Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 20

Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt Rafhlöður með inn- byggðum orkumæli NÝLEGA komu á markað Durac- ell PowerCheck rafhlöður sem eru með innbyggðum orkumæli. Ýtt er þéttingsfast á tvo punkta á rafhlöðunni í um 10 sekúndur og þá sést hvort orkan er lítil eða mikil. Best er að mæla rafhlöðuna við stofuhita. Umboð fyrir rafhlöð- umar hefur heildverslunin Hrísnes ehf. Moonboots Spariskór Verð: 995,- Áð ur^495T- Verð: 995,- ÁðurJk495T- Tegund: x 1122 Stærðir: 25-34 Litir: Rauðir, grænir og bláir Tegund: 4114 Stærðir: 20-34 Litir: Svartir, hvftir og rauðir Leðurfóðraðir Póstsendum samdægurs v Ioppskórinn V/aUi \ >iA ln<-lAUr<4nr/-i ním Veltusundi við Ingólfstorg, sími: 552 1212 Austurstræti 20, sími 552 2727 Nýtt Islensk hönnun á barnafatnaði BLANCO Y Negro er nafnið á bamafatnaði sem farið er að fram- leiða hér á landi ur svokölluðum flísefnum. Hönnuður og framleið- andi þeirra er Rannveig Pálsdótt- ir. Bamafataverslanimar Engla- börnin og Dýrðlingarnir selja fatn- aðinn. í fréttatilkynningu frá Rann- veigu Pálsdóttur segir að hún sé einnig með umboð fyrir fatamerk- ingar frá fyrirtæki sem framleiðir fatamerkingar fyrir ýmis þekkt fyrirtæki erlendis. Fyrirtæki Rannveigar er til húsa að Lauf- engi 180. Eigum mikið úrval af boddíhlutum í flestar gerðir bifreiða. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar ísíma 588 2550 BílavörubúSin Ifararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI588 2550 Opið imi helgina Fisléttir raðgreiðslusamningar ji.M ■ m m Suöurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Slmi 588 0500 • fax 588 0504 I Rýmum I fyrir nýjum i taekjum I Jólainnkaupin á fjölgreiðslum eða greiðsludreifingu Vextimir jafn- vel hærri en dráttarvextir FORSVARSMENN greiðslukorta- fyrirtækja segja upphæðimar 100.000-150.000 krónur algenga á greiðslukortayfirlitum sem send era til viðskiptavina um þessi mánaðamót. Það er komið að skuldadögum eftir jólin og hjá mörgum er lítið í buddunni og góð ráð dýr. Óski korthafar eftir greiðslu- dreifíngu eða fjölgreiðslum eins og það er kallað líka eru sumir bankar jafnvel með hærri vexti en dráttarvexti á þeim lánum. Að sögn Bergsveins Sampsted markaðsstjóra hjá Eurocard eru margir sem nýta sér möguleika á greiðsludreifíngu og fá að borga jólasteikina og gjafímar næstu sex mánuðina. „Vextirnir em fastir og venju- lega um 15-16%. Segjum að skuld nemi 120.000 krónum og hún sé greidd upp á fjórum mán- uðum með greiðsludreifíngu. Þá er færslugjaldið 450 krónur og með vöxtum nemur upphæðin sem bætist við um 3.000 krón- um.“ - En hvað ef upphæðin fellur í vanskil? „í fyrsta lagi er lokað fyrir notk- un kortsins meðan korthafí er í vanskilum. Vextir af greiðsludreif- ingu em á hinn bóginn svipaðir og ef skuldin fellur í vanskil. Það sem bætist aukalega við hjá þeim sem era í vanskilum með skuld sína er innheimtubréf þriðja og fjórða mánuðinn upp á 750 krónur hvort bréf. Bankinn ákveður vextina Hjá Visa fjármagna bankar og sparisjóðir greiðsluskiptinguna. Visa korthafar semja ævinlega við sinn viðskiptabanka eða sparisjóð og þá er það ákveðið hveijir fá kort og með hvaða skilyrðum. Leifur Steinn Elísson aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá Visa segir að viðskiptavinum standi til boða að dreifa greiðslum á allt að sex mánuði með svokölluðum fjöl- greiðslum. Hann segir það ákvörð- un banka og sparisjóða hvaða vextir séu teknir og nefnir að und- anfarið hafí Landsbankinn tekið 15,90% vexti, Búnaðarbankinn 16,25%, íslandsbanki 15,95% og Sparisjóðirnir 16,25% vexti. Þá bætist einnig við færslugjald ef um fleiri en tvo gjalddaga er að ræða 145 krónur í hvert skipti og ef greiðslunni er skipt í tvennt kostar það 250 krónur. Falli upp- hæðin í vanskil er dráttarvöxtum beitt sem hafa að undanförnu ver- ið 16%. Sólmundur Kristjánsson for- stöðumaður tékka-, og greiðslu- kortadeildar í Landsbankanum segir að venjulegum innheimtuað- gerðum sé beitt við korthafa, van- skilatilkynningar séu sendar til korthafa og ábyrgðarmanns. Ef viðskiptavinir semja um skiptingu helst kort opið og viðkomandi er í skilum við bankann. Um leið og kort fer í vanskil er ekki hægt að nota það. Sent í innheimtu til lögfræðings Sólmundur segir ítrekun kosta korthafa 250 krónur og síðan ef ekki er greitt fyrir 18. þess mánaðar sem borga átti fer út aðvömn sem kostar 350 krónur og hún er einnig send til ábyrgð- armanns. Ef líður að næstu mán- aðamótum og skuldin er enn ógreidd og ekki búið að sinna til- kynningum er korti lokað og þá kemur lokaaðvörun. Að því búnu fer skuldin í innheimtu hjá lög- fræðingi og þá er kostnaðurinn orðinn miklu hærri en greiðslu- dreifíngarskuldin. Algengt er að lögfræðingar taki milli 4.000 og 5.000 krónur fyrir fyrsta inn- heimtubréf. - Hversvegna eru vextir af þessum lánum jafn háir og drátt- arvextir? „Bankar líta á fjölgreiðslulánin sem neyslulán og þessvegna em vextimir svona háir.“ Munar 360 krónum - Segjum að korthafi sé með 120.000 króna skuld. Borgar sig fyrir viðkomandi að geyma skuld- ina til næstu mánaðamóta eða semja um greiðsludreifingu? „Geymi korthafi skuldina fram að næstu mánaðamótum borgar hann 1.600 krónur í vexti og ítrek- un og aðvörunargjald sem eru 600 krónur. Samtals er þetta 2.200 krónur. Sé á hinn bóginn samið um greiðsludreifíngu nemur upp- hæðin 1.590 krónum og 250 krón- um í færslugjald sem eru í allt 1.840 krónur. Munurinn er 360 krónur en kortið er þar að auki í skilum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.