Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
„Blóðuga sunnudagsins“ minnst í Londonderry
Vilja alþjóðlega rann-
sókn á atburðinum
Londonderry. Reuter.
Reuter
ÞJÓÐARLEIÐTOGARNIR á
blaðamannafundi í Toronto.
Fujimori og Hashimoto
Yaldiekki
beitt
Tókýó, Lima. Reuter.
RYUTARO Hashimoto, forsætisráð-
herra Japans, sagði í gær að forseti
Perú, Alberto Fujimori, hefði lofað
honum á fundi þeirra í Toronto um
helgina að valdi yrði ekki beitt við
lausn gíslamálsins í Lima nema
skæruliðar myndu vinna gíslunum
mein. Taldi Hashimoto það til marks
um að fundurinn hefði verið árang-
ursríkur, þar sem Fujimori hefði lýst
þessu yfir í vitna viðurvist. Leiðtogi
Tupac Amaru-skæruliðanna, sem
haldið hafa gíslum í bústað japanska
sendiherrans frá því um miðjan des-
ember, vísaði um helgina á bug frétt-
um um að skæruliðarnir kynnu að
vera reiðubúnir að slá af kröfum
sínum.
Á fundi Hashimoto og Fujimori á
laugardag náðu þeir ennfremur sam-
komulagi um að fulltrúi japanskra
stjórnvalda yrði í alþjóðlegri nefnd
sem komið hefur verið á laggirnar
til að semja um lausn gíslanna en á
þriðja tug Japana eru á meðal þeirra.
í sjónvarpsviðtali sem birt var á
laugardag við Nestor Cerpa, leiðtoga
skæruliðanna sem halda 72 gíslum
í sendiráðinu í Lima, ítrekaði hann
fyrri kröfur um að 400 félagar, sem
eru í fangelsi í Perú, yrðu látnir laus-
ir. Fujimori hefur látið að því liggja
að skæruliðarnir hafi fallið óbeint
frá kröfum sínum en talsmaður
skæruliðanna sagði í gær að hann
mistúlkaði orð þeirra. Sagði talsmað-
urinn að skæruliðamir gerðu sér
grein fyrir því að þeir myndu ekki
ná fram öllum kröfum sínum.
ÞUSUNDIR kaþólikka gengu á eft-
ir 14 hvítum krossum í London-
derry í fyrradag þegar þess var
minnst, að 25 ár eru liðin frá „Blóð-
uga sunnudeginum", sem sumir líta
á sem upphaf óaldarinnar á Norður-
írlandi. Þá skutu breskir hermenn
á fólk á útifundi og lágu 13 eftir í
valnum og sá 14. lést síðar af sárum
sínum. í göngunni í gær var hvatt
til alþjóðlegrar rannsóknar á at-
burðinum.
„Ég hvet til alþjóðlegrar rann-
sóknar á atburðum þessa dags fyr-
ir 25 árum,“ sagði Martin McGuinn-
ess, frammámaður í Sinn Fein, póli-
tískum armi írska lýðveldishersins,
IRA. Var hann meðal göngumanna
1972. „Þennan blóðuga sunnudag
komu breskir hermenn til borgar-
innar, myrtu 14 manns og voru síð-
an heiðraðir af drottningu."
Nýjar upplýsingar
Gangan í gær var hápunktur
minningarathafna, sem staðið hafa
í viku, og jafnframt tilrauna af
hálfu írskra þjóðernissinna og
írsku ríkisstjórnarinnar til að fá
bresku stjórnina til að taka mann-
fallið í Londonderry til rannsóknar
á ný.
Gangan fyrir 25 árum var farin
til að mótmæla því, að fólk væri
haft í gæsluvarðhaldi án dómsúr-
skurðar en rannsóknarnefnd á veg-
um bresku stjórnarinnar komst að
þeirri niðurstöðu, að bresku her-
mennirnir hefðu talið sig vera að
svara skothríð þegar þeir skutu á
óvopnað fólkið. Voru þeir sýknaðir
af allri sök. Að undanförnu hafa
verið að koma fram nýjar upplýs-
ingar í þessu máli og er því meðal
annars haldið fram, að breskar
leyniskyttur hafi skotið á fólkið of-
an af húsum.
írska stjórnin hefur einnig verið
að safna saman nýjum upplýsingum
um þetta mál og ætlar að leggja
þær fyrir bresku stjómina. Hún
hefur hingað til neitað að taka
málið upp nema eitthvað nýtt komi
til.
Sósíalistar
mynda
slgórn
SÓSÍALISTAFLOKKUR Búlg-
ariu, sem situr við stjómvölinn
í landinu, samþykkti í gær
bráðabirgðaráðherralista nýrr-
ar ríkisstjómar, sem eingöngu
er skipuð flokksmönnum. Fjár-
mála-, landbúnaðar- og orku-
málaráðherrar fráfarandi ríkis-
stjómar halda stólum sínum
samkvæmt listanum, þrátt fyrir
látlaus mótmæli stjómarand-
stæðinga undanfarnar fjórar
vikur, en þeir krefjast nýrra
kosninga. Nikolai Dobrov, til-
vonandi forsætisráðherra, legg-
ur listann fyrir Petar Stoyanov
forseta í dag.
Viðurkennir
húnadráp
VIKTOR Tsjemomyrdín, for-
sætisráðherra Rússlands, hefur
valdið úlfaþyt í fjölmiðlum þar
eystra með því
að viðurkenna
að hafa skotið
tvo bjamdýrs-
húna og móð-
ur þeirra eftir
að dýrin höfðu
vaknað úr
vetrardvala.
„Bjamdýrs-
veiðar eru
ekki bannaðar, þær eru eðlilegur
hlutur,“ sagði Tsjemomyrdín í
sjónvarpsviðtali á sunnudag.
Bjamdýrsveiðar hafa löngum
verið stundaðar í Rússlandi sem
leið til að sanna karlmennsku.
15 farast í
lestarslysi
FIMMTÁN manns að minnsta
kosti fórust og 10 manns slös-
uðust er flutningalest lenti í
árekstri við farþegalest nærri
ferðamannaborginni Edfu i
Suður-Egyptalandi í gær. Far-
þegalestin hafði numið staðar á
lestarstöð, er flutningalestin
lenti af fullum skriðþunga aftan
á farþegalestinni.
íkveikjuárás-
ir I Búdapest
KVEIKT var með íkveikju-
sprengjum f veitingastað og
tónlistarknæpu í Búdapest í
gær, fjórum dögum eftir að
tvennt beið bana er hand-
sprengju var varpað inn á ann-
an veitingastað í borginni. Að
sögn lögreglu eiga glæpa-
mannaflokkar í borginni í stríði.
Frá því í september síðastliðn-
um hafa fleiri en 12 árásir af
þessu tagi átt sér stað í ung-
versku höfuðborginni.
„Lífsstíls-
smugu“ lokað
MIKE Horan, heilbrigðisráð-
herra í Queensland, einu ríkja
Ástralíu, boðaði í gær að hann
myndi leggja fram lagafrum-
varp, sem bannaði lesbíum að
notfæra sér tæknifijóvgun með
hjálp sæðisbanka, þrátt fyrir
að dómstóll, sem er sérstaklega
skipaður til að skera úr um mál
er varða mismunun, hafi kveðið
upp þann úrskurð nýlega, að
samkynhneigðri konu leyfist að
fá að nýta sér tæknifrjóvgun.
Ráðherrann sagði í útvarpsvið-
tali, að hann vildi „loka lífsstíls-
smugu þeirri sem lesbíum byð-
ist með þessu“.
Reuter
ÆTTINGJAR þeirra 14 manna, sem létu lífið í skothríð breskra hermanna í Londonderry fyrir
25 árum, báru myndir af þeim í gðngunni í gær.
Grænlendingar og Danir semja vegna Thulemálsins
Grænlendingar fá flug-
braut, en enga afsökun
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
í KJÖLFAR skýrslu dönsku utanríkisstofnunar-
innar um Thule-málið eru Grænlendingar gram-
ir dönsku stjóminni fyrir að hafa veitt Banda-
ríkjamönnum aðstöðu á Grænlandi, án samráðs
við Grænlendinga. Raddir voru uppi á Græn-
landi um að nota málið til að krefja Dani
greiðslna, en eftir fund Lars Emil Johansens
formanns grænlensku landsstjórnarinnar og
Poul Nymp Rasmussens forsætisráðherra Dana
fyrir helgi er Ijóst að Grænlendingar komast
ekki Iangt í kröfugerð sinni. Þeir fá reyndar flug-
völl í sárabætur eins og þeir höfðu vonast eftir,
en ekki með þeim kjörum, sem þeir höfðu farið
fram á og danska afsökunarbeiðni fá þeir ekki.
Tvískinnungur dönsku stjórnarinnar í
kjarnorkumálum
Stefna Dana eftir stríð var að kjamorkuvopn
ættu ekki að vera á dönsku landi eða í flugvél-
um, sem flygju yfir danskt land. Í varnarsamn-
ingi Dana og Bandaríkjamanna frá 1951 eru
kjamorkuvopn ekki nefnd, en hann má túlka sem
samþykki Dana við slíkum vopnum á Græn-
landi. Árið 1957 vildu Bandaríkjamenn fá úr því
skorið hvort þeir mættu hafa kjamorkuvopn á
Grænlandi eða ekki, en þá vísaði H.C. Hansen
forsætisráðherra til samningsins frá 1951 og
gerði Bandaríkjamönnum ljóst að stjómin vildi
ekki vera beðin um frekara samþykki. Þá gat
danska stjórnin bæði haldið stefnu sinni og góðu
sambandi við Bandaríkjastjórn. Þessi tvískinn-
ungur var aðeins á mjög fárra vitorði.
Þegar B-52 sprengjuflugvél með kjarnorku-
vopn hrapaði 1968 á Grænlandi var enn lögð
áhersla á dönsku stefnuna, en skömmu síðar
gerði danska stjórnin samning við Bandaríkja-
stjóm um bann við kjarnorkuvopnum á Græn-
landi og eftir því sem best er vitað hafa slík
vopn ekki verið þar síðan. Vegna breyttra að-
stæðna og tækni skipti ekki lengur máli fyrir
Bandaríkjastjórn að hafa þar kjarnorkuvopn og
hún var upptekin af andstöðu almennings við
kjarnorkuvopn.
Umsvif Bandaríkjamanna hefta þróun
f erðamannaþj ónustu
Grænlendingar brugðust reiðir við skýrslu
utanríkisstofnunarinnar, því hún sýndi glögglega
að Grænlendingar voru aldrei með í ráðum og
máttu auk þess þola nauðungarflutninga milli
byggðarlaga 1953 til að liðka fyrir bandarískum
umsvifum. í sárabætur fóru þeir bæði fram á
greiðslur og opinbera afsökun.
Johansen og Nyrup Rasmussen komust að
samkomulagi, sem bindur enda á frekari kröfur
Grænlendinga vegna málsins. Danir skuldbinda
sig nú til að leggja flugbraut í Qaanaaq, um 100
kílómetra norðan Thulestöðvarinnar, miðstöð
Bandaríkjamanna á Grænlandi. Danir leggja þó
ekki fram aukafjárveitingu til framkvæmdarinn-
ar, heldur verður tekið af fé, sem þegar hafði
verið samþykkt til framkvæmda við flugvöllinn í
Dundas, sem er á þessu svæði, en þær fram-
kvæmdir gufuðu upp vegna andstöðu Bandaríkja-
manna við farþegaflug þar. Danir leggja 47 millj-
ónir danskra króna til brautarinnar, en Grænlend-
ingar verða sjálfir að greiða 30 milljónir. Rekstur
brautarinnar er ódýrari en í Dundas, svo þar
sparar landssljómin. Andstaða Bandaríkjamanna
við almennar samgöngur á þessum slóðum hefur
að mati landsstjórnarinnar heft mjög þróun þessa
svæðis og torveldað móttöku ferðamanna þar.
Grænlendingar höfðu farið fram á rannsókn
á umsvifum Bandaríkjamanna á Grænlandi eftir
1968, en því hafnaði Nyrup Rasmussen. Þess í
stað vonast Grænlendingar eftir að endurskoðun
vamarsamningsins frá 1951 taki af öll tvímæli
um umsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi fram-
vegis og krefjast þess um Ieið að verða aðilar
að endurskoðuninni. Grænlendingar hafa einnig
farið fram á að Danir biðjist afsökunar á nauð-
ungarflutningunum 1953, en Nyrup Rasmussen
vildi ekki teygja sig lengra en að segja að hann
harmaði þá.