Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Talsverður munur á árangri nemenda í samræmdum prófum eftir landshlutum
Sex skólar voru
með yfir 6 í fyrra
Tölur sem sýna meðalárangur nemenda
á landinu á samræmdum prófum í 10. bekk
í fyrravor eru settar fram til að auka
uppbyggilega umræðu um menntamál.
Tekinn er vari við því að alhæfa út frá
þessum tölum einstökum skólum eða
landssvæðum til hnjóðs.
MEÐALTÖL skóla úr samræmdum
prófum seinustu þijú ár voru gerð
opinber í gær, og miðast þau við
skóla með ellefu nemendum eða fleiri
í árgangi það ár sem viðkomandi
próf var haldið. í niðurstöðunum
kemur fram verulegur munur á
námsárangri nemenda í Reykjavík
og víða á landsbyggðinni, en að sögn
forsvarsmanna samantektarinnar er
varhugavert að túlka þann mun ein-
stökum skólum eða landshlutum til
hnjóðs.
í fyrra voru sex skólar á öllu Iand-
inu með yfir 6 að meðaltali í ein-
kunn út úr samræmdum prófum í
10. bekk; fjórir í Reykjavík, einn i
Kópavogi og á Þelamörk í Hörgár-
dal. Árið 1995 náðu fimm skólar að
komast yfir sex að meðaltali í ein-
kunn.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra sagði á fundi með fréttamönn-
um í gær að þessar upplýsingar
væru settar fram til að auka upp-
byggilega umræðu um menntamál
og sé stefnt að því að upplýsinga-
gjöf um skólastarf verði aukin á
næstu árum. Þetta sé í senn í sam-
ræmi við stefnu ráðuneytisins og
upplýsingalögin sem tóku gildi 1.
janúar sl., ásamt nýrri reglugerð um
samræmd próf í grunnskólum.
Eflir vonandi menntun
Hann tók vara fyrir að niðurstöð-
urnar úr samræmdu prófunum verði
túlkaðar í þá veru að einn skóli sé
betri en annar eða munur sé á
menntun eftir landshlutum. Ekki sé
hægt að álykta um ástæður þess að
skólar státi af misjöfnum árangri,
út frá niðurstöðum nemenda í sam-
ræmdum prófum.
„Það er von mín að aukið upplýs-
ingastreymi um skólastarf sé til þess
fallið að efla menntun í landinu og
með auknum upplýsingum sé hægt
að vanda betur til stefnumótunar,
auka samstarf foreldra og skóla og
gera skýrari kröfur til skólanna og
auðvelda þeim að taka ákvarðanir
um málefni sín,“ sagði Björn.
í gögnunum eru samræmdar ein-
kunnir nemenda í 10. bekk fyrir
árin 1993-1996 námundaðar að
normaldreifingu á einkunnastigan-
um 1 til 9. Þessi einkunnastigi var
stilltur á meðaltalið 5 og voru stað-
alfrávik um það bil 2. Landsmeðal-
tal er því 5 í öllum samræmdum
námsgreinum. Lægsta mögulega
einkunn er 1 og hæsta mögulega
einkunn er 9. í upplýsingunum kem-
ur fram að með besta og næstbesta
árangur yfír landið árið 1993 voru
Álftamýrarskóli og Ölduselsskóli,
Hlíðaskóli og Hvassaleitisskóli árið
1994, Laugalækjarskóli og Hvassa-
leitisskóli árið 1995 og Æfíngaskóli
K.H.Í. og Þelamerkurskóli árið 1996.
Þórólfur Þórlindsson, forstöðu-
maður Rannsóknastofnunar uppeld-
is- og menntamála, sagði að varð-
andi þær ályktanir sem draga má
af þessum gögnum, sé vert að minna
á að skólarnir ráði ekki einir frammi-
stöðu nemenda á samræmdum próf-
um eða námsárangri yfirleitt. Marg-
ir þættir hafi þar áhrif, sumir innan
skóla og aðrir utan hans.
„Þess vegna höfum við fyrirvara
á að hægt sé að draga beinar álykt-
anir um stöðu skólans, kennsluhætti
eða gæði út frá því eingöngu að líta
á þessi próf. Einnig er eðlilegt að
námsárangur milli skóla sé breyti-
legur frá einu ári til annars og hann
er það samkvæmt þessum tölum,"
sagði hann.
Ekki betri skólar
Hann minnti einnig á að þegar
fjallað er um meðaltöl þar sem mjög
fáir einstaklingar standa að baki,
liggi í hlutarins eðli að þau geti
sveiflast til og frá eftir árgöngum.
Þórólfur sagði þann mun á lands-
hlutum sem niðurstöðurnar sýna
hafa legið ljóst fyrir um nokkurt
skeið og í umræðum um hann sein-
ustu ár hafi komið fram að svo hafi
verið alllengi. Ekki sé hægt að telja
skóla eða kennara í Reykjavík betri
en á landsbyggðinni, þrátt fyrir að
munurinn sé til staðar. Hann benti
jafnframt á að meiri sveiflur séu
greinanlegar í litlum skólum en fjöl-
mennum skólum á þéttbýlisstöðum.
„Seinustu ár höfum við reynt að
leita skýringa á mismunandi
frammistöðu skóla mð því að taka
tillit til þátta í umhverfi þeirra sem
skipta máli og höfum komist að því
að slíkar bollalengingar eru flóknar.
Ýmis atriði hafa áhrif á námsárang-
ur og þau geta breyst frá einu ári
til annars, þannig að það er ekki svo
að tiltekið umhverfí sé dæmt til að
vera óæskilegra til lengri tíma fyrir
skóla en annað.
Atvinnulífíð og þá einkum sjávar-
útvegurinn togar t.d. miklu meira í
fólk víða á landsbyggðinni en í
Reykjavík, þar á meðal í sjávar-
byggðum á Vestíjörðum svo dæmi
séu nefnd. Þar eru krakkarnir nær
atvinnulífinu og verða fyrir miklu
meiri áhrifum af því. Stefni ung-
menni að því að fara á sjóinn um
16 eða 17 ára aldur, sjá þau kannski
ekki mikinn tilgang í að Iæra dönsku
eða algebru."
Margar skýringar
hugsanlegar
Hann segir suma hafa líka bent
á að vel hafi gengið að manna skóla
í Reykjavík með kennurum með rétt-
indi, öfugt við suma staði á lands-
byggðinni.
„Við vitum líka að viðhorf for-
eldra og þeirra sem eru í forsvari á
hveijum stað til skólans hafa áhrif
á krakkana og hvaða sess hann skip-
ar í lífi og hugum þessa fólks. Við
sjáum líka að lífsstíll unglinga hefur
áhrif á námsárangur og hann getur
breyst fljótt og fyrirvaralaust. Ef
við tökum dæmi um byggðarlag þar
sem .eru á milli 10-20 nemendur í
árgangi, þarf oft ekki nema þijá til
fjóra einstaklinga af þeim til að
breyta mynstrinu til muna,“ sagði
Þórólfur.
Á fundinum kom fram að seinustu
ár hafa skólar hérlendis fengið í
hendur meiri upplýsingar en áður
um árangur annarra skóla og í sum-
um tilvikum hafi menntamálaráðu-
neytið þurft að bregðast við óskum
um mjög ítarlegar upplýsingar. Til
dæmis hafi skólar þar sem gætt
hefur áhyggna af árangri í stærð-
fræði viljað fá sundurliðaðar upplýs-
ingar um frammistöðu í einstökum
atriðum, til að hjálpa til við að skipu-
leggja kennslu sína betur. Seinustu
mánuði hafi sömuleiðis gætt þróunar
á þá átt að skólar líti á námsárang-
ur í mun víðara samhengi en þekkt-
ist áður.
Ekki öll gögn fyrirliggjandi
„Birting þessara upplýsinga með
þessum hætti er nýjung, en þær eru
ekki settar fram til að efna til keppni
á milli skólanna. Aðalatriðið er að
menn geti skoðað þau gögn sem
liggja fyrir og þótt óskandi sé að
menn lagi sig að þeim upplýsingum
og skólakerfið batni, er það seinna
tíma mál.“
Tölvunefnd veitti ekki leyfi til að
niðurstöður frá skólum með tíu nem-
endur eða færri í árgangi yrðu birt-
ar, sem er talin skekkja heildarmynd-
ina nokkuð en að sögn fundarmanna
er á meðal þeirra að finna skóla með
afar góðan námsárangur í samræmd-
um prófum.
Eiríkur Jónsson, formaður Kenna-
rasamband íslands, segir kennara
hafa haft verulegar áhyggjur af birt-
ingu þessara gagna, ekki síst vegna
þess að þeir hafi óttast mistúlkun á
niðurstöðunum.
„í meðaltalskúrfu er einhver efstur
og einhver neðstur og þá reyna menn
að meta hvaða þættir hafa áhrif og
sú hætta er fyrir hendi að kennslan
verði það fyrsta sem menn bendi á.
Auðvitað er kennslan í hveijum skóla
einn þessara þátta, en fjölmarga aðra
þætti verður að hafa í huga. Það er
t.d. torvelt að bera saman árangur
rótgróinna skóla í gömlum hverfum
og t.a.m. nýrra skóla," segir hann.
veilirigastHðuTTrm
ódýr kostur
íhádeginu
Sæn§kar !
kiotbollur i
390.- i
Samræmd próf í 10. bekk 1996. Meðaleinkunnir skóla.
| Reykjavík 4 qreínar Stærðfræði ísienska Enska Danska|
Álftamýrarskóli 5,96 5,39 5,54 5,65 6,77
Árbæjarskóli 5,05 4,97 4,96 5,07 5,07
Austurbæjarskóli 4,89 5,09 4,81 5,05 4,57
Breiðholtsskóli 5,01 5,04 4,93 5,09 4,70
Fellaskóli 4,77 4,77 4,74 4,80 4,81
Foldaskóif 4,95 5,33 4,76 5,19 4,74
Hagaskóli 6,12 5,37 6,11 6,15 6,20
Hamraskóli 4,69 5,00 4,80 4,48 4,75
Hlíðaskóli 6,02 5,78 5,40 5,64 5,90
Hólabrekkuskóli 5,06 5,03 5,56 5,12 4,92!
Húsaskóli 4,62 4,63 4,24 4,63 4,47
Hvassaleitisskóli 6,09 5,45 6,32 6,17 5,85
Langholtsskóli 4,84 5,00 5,07 5,28 4,45
Laugalækjarskólí 5,86 5,82 5,42 5,98 5,79
Réttarholtsskóli 5,74 5,80 5,27 5,49 5,57
Seljaskóli 5,53 5,59 5,67 5,40 5,07
Tjarnarskóli 5,74 5,92 5,52 5,75 5,71
Vogaskóli 5,50 5,79 5,05 5,35 5,06
Æfingaskóll K.H.Í. 6,48 6,32 5,82 6,36 6,43
Ölduselsskóli 5,59 5.44 5,47 5.41 5.38
Meðaltal landshluta 5,43 5,32 5,31 5,44 5,33
! Reykjaneskjörd. 4 grelnar Stærðfræði íslenska Enska Danska |
Digranesskóli 5,37 5,42 5,21 5,15 5,30
Hjallaskóll 4,66 4,63 4,56 5,03 4,47
Kópavogsskóli 5,71 5,67 5,41 5,73 5,93
Snælandsskóli 6,20 5,71 6,26 5,88 5,62
Þinghólsskóli 5,21 4,96 5,63 5,35 4,86
Vafhúsaskóli 5,35 5,06 6,09 5,53 5,19
Gagnfr.sk. Mosf.b. 5,37 5,29 5,36 5,08 5,48
Garðaskóli Gbæ 5,68 5,83 5,44 5,45 5,46
Hvaley rarskóli 3,79 4,54 3,80 4,29 3,68
Lækjarskóli 5,39 4,80 5,56 5,61 5,26
Setbergsskóli 5,26 5,77 5,09 4,87 4,98
Víðistaöaskóli 4,38 4,63 4,18 4,58 4,43
Öldutúnsskóli 4,72 5,04 4,87 4,65 4,46
Hoitaskóli 4,95 4,46 4,46 4,89 5,54
Grunnsk. í Grindav. 3,87 4,66 3,41 3,65 4,27
N jarðvíkurskóli 4,77 4,30 4,30 4,79 5,44
Grunnsk. f Sandg. 3,68 4,15 3,80 3,46 3,92
Gerðaskóli 4,54 4,43 4,36 5,00 4,86
Stóru-Vogaskóli 4,18 4,73 4,64 3,83 4,09
Klébergsskðlf OZ 5,59 4,94 4,41 4,00
Meðaltal landshluta 5,04 5,04 4,97 5,02 5,05
| Vesturland 4greinar. Stærðfræði íslenska Enska Danska!
Brekkubæjarsk. 4,32 4,50 4,38 4,73 3,95
Grundaskðli 5,02 4,53 5,15 4,64 5,37
Grunnsk. Borgarn. 4,71 5,02 4,64 4,62 4,32
Grunnsk. Ólatsvík 4,59 4,09 4,95 4,64 4,59
Grunnsk. Stykkish. 5,73 6,04 5,26 5,43 5,86
Varmalandsskóli 3,57 4,07 3.13 3,73 3.79
Meðaltal landshluta 4,73 4,72 4,73 4,64 4,75
[ Vestflrðir 4 greinar Stærðfræðl íslenska Enska Danska |
Grunnsk. isafirði 3,90 4,17 3,53 4,40 3,67
Grunnsk. Bolungarv. 4,67 5,10 4,81 4,43 4,62
Grunnsk. Patreksf. 3,19 3,06 3,12 3,41 3,82
Grunnsk. Hólmavík 2.73 3,00 3,45 2,62 3,00
Meðaltal landshluta 4,06 4,19 3,95 4,24 4,12
I Norðurland vestra 4 nreinar Stærðfræði íslenska Enska Danska |
Grunnskóli Siglufj. 4,45 4,32 4,39 4,36 4,25
Gagfrsk. Sauðárkr. 4,24 4,62 3,86 4,61 4,33
Laugarbakkaskóli 5,07 4,67 5,07 4,67 5,47
Grunnsk. Hvammst. 4,83 5,00 4,83 4,83 4,56
Grunnsk. Blönduósi 4,27 4,75 4,94 3,53 4,53
Varmahl.sk. Skauaf. 4,59 4,74 5,13 3,91 4,55
Meðaltal landshluta 4,55 4,70 4,44 4,44 4,60
I Norðurland eystra 4 greinar Stærðfræði íslenska Enska Danskal
Gagfr.sk. Akureyrar 4,57 4,78 4,95 4,61 4,35
Glerársk.v. Höfðahl. 5,12 5,44 5,18 5,00 4,80
Síðuskóli 5,00 5,20 4,80 5,16 4,49
Borgarhólssk. Húsav. 4,62 4,39 5,20 4,82 4,70
Gagfrsk. Ólafsfirði 4,14 3,36 4,50 4,76 4,14
Dalvíkurskóli 3,54 3,83 3,63 3,71 3,95
Þelamerkurskóli 6,21 5,64 6,57 5,36 6,29
Hrafnagilsskóli 4,29 4,17 4,75 4,50 4,38
Grenivíkurskóli 5,36 5,53 4,80 4,93 5,14
Grunnsk. á Þórshöfn 5,57 5,14 5,93 4,93 6,07
Framhssk. á Laugum 3,88 3,71 4,41 3,75 3,81
Meðaltal landshluta 4,63 4,67 4,87 4,66 4,54
| Austurland 4 nreinar Stærðfræðl íslenska Enska Danskal
Seyðisf jarðarskóli 5,23 5,15 5,00 4,77 5,46
Grunnsk. á Eskifirði 5,14 4,57 5,79 5,21 5,00
Egilsstaðaskóli 5,00 5,05 5,22 5,12 5,27
Heppuskóli, Höfn 4,77 4,13 5,19 4,72 5,65
Vopnafjarðarskóli 5,93 5,87 6,13 5,27 5,80
Grunnsk. Reyðarfj. 5,00 5,29 4,46 4,42 4,93
Grunnsk. Djúpavogi 5,23 5,00 5,77 4,54 5,38
Alþýðusk. á Eiðum 4,71 4,80 5,20 4,33 4,57
Verkmenntask. Al. 4,97 4,40 4,92 5,19 5,34
Meðaltal landshluta 5,02 4,75 jMBM 114,88 | 1É2
I Suðurland 4 greinar Stærðfræði íslenska Enska Danskal
Barnask. Vestm.eyja 3,72 4,22 3,82 4,08 3,14
Hamarssk. Vestm. 4,91 5,35 5,03 4,66 4,57
Sólvallaskóli 4,59 4,67 4,43 4,38 4,48
Grunnsk. f Hveragerði 3,24 3,80 3,63 3,56 3,16
Grunnsk. í Þorlákshöfn 4,15 4,38 4,23 4,27 4,50
Kirkjubæjarskóli 4,80 5,47 5,20 3,73 5,47
Hvolsskóli 4,60 4,46 4,54 4,54 4,33
Grunnskólinn Hellu 5,09 5,27 5,12 5,04 4,54
Grunnsk. Stokkseyri 4,83 5,17 4,83 5,00 5,08
Barnask. á Eyrarbakka 5,82 5,73 5,73 5,64 5,73
Flúðaskól i 4,89 4,78 5,33 3,94 5,44
Reykholtssk. Biskupst. 5,23 4,69 5,62 5,08 5,08
Héraðssk. á Laugarv. 5,45 6,36 4,82 5,27 5,18
Meðaltal iandshluta 4,55 4,79 4,59 4,43 4,43