Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ sýningu Halldórs Ásgeirssonar í Gallerí Ingólfsstræti 8.
Hjarta vatnsins
Fyrsti gleðileikurinn
MYNPUST
Gallerí
Ingólfsstrætl 8
INNSETNING
Halldór Ásgeirsson. Opið kl. 14-18
fímmtudaga til sunnudaga til 16.
febrúar; aðgangur ókeypis.
ÞAÐ hefur sannað sig aftur og
aftur í myndlistinni, að það er
ekki allt fengið með umfangi og
íburði; fátæklegur einfaldleiki get-
ur oft leitt fram áhrifamiklar sýn-
ir, sem hafa meiri áhrif í hugum
þeirra sem þær fá litið en flóknari
samsetningar ná oft á tíðum.
Vatn og Ijós eru undirstaða alls
þess lífs sem þrífst á jörðunni, og
eru svo ríkur þáttur í hversdags-
legri tilveru okkar að hlutverk
þeirra og fjölbreytt gildi vilja auð-
veldlega gleymast. En hér eins og
á fleiri sviðum kemur sýn lista-
manna okkur til hjálpar og minnir
á verðmæti hins sjálfsagða með
því að draga fram hið sérstaka,
sem kynnast má í gegnum það.
Halldór Ásgeirsson hefur um
nokkurra ára skeið verið að fjalla
um sjálfsagða hluti í list sinni, ef
svo má segja. Á sínum fyrstu sýn-
ingum notaði hann málverkið sem
tjáningarmiðil, en svo tók eldurinn
við og með honum mótaði Halldór
reykteikningar og rekavið. Um
síðir hóf listamaðurinn að um-
breyta hraungrýti sem varð til í
eldi með þeirri sömu orku; bráðið
hraunið varð að hárfínum taum-
um, þar sem litaspjald efnisins
kom vel fram.
Þessi vinna með eldinn bar
Halldór að öðrum undirstöðum
heimsins þar sem er birta og vatn.
Á sýningu fyrir rúmum tveimur
árum staflaði hann upp yfir tvö
Biddu um Banana Boat
ef þú vilt spara 40-60%
Þegar þú kaupir Aloe Vera gel.
□ Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli
þegar þú getur fengið sama magn af Aloe Vera geli frá
Banana Boat á um 700 kr eða tvðfalt meira magn af Banana
Boat Aloe Vera gei á 10OOkr.
O Hvers vegna að bera á sig 2% af rotvarnarefnum þegar þú
getur fengið 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gel?
o Banana Boal nsringarkremið Brún-án-sótar i úðabnísa eða
meðsólvöm»8.
□ Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Ðanana Boat
dðkksólbrúnkuotiunni eða -kreminu eða Banana Boat
Golden olíunni sem framkallar gyllta brúnkutóninn.
□ Hefur þú prófaó Naturica húðkremin sem alír eru að rala um,
uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðings
Norðurtanda? Naturica Ort-krám og Naturica Hud-krám.
Banana Boat og Naturica fást i sólbaðsstofum, apótekum,
snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur.
Banana Boat E-gelið fest líka hjá Samtðkum psoriasis-og
exemsjúkinqa.___________________________________
Heilsuval - Barónsstig 20 n 562 6275
hundruð flöskum með vatnsblönd-
uðu litbleki, þar sem litrófið var
spannað frá nær glæru yfir í dökkt
og aftur til baka með afar sterkri
uppröðun. Hluta af þeim flöskum
var síðar komið fyrir á þann veg,
að dagsljósið lék um þær, og þá
lék nýtt litróf um umhverfíð, sí-
breytilegt eftir stöðu sólargangs-
ins.
Listamaðurinn hefur haldið
áfram að vinna á þessum grunni
í sífellt fleiri tilraunum, og sýning-
in nú er einn þáttur í þeirri vinnu.
í kynningu á henni hefur Halldór
leitað í texta ljóðskáldanna
Octavio Paz og Reiner Maria
Rilke, sem hafa fjallað um innsta
eðli vatnsins; með þeirra orðum
má segja að listamaðurinn sé að
leitast við að fá vatnið til að sýna
hjarta sitt.
Aðferðin er í sjálfu sér afar ein-
föld; fimm gierílát af mismunandi
iögun eru sett á stall, og hvít ha-
logenljós fest við þau. Vatn bland-
að litbleki fyllir ílátin, og ljósin
varpa tærum litum þeirra - rauð-
um, bláum, grænum, flólubláum -
á vegg salarins, þar sem hver tónn
fær sjálfstæða tilveru og mýkt,
sem rökkvað rýmið laðar fram.
Þessi fátæklega innsetning
byggist á hinu sama og öll mynd-
list, þ.e. samspili birtu og annars
efnis. Birtan lýsir upp myndverk,
höggmyndir, filmur - og hér litað
vatn, sem endurvarpar sínum iit-
um á umhverfið. Sjónhrifin sem
þetta skapar eru góð áminning um
að listin getur í raun verið allt í
kringum okkur, og þar er ekki um
neinn einkarétt að ræða.
Engu að síður þarf athugula
listamenn til að laða hana fram,
líkt og til að fá vatnið til að sýna
hjarta sitt.
Eiríkur Þorláksson
Nýjar bækur
• ÆTTIR Þingeyinga, V. bindi, er
eftir Indriða Indriðason og Bryiyar
Halldórsson. Sá síðarnefndi skrifar
í formála:
„f stuttu máli má segja að tilgangur-
inn með þessu ritverki sé að skrá-
setja ættir allra núlifandi Þingeyinga
og gera það þannig að ekki verði
um margtalningu á einstökum mönn-
um að ræða, heldur verði hvetjum
og einum skipað í ei.nhveija eina
ákveðna ætt. Fylgt er þeirri reglu,
að ef báðir foreldrar eru Þingeying-
ar, þá fylgja börn ætt föðurins, en
annars því foreldri sem er Þingey-
skrar ættar. Skilgreiningin á því
hver er Þingeyingur, var að þeir sem
eru fæddir og uppaldir í Þingeyjar-
sýslu og á lífi 1950, sem var ártalið
sem upphaflega var miðað við, teld-
ust Þingeyingar. Þessari reglu er í
meginatriðum haldið í þessari bók.“
Héraðsnefndir Suður- ogNorður
Þingeyinga gefa út. Bókin er 304
síður. Ásprent prentaði.
BOKMENNTIR
Lcikrit
SPERÐILL
eftir Snorra Bjömsson á Húsafelli
Þórunn Valdimarsdóttir bjó til prent-
unar, frú Vigdís Finnbogadóttir rit-
aði formála, Jóhann Pétursson gaf
út, 1996,57 síður.
SPERÐILL, leikrit séra
Snorra Björnssonar á
Húsafelli, mun vera elsta
varðeitt leikrit sem samið
er á íslensku. Verkið var
skrifað á síðari hluta átj-
ándu aldar en fræðimönn-
um ber ekki saman um
nákvæman ritunartíma
þess.
SperðiII er kómedía í ein-
um þætti. Aðalpersónur
leiksins eru tveir reisandi
menn sem taka tal saman,
Sperðill og Musicant. Sá
fyrrnefndi er uppstökkur
raupari og oflátungur sem
hefur yfir tveimur undir-
mönnum að segja, þeim
Strokki og Endakólfi, þótt
hann geti ekki sjálfur talist
hátt settur í samfélagi
manna. Musicant er „einn
kringum reisandi“ föru-
maður sem ráfar um sveitir
og skemmtir heimafólki
með söng. Samtal umrenn-
inganna einkennist af
stærilæti Sperðils sem gefur sig
út fyrir að vera mikill maður og
menntaður. Þeir ræða um söngiist,
hreinlæti og gestrisnina sem eðli-
lega er sameiginlegt hagsmunamál
þeirra. Sperðill talar niður til
Musicants, slær um sig með latínu-
slettum sem fyrst og síðast koma
upp um fákunnáttu hans í þeim
fræðum og pískar sendisveina sína
fullur hroka.
Leikritið einkennist af ýmsum
stílbrögðum gleðileiksins, eins og
Þórunn Valdimarsdóttir bendir á í
eftirmála, höfundur beitir ýkjum,
MEÐ febrúarbyrjun hefst menning-
ardagskrá, sem Þessalóníkuborg
hefur sett upp í tilefni þess að hún
verður Menningarborg Evrópu í ár.
Vígsluhátíðin stendur heilan dag
og þar er beitt nýjustu sýningar-
tækni, sambland myndasýninga,
hljóðgerva og fyrirlestra.
Næstu daga verða settar upp
sýningar, söngleikir og tónleikar
af ótal gerðum, alls um 30 listvið-
burðir í þessum mánuði, inn í leik-
húsum og jafnvel á kaffístofum
bæjarins. Öll listform munu eiga
sér einhvem fulltrúa í dagskránni.
Þá verða fyrirlestrar og upplestrar
skálda inn á milli og margvíslegar
ráðstefnur og fundir um menning-
armál. Næstu borgir í Makidóníu-
héraði bjóða einnig upp á ýmsa list-
viðburði sem tengjast hátíðinni
seinna í sumar. Auk listamanna úr
borginni og næstu héruðum koma
gestir frá gjörvöllu Grikklandi.
Einnig setja erlendir listamenn upp
alls kyns listviðburði.
Sem dæmi um myndlistarvið-
burði verður seinna í vetur opnuð
yfirlitssýning úr ýmsum áttum á
verkum eftir Caravaggio, umdeild-
an ítalskan málara frá 16. öld, sem
nú virðist vera að fá uppreisn æru.
Einnig verður stór sýning á listmun-
um sem klaustrin í Athos eiga, og
ekki hafa verið sýnd fyrr.
Kirkjulegir tónleikar eru nokkrir,
m.a. 13 manna kór patríarksins í
Moskvu, og frægir íkonar og aðrir
helgigripir verða teknir út úr kirkj-
unum og komið fyrir á listasöfnum.
Nákvæm dagskrá hefur verið
gerð fyrir næstu þijá mánuði og
lausleg dagskrá fyrir allt árið. Alls
kímni og skrumskælingum til að
skemmta lesandanum/áhorf-
andanum og skopast að ýmsum
einkennum samtímans. Snorri
hæðist að náttúrulögmáli stétta-
skiptingarinnar og þeim sem fullir
tilgerðar hreykja sér af skólagöngu
og innihaldslausum titlum á kostn-
að alþýðunnar. Undir lok verksins
hrynur þessi heimur; lágkúrulegur
misskilningur - eitt af leiðarstef-
um leiksins - verður til þess að
tvímenningarnir takast á í slags-
málum þar sem Sperðill verður
undir á táknrænan hátt. Laskaður
drattast hann heim á bóndabæ þar
sem hann hvetur langþreytta og
skólausa fylgisveina sína til hefnda
en þeir gera uppreisn gegn valdi
hans: „Fjandinn má þéna þér leng-
ur þinn rassbrotni narri!“ (41),
segir Strokkur í lok leiksins. Raun-
veruleikinn leysist upp og persón-
urnar einnig: Endakólfur og
Strokkur ummyndast í hvítan
koma listamenn frá um 30 löndum
til Þessalóníku í tilefni þessa. Vegna
fyrri tengsla sinna við borgina eru
breskir viðburðir nokkuð áberandi.
Breska útvarpið og Lundúnaborg
koma þráfaldlega fyrir í dag-
skránni. Frá Norðurlöndunum virð-
ast Svíar helst koma þarna við sögu.
Það verður því töluvert alþjóðlegt
yfírbragð yfír hátíðinni. Þó er undir-
tónninn þjóðlegur, ekki aðeins
grískur heldur ekki síður makedón-
ískur.
í rauninni byijaði hátíðin strax
sparitrefil og kött á meðan Sperð-
ill hangir eins og hvert annað bjúga
í lykkju á þvertré og lekur úr báð-
um endum.
Þrátt fyrir að hér sé um margt
ófullkomið leikverk á ferð, verk
sem erfitt er að sviðsetja vegna
fáránleika lokasenunnar, eins og
frú Vigdís Finnbogadóttir talar um
í formála, er hugsanlegt að Snorri
hafi sótt í smiðju erlendra
leikskálda og tekið mið af
við skrifin þótt þau beri
þess ekki endilega merki
nema að litlu leyti enda leik-
flétta og persónusköpun
hvort tveggja afar frum-
stæð. Ekki er ólíklegt að
hann hafi haft veður af
gleðileikjum Lúðvíks Hol-
bergs hins danska og heiti
söguhetjunnar er að öllum
líkindum sótt til erkitýpu
þýskra trúða, Hans Wurst,
sem setti svip sinn á þarlend
alþýðuleikrit á átjándu öld.
Þórunn Valdimarsdóttir
bendir einnig á að aðalper-
sónurnar hafi átt sér fyrir-
myndir í samtíð Snorra.
Þannig eigi Sperðill hvorki
rætur sínar í uppflosnuðum
háskólaborgara né hús-
gangsmanni heldur trúðs-
legum landpósti og Music-
ant sé tilbrigði við mann
sem þekktur var fyrir ljót
hljóð, og hljómar sú kenn-
ing ekki ósennilega. Þegar
SperðiII er metinn verður að hafa
það hugfast að Snorri hafði aldrei
í leikhús komið, leikritið var ekki
skrifað í tengslum við skipulega
leikstarfsemi. Það verður til „í
miðju ragna rökkri á degi einskis
mánaðar", eins og Snorri segir
sjálfur og ber að taka því sem slíku.
Útgáfan er öll hin vandaðasta
og henni ber að fagna enda fyllsta
ástæða til að gefa Sperðli gaum
sökum þeirrar stöðu sem hann
hefur tekið sér í íslenskri leikbók-
menntasögu.
Eiríkur Guðmundsson
í desember með ýmsum sýningum
og tónleikum, eins konar forleikur
til að hita upp. Þá komu m.a. tveir
þekktir drengjakórar utanlands frá,
þ.e. drengjakórinn frægi frá Vínar-
borg og annar frá Armeníu. Jólahá-
tíðin í borginni var með sérstökum
blæ í tilefni þess sem í vændum var.
Á föstudag hélt t.d. Sinfóníu-
hljómsveitin í Vínarborg sérstaka
Schubert-tónleika. Á morgun hefst
röð sýninga á lögum úr verkum
Donizettis á vegum óperuskólans í
borginni.
SNORRI í augum Páls á Húsafelii.
Menningarhátíð í Þessalóníku
KLAUSTRIN í Athos. Sýning verður á listmunum sem klaustrin
eiga, en þeir hafa ekki verið sýndir fyrr og til þessa hafa konur
ekki stigið fæti inn í klausturbygginguna.