Morgunblaðið - 04.02.1997, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samningur um vinnu í fjórum loðnuverksmiðjum undirritaður
Hærra kaup utan
bræðslutíma - tekju-
trygging betri ef illa árar
ALÞÝÐUSAMBAND Austurlands og vinnu-
veitendur skrifuðu undir nýjan kjarasamning
á sunnudag vegna starfsmanna sem vinna í
loðnuverksmiðjunum á Eskifirði, Neskaupstað,
Höfn og Vopnafirði. Sigurður Ingvarsson, for-
maður ASA, segir að stéttarfélögin hafi ekki
náð fram þeirri kröfu sinni að starfsmenn
haldi óbreyttum launum með minni vinnu.
Breyta þurfti vinnufyrirkomulagi í loðnu-
bræðslunum vegna tilkomu vinnutímatilskip-
unar Evrópusambandsins. Kjarasamningur
starfsmanna í loðnubræðslum hefur verið nokk-
uð flókinn. Þeir hafa fengið viðbótargreiðslu á
kauptaxta þegar ekki eru vaktir. Þeir hafa einn-
ig fengið álag vegna gæðamjöls. Greiðsla kom
fyrir alla matar- og kaffitíma. Auk þess var
ein frívakt í viku greidd. Þetta þýddi að u.þ.b.
30 klukkutímar á sólarhring voru greiddir.
Mun betri tekjutrygging
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði að þessar greiðslur
hefðu verið felldar niður og færðar inn í kaup-
taxtana. „Þetta felur í sér að kaupið er hærra
utan bræðslutíma en það var, sem þýðir að
menn hafa mun betri tekjutryggingu ef illa
árar en áður var.“
Vegna vinnutímatilskipunar ESB var nauð-
synlegt að fækka vinnustundum í loðnubræðsl-
um. Sigurður Ingvarsson sagði að samningur-
inn miðaðist við að starfsmenn ynnu ekki
meira en 60 tíma á viku, en fram að þessu
hafa þeir unnið allt upp í 72 tíma á viku.
„Þetta eitt og sér felur í sér mjög mikla launa-
lækkun. Viðfangsefni okkar var að reyna að
lágmarka þetta tekjutap. Krafa okkur var að
þessi vinnutímatilskipun kæmi ekki niður á
Morgunblaðið/Benedikt
SIGURÐUR Ingvarsson, formaður ASA,
og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram-
kvæmdasljóri VSÍ, undirrituðu kjara-
samninginn á Eskifirði sl. sunnudag.
starfsmönnum, en við náðum henni ekki fram.
Ef miðað er við bræðslutímann í verksmiðjun-
um skiptist þetta til helminga. Þeir vinna
minna en halda helmingi launa fyrir vaktina
sem tapast," sagði Sigurður.
Álag eftir 70 vaktir
Samningurinn geir ráð fyrir að áfram verði
unnið á 12 tíma vöktum, en hægt verði að
velja milli þess að skipuleggja vinnuna í tveim-
ur eða þremur hópum. Framvegis vinnur hver
maður fimm vaktir á viku í stað sex áður.
Samningurinn gerir ráð fyrir að eftir 70
vaktir verði greiddar 1.660 krónur til viðbótar
á hveija 12 tíma vakt. Hannes sagði þetta
þýða að álag kæmi þegar búið væri að bræða
í verksmiðjunum í rúma þijá mánuði. „Það
má tala um að þá sé góðæri í rekstri verk-
smiðjanna og þessi greiðsla miðast við að
starfsmenn fái hlutdeild í þeim ábata sem svo
mikil bræðsla getur gefið.“
Sigurður sagði að þessi viðbótargreiðsla
minnkaði það tekjutap sem starfsmenn yrðu
fyrir við að missa vaktina. Hækkun á tíma-
kaupi nægði þar ekki ein og sér. Hann sagði
að eftir þennan samning yrðu grunnlaun
starfsmanna í loðnubræðslum u.þ.b. 100 þús-
und krónur á mánuði.
Samningurinn er sérkjarasamningur og tek-
ur mið af þeim launabreytingum sem um semst
í aðalkjarasamningi. Kauptaxtar hækka því
til samræmis við það sem um semst í samning-
um vinnuveitenda og Verkamannasambands-
ins. Starfsmenn geta þó ekki farið í verkfall
til að knýja á um gerð aðalkjarasamnings ef
þessi samningur verður samþykktur.
Atkvæðagreiðsla verður um samninginn í
lok vikunnar. Atkvæði verða talin sameigin-
lega fyrir starfsmenn verksmiðjanna fjögurra.
Hannes og Sigurður sögðust ekki telja að
þessi samningur gæfi fyrirheit um hvernig
almennir kjarasamningar kæmu til með að
líta út. í samningnum hefði verið tekist á við
tiltekið viðfangsefni, þ.e. óhóflega langa
vinnuviku starfsmanna.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, hafði ekki
séð samninginn þegar Morgunblaðið ræddi við
hann í gær. „Eg treysti félögum mínum á
Austurlandi til að gera viðunandi samninga
og tel að þetta sé liður í að auðvelda okkur
heildarlausn."
Skoðanakönnun
DV og Gallup
Vaxandi fylgi
Sjálfstæðis-
flokksins
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi
45,5% atkvæða ef gengið væri til kosn-
inga nú, samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar markaðsdeildar Fijálsrar
fjölmiðlunar, sem birtar voru í DV í
gær. í nýrri skoðanakönnun Gallup, sem
gerð var í síðustu viku, fær Sjáifstæðis-
flokkurinn 39,9% fylgi.
Úrtak í könnun Gallup á fylgi stjórn-
málaflokkanna var 1.200 manns og
svöruðu 72,6%, tæp 17% voru óákveðin
eða neituðu að svara og 8% sögðust
ekki mundu kjósa eða skila auðu. Fylgi
Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könn-
uninni er 39,9%, Alþýðuflokksins 20,6%,
Framsóknarflokksins 17,7%, Alþýðu-
bandalagsins 17,5%, Kvennalistans 3,9%
og Þjóðvaka 0,5%.
42,1% óákveðið
Af þeim, sem afstöðu tóku í könnun
DV, sögðust 45,5% styðja Sjálfstæðis-
flokk, 16,9% Framsóknarflokk, 16,6%
Alþýðuflokk, 16% Alþýðubandalag, 3,8%
Kvennalistann og 1,2% Þjóðvaka.
Spurt var um fylgi við ríkisstjórnina
og sögðust 47,7% hlynnt henni, 36,8%
andvíg og 12,5% óákveðin.
Könnun DV var gerð um helgina.
Úrtakið var valið úr símaskrá og hringt
í 600 manns, sem skipt var jafnt á milli
kynja og á milli höfuðborgarsvæðis og
landsbyggðar. Af þeim, sem spurðir
voru, sagðist 42,1% vera óákveðið í af-
stöðu sinni til flokkanna og 5,7% neit-
uðu að svara.
í könnunum með þessari úrtaksstærð
eru skekkjumörk nokkuð víð. Fyrir fylgi
Sjálfstæðisflokksins eru þau a.m.k. 4%
til eða frá, og fyrir Framsóknarflokk,
Alþýðuflokk og Álþýðubandalag a.m.k.
3% til eða frá. Fylgi Alþýðubandalags
getur þannig verið á bilinu 13-19%.
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur látið útfæra tillögur um breytt skattkerfi
Tveggja þrepa
skattkerfi
Breytingar á skatthlutfalli, persónuafslætti og skattleysismörkum frá 1988
1fið framreikning ermiðaO viö breytingar á lánskjaravísitölu Miðað við skattalög 1997 Miðað við skattalög 1988 Hækkun / lækkun ( + /-) Hlutfallsl. breyting m.v. lög 1988
Skatthlutfall í staðgreíðslu, % (ekki t. tm. tu 5%hátekjusk.) 44,98% 35,20% +6,78 %-st. +19,26%
Persónuafsl. á mán. (kr. á verðl. jan. '97) 24.544 kr. 27.157 kr. -2.613 kr. -9,62%
Skattleysismörk á mán. (kr. á veröl. jan. '97) 60.902 kr. 77.515 kr. -16.249 kr. -21,06%
Dæmi um skattbyrði meðaltekjufólks, miðað við ofangreindar forsendur
Ekki er tekið tillit til barnabóta SKATTBYRÐI BREYTINGAR Samkv. tillögum sus
Miðað við Miðað við Munur Hlutfallsl. lögin 1997 lögin 1988 1988/1997 munur, %
'• íK^miirrffiivKna 6'“-658llr- 358-7381"- *358'81811'- 305.000 krónur
»■ 551752 284'552l»' *257.190 kr. t87% -40.000 krónur
III. Einstaklingur með 1,5 millj. kr. árstekjur 309.984 kr. 202.114 kr. +107.870 kr. +53% 30.000 kr
Morgunblaðið/Ásdís
ÁSLAUG Magnúsdóttir varaformaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra tillögur
um breytingar á reglum um tekjuskatt einstaklinga.
SAMBAND ungra sjálfstæðismanna
hefur látið útfæra tillögur um breytt
skattakerfi einstaklinga, þar sem
meðal annars er lagt til að tekið
verði upp tveggja þrepa kerfi með
2% skatti á mánaðarlaun undir 125
þús. og 25% skatti á laun þar fyrir
ofan. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, segir tillögurnar bæði róttæk-
ar og athyglisverðar.
Davíð sagði að tillögunum yrði
komið á framfæri í þeim skattavið-
ræðum sem nú fara fram. Hann
sagðist þó ekki þora að fullyrða að
að hægt yrði að fara í þessar breyt-
ingar í þessum áfanga þar sem
skammur tími væri til stefnu.
Davíð sagði margt í skattatillögun-
um vera til þess fallið að hvetja fólk
til að afla sér hærri tekna.
Guðlaugur Þór Þórðarsson, for-
maður SUS, segir að ungt sjálfstæð-
isfólk leggi áherslu á að hafnað verði
lagfæringum á gamla skattkerfmu.
„Við erum búin að vera að lagfæra
þetta kerfi síðan 1988 með afleiðing-
um sem allir þekkja," sagði hann.
„Það sem við viljum sjá er nýtt gegn-
sætt einfalt skattakerfi, þar sem
menn fá að njóta ávaxta erfiðisins.
Við teljum að með þessum tillögum
náum við þeim markmiðum."
Lagt er til að tekið verði upp
tveggja þrepa skattkerfi með 2%
skatti upp að 125 þús. króna mánað-
artekjum og 25% skatt á tekjur þar
fyrir ofan. Gert er ráð fyrir 50 þús.
króna barnabótum fyrir hvert barn
fram til 16 ára aldurs og 100 þús.
fyrir barn einstæðra foreldra. Lagt
er til að almennur persónuafsláttur
og sjómannaafsláttur verði felldur
niður og að álagningu sérstaks há-
tekjuskatts verði hætt. í stað vaxta-
bótakerfís verði tekinn upp sérstakur
skattafsláttur til þeirra, sem eru að
kaupa sína fyrstu íbúð með þeim
fyrirvara að þær tillögur sem ungir
sjálfstæðismenn hafa lagt fram
muni taka miklum breytingum er
varóar upphæðir, þar sem ungt fólk
yrði i annarri stöðu þegar nýja tekju-
skattskerfið samkvæmt tillögunni
hefur verið tekið upp.
Lægri skattbyrði
Að mati Sambands ungra sjálf-
stæðismanna munu breytingar á
skattalögunum í samræmi við tillög-
urnar hafa í för með sér verulega
lækkun á skattbyrði þorra launa-
fólks. Bent er á að auknar ráðstöfun-
artekjur muni skila sér í óbeinum
tekjum til ríkissjóðs svo sem með
virðisaukaskatti. Þá munu skattsvik
minnka og tekjur ríkis og sveitarfé-
laga aukast af þeim sökum. Fólki
yrði ekki refsað fyrir dugnað eins
og í núverandi kerfí og atvinnuþátt-
taka myndi aukast og þar með hag-
vöxtur. Tekjur hins opinbera myndu
hækka, stoðir velferðarkerfisins
styrkjast og forsendur skapast til
að greiða niður erlendar skuldir.
n n s u r
Fagleg ráögjöf. LINSAN
Góð þjónusta. a a a i s t r æ t i 9