Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞÚ ert nú eins og staurblindur kettlingur. Sérðu ekki að þetta er
alveg spriklandi nýtt stöff?
Morgunblaðið/Ásdís
KRISTNIHÁTÍÐARNEFND og hátíðarnefnd kirlqunnar á sínum fyrsta fundi á skrifstofu biskups
íslands sl. fimmtudag. Fremst sitja Ólafur Ragnar Grimsson, Ólafur Skúlason og Davíð Oddsson,
en fyrir aftan standa Ólafur Ragnarsson, Heimir Steinsson, Ólafur G. Einarsson, Haraldur Henrýs-
son, Júlíus Hafstein og Örn Bárður Jónsson.
Fyrsti fundur kristnihátíðamefndar
FYRSTI fundur kristnihátíðar-
nefndar var haldinn sl. fimmtu-
dag. Júlíus Hafstein er fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar og
sagði hann að rætt hefði verið
um þau mál sem ráðgert væri
að hrinda í framkvæmd á þessu
ári. Þar er t.d. um að ræða sam-
keppni um merki hátíðarinnar.
Hátíðarhöldin verða um mán-
aðamótin júní-júlí árið 2000.
Samvinna er við Félag ís-
lenskra teiknara og hefur fimm
manna dómnefnd verið skipuð.
Samkeppnin tekur nokkra mán-
uði og verður sýning haldin á
þeim tillögum sem fram koma
í vor. Verðlaunafé verður 800
þúsund krónur og þrenn verð-
laun verða veitt.
Undirbúningur er hafinn að
samstarfi við alla skóla landsins
um kynningu og kennslu á
kristnitökunni og kristnihátíð-
inni. Samband íslenskra
sveitarfélaga verður í samstarfi
við nefndina um þá kynningu.
Ákveðið hefur verið að lýsa
eftir hugmyndum og greinar-
gerðum sem nýta má til að
minnast þessara merku tíma-
móta í sögu íslands og verður
það auglýst sérstaklega síðar.
Haldið verður málþing um
kristnitökuna og kristnihátíð-
ina I lok september næstkom-
andi.
Hátíðarhöld í prófastdæmum
landsins verða árið 1999 og
tengjast þau hátíðarhöldum
árið eftir. Júlíus segir að þar
með sé farin sama leið og valin
var árið 1974 þegar hátíðarhöld
voru að meginhluta til í sýslun-
um árið á undan.
Reykjavíkurborg verður
menningarborg Evrópu árið
2000 og ráðgert er að kristni-
hátíðarnefnd fundi með borg-
aryfirvöldum um það hvaða
samleið þessir aðilar geti haft
á þeim stóru viðburðum sem
verða árið 2000.
Formaður kristnihátíðar-
nefndar er Ólafur Skúlason
biskup íslands og aðrir í nefnd-
inni eru Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands, Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, Ól-
afur G. Einarsson, forseti Al-
þingis og Haraldur Henrysson,
forseti Hæstaréttar. Ritari
nefndarinnar er Örn Bárður
Jónsson, fræðslustjóri kirkj-
unnar. í hátíðarnefnd kirkjunn-
ar sitja Ólafur Skúlason, biskup
íslands, Ólafur Ragnarsson
bókaútgefandi og séra Heimir
Steinsson.
A 13. ári í handboltalandsliðinu
Endurnærður eftir
hvern landsleik
Júlíus Jónasson
JÚLÍUS Jónasson gaf
ekkert eftir í vöminni
þegar íslendingar
léku tvo æfingalandsleiki
við Þjóðverja í Þýskalandi
um helgina. Hann hafði
hugsað sér að gefa ekki
kost á sér í landsliðið eftir
heimsmeistarakeppnina á
íslandi 1995 og síðan var
takmarkið að vera með á
Ólympíuleikunum í Atlanta
í Bandaríkjunum á liðnu ári
en þar sem liðið vann sér
ekki rétt til keppni ákvað
hann að halda áfram. Júlíus
var með flesta landsleiki
að baki í Þýskalandsferð-
inni, hefur leikið 288 lands-
leiki og hefur gert 643
mörk í þeim.
„Ég vil enda þetta með
stæl og við getum gert góða
hluti í heimsmeistarakeppninni í
Japan í vor. Ég hef mjög gaman
af þessu og ánægjan heldur mér
við efnið auk þess sem ég hef
haft atvinnu af því að leika hand-
bolta síðan 1989. Þá hefur mikið
að segja að ég fæ geysilega mikið
út úr því að hitta félagana og er
endurnærður eftir hvern lands-
leik.“
- Er þetta alltaf eins?
„Ég er eiginlega kominn hring-
inn. Þegar ég byijaði í landsliðinu
sat ég mest á bekknum eins og
algengt var hjá Bogdan, þáverandi
landsliðsþjálfara. Eg spilaði fimm
til 10 mínútur í fyrsta landsleiknum
og gerði eitt mark en nú veit ég
betur að hveiju ég geng. Ég er
reynslunni ríkari og frekar afslapp-
aður en langt þvi frá að vera sami
leikmaður og áður. Ég spila fyrst
og fremst í vöm og þó ég vildi líka
vera í sókninni er ákvörðunin þjálf-
arans. Aðalatriði er að standa sig
í því sem ætlast er til en líka er
gott að samkeppni ríki um stöður
- það eflir liðið. Annars er ekki
málið að leika í 60 mfnútur og
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari,
er gjarn á að gera breytingar í
hveijum leik. Það er af hinu góða
og eykur breiddina.."
- Þú hefur leikið með félagslið-
um á íslandi, íFrakklandi, á Spáni,
í Þýskalandi og Sviss. Hvar hefur
þér líkað best?
„í Þýskalandi vegna þess að
áhuginn á handbolta er hvergi
meiri og alls staðar fullt hvar sem
leikið er. Spánn er líka ofarlega í
huga vegna fólksins og lifnaðar-
hátta þess. Spánveijar em
skemmtilegir og mátulega kæm-
lausir, stundum um of, en annars
hefur mér alls staðar líkað vel og
sætti mig við að vera hvar sem
er. Það er ágætt að búa í Sviss
en kannski of rólegt, allt búið
klukkan níu á kvöldin.“
- Samningur þinn við Suhr
rennur út í vor. Ætlarðu að halda
þar áfram?
„Það kemur vel til
greina. Ég hafði hugsað
mér að vera þama í tvö
ár en ég er ekki orðinn
saddur ennþá og vil vera
eitt til tvö ár erlendis til viðbótar
en draumurinn er að ljúka ferlin-
um heima. Þegar ég var hjá
Gummersbach í Þýskalandi meidd-
ist ég illa fjórum sinnum á tveim-
ur árum en áður var ég aldrei frá
vegna meiðsla. Nú er ég heill og
mig langar að halda áfram að
spila meðan ég get. Helst vil ég
vera áfram hjá Suhr og viðræður
þar að lútandi era í gangi.“
- Hverju þakkar þú helst glæst-
an feril?
„Landsliðsþjálfaramir Þorbjöm
Jensson og Boris Bjarni Akbasc-
hev eiga þar stærstan hlut að
máli því þeir þjálfuðu mig þegar
► JÚLÍUS Jónasson er húsa-
málari að mennt, fæddur 22.
ágúst 1964. Hann hóf að leika
með meistaraflokki Vals í
handknattleik þegar hann var
15 ára og lék fyrsta landsleik-
inn í desember 1984, á móti
Ítalíu í Polar Cup. Hann hefur
verið atvinnumaður í íþróttinni
siðan 1989 og leikið með liðum
í Frakklandi, á Spáni, í Þýska-
landi og Sviss þar sem hann
er nú. Júlíus, sem hefur leikið
238 landsleiki, er kvæntur
Helgu Helgadóttur og eiga þau
soninn Alexander Örn sem er
tveggja ára.
ég var með Völsurunum. Þeir
kenndu mér réttu vinnubrögðin
og fyrir vikið hef ég alltaf æft
mikið sjálfur, reynt að efla mig
og styrkja. Ég hef alltaf lagt mik-
ið á mig frá því ég var 14 til 15
ára kjúklingur og sú vinna,
aukaæfingarnar, hafa skilað sér.
Vissulega hef ég verið óheppinn í
sambandi við meiðsl en ég hef
alltaf unnið mig út úr vandamál-
unum. Ég hef verið í atvinnu-
mennsku í átta ár og hef enn
gaman af þessu en því miður em
alltof margir sem hætta of
snemma.“
- Hver er staða alþjóðahand-
boltans að þínu mati?
„Þýskaland var lengi öflugast
en síðan komu Frakkland og
Spánn inn í myndina og nú er
Þýskaland aftur í forystuhlutverk-
inu - þýska deildin er sterkari en
nokkm sinni fyrr. Þessi mikli upp-
gangur í Þýskalandi eflir hand-
boltann og ég vona bara að fram-
hald verði á. Helsta hættan er sú
að Þjóðveijarnir fari út í offjárfest-
ingu en vonandi gæta þeir sín.
Umfjöllunin er mikil og jákvæð
og því er mikilvægt að fylgja þessu
skrefi eftir en það er mikil synd
að Þjóðveijar verða ekki á HM í
Japan. Það getur dregið
dilk á eftir sér.“
- Hvað um handbolt-
ann á íslandi?
„Ég hef auðvitað
ekki getað fylgst mikið
með honum en mér sýnist að þó
menn fari í atvinnumennsku komi
alltaf efnilegir strákar í staðinn.
Dæmin sýna að menn komast í
atvinnumennsku ef þeir leggja
mikið á sig og ég held að það hljóti
að virka sem hvati á unga stráka.
En lykilatriði í því sambandi er
að leggja rækt við íþróttina. Mér
fínnst stundum að strákar hugsi
of mikið um peninga, hvað þeir
fái fyrir að spila og skipta því um
félag vegna einhverra tíkalla.
Þetta er kolrangur hugsunarhátt-
ur því menn eiga að hugsa fyrst
og fremst um að bæta sig hjá sínu
félagi og góðum þjálfara."
Menn verða
að leggja
mikið á sig