjölskyldugam-
anmyndimar eiga alltaf á hættu að
taka sjálfar sig of hátíðlega eða þykj-
ast gera það á sinn grunnfærna og
yfirborðskennda máta. Þær ganga
oft út á skemmtilegt fíflarí en ætla
svo að leysa fyrir einhveija alvöm
flókin fjölskylduvandamál, sem end-
ar iðulega í væmni og ólánlegri til-
fínningasemi. Þannig gamanmynd
er einmitt í straffí með Jamie Lee
Curtis. Hún bytjar ekkert illa á því
að systkini loka foreldra sína niður
í kjallara í von um að þeir muni
sættast og hætta við yfírvofandi
skilnað. í því liggja ýmsir möguleik-
ar. Geta börnin neytt foreldra sína
til að þola hvort annað?
En áður en varir hafa aðrir krakk-
ar í skólanum sent sína foreldra nið-
ur í kjallarann líka að leysa sín einka-
vandamál og myndin verður hávaða-
samur, kjánalegur, ofkeyrður og út-
þynntur amerískur farsi, sem reynir
þó enn hvað hann getur að taka sig
alvarlega og lýsa því hvernig skilnað-
urinn hefur áhrif á bæði börnin og
foreldrana. Það gengur einfaldlega
ekki upp. Næstum tveimur tímum
seinna er manni nákvæmlega sama
um allt þetta lið.
Persónumar verða aldrei annað en
pappafígúrur en þykja sjálfsagt henta
í grín af þessu tagi; ríki lögfræðingur-
inn sem heldur framhjá, sölumaðurinn
sem nær sér í nýja konu á hveiju
ári, bælda eiginkona ríka lögfræð-
ingsins, öryggislausa nýja eiginkona
sölumannsins. Engu máli skiptir af
hveiju foreldamir sem búa í húsinu
era að skilja, það er aldrei reynt að
gera því nein skil. Hins vegar er nóg
af matarslag í eldhúsinu og svo er
tími fyrir akvont tónlistarmyndband
í miðri myndinni. í straffí er dæmi-
gerð fyrir slugsana í Hollywood sem
halda að meira sé betra og að nóg
sé að kynna vandamálið til sögunnar
og breiða svo yfír það með sykur-
sætri væmni í stað þess að fást við
það af einhveiju lágmarks viti.
Arnaldur IndTiðaStnr'