Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 25

Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 25 LISTIR Böðvar og Þorsteinn hlutu Islensku bók- menntaverðlaunin BÖÐVAR Guðmundsson og Þor- steinn Gylfason hlutu íslensku bók- menntaverðlaunin í gær en það var forseti íslands, herra Olafur Ragnar Grímsson, sem afhenti þau við hátíð- lega athöfn í Listasafni íslands í gær. Böðvar hlaut verðlaunin í fiokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Lífsins tré og Þorsteinn í flokki fræðirita og rita almenns efnis fyrir heimspekiritið Að hugsa á íslensku. Báðar bækurnar eru gefnar út af Máli og menningu. Verðlaunahafarnir færðu dóm- nefndum og aðstandendum verð- launanna þakkir sínar við móttöku þeirra. Böðvar sagðist þó eiga eigin- konu sinni mest að þakka enda hefði hún tekið því með jafnaðar- geði og þolinmæði að eiginmaðurinn sæti lon og don við illa launaðar skriftir þegar hann gæti verið að skaffa almennilega til heimilisins. Þorsteinn minntist með hlýhug og þakklæti forvera sinna í íslenskri heimspeki á þessari öld og færði einnig samstarfsmönnum sínum og nemendum við Háskóla íslands þakkir sínar; sagði hann að þáttur þeirra í störfum sínum væri meiri en menn grunaði. Verðlaunin nema 500 þúsund krónum hvor auk þess sem afhent voru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir smíðaðir af Jens Guðjónssyni gullsmiði, - opin bók á granítstöpli með nafni verðlauna- hafa og ritverks. Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Baldvini Tryggvasyni, Sigríði Th. Erlendsdóttur og Kristjáni Árna- syni, sem var formaður, valdi verkin úr tíu bókum sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember síðast- liðinn, fimm í flokki fagurbókmennta og fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Tilnefndar fagurbók- menntir voru auk Lífsins tré, ljóða- bókin Indíánasumar eftir Gyrði El- íasson og skáldsögurnar Endurkoma Maríu eftir Bjarna Bjarnason, /s- landsförin eftir Guðmund Andra Thorsson og Z eftir Vigdísi Gríms- dóttur. Úr flokki fræðirita voru auk bókar Þorsteins tilnefndar Kona verður til eftir Dagnýju Kristjáns- dóttur, Merkisdagar á mannsævinni eftir Árna Björnsson, Skotveiði í ís- lenskri náttúru eftir Olaf E. Friðriks- son og Undraveröld hafdjúpanna við ísland eftir Jörund Svavarsson og Pálma Dungal. Tilfinning o g tónmál ofin í eitt TÓNLIST Kirkjuh voll LJÓÐATÓNLEIKAR Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Franz Peter Schubert. Laugardagurinn 1. febrúar 1997. AÐRIR tónleikar Schubert hátíð- arinnar í Garðabæ voru helgaðir söngverkum meistarans og þeir sem færðu hlustendum þessi meistara- verk, voru Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil. Efnisskráin var skemmtilega samansett, með lítt þekktum söngverkum og þeim sem borið hafa uppi frægð Schuberts, lögum eins og Nacht und Tráume, Gretchen am Spinnrade, báðir Su- leikas söngvarnir, Du bist die Ruh og Die junge Nonne. Nacht und Tráume var flutt með þeim hætti, að ógleymanlegt verður þeim er á hlýddu. Söngur Sólrúnar var vígður kyrrðinni og tremólurnar í undirleiknum urðu draumdökkar í höndum Gerrits. Flutningurinn á Nacht und Tráume er ævintýri, sem enginn kann í raun að skilgreina en allir skynja. Grectchen am Spinnrade var við hægari mörkin en þó vel haldið utan um tónefnið, sem var ef til vill einum of skýrlega mótað, þar sem, bókstaflega talað, allir „núansar" píanósins heyrðust. Suleikas söngvarnir voru glæsilega fluttir og leikur þar að jöfnu söngur og píanóleikur. Notkun Schuberts á svonefndum tremólum er sérkennileg og í Du bist die Ruh eru þær mjög hægar og verða því annað og meira en hljómfylling. í þessu lagi þurfa flytjendur að glíma við kyrrðina, sem var sérgrein Schuberts og náðu Sólrún og Gerrit að laða fram sérlega fallega stemmningu. Die junge Nonne, sem var lokalag tón- leikanna, var glæsilega flutt en þar eru tremólurnar hljómfylling, sem myndar eins konar miðju, á milli söngraddarinnar og bassans, er túlkar þungan storminn og grafar- dimma nóttina, storma tilfinning- anna, sem geisuðu innra með stúlk- unni og skóku hana, eins og storm- urinn húsið, þrumandi eldingar ástarinnar og grafardimmu hjart- ans, friðinn sem að lokum frelsar stúlkuna undan jarðlegum höftum og hljóm klukkunnar, sem kallar hana til hinnar eilífu elsku. Þetta stórkostlega verk var fábærlega flutt. Af minna þekktum söngverkum meistarans voru Der Blumenbrief, Rómansan úr Rósamundu, Die Liebe hat gelogen og Du liebst mich nicht, sérlega athyglisverð söngverk, einföld að gerð er voru ÍSLENSKIR W OSTAR, ^fclNASfy Morgunblaðið/Ásdís BÖÐVAR Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason tóku við íslensku bókmenntaverðlaununum í Listasafni íslands í gær. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ tónleikunum í Kirkjuhvoli. afburða vel flutt. Sérstaklega má þó nefna einstaklega fallega róm- önsu úr tónlistinni fyrir leikverkið Rósamundu og það undarlega lag, Die Liebe hat gelogen, þar sem Schubert leikur sér með samskipan samnefndra tóntegunda (c-moll og C-dúr). Þessi tóntegundaleikur var einkennandi fyrir tónvinnu Schu- berts en fær í þessu lagi sérstaka merkingu, í túlkun ótrúverðugrar ástar. Vinahópur Schuberts var að mestu skipaður bókmenntamönnum og það kann að vera skýringin á ljóðaáhuga hans og hversu ljóðið var honum mikil uppspretta tón- hugmynda en eins og Schubert sagði sjálfur, munu mörg sönglag- anna, bókstaflega talað, hafa orðið til um leið og hann las ljóð þeirra í fyrsta sinni. Tónleikarnir í heild voru glæsi- legir og Sólrún Bragadóttir kemur nú fram sem frábær ljóðasöngvari og var túlkun hennar oft sérlega áhrifamikil, eins og t.d. í Nacht und Tráume, sem og í öðrum lögum. Allur söngur hennar var framfærð- ur af miklu listfengi, þar sem mót- un tónhendinga og tiifinningalegt innihald var ofið í eitt, eins og t.d í rómönsunni og í lögunum Die Liebe hat gelogen og Die junge Nonne. Það eina sem finna mætti að, var framburður textans, sem vildi oft glatast í mikilli mótun tóns- ins. Píanóleikur Gerrits Schuil var einstaklega glæsilegur, stundum við þau mörk, að hann var of vel mótaður og stal hann þá „senunni“ en umfram allt, ávallt borinn uppi af miklu listfengi, sterkri tilfinningu og djúpri virðingu fyrir tónmáli meistarans. Jón Ásgeirsson Islendingar taka þátt í uppfærslu norsku óperunnar Fredkulla „Gott en ekki frábært“ „GOTT en ekki frábært“ var yfir- skrift gagnrýni Aftenposten á óper- una Fredkulla eftir M.A. Udbye, sem frumsýnd var í Ólafshöjlinni í Þránd- heimi á laugardag. íslendingarnir tveir sem taka þátt í uppfærslunni, Sveinn Einarsson; annar leikstjór- anna, og Elín Óskarsdóttir, sem syngur eitt aðalhlutverkanna, fá góða dóma fyrir frammistöðuna í dagblöðum í Ósló og Þrándheimi en gagnrýnendur finna hins vegar að óperunni sjálfri og uppbyggingu hennar. Fredkulla er í tveimur þáttum og er efni hennar sótt í konungasögur Snorra. Minnir Sveinn á það í sam- tali við Adresseavisen og segir því gleðilegt að íslendingurinn Elín Ósk- arsdóttir sé á meðal einsöngvara. Fjallar óperan um baráttu Norð- manna og Svía á 12. öld um Gauta- land. Norski konungurinn Magnús semur við Inga Svíakonung og Eirík Danakonung um frið, sem byggist á því að Margrét, dóttir Svíakonungs giftist Magnúsi. Fær hún nafnið „Fredkulla" þar sem hún kemur með friði. Óperan var samin fyrir 139 árum en hefur ekki verið flutt í heild sinni fyrr en nú. Udbye var að mestu sjálf- lærður í tónlist og var Fredkulla eina óperan sem hann samdi. Gagnrýn- andi Aftenposten segir að margt jákvætt megi tína til um tónlistina. í Tronderavisa er hún sögð „tímala- us tónlist undir áhrifum frá Mozart og vínarklassíkinni. Greina má áhrif frá gömlum þýskum rómantískum óperum en tök Udbyes á formi og stíl eru persónuleg." Það sem Aftenposten fínnur að óperunni er að texti hennar sé bæði sunginn og talaður. Það valdi erfíð- leikum að tengja þetta tvennt sam- an. „Það að óperan hljómar að hluta til unaðslega vel nær ekki að skyggja að öllu leyti á skort á dramatík. Þessu gera leikstjórarnir Stein Winge og Sveinn Einarsson og leik- myndahönnuðurinn John-Kristian Alsaker sér grein fyrir og því var regla, góð uppbygging og aðdáunar- vert jafnvægi í staðsetningu og nýt- ingu á leikurum." Elín Óskarsdóttir fær góða dóma fyrir söng sinn í hlutverki Thoru. Hún og Kjell Magnus Sandve eru sögð búa yfir „efnilegu raddskrúði". í Verdens Gang segir að aría Thoru í upphafi annars þáttar hafi verið „grípandi" og að „dramatísk sópran- rödd Elínar Óskarsdóttur hljómaði jafnan frábærlega“. í Tronderavisa er frammistaða hennar sögð sann- færandi og í Addresseavisen segir að Elín hafi gefið hinu mikilvæga hlutverki Thoru dramatískan og raddlegan styrk. Níu sækja um forstöðu- mannsstöðu LI NÍU hafa sótt um stöðu forstöðu- manns Listasafns íslands en um- sóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Umsækjendur eru Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson mynd- listarmaður og listfræðingarnir Hrafnhildur Schram, Ólafur Kvar- an, Þorgeir Ólafsson, Halldór Björn Runólfsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Guðrún Helga Jónsdóttir og Sigríður Gunn- arsdóttir. Umsóknarfrestur um stöðu for- stöðumanns Listasafns ASÍ er einnig runninn út. Að sögn Ara Skúlason- ar, framkvæmdastjóra ASÍ, bárust tugir umsókna um stöðuna en nöfn umsækjenda verða ekki gefin upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.