Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 31

Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTIÐ OG FJARKENNSLA IHARÐNANDI samkeppni samtíðar og framtíðar fer þörf atvinnuvega og fyrirtækja fyrir háskóla- og/eða sérmenntað fólk ört vaxandi. Flest ný störf, sem til falla, krefjast þekkingar, sem sækja þarf í háskóla eða sér- hæfða framhaldsskóla. Störfum fyrir ófaglært fólk fer á hinn bóginn mjög fækkandi. Þá fer það ekkert á milli mála að góð almenn og sérhæfð menntun er mikilvæg- asta vopn bæði einstaklinga og þjóða í baráttunni fyrir afkomu og öryggi. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor sagði við braut- skráningu kandidata um helgina að nauðsynlegt væri nýta möguleika Qarkennslu til að miðla mikilvægri fræðslu og þekkingu um land allt. „Það verður bezt gert með efl- ingu fræðslustofnana í héruðum og þróun fjarkennslu," sagði háskólarektor, „í náinni samvinnu háskóla og fram- haldsskóla í landinu. Samskiptatæknin er fyrir hendi. Þar hefur menntamálaráðherra sýnt lofsvert frumkvæði og markað stefnu um notkun upplýsingatækni í þágu mennt- unar . . . í frekari þróun almennrar fjarkennslu á vegum Háskóla íslands gæti Endurmenntunarstofnun gegnt lykil- hlutverki og boðið fjölbreytt úrval úr námskeiðum deilda Háskólans. Ör þróun tölvu- og fjarskiptatækni mun gera þetta auðveldara . . .“ Það er kórrétt hjá háskólarektor að þörfin fyrir bætta menntun er ekki bundin við störf á höfuðborgarsvæðinu. Hvar sem unnið er að framleiðslu til útflutnings eða í öðrum samkeppnisgreinum við umheiminn þarf að nýta beztu tiltæka menntun og þekkingu - til að halda velli og auka þjóðartekjur. Með upplýsingatækni nútímasamfé- lagsins geta Háskóli íslands, Háskólinn á Akureyri og Kennaraháskóli íslands eflt menntastofnanir í héruðum landsins og styrkt þannig samkeppnisstöðu landsbyggðar- innar verulega. Því ber að fagna og fylgja eftir þeim orð- um háskólarektors sem fjölluðu um fjarkennslu og þjón- ustu háskólans við landsbyggðina, m.a. með því að leita hagkvæmra leiða til að miðla fræðslu til fólks um land allt. TÍÐNISLYSA Á SJÓ UM NOKKURT SKEIÐ hafa verið tilbúnar tillögur um aðgerðir til að draga úr slysum á sjó, en lítið hefur verið aðhafzt til að hrinda þeim í framkvæmd, þótt slysa- tíðnin meðal íslenzkra sjómanna sé ein hin hæsta sem þekkist í heiminum. Um það bil tíundi hver sjómaður slas- ast á sjó miðað við árið 1990. Á tuttugu ára tímabili, 1973-1993 slösuðust 7.713 sjómenn, þar af voru 523 lagð- ir inn á spítala. Tíðust eru slysin um borð i frystitogurun- um, eða um 70% slysanna, og er slysatíðnin þar um 15%. Þetta eru svo hrikalegar tölur að teljast verður með ólík- indum, að stjórnvöld, sjómannasamtökin og útgerðarmenn hafi ekki tekið höndum saman um aðgerðir til koma í veg fyrir slysin. Læknarnir Brynjólfur Mogensen og Sigurður Á. Krist- insson við Sjúkrahús Reykjavíkur hafa lagt til, að þar verði komið á fót Heilbrigðisstofnun sjófarenda. Henni er ætlað að sinna fimm meginsviðum heilbrigðismála sjó- manna, grunn- og endurmenntun, samræmda slysa- og sjúkdómaskráningu sjófarenda, fjarskiptalæknisþjónustu, umsjón með lyfjakistum og upplýsingamiðlun. Læknarnir tveir telja, að rekstur stofnunarinnar eigi ekki að auka kostnað við heilbrigðisþjónustuna. Stofnkostnaður við Heilbrigðisstofnun sjófarenda er hins vegar áætlaður 10-15 milljónir króna, að sögn Ólafs ólafssonar landlækn- is, í úttekt á sjóslysum, sem birtist í blaðinu sl. föstudag. Kvartar hann yfir því, að sjómenn og útvegsmenn hafi ekki sinnt málinu sem skyldi og lýsti þeirri skoðun sinni, að þessir aðilar eigi að styrkja fyrirhugaða stofnun með fjárframlögum. Formaður FFSÍ, Guðjón Á. Kristjánsson, segir hins vegar, að sérstök framlög sjómannastéttarinnar komi ekki til greina, enda eigi hún rétt á heilbrigðisþjónustu jafnt á við aðra landsmenn. Að sjálfsögðu eiga sjómenn þennan rétt, en fráleitt er að láta deilur um krónur og aura tefja fyrir höfuðverkefninu, sem er að koma í veg fyrir slys á sjó. Islenzkir sjómenn eiga þar allan stuðning skilið. NÁTTÚRUVERNDARÞING Utanríkisráðherra um stækkun NATO Morgunblaðið/Þorkell FJÖLMENNI var á náttúruverndarþingi sem haldið var á föstudag og laugardag. Meginefnið var orkumál og náttúruvernd í tengslum við þau. Andstöðu lýst við o rkuút flutning Aðalviðfangsefni náttúruverndarþings var áhrif orkuiðnaðar á nátt- úru íslands og var fjallað um þetta viðfangsefni frá ýmsum hliðum. Flestar ályktanir þingsins snérust um orkumál. Til viðbótar ályktunum gegn raforkuútflutningi og álveri á Grundartanga, var sam- þykkt að vara við hugmyndum um stórvirkjanir á Norðausturlandi og að fara verði á gagnrýninn hátt yfir all- ar hugmyndir sem liggja að baki skipulagi hálendisins við nýtingu og sölu á orku úr fallvötnum landsins. Þá var skorað á umhverfisráðu- neytið að beita sér fyrir að stofnað verði eldfjallafriðland á virka gosbelt- inu á Norð-Austurlandi og því er beint til umhverfisráðherra að hann láti skilgreina hugtökin landslagsvernd og ósnortin víðerni og að kortleggja þurfi slík svæði sem teljist víðerni og setja reglur um vernd þeirra. Því er beint til yfirvalda orkumála að þau beiti sér fyrir því að við hönnun virkj- ana og iðjuvera verði hinn sjónræni þáttur og fagurfræðileg hönnun höfð í heiðri. Nýtt Náttúruverndarráð var skipað á þinginu og er formaður þess Olöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt, en varaformaður er Páll Magnússon. Sjónræn umhverfisvernd Meðal þeirra sem fluttu erindi á þingihu var Pétur H. Ármannsson arkitekt en hann íjallaði um áhrif orkumannvirkja á íslenskt ------------- landsiag. Finna þarf Pétur sagði að sjónræn skynsamleg- Náttúruvemdarþing lýsti andstöðu við hug- myndir um útflutning orku um sæstreng og mælti gegn því að veitt verði starfsleyfí fyrir rekstri álvers við Grundartanga. Jóhannes Tómasson fylgdist með störfum þingsins, sem lauk á laugardag. úruvernd sé ekki kvöð eða hindrun í vegi atvinnuuppbyggingar heldur þvert á móti nauðsynleg aðgerð til að tryggja verndun sameiginlegrar auðlindar sem er ásýnd landsins, hornsteinn þess og ímynd út á við.“ Millivegur umhverfísvernd kallaði í öll- um tilvikum á bætt skipu- lag. Því ósnortnari sem menn vildu að ásýnd landsins væri af mannanna verkum, þeim mun meiri vinnu yrði að leggja í hönnun og skipu- lag. Gerð heildarskipulags fyrir allt landið, þar sem tekið er tillit til nátt- úruvemdar og fagurfræðilegra þátta, væri frumforsenda þess að fínna megi viðunandi lausn á þessum málum. Pétur skipti orkumannvirkjum í þrjá flokka og fjallaði um hvern flokk: an milliveg Stöðvarhús og aðrar byggingar er tengjast orkuvinnslu og dreifíngu; vatnsmiðlanir, uppistöðulón og stíflur; dreifingarkerfi, línur, möstur, veitu- stokkar og tankar. Hann kvaðst vilja byija á jákvæðu nótunum og sagði að raforkugeirinn hefði lengst af ver- ið til fyrirmyndar um vandaða útlits- hönnun, viðhald og frágang mann- virkja. Gat hann þess að gamla Elliðaár- virkjunin í Reykjavík væri löngu orð- in samgróin dalnum, næstum því hluti af landslaginu og sama mætti segja um Ljósafossvirkjun sem Sigurður Guðmundsson arkitekt hefði teiknað. Einnig sagði hann Steingrímsstöð og Irafoss dæmi um hvernig reisa mætti orkuver án þess að misbjóða umhverf- inu og gat þess að í þessum dæmum ætti hann eingöngu við sjónræna þáttinn. Einnig nefndi Pétur að at- hafnasvæði Landsvirkjunar við Búr- fell væri til fyrirmyndar og vandað --------- hefði verið til mannvirkja við Svartsengi. Hefðu Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki sinnt ís- lenskri byggingarlist og umhverfísmótun betur en aðrar greinar atvinnulífsins. Djúp lón viðunandi Þá vék Pétur að miðlunarlónum og sagði varðandi sjónrænan þátt þeirra að stærð vatnsflatar yrði að taka mið af landslaginu umhverfís. Fremur mætti til dæmis sætta sig við djúpt lón með minni yfirborðsfleti, til dæmis í dalverpi, en stórt og grunnt lón á flatlendi. Um lagnir og línur sagði hann meðal annars að óvíða væru lagnir í húsum faldar í jafnmikl- um mæli og hérlendis og engum dytti í hug að leggja raflögn á ská yfir stofuvegg jafnvel þótt slíkt kynni að vera ódýrast. „Sama gildir um landið; raflínur og veitustokkar eru hroðaleg lýti á stöðum sem okkur eru dýrmætir en annars staðar geta slík mannvirki verið viðunandi, jafnvei vakið jákvæð sjónhrif við sérstakar aðstæður." Næst vék Pétur Ármannsson að stóriðjuverum og sagði að erlendir aðilar hefðu lagt takmarkaðan metn- að í útlit mannvirkja sinna og ljóst væri af því kynningarefni nýrra iðju- hölda sem hér hefði sést að um væri að ræða staðlaðar pakkalausnir frá erlendum tæknimönnum sem alls staðar litu eins út, hvort sem reisa ætti iðjuver í Kólumbíu eða Hval- fírði. I fæstum tilvikum hefði verið leitað eftir ráðgjöf íslenskra arkitekta við útlitshönnun. ítrekuð tilmæli stjórnar Arkitektafélags íslands um að arkitekt yrði hafður með í ráðum við stækkun álvers í Straumsvík hefðu verið höfð að engu. Ein fárra jákvæðra undantekninga á þessu sviði væri verksmiðjan á Grundartanga. Að lokum sagði Pétur að umræðan um áhrif orkuiðnaðar hefði einkennst af tveimur ósættanlegum sjónarmið- um. „Alltof sjaldan heyrist það við- horf að til sé millileið, að finna megi lausnir þar sem tekið er eðlilegt tillit til beggja sjónarmiða í leit að bestu niðurstöðu. Eða sú hugmynd að nátt- „Meginatriði fyrir framtíðarupp- byggingu í orkumálum er að fram fari málefnaleg umræða og markvisst rannsóknarstarf þar sem öfgalaust er leitað skynsamlegs millivegar ólíkra hagsmuna og sjónarmiða. Landsvirkjun mun að sjálfsögðu vinna ötullega að framgangi virkjunarmála og sækja á um að frekari uppbygging eigi sér stað þegar fyrir liggur að hagfelld viðskipti bjóðast. Þetta er hennar hlutverk," sagði Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar þegar hann greindi frá stefnu fyrirtækisins í umhverfismál- um á náttúruverndarþingi. í upphafi máls síns minnti upplýs- ingafulltrúinn á að stjórnvöld hefðu síðustu áratugi stefnt að því að nýta sem best möguleika til raforkufram- leiðslu með vatnsafli og jarðhita og því hafi m.a. verið sóst eftir erlendum fjárfestum til að koma á fót orkufrek- um iðnaði. Hann ræddi einnig um verðlagningu og sagði Landsvirkjun leggja þjóðhagsleg sjónarmið til grundvallar í uppbyggingu í orkumál- um ekki síður en hag fyrirtækisins. Þá vék hann að því að samkeppni við aðra raforkuframleiðendur myndi trú- lega vaxa: ------------------- „Landsvirkjun getur Orkufyrírtæki þess vegna ekki verið viss hafa sinnt bvaalngarHst hættu að önnur fyrirtæki og ráðast í framkvæmdir. í þessu mundi felast mikil breyting því að Landsvirkjun hefur gegnt forystu- hlutverki á undanförnum árum í rann- sóknum á náttúrufari á hálendinu og þar með á hinum ýmsu þáttum sem taldir eru skipta máli þegar kanna á möguleg áhrif virkjana á náttúruna.“ Nýting og verndun jafnrétthá Þorsteinn Hilmarsson sagði að oft virtist vera uppi krafa um verndun sem byggðist á andstöðu við áform Landsvirkjunar en ekki mætti líta á verndun sem eðlileg viðbrögð við áætlunum um nýtingu hálendisins, nýting og verndun þyrftu að vera virtar sem jafnréttháir kostir við skipulagsvinnu. Ekki væri eðlilegt að forðast að taka ákvarðanir um afdrif svæða á hálendinu með því að banna uppbyggingu og kalla það verndun. Þá gat hann um umfangsmiklar rann- sóknir sem Landsvirkjun hefði staðið fyrir, m.a. í 25 ár á svæðinu sunnan Hofsjökuls og sagði að veigamestu umhverfisrannsóknir sem nú stæðu yfir væru á vatnasviðum jökulánna norðan Vatnajökuls. Sagði hann mik- ilvægt að hafa haldbærar upplýsingar um öll atriði er skipt gætu máli við mat á áhrifum mannvirkja á umhverf- ið þegar kæmi að ákvörðun um nýt- ingu þessarar auðlindar. Þorsteinn vék einnig að ferðaþjón- ustunni: „Þótt talsmenn ferðamála- ráðs hafí haldið því fram í íjölmiðlum að undanförnu að hagsmunir ferða- þjónustu og uppbygging í orkumálum fari ekki saman og haldi á loft ímynd ósnortinnar náttúru og vegleysa þá fagna Islendingar samkvæmt skoð- anakönnunum bættu aðgengi að land- inu sínu í kjölfar vegagerðar Lands- virkjunar inn á hálendið. Hið sama segja skipuleggjendur hálendisferða almennt. Enn fremur hefur það kom- ið fram í skoðanakönnunum meðal erlendra ferðamanna að 60% svar- enda þyki háspennulínur lítið eða ekkert skaða upplifun sína á nátt- úrufegurð íslands." Þarf að spyrna við fótum „Það eru alltof fáir meðvitaðir um mikilvægi náttúruverndar og gildi hennar fyrir þjóðina. Menn segja bara að þetta sé nú of lítið land til að hafa áhyggjur af því. En er það ekki einmitt þess vegna sem við ættum að hlúa enn betur að þessari paradís okkar,“ spurði Vigfús Friðriksson, 19 ára menntaskólanemi frá Valþjófs- stað í Fljótsdal, í ræðu sinni á náttúru- verndarþingi þegar hann ræddi fram- tíðarsýn sína. „Hvar endar þetta ef áframhaidandi þróun verður í lan- draski, uppblæstri og fleiru í þeim dúr? Hér þarf að spyrna við fótum og það strax.“ Vigfús Friðriksson kvaðst hafa þungar áhyggjur af hugmyndum um virkjanir á afréttum Fljótsdælinga; „Þessar framkvæmdir myndu hafa miklar og alvarlegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir náttúruna og framtíð ferðaþjónustu á svæðinu. Vegna tengsla minna við svæðið og áhuga á náttúruvernd og ferðaþjón- ustu get ég ekki látið þetta mál sem vind um eyru þjóta,“ sagði Vigfús og taldi að ungt fólk yrði að vera meðvit- aðra um tengsl sín við náttúruna svo að það skilji hversu dýrmæt hún er og sagði að margir aðilar í þjóðfélag- inu yrðu að standa betur að fræðslu á þessu sviði. Vigfús hvatti menn til að beina sjónum að öðrum atvinnutækifærum en þeim sem fælust í stóriðju og virkjunum, hvort ekki mætti til dæm- is efla smáiðnað og vistvænan land- búnað heimamanna. Með því móti gætu menn notið óspilltrar náttúr- unnar og gefið öðrum tækifæri til þess einnig. Kvaðst hann sjá fyrir sér mikla ferða- þjónustumöguleika í Fljótsdalshreppi sem ættu ekki samleið með því að sökkva landinu eða leggja hljóti náð stjómvalda þegar virkjunar- leyfí eru veitt. Þetta vekur spurningar um rannsóknar- og undirbúningshlut- verk Landsvirkjunar eins og það er í dag og hugsanlega verða gerðar rík- ari kröfur í framtíðinni en nú tíðkast til stjórnvalda um að þau ræki það hlutverk en virkjunaraðilinn greiði síðan fyrir það starf þegar honum er veitt leyfi til að byggja á rannsóknum beina vegi um allar heiðar. Minnti hann á að kannanir sýndu að erlend- ir ferðamenn sæktu í óspillta náttúru landsins og varpaði fram þeirri hug- mynd að Gunnarshúsið á Skriðu- klaustri yrði gert að allsherjar upp- lýsingamiðstöð fyrir svæðið. Sagði hann einnig óskiljanlegt af hverju ekki væri búið að samþykkja friðlýs- ingu Snæfellsöræfa. NATO-landsins íslands og sendiherra Rússlands hafa gerólíkar skoðanir á stækkun Atlantshafs- bandalagsins. Ólafur Þ. Stephensen fylgdist með umræðum á fundi um öryggismál. FORSETAR Eystrasaltsrílqanna fylgjast með sameiginlegri heræf- ingu landanna. Halldór Ásgrímsson segir að taka verði áhyggjur Eystrasaltsríkjanna af öryggi sínu alvarlega. ættu beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, gætu verið sáttir. Hann minnti á að bandalagið hefði meðal annars aukið sam- starf sitt við Rússland. „Samskiptin við Rúss- land væru afgerandi og mikilvægur þáttur og sérhvert tækifæri ætti að nota til að þróa frekar sambandið við Rússa og fá þá til þátttöku I lýð- ræðislegum alþjóðastofn- unum. Hann nefndi til- lögur um að gerður verði formlegur sáttmáli milli NATO og Rússlands um öryggismál og sagði þær mikilvægt framlag í þessu samhengi. Halldór Júrí Ásgrímsson Resetov GERÓLÍKAR skoðanir á fyrirhugaðri stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs komu fram í máli Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra og Júrís Resetov, sendiherra Rússlands, á fundi sam- taka ungra miðjumanna á Norður- löndum (NCF) um öryggismál, sem haldinn var í Norræna húsinu á laugardag. Sendiherrann sagði stækkun NATO beint gegn Rúss- landi, en utanríkisráðherrann sagði hana ekki beinast gegn neinu ríki. Júrí Resetov tók fram að hann talaði á fundinum sem rússneskur borgari, en ekki í nafni rússnesku stjórnarinnar. Hann sagði meðal annars að frá rússneskum sjónar- hóli séð væri erfitt að sjá annað en að stækkun NATO væri aðgerð, sem beint væri gegn Rússlandi og myndi hafa í för með sér óstöðugleika í öryggismálum Evrópu. Hann sagð- ist sömuleiðis ekki trúa því að frum- kvæðið að því að stækka NATO hefði komið frá Varsjá eða Tallinn, höfuðborgum Austur-Evrópuríkja, sem sótt hafa um aðild, heldur að það væri úr vestri komið. Vestur- lönd tryðu því að NATO hefði unn- ið kalda stríðið, að hinn mikli óvinur í austri væri horfinn og eftir væri aðeins Rússland, sem væri komið niður á kné og ætti að meðhöndlast í samræmi við það. Nýtt vígbúnaðarkapphlaup Resetov sagði að auðvelt væri að ímynda sér hvað stækkun NATO myndi hafa í för með sér. „Það er nýtt vígbúnaðarkapphlaup í nýjum aðildarríkjum bandalagsins," sagði hann og vitnaði meðal annars til herflugvélakaupa Pólveija. Sendiherrann sagði að erfitt væri að treysta loforðum NATO, ekki sízt um að kjarnorkuvopn yrðu ekki staðsett í nýjum aðildarríkjum. „Staðreyndir um kjarnorkuvopn á Grænlandi, sem við þekkjum vel, staðfesta það,“ sagði hann og spurði í framhaldi hver vissi hvort kjarn- orkuvopn væru staðsett á íslandi eður ei. „Ég veit það ekki,“ sagði hann. Ætti að leita til Alþjóðadómstólsins Resetov, sem er sérfræðingur í þjóðarétti, sagðist telja að stækkun NATO gengi gegn ýmsum sjónar- miðum alþjóðalaga. Stækkunin myndi hafa í för með sér grundvall- arbreytingu á alþjóðakerfinu og sá skaði, sem hún myndi valda því nýja alþjóðlega réttarkerfi, sem væri að mynadst, væri svo alvarleg- ur að það snerti flesta þá alþjóða- samninga, sem væru því til grund- vallar, ekki sízt á sviði afvopnunar. „Það er því full ástæða til að snúa sér til Alþjóðadómstólsins vegna áforma NATÖ um stækkun,“ sagði Resetov. „Land okkar, sem hefur í ríkum mæli lagt sitt af mörkum til að bæta ástandið í al- þjóðamálum og til upphafs upp- byggingar nýrrar heimsskipunar, hefur að sjálfsögðu ekki áhuga á að sjá hana rifna niður og að snúið verði aftur til tíma geðþótta og valdspólitíkur." Resetov sagði að vildi Alþjóða- dómstóllinn halda sig við þjóðarétt- inn, hlyti hann að „skilyrða útvíkk- un NATO á viðeigandi hátt“. Rúss- land hefði rétt til að ákveða sjálft hvernig það gætti þjóðarhagsmuna sinna. Eðlilegt að friðelskandi þjóðir vilji aðild Halldór Ásgrímsson sagði í ræðu sinni að NATO hefði þegar í stað rétt út sáttahönd til fyrrum „óvina“ sinna í Austur-Evrópu og tekið upp náið samstarf við þá innan Norður- Atlantshafsráðsins og Friðarsam- starfsins. „NATO hefur sýnt og sannað að það er ekki árásarbanda- lag, að það er ekki það árásargjarna og valdasjúka bandalag, sem gagn- rýnendur þess í einræðisríkjunum í austri héldu fram áður fyrr, oft með stuðningi frá einstaka lærisveinum sínum í vestri,“ sagði hann. Utanríkisráðherra sagði að NATO hefði sýnt, einkum síðastliðin 6-7 ár, að auk þess að vera hefð- bundið varnarbandalag væri það sterkt friðarbandalag og jákvætt afl í hverfulum heimi alþjóðastjórn- mála. „Ekkert er því eðlilegra en að friðelskandi þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu óski eftir fullri aðild, og ekkert er óeðlilegra en að halda því fram að stækkun NATO sé ógn- un, eða að henni sé beint gegn hags- munum einstakra landa eða ríkja- hópa,“ sagði hann. Halldór sagði að undirbúningur NATO fyrir stækkun til austurs sýndi að bandalagið vildi vanda verkið og að stækkunin yrði fram- kvæmd með þeim hætti að allir, sem Engin kjarnorkuvopn á íslandi Halldór sagði að taka yrði áhyggjur Eystrasaltsríkjanna af ör- yggi sínu alvarlega og ítrekaði þá stefnu ríkisstjórnarinnar að NATO ætti að skoða nánar þann möguleika að bjóða öllum ríkjum aðild, sem áhuga hefðu, en láta það síðan ráð- ast af gangi samningaviðræðnanna hvenær þau gætu fengið aðild að bandalaginu. „Til að byija með myndi útvíkkað Friðarsamstarf samt vera leið til að mæta öryggis- þörfum þessara ríkja. Friðarsam- starfið er jafnframt mikilvægt til að þróa samstarf í öryggismálum við ríki, sem ekki hafa áform um aðild að NATO, en óska engu að síður eftir nánu samstarfi við bandalagið til að gæta öryggishags- muna sinna,“ sagði utanríkisráð- herra. Halldór lagði ríka áherzlu á það í umræðum á fundinum, vegna ummæla Resetovs, að það væri al- gerlega víst að engin kjarnorkuvopn væru geymd á íslandi. Slíkum vopn- um fylgdi umbúnaður, sem ekki myndi fara framhjá neinum í landi eins og íslandi. Rangur hugsunarháttur Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalagsins, var þriðji ræðumaðurinn á fundi ungra miðjumanna. Hann sagðist telja áherzluna á stækkun NATO bera vott um rangan hugsunarhátt, enda væri bandalagið í megindráttum óbreytt frá tíma kalda stríðsins. Því bæri að leggja það niður, eða að minnsta kosti ekki stækka það. Steingrímur sagði að stækkun NATO myndi alltaf leiða af sér að ný landamæri yrðu dregin og hand- an þeirra landamæra yrði alltaf ein- hver, sem teldi sér ógnað. Friðarbandalag ekki árásarbandalag Utanríkisráðherra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.