Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 34
34 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLL HILMAR KOLBEINS,
rafvirkjameistari,
Gljúfraseli 10,
Reykjavik,
lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur föstudaginn 31. janúar.
Hetga S. Claessen,
Hilmar Örn Kolbeins,
Jóhann Emil Kolbeins,
Helga Kristin Kolbeins, Arnar G. Hjaltalin,
Ásgeir Helgi Hjaltalín.
t
Hjartans þakkir fyrir vináttu og samúð
við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HARALDAR Þ. JÓHANNESSONAR
fyrrv. lögregluþjóns,
Gunnarsbraut 36,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Lögreglukórs
Reykja-
víkur og starfsfólks 5. hæðar á Skjóli.
Jóhanna Haraldsdóttir,
Málfrfður Haraldsdóttir,
Margrímur G. Haraldsson
og fjölskyldur.
t
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og þróðir,
E. KRISTINN CLAUSEN,
sem andaðist í Floro í Noregi 20. janúar,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 3. febrúar kl. 13.30.
Ragnheiður Blandon,
Hrund Clausen, Ola Waage,
Ole K. Clausen,
Kristin Clausen,
Ragnar Steinn Clausen,
Hörður Þ. Sigurðsson,
Þorsteinn Kristinsson,
barnabörn og systkini.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
við andlát og útför tengdamóður
minnar, ömmu okkar og langömmu,
MAGNHILDAR VILBORGAR
JÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis á Vesturgötu 93,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar-
heimilinu Höfða, Akranesi.
Elísabet Karlsdóttir.
Hulda Björk Ragnarsdóttir, Magnús Ólafur Kristjánsson,
Sigurður Karl Ragnarsson,
Magni Ragnarsson,
Vignir Ragnarsson,
Ragnheiður, Ólöf Lilja, Jóhann Bjarki
og Hildur Sólveig.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins 1 Kaupvangs-
stræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í
símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi
útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa
sem í daglegu tali ern nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
MINNINGAR
PÁLÍNA ÞÓRUNN
MA GNÚSDÓTTIR
+ Pálína Þórunn
Magnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
22. júlí 1929. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 19.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Siguijóna
Soffía Siguijóns-
dóttir frá Saltvík á
Kjalarnesi og
Magnús Jónsson frá
Snjallsteinshöfða í
Landsveit. Systkini
Pálínu eru: Sigrún
Lina, látin, Hulda
Ragna, Siuijóna Gyða, Sigur-
jón, látinn, og Guðmundína.
Hinn 2. desember 1950 giftist
Pálína eftirlifandi eiginmanni
sinum, Jóni Þórarni Siguijóns-
syni, f. 2. mars 1927. Börn
þeirra eru: 1) Margrét, f. 4.
apríl 1949, maki Páll Viðar og
eiga þau fjögur böm: Björgvin
Þór, Rósu Kristínu, Jón Þór og
Pálínu Þómnni. 2)
Valdís, f. 22. apríl
1951, maki Ólafur
Jón, böm: Guðrún
Áslaug, Hulda
Ragna og Valur
Guðjón. 3) Siguijón,
f. 12. september
1958, maki Ásta,
börn: __ Steinþór
Árni, Árni Jón og
Eva Mtjöll. 4) Elín,
f. 23. september
1960, maki Karl
Kristján og eiga
þau þijú _ böm:
Bjarna, írisi Ósk og
Pálma Þór. 5) Guðlaug, f. 6.
maí 1962, sambýlismaður Jón
Sigurbjöm, böra: Elías Þór og
Magnús Viðar. Uppeldisdóttir
Pálínu og Jóns er Guðrún Ás-
laug, f. 20. október 1967, sam-
býlismaður Jón Már og eiga þau
einn son, Ólaf Frey.
Útför Pálínu fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Elskuleg eiginkona mín og móðir
okkar hefur nú sofnað svefninum
langa. Fráfall hennar er mikið áfall
fyrir okkur öll, en stuðningur okkar
í sorginni eru allar þær fallegu og
hugljúfu minningar sem við eigum
um hana.
Pálína tileinkaði fjölskyldunni líf
sitt. Hún gerðist heimavinnandi hús-
móðir til þess að geta hugsað sem
best um eiginmann sinn, böm og
heimili og gerði það vel. Þannig var
hún, hugsaði alltaf fyrst um aðra
og síðan sjálfa sig.
Þegar við fréttum að elsku eigin-
kona mín og móðir okkar, væri með
erfiðan sjúkdóm og ætti ekki langt
pftir lifað þá var eins og tilgangs-
leysi og tómleiki fyllti líf okkar.
Maður spyr: „ Af hveiju hún?“ Hún
sem var miðpunktur í lífi okkar og
var alltaf til staðar þegar á þurfti
að halda, hún sem alltaf var svo
dugleg og sterk, hún sem hugsaði
meira um aðra en sjálfa sig og á
hún þakkir skilið fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur. Það er okkur
ómetanlegt og gleymist aldrei.
Fyrir rúmi ári hófst barátta Pálínu
við sjúkdóminn sem hún hafði geng-
ið með svo lengi. Þegar við fréttum
að sjúkdómur hennar var langt
genginn og hún var orðin mikið veik,
dró það allan þrótt úr okkur. Síð-
ustu þrír mánuðimir vom henni
mjög erfiðir, en alltaf barðist hún
eins og hetja. Við reyndum eftir
fremsta megni að styðja hana í bar-
áttu hennar. Þetta vom erfiðar
stundir en dýrmætar. Hún gat alltaf
látið okkur brosa í gegnum tárin.
Þú varst og ert yndisleg móðir
og eiginkona. Við munum aldrei
gleyma þér.
Við söknum þín og minningin um
þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sðlin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur teQa
í dauðans dimmum dal.
Úr inni harms og hryggða
til helgra Ijóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem.)
Jón Þórarinn, Margrét,
Valdís, Siguijón, Elín
og Guðlaug.
Stórt skarð í tilveru mína er höggv-
ið með fráfalli elsku ömmu minnar.
Eftir langvarandi veikindi hefur hún
loks hlotið hina hinstu hvíld. Það kom
mér ekki á óvart þegar móðir mín
hringdi í mig snemma á sunnudags-
morgni og sagði mér þær sorglegu
fréttir að Pálíamma væri dáin. I
bijósti mér börðust blendnar tilfinn-
ingar, annars vegar léttir að nú væri
amma komin til betri staðar, laus við
veikindi og kvalir sem hún hafði bar-
ist svo hetjulega við og hins vegar
sorg, söknuður og missir.
Eg var þeirrar gæfu aðnjótandi
að alast upp hjá ömmu og afa á
„Grundó" og átti því margar góðar
stundir með ömmu. Amma gaf sér
alltaf tíma fyrir yngstu kynslóðina í
fjölskyldunni. Margar góðar minning-
ar á ég þegar við kubbuðum, spiluð-
um og lituðum saman. Þegar ég elt-
ist kenndi hún mér að lesa. Hún taldi
í mig kjark þegar ég fór til tannlækn-
is í fyrsta skipti og huggaði mig
þegar eitthvað bjátaði á.
Það var alltaf gott að koma á
Grundarstíginn til ömmu, hún var
fastur punktur i tilveru minni og var
alltaf til staðar þegar á þurfti að
halda. Hvenær sem var gat ég leitað
til hennar, hvort sem um stuðning,
hjálp eða öxl til að gráta við var um
að ræða. Hún var alltaf til staðar,
Erndrykkjur
(iliusilojn kaH'i-
hlaúborO, lallt'tpr
salir o<i nijiii»
)>o0 |)jonus(a,
llpplvsinoar i
símiim 5050 ‘>25
0)4 502 7575
HOTEL LQFTLEIÐIR,
ICItAMOAlH__M O T 1 t 1
ERFI
drykk.hr
Láúð okkur annast
erfidrykkjuna.
Fyrsta flokks þjónusta
og veitingar.
Rúmgóð og þœgileg
salarkynni.
Upplýsingar í síma 552-9900
alltaf reiðubúin að hlusta og gefá
ráðleggingar.
Það sem einkenndi ömmu mína
var hennar eðlislæga góðmennska
við alla, hún var létt í lundu og gaf
mikið af sér án þess að krefjast
neins í staðinn. Hún var ávallt ung
í anda og fylgdist vel með. Amma
var besta sál sem ég hef kynnst og
er ég þakklát fyrir að hafa fengið
að þekkja hana í öll þessi ár.
Með sorg í hjarta og tár í augum
kveð ég þig í hinsta sinn elsku amma
mín, ég mun aldrei gleyma þér.
Áslaug.
Elsku amma mín er dáin. í hug-
anum heyri ég Pálíömmu kalla á
mig: Voter, Voter. Amma kallaði
mig alltaf Voter. Afhveiju veit ég
ekki. Stundum sönglaði hún, Voter
Voter everywhere, platan fæst í
Vesturver. Þetta hafði almennt enga
sérstaka merkingu en mér hefur allt-
af þótt vænt um gælunafnið sem
mér var gefíð af ömmu og afa.
Páliamma var engin venjuleg
amma. Það sem henni datt í hug
var framkvæmt. Einn daginn lang-
aði hana að læra að spila á orgel
og það var keypt. Næstu mánuði sat
hún síðan og spilaði á orgelið, afa
til blendinnar ánægju! Því næst varð
leikjatölva fyrir valinu og það kunnu
yngstu barnabömin vel að meta.
Hennar áhugi á tónlist var ekki
eins og hjá öðru eldra fólki. Hjá
ömmu voru Bubbi Morthens og
Freddy Mercury í miklu uppáhaldi.
Hún eyddi líka mörgum stundum í
að dansa og syngja með þeirra tón-
list og þá var hátt spilað.
Það var alltaf hægt að treysta á
vemdarvæng ömmu. Ef eitthvað
bjátaði á, þá átti maður vísan stað
á heimili hennar. Elsku amma mín,
ég þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman. Þú ert ein sú
besta og hjartahlýjasta manneskja
sem ég hef kynnst. Þinn innri maður
var jafn fagur og sá ytri.
„Þeir deyja ungir sem guðimir
elska“. Amma mín var ekki ung en
hún skildi of fljótt við okkur, ástvini
sína. Við hefðum viljað njóta nær-
vem hennar lengur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Hulda.
Elsku amma, það er erfitt að trúa
því að þú skulir vera farin frá okk-
ur, þú sem varst alltaf svo góð við
okkur. Alltaf þegar við komum á
„Grundó" með svanga maga var allt-
af nóg til, þú varst svo gjafmild og
góð og þótti okkur mjög vænt um
þig. Þess vegna eigum við bágt með
að trúa því að þú skulir vera farin
frá okkur og komir ekki aftur.
Það verður tómlegt að koma á
Grundarstíginn þegar þig vantar. Það
var alltaf gaman að koma til þín, þú
gafst þér alltaf tíma fyrir okkur. Þær
voru margar stundimar sem við átt-
um með þér við eldhúsborðið á
„Grundó" við að spila og kubba. Þetta
em ógleymanlegar stundir sem við
geymum í hjarta okkar.
Elsku amma okkar, þín er sárt
saknað og megi Guð vera með þér.
w ti iö érum vaktSnni il 22.00
d Ib LYFJA
I «1 Lágmúla 5 Sími 533 2300