Morgunblaðið - 04.02.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rekstrarhalli ríkissjóðs tæplega tveir milljarðar króna 1996
Minnsti halli í tólf ár
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
sem nú liggja fyrir nam halli ríkis-
sjóðs árið 1996 að frátöldum vaxta-
greiðslum vegna sérstakrar inn-
lausnar spariskírteina tæplega
tveim milljörðum króna. Þetta svar-
ar til 0,4% af landsframleiðslu, og
er helmingi minni halli en fjárlög
ársins gerðu ráð fyrir. Þá er þetta
innan við fjórðungur þess halla sem
varð á árinu 1995, og besta rekstr-
arniðurstaða ríkissjóðs síðan 1984
þegar ríkissjóður var síðast rekinn
með afgangi.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði á blaðamannafundi, þar
sem afkoma ríkissjóðs á síðasta ári
var kynnt, að í bráðabirgðatölunum
væru afkomutölumar bomar saman
við fjárlagatölur og sömu forsendur
og Qárlög byggjast á. Að öðmm
kosti væri hallinn 10,1 milljarði
króna meiri, en ástæða þess væri
sú að á síðastliðnu ári var gripið til
þess ráðs að innkalla þijá mjög
vaxtaháa flokka spariskírteina frá
ámnum 1984 og 1986, sem endur-
íjármagnaðir vom á lægri vöxtum.
Heildarfjárhæð innlausnarinnar
nam rúmlega 17 miHjörðum króna
og þar af vom vaxtagreiðslur 10,1
milljarður, en talið er að þessi að-
gerð muni leiða til um tveggja millj-
arða króna spamaðar í vaxtagreiðsl-
um til ársins 2000.
Meiri tekjur
Friðrik sagði að ástæða þess að
afkoma ríkissjóðs batnaði vemlega
á síðasta ári væri árangursríkari
hagstjóm og um leið traustari staða
íslensks efnahagslífs heldur en ver-
ið hefur. Hann sagði að tekjur ríkis-
sjóðs hefðu orðið mun meiri en
gert hefði verið ráð fyrir, og þann-
ig hefðu tekjumar hækkað um 6,9
milljarða króna en útgjöldin um 4,9
milljarða.
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið
1996 námu 129,7 milljörðum
króna, eða 26,2% af landsfram-
leiðslu. Þetta er tæplega 1% lægra
en árið 1995 og þarf að fara aftur
til ársins 1987 til að finna lægra
hlutfall. Vegna vaxandi landsfram-
leiðslu hækka útgjöldin nokkuð að
raungildi milli ára, eða um 2%, og
er það einkum vegna framlaga til
mennta- og heilbrigðismála.
Heildartekjur ríkissjóðs á síðasta
ári vora 127,7 milljarðar króna, eða
um 25,8% af landsframleiðslu, og
hefur hlutfall heildartekna og
skatttekna af landsframleiðslu
hækkað um 0,7% frá árinu 1995.
Hækkunin er alfarið rakin til áhrifa
aukins kaupmáttar heimilanna og
almennra umsvifa í efnahagslífínu.
Lánsíjárþörf A-hluta ríkissjóðs
nam um 2,7 milljörðum króna árið
1996, að frátöldum áðumefndum
vaxtagreiðslum vegna sérstakrar
innlausnar spariskírteina, og svarar
þetta til 0,5% af landsframleiðslu.
Friðrik sagði að afkoma ríkis-
sjóðs 1996 væri ekki mjög frá-
bmgðin því sem búist hefði verið
við síðustu mánuðina, en um mitt
árið og við fjárlagagerð hefði verið
talið að hallinn yrði nærri þremur
milljörðum króna. Síðari hluti árs-
ins hefði því komið betur út en
búist var við og einkum hefði virðis-
aukaskattur skilað sér betur í síð-
ustu greiðslum ársins en gert var
ráð fyrir.
Afkoma ríkissjóðs 1995-96
(milljónum króna á verðlagi hvers árs Frávik Fjárlög 1996 Frávik frá fjárlögum
1995 1996 frá fyrra ári
Tekjur 114.413 127.735 13.322 120.865 6.870
Gjöld -123.344 -139.729 -16.385 -124.816 -14.913
Gjöld án vaxtagjalda v. innköllunar * 129.716 -6.372 - -4.900
Rekstrarafkoma -8.931 -11.994 -3.063 -3.951 -8.043
Hlutfall af landsframleiðslu (%) -2,0 -2,4 -0,4
Rekstrarafkoma án innlausnar -8.931 -1.981 6.950 -3.951 1.970
Hlutfall án vaxtagjaldav. innköllunar -2,0 -0,4 1,4
Lánveitingar, nettó -9.659 -713 8.946 -150 -563
Hrein lánsfjárþörf 18.590 12.707 -5.883 4.101 8.606
Afborganir lána -17.780 -28.740 -10.960 -21.160 -7.580
Lánsfjárþörf, brúttó -36.370 -41.447 -5.077 -25.261 -16.186
Lántökur 35.587 41.495 5.908 25.300 16.195
Greiðsluafkoma -783 49 832 39 10
-16 milljarðar kr.
án áhrifa innköllunar spariskirteina á vaxtagjöld
Hafís rekur
að Grímsey
Grimsey. Morgunblaðið.
HAFIS rekur nú hratt í átt að
landi og má búast við því að
Grímseyingar sjái til hans í dag
eða á morgun. Grímseyingar
virðast vera þokkalega birgir af
olíu og vonast til að geta bjargað
sér með vistir.
Flugvél Landhelgisgæslunnar
TF-SYN fór í ískönnunarflug í
gær og var ísjaðarinn þá næstur
landi 48 sjómflur norður af
Grímsey, við Kolbeinsey, 32 sjó-
mflur norðnorðvestur af Ska-
gatá, 18 sjómflur norðaustur af
Horni, 12 sjómflur norður af
Kögri, 44 sjómflur norðvestur af
Barða og 94 sjómílur vestur af
Bjargtöngum. Frá meginísjaðr-
inum lágu þéttar ísspangir inn á
Hælavík og er siglingaleiðin va-
rasöm. Spáð er norðlægum áttum
á næstunni og færist ísjaðarinn
þá enn nær landinu.
Ekki áður séð svo mikinn ís
Davíð Oddsson í umræðum á Alþingi um kjarasamninga
Aldraðir og öryrkjar njóti
aukningar kaupmáttar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði við umræður á Alþingi í gær
að kaupmáttaraukning sú sem samið
verður um í kjarasamningum eigi
einnig að ganga til öryrkja og aldr-
aðra. í framhaldi af því spurði Mar-
grét Frímannsdóttir, formaður Al-
þýðubandalagsins, hvort þessir hópar
fengju að semja um sín kjör eins og
launafólk.
Ríkisstjómin var harðlega gagn-
rýnd í utandagskráramræðum á Al-
þingi í gær um undirbúning kjara-
samninga og áhrif nýrra vinnumark-
aðslaga. Stjómarandstæðingar sögðu
það hafa sýnt sig að nýju lögin sem
þvinguð hefðu verið í gegn þvert á
vilja verkalýðshreyfingarinnar hefðu
orðið til þess eins að gera samninga
erfíðari. Ráðherrar og stjómarþing-
menn vísuðu til þess að þegar hefðu
náðst samningar við starfsfólk í
loðnuverksmiðjum og að of snemmt
væri að dæma um annan árangur.
Þingmenn stjómarandstöðu sögðu
ríkisstjómina líta framhjá og neita
að viðurkenna að fátækt fyrirfýndist
á íslandi. Þeir bentu á að tölur um
kaupmáttaraukningu væm meðal-
talstölur og segðu ekkert um vax-
andi tekjumismun. Davíð Oddsson
svaraði því til að hvergi í heiminum
væri jöfnuður meiri en hér á landi
og vísaði til þess að meðaltalstekju-
aukning hér á landi samkvæmt nýj-
ustu tölum hefði orðið 8-9 prósent.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra spáði því að kaupmáttur fjöl-
skyldna ykist um 15-20 prósent fram
til aldamóta, eða meira en hjá nokk-
urri nágrannaþjóð. Hann sagði bestu
aðferðina til að bæta Iífskjör og auka
kaupmátt vera að halda atvinnuleysi
lágu. Hann gagnrýndi stjómarand-
stöðuna þess vegna fyrir að einblína
á neikvæða þætti þess að reist yrði
álver á Gmndartanga.
„Stjómarandstæðingar eins og
aðrir verða að velja og hafna í þessu
efni. Einhveiju verður til að kosta
til að bæta lífskjör í landinu."
Afvopnaði
ræningja og
rakádyr
PILTUR með hettu fýrir andlit-
inu kom inn á myndbandaleig-
una Videóhöllina við Lágmúla
rétt fyrir lokun á sunnudags-
kvöld. Hann ógnaði starfsstúlku
með kúbeini og heimtaði peninga
úr afgreiðslukassa.
„Stúlkan brást hin versta við,
enda sagði hún eftir á að hún
sætti sig ekki við að láta ein-
hveija aumingja skipa sér fyrir
verkum,“ sagði Þóroddur Stef-
ánsson, eigandi Videóhallarinn-
ar. „Hún sagði honum því að
hypja sig út, eða hann hefði
verra af. Pilturinn mundaði þá
kúbeinið og gerði sig líklegan
til að ráðast á hana, en hún
varð fyrri til og reif af honum
kúbeinið. Það var því heldur
lúpulegur ræningi sem tók til
fótanna og hvarf út í myrkrið."
Þóroddur sagði að eftirlits-
myndavélar væm Videóhöllinni.
„Við eigum því kauða á mynd-
bandi. Lögreglan leitaði að hon-
um hér í nágrenninu um nóttina,
en hann hefur sjálfsagt hypjað
sig heim eftir sneypuförina.“
Bifreiðaskoð-
unskipt
BIFREIÐASKOÐUN fslands hf.
var lögð niður á aðalfundi fyrir-
tækisins í gær og því skipt ann-
ars vegar í Bifreiðaskoðun hf.
og Skráningarstofuna hf. hins
vegar. Bifreiðaskoðun hf. fer því
frá og með deginum í dag inn á
samkeppnismarkaðinn í bíla-
skoðunum en Skráningarstofan
hf. annast ein allar bifreiða-
skráningar hér á landi.
Karl Ragnars, sem var fram-
kvæmdastjóri bifreiðaskoðunar
íslands hf., verður fram-
kvæmdastjóri Skráningarstof-
unnar hf. og Óskar Eyjólfsson,
sem var fjármálastjóri Bifreiða-
skoðunar fslands hf., verður
framkvæmdastjóri Bifreiðaskoð-
unar hf. Fyrirtækin verða fyrst
um sinn bæði til húsa að Hest-
hálsi 6-8, en stefnt er að því
að Skráningarstofan hf. flytji í
annað húsnæði.
Þýzki kvótinn
lítið breyttur
ÞORSKKVÓTI Þýskalands í Bar-
entshafí eykst um tvö þúsund
tonn frá fyrra ári og skiptist við-
bótarúthlutunin jafnt á milli
þýsk-íslensku útgerðarfyrirtækj-
anna Mecklenburger Hochsee-
físcherei, MHF, og Deutsche
Fischfang Union, DFFU. Að öðm
leyti er skipting kvótans í megin-
dráttum sú sama og í fýrra.
Viðbót af þorski/18
Samstarf bankanna og sparisjóðanna um yfirtöku fjárfestingalánasjóðanna
Stefán Ingvarsson, skipstjóri
á Margréti E A, sagði í samtali
við fréttaritara blaðsins í Grfms-
ey að á sunnudagskvöld hefði
ísspöng farið hjá Kolbeinsey og
um sjöleytið í gærmorgun er
þeir voru staddir um 38 sjómílur
norður af Grímsey hefði tvær
stórar ísspangir rekið hratt í átt
að eynni. „Það er mikið kast á
honum, svona ein og hálf sjómíla
á klukkustund, beint í suður.
Hann svifar svona til eftir því
hvort hann er meira í norðvestri
eða norðaustri. Það fer að verða
tvísýnt með Eyjafjarðarálinn."
Stefán hefur verið sextán ár
á sjó og segist ekki fyrr hafa séð
svona mikinn ís. Aðspurður um
aflabrögð sagði hann þau i raun-
inni ágæt. „Maður er bara að
flýja undan ísnum, ætli maður
endi ekki fyrir austan.“
Islandsbanki tekur ekki þátt
BANKARÁÐ íslandsbanka hefur ákveðið að taka
ekki þátt f samstarfí um yfirtöku bankanna og
sparisjóðanna á fjárfestingalánasjóðunum. Sigurð-
ur Hafstein, framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sparisjóða, segir hins vegar að sparisjóð-
imir styðji hugmyndina og að það hafí engin áhrif
á fyrirætlanimir þótt íslandsbanki verði ekki með.
Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns
bankaráðs íslandsbanka var ákveðið á fundi síð-
astiiðinn þriðjudag að hafna þeim fyrirætlunum
sem Landsbankinn hefur haft frumkvæði að, að
bankarnir og sparisjóðirnir taki yfír Fiskveiða-
sjóðt Iðnlána- og Iðnþróunarsjóð.
„Áform ríkisstjórnarinnar um að steypa saman
sjóðunum og að ríkið eigi meirihluta í þeim virð-
ist vera það sem er ofan á og við ætlum okkur
ekki að reyna að koma í veg fyrir það, enda er
það ekki okkar hlutverk," segir Kristján. „Ég tel
sjálfur eðlilegra að sjóðunum verði breytt í hluta-
félag hveijum fyrir sig og síðan verði þeir seldir
hveijum þeim sem kaupa vill. Ég ætla að banka-
ráð Islandsbanka sé mér sammála um það, þótt
til þess hafi ekki verið tekin nein afstaða."
Lítill munur á ríki og ríkisbönkum
Kristján segist ekki sjá mikinn mun á því hvort
ríkið eða ríkisbankar eigi sjóðina. „Við emm hluta-
félag og bemm ábyrgð gagnvart hluthöfum okk-
ar. Það er margt sem kemur inn í mat á því hvort
þetta sé hagkvæmt, til dæmis það að verulegt
eigið fé verður tekið úr sjóðunum til stofnunar
Nýsköpunarsjóðs. Það er spurning um rekstrarlega
hagkvæmni þess fjár sem eftir yrði í sjóðnum."
Kristján segir að nú líti út fyrir að lögfest verði
að ríkið skuli eiga meirihluta í fyrirhuguðum Fj'ár-
festingabanka sem myndaður verði úr sjóðunum
þremur. Hann spáir því að þá verði erfitt að selja
hlutabréf í bankanum, því ekki sé vænlegur kost-
ur að eiga minnihluta í fyrirtæki þar sem ríkið
er ráðandi. Kristjáni finnst að menn ættu að minn- j
ast þess hversu vel hafí tekist til þegar Útvegs-
bankanum var breytt í hlutafélag og hann allur |
seldur. Upp úr því varð íslandsbanki til og telur |
Kristján að þar hafi verið stigið mikið framfara-
spor í bankamálum hérlendis.
Sigurður Hafstein segir að sparisjóðimir hafi
undanfarið átt í viðræðum við ríkisbankana. „Við
emm sammála hugmyndum þeirra og viljum taka
þátt í þessu samstarfi. Það er tímaskekkja að
stofna ríkisbanka á sama tíma og stefnt er að
því að breyta þeim sem fyrir em í hlutafélögi
væntanlega með það í huga að ríkið losi sig út ,
úr þeim rekstri. Við teljum að ríkið eigi ekki að j
vera í rekstri á fjármálamarkaði." Sigurður telur j
þá aðgreiningu sem gerð er milli fjárfestingalána |
og annarra lána ranga, enda sinni bankakerfið
nú þegar fjárfestingalánum eins og öðra. j