Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Breytt viðhorf til menntunar í sjávarútvegi Rannsóknir hafa sýnt að háskólamenntaðir menn starfa í mjög litlum mæli í greinum sjávarútvegsins. Hildur Friðriksdóttir heimsótti sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri sem hefur brautskráð 20 sjávarút- vegsfræðinga frá ársbyijun 1994. Svotil all- ir hafa haslað sér völl úti á landsbyggðinni. Morgunblaðið/Hildur ;; ' ... /: il; ’ ’ W m NEMENDUR á öðru ári í sjávarútvegsfræði gera tilraunir á matvælanámskeiði. SJÁVARÚTVEGSNÁM við Há- skólann á Akureyri var tekið upp haustið 1990. Fyrirmyndin var sótt til Tromsö að því marki að það er þverfaglegt og tekur á ýmsum und- irstöðugreinum sjávarútvegsins. Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar, segir að meg- inmunur á Akureyri og í Tromsö sé sá, að í Tromsö miði skólinn nánast að því að útskrifa opinbera starfsmenn. Ástæðan sé hversu opinberi geirinn í sjávarútvegi sé stór og að þar vantaði sérhæft starfsfólk þegar námið hófst 1972. „Fyrirmynd Norðmanna að sjávar- útvegsháskólanum var norski land- búnaðarháskólinn," segir Jón. Há- skólamenn hér töldu sig hins vegar hafa þörf fyrir fólk í framleiðslu- greinunum eða „þar sem pening- arnir verða til“, eins og Jón segir. Samvinna við fyrirtæki Námið tekur fjögur ár og útskrif- ast menn með BS-gráðu í sjávarút- vegsfræðum en í Noregi útskrifast þeir á fimm árum með MS-gráðu. Þeir sem undirbjuggu námið hér töldu óþarft að útskrifa alla með meistaragráðu, en fannst ráðlegt að hafa BS-námið ári lengra en venjulega vegna þess hversu farið er inn á mörg svið. Hálft fjórða árið fer til lokaverkefna, sem unnin eru í samvinnu við fyrirtæki. Fyrsta ár sjávarútvegsbrautar er svipað byggt upp og í öðrum raun- greinum. Jón segir að nemendur séu almennt mjög illa undirbúnir úr framhaldsskólum til að hefja raun- greinanám og yfirleitt sé fall á fyrsta ári upp undir helmingur. Meðal þess sem nemendur læra eru haffræði, sjávarlíffræði og fiski- fræði. „Sá kúrs byggir fyrst og fremst á þeirri fiskifræði sem við beitum við mat á stofnstærðum á íslandsmiðum. Þeir sem fara í gegn- um deildina vita því hvað verið er að tala um þegar gögnin birtast frá Hafrannsóknastofnun, en hvorki þar né í öðrum fræðum útskrifum við fullmótaða vísindamenn." Einn- ig er kennd stjómun, markaðs- fræði, alþjóðaverslun með fisk, fiskihagfræði, matvælafræði af ýmsum toga, skipatækni, veiði- tækni o.fl. Jón nefnir nýjung á sjávarútvegs- brautinni, sem er matvælafram- leiðslubraut og tekur fjögur ár. „Það er einnig þverfaglegt og bygg- ir að meginhluta á því sama og sjávarútvegs- námið, en skipt er út sj ávarútvegsgreinum fyrir greinar sem tengj- ast beint matvælafram- leiðslu. Þar sem meiri- hluti matvælafram- leiðslunnar á íslandi tengist sjávarútvegi geri ég ráð fyrir að nemendur fari meira og minna þar til starfa. Þeir eru þó fyllilega færir um að fara í ann- an matvælaiðnað." Engin fiskiðn Þegar talið berst að því hvers vegna lítil sem engin fisk- iðn sé kennd á íslandi, segir Jón það hafa verið áhyggjuefni í mörg ár. Hann bendir á að erlendis fari kennslan fram í skólum en hér komi fagmenntunin í hlut fyrirtækja. Sökin liggi að vissu leyti hjá at- vinnurekendum því þeir hafi ekki gert kröfur á skólakerfið. „Af- skiptaleysi atvinnulífsins hefur al- mennt haft slæm áhrif á þróun skólamála á íslandi,“ segir hann. Hann telur nauðsynlegt að færa fískiðn inn í verk- menntaskólana og tek- ur fram að til þess þurfi ekki milljarða- byggingar eins og Hótel- og matvæla- skólann í Kópavogi. „Ég sé ekki fyrir mér að þangað fari fólk af öllum landshlutum, enda veit - ég ekki til að í Kópavogi séu stundaðar fiskveiðar. Mér finnst taauðsyn- legt að verknátnið fari fram innan fyrirtækj- anna en bóklegu fögin innan verkmen'nta- skólanna." Hann segir að sínskýring á skorti á fiskiðn sé sú, að Islendingar hafi haft það nokkuð gott án þess að hafa mikið fyrir þvi. „Við höfum stundum grætt ofsalega án þess að hafa sérmenntun. Það nægir til þess að menn benda hver á annars árangur. Hví skyldi þá þurfa mennt- un? Þegar kreppir að og kröfur neytenda aukast átta menn sig á, að kannski væri ekki svo vitlaust að hafa sérstaka fagmenntun.“ Hann segir reyndar að viðhorf til menntunar í sjávarútvegi hafi breyst mikið á undanförnum árum, sem sé mikið til afleiðing skipu- lagðra vinnubragða í sjávarútvegi. „Kvótakerfíð hefur gjörbreytt öllum hugsunarhætti. Nú er farið að reka sjávarútveg sem alvöru atvinnu- grein, þar sem skipulag nær til langs tíma.“ Aukin alþjóðavæðing Jón Þórðarson er þess fullviss að þörfín fyrir háskólamenntað vinnu- afl með fagþekkingu í sjávarútvegi sé mikil á komandi árum, ekki síst með aukinni alþjóðavæðingu og auknum verkefnum erlendis. Hann bendir á dæmi um íslensk fyrirtæki víða erlendis og segir að verkefna- vinnan þar sé rétt að byija. Ástæðuna fyrir landvinningum íslendinga erlendis rekur hann til kvótakerfísins og bendir á að að- gangurinn að auðlindinni þar sé mun ódýrari en hjá okkur. „Islend- ingar eru farnir að reikna í verð- mætum hluti sem ekki er farið að gera annars staðar. Af þeim sökum höfum við verulegt forskot fram yfir Evrópubandalagið, Norðmenn og aðra.“ _jy Jón Þórðarson FYRSTU sjávarútvegsfræðing- arnir frá Háskólanum á Akur- eyri útskrifuðust í janúar 1994, en alls eru þeir orðnir tuttugu. í vor útskrifast ellefu og þar af fyrstu kvenmennirnir, sem eru fjórir. í könnun sem gerð var á veg- um sjávarútvegsdeildar fyrir stuttu kom í ljós að mikil eftir- spurn er eftir fólki með menntun í sjávarútvegsfræðum og er starfsvettvangur þeirra fjöl- breyttur. Margir eru einnig mjög vel Iaunaðir, því að meðaltali höfðu þeir 2,8 m.kr. í árstekjur. Haraldur Grétarsson lauk námi vorið 1994, hefur síðan unnið hjá Samherja hf. og er nú aðstoðarmaður framkvæmda- stjóra. Hann segir að þar sem sjávarútvegur sé og muni áfram verða undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar hljóti sérhæfing á sviði sjávarútvegsfræði að gefa góða atvinnumöguleika í fram- tíðinni. Þegar rætt er um námið segir hann það ótvíræðan kost að það sé þverfaglegt. Sjávarútvegs- fræðingur verði að vísu aldrei eins fær og matvælafræðingur í sínu fagi en hann hafi meiri skilning en t.d. viðskiptafræðing- ur á því hvað fiskur er, hvað skemmir hann og í hveiju gæði felast. „Vel getur verið að sá sem lærir ensku, bókmenntir eða eitt- hvað annað og hefur lifað og hrærst í sjávarútvegi í sínu þorpi geti verið alveg jafnhæfur hafi hann tileinkað sér ákveðin vinnu- brögð. Maður má ekki heldur gera of mikið úr menntun, þó að hún sé nauðsynleg með, því menn sem hafa alla sina ævi unnið í sjávarútvegi hafa líka þekkingu." Honum finnst aftur á móti umhugsunar- vert að engin sjávar- útvegsbraut sé í framhaldsskólum líkt og íþróttabraut, málabraut o.s.frv.’ Gott velferðarkerfi kallar á aflamarkskerfi Haraldur kveðst vera hlynntur aflamarkskerfinu í núverandi mynd en vísar því á bug að nem- endum sé innrætt það í skólan- um. Hann bendir hins vegar á að námið auki skilning á því að við lifum af sjávarútvegi. „Það er hagur allra íslendinga að auð- lindin sé nýtt á sem arðbærastan hátt til að byggja upp öflugt vel- ferðarkerfi. Við vilj- um hafa gott menntakerfi fyrir börnin okkar, þjón- ustu ef við lendum á sjúkrahúsi og að- hlynningu fyrir for- eldra okkar þegar þeir eldast. Þetta er hlutverk auðlindar- innar og við náum ekki að nýta hana sem allra best nema með aflamarkskerfi og fijálsu framsali." Hann nefnir tvenns konar gagn- rýnisraddir á móti kerfinu, annars veg- ar að einhveijir hafi fengið ákveðin verðmæti gefins, þ.e. kvótann. I því sambandi tekur hann fram að ekki væri um nein verðmæti að ræða nema af því að menn nýttu kvótann á arðbær- an hátt. Það væri bein afleiðing af kerfinu. Hins vegar felist gagnrýnin í þeirri byggðarösk- un, sem óhjákvæmilega fylgi hagræðingu. „En verði kvótan- um ekki þjappað saman til þeirra sem kunna hvað best að reka fyrirtækin, þá skilar kerfið ekki árangri," segir hann. „Þegar hagræðing verður hagnast alltaf einhver. Það er eðlilegt að arður verði til í fyrir- tækjum, en þau greiða einnig sitt. Með Þróunarsjóðsgjaldinu sem tekið var upp á þessu f isk- veiðiári borgar hver útgerð 1 kr. á þorskígildi, sem hún fær úthlut- að. Þetta þýðir t.d. 29 m.kr. fyr- ir Samheija." Hann bætir við að öll umræða um aflamarkskerfið verði að byggjast á rökum og passa verði að kasta ekki kerfinu fyrir róða vegna tilfinninga eða breytinganna einna vegna. Arðsemi er mikilvæg Haraldur Grétarsson leggur áherslu á að það hljóti að vera markmið Islendinga að öll starf- semi skili arðsemi til þjóðfélags- ins. Því sé ekki hægt að niður- greiða sum störf með öðrum og nefnir í því sambandi bændur sem bjuggu afskekkt og hafa lagt niður bú sitt. Ekki dytti mönnum í hug að byija þar bú- skap aftur með örfáar rollur. „Menn mótmæltu einnig síman- um þegar hann kom og rök- studdu það með því að ferðum milli bæja myndi fækka. Sama var með sjónvarpið. Kannski verða menn að vera framsýnir til að trúa á kvótakerfið í núver- andi mynd.“ Breytt reglu- gerð um Þróunarsjóð grunnskóla REGLUM um Þróunarsjóð grunn- skóla hefur verið breytt á þann veg að í stað þess að áður gátu kennar- ar eða skólar sótt um þróunarverk- efni að eigin vali, gerir fímm manna ráðgjafanefnd nú tillögur til ráð- herra á hveiju ári um ákveðin for- gangsverkefni. Síðan verður aug- lýst eftir skólum í þessi sérstöku verkefni til að þróa verkefnin áfram. Möguleiki atvinnulífsins í reglugerð segir að skólastjórar grunnskóla fyrir hönd skóla, kenn- arahópa eða einstakra kennara geti sent inn þátttökutilkynningu. Við- komandi sveitarstjórn, sveitar- stjórnir eða þeir sem sveitarstjórn gefur umboð sitt til, s.s. skóla- nefnd, skólamálaskrifstofa, skóla- málafulltrúi, skulu staðfesta þátt- tökutilkynningu. Þá kemur fram í reglugerðinni að aðrir en grunn- skólar geti tekið að sér auglýst verkefni. Samkvæmt reglugerð ber að auglýsa eftir skólum í janúar ár hvert. Að sögn Margrétar Harðar- dóttur deildarstjóra í menntamála- ráðuneyti má að þessu sinni búast við auglýsingu nú í bytjun mánaðar- ins, þar sem smíði reglugerðarinnar er nýlokið. Haraldur Grétarsson aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Samherja útskrifaðist 1994 Atvinnuhorfur góðar fyrir sjávar- útvegsfræðinga Haraldur Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.