Morgunblaðið - 04.02.1997, Síða 38
v 38 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURKARL F.
TORFASON
+ Sigurkarl F.
Torfason fædd-
ist í Hvítadal í
Saurbæ í Dalasýslu
23. maí 1924. Hann
lést á Landspítalan-
um 24. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
Sigurkarls voru
Sigurður Torfi Sig-
urðsson frá Bæ á
Fellsströnd og Guð-
* rún Valfríður Sig-
urðardóttir frá
Stóra Fjarðarhorni
í Strandasýslu.
Systkini Sigurkarls
eru fimm. Þau eru: Sigvaldi, f.
1922, Siguijón, f. 1926, Sigur-
rós, f. 1929, Guðbjörg, f. 1929,
Svavar, f. 1933 og Sighvatur,
f. 1936. Eftirlifandi eiginkona
Sigurkarls er Fjóla Ágústsdótt-
ir. Foreldrar hennar voru hjón-
in Kristmann Ágúst Runólfsson
og Þórunn Guðmundsdóttir.
Þau voru búsett í Vestmanna-
eyjum. Börn Sigurkarls og
Fjólu eru þijú. Þau eru: 1)
Rúnar, f. 1952, eiginkona hans
.> er Hildur Guðmundsdóttir, 2)
Sigríður Alda, f. 1954, 3) Erla,
fædd 1967. Barnabörnin eru
sex talsins.
Utför Sigurkarls fór fram
frá Kópavogskirkju mánudag-
inn 3. febrúar.
Föstudagskvöldið þ. 24. janúar
sl. andaðist á Landspítalanum heið-
ursmaðurinn Sigurkarl Torfason.
Öllum var ljóst að hveiju stefndi
enda baráttan orðin löng og hörð.
^ Það eru orðin 14 ár síðan fyrst varð
vart þess meins sem að lokum náði
undirtökunum í glímunni um líf eða
dauða. Fljótlega eftir að meinið var
fyrst uppgötvað gekkst hann undir
skurðaðgerð. Svo virtist sem árang-
ur hafí orði góður, en meinið lá niðri
sem falinn eldur í æðimörg ár en
gerði þá vart við sig á ný, þá með
öðru móti og á öðrum stað. Var þá
aftur freistað að komast fyrir út-
breiðslu þess. Lengi vel var ástæða
til bjartsýni, en fyrir um tveimur
árum fóru efasemdir að gera vart
við sig og efínn varð að mikilli
óvissu, uns baráttan varð vonlaus.
Sigurkarl var á sjötugasta og
þriðja aldursári þegar hann lést.
Foreldrar hans voru sem fyrr segir
'' þau hjónin Torfí Sigurðsson og
Guðrún Sigurðardóttir. Systkini
hans sex talsins, fjórir bræður og
tvær systur eru öll á lífí. Hann ólst
upp á heimili góðra foreldra og í
faðmi íslenskrar náttúru. Hann unni
sveit sinni og minntist oft atburða
frá fyrri tíð og vitnaði þá gjarnan
í perlur íslenskra ljóðskálda máli
sínu til áherslu og huganum til upp-
lyftingar. Hann var næmur fyrir
íslensku máli og góðum kveðskap
enda nákominn Stefáni sem kennd-
ur er við sama stað.
Ungur að árum fór hann að veita
búinu lið svo sem algengt var í þá
daga. Hugurinn stefndi þó til náms,
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplvsingar í
símum 5050 925
og 562 7575
HOTEL LOFTLEIÐIR
ICfLANDAta H O T I l S
enda jarðvegur fijór.
Eftir að hafa önglað
saman dálitlu fé í vega-
vinnu var haldið til
náms í Reykholti. Eftir
námsdvölina þar vann
hann við kennslu í tvo
vetur og enn með það
að markmiði að geta
haldið áfram í skóla.
Veturinn 1946 settist
hann svo í Samvinnu-
skólann og lauk þaðan
námi vorið 1948 með
ágætis prófárangri og
góðum vitnisburði bæði
kennara og skólafélaga.
Það var um þetta leyti sem Sigur-
karl kynntist ungri og glæsilegri
stúlku ættaðri frá Vestmannaeyj-
um, Fjólu Ágústsdóttur. Þau felldu
hugi saman og gengu í hjónaband
23. desember 1952. Fljótlega var
farið að huga að byggingu hús-
næðis og von bráðar fór fjölskyldan
að stækka. Þau eignuðust þijú börn
sem fyrr er getið, tvær stúlkur og
einn dreng. Öll eru þau dugandi
fólk og koma sér vel áfram í lífínu,
enda sækja þau frábæra eiginleika
sína til beggja foreldra.
Eftir að Sigurkarl lauk námi réðst
hanm sem bókari til Olíufélagsins
hf. Olíufélagið hafði þá aðeins starf-
að í tvö ár. Tölfræði og bókhald var
hans eftirlætis list. Það er því ekki
tilviljun ein sem réð því að starf
hans miðaðist að stórum hluta við
þessar greinar. Fyrstu verk hans
voru í viðskiptabókhaldi, en fljótlega
færðist hann til innan fyrirtækisins
og ábyrgðarstörfín urðu fleiri. Á
sjöunda áratugnum hafði hann tekið
við yfírbókarastöðu. Hann var vel
til forystu fallinn og innan tíðar
varð hann skrifstofustjóri og mörg
seinustu starfsárin íjármálastjóri og
fulltrúi forstjóra. Hann tók því þátt
í mótun og viðgangi félagsins og
átti þátt í því að gera Olíufélagið
hf. að stóru og öflugu fyrirtæki.
Þegar litið er til baka líður tíminn
hratt. í þriðjung aldar höfum við
unnið hjá sama fyrirtæki, en við
höfðum verið um þijú ár undir sama
þaki þegar við áttum samleið til
nokkurra Evrópulanda á vegum fyr-
irtækisins. Sigurkarl hafði þó orð á
því að hann hefði nánast ekkert
kynnst mér á þessum árum. Svo fór
að umgengni varð tíðari og áttum
við eftir þetta margar samveru-
stundir í leik og starfí. Fyrir kom
að við hjónin fórum með þeim Sig-
urkarli og Fjólu til laxveiða í ám
landsins en það var eftirlætistóm-
stundaiðja hans. Kunnum við þeim
bestu þakkir fyrir samverustundirn-
ar.
Sigurkarl var mjög farsæll í
starfí. Hann náði vel til samstarfs-
manna sinna enda fijálslyndur og
yfirlætislaus. Hann var hvass,
greindur og fljótur að skilja á milli
aðal- og aukaatriða. Flest mál vann
hann þannig að hann var fljótur til
svars og fyrstu aðgerða, en yfírveg-
aði oft málið nánar og rökræddi
einstök atriði til að leita álits ann-
arra. Þessu fylgdi þó það álag að
hann var nánast alltaf í vinnunni,
einnig í sínum frítíma. Þetta urðu
aðrir varir við, og fyrir kom að
vinnutengd málefni voru rædd langt
utan hefðbundins vinnutíma.
Haustið og líðandi vetur var Sig-
urkarli erfíður tími. Hann vissi vel
í hvað stefndi og baráttan var hörð
alveg þar til yfir lauk. Seinasta
sjúkrahúsvistin var stutt. Eftir þrjá
sólarhringa var hann allur. Eg
minnist Sigurkarls sem góðs drengs
og kveð hann með virðingu og þakk-
læti. Fjólu, börnunum, barnabörnum
og öðrum eftirlifandi ástvinum sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Ágúst Karlsson.
Mig langar í fáum orðum að
minnast ástkærs föður míns. Eftir
langa og erfíða baráttu ertu búinn
að fá hvíld. Þú vildir ekki yfirgefa
þennan heim enda varstu baráttu-
maður og Iagðir mikið á þig til að
halda í lífíð. Dugnaður þinn var
ótrúlegur. Það er svo margt sem
kemur upp í huga mér er ég hugsa
til þín. Þú varst mikill náttúruunn-
andi og ég man eftir öllum sumrun-
um sem þú eyddir í garðinum á
Mánabrautinni. Ég minnist sérstak-
lega allra veiðiferðanna sem við fjöl-
skyldan fórum í saman. Þú hafðir
yndi af laxveiði enda var hún eitt
af þínum aðaláhugamálum. í mínum
augum várst þú sá sem allt gast
og vissir og voru þeir margir sem
leituðu ráða hjá þér.
Fjölskyldan var þér mikilvæg og
þú vildir allt fyrir okkur gera. Ég
hefði ekki getað átt umhyggjusam-
ari föður. Eg á erfitt með að sætta
mig við að þú sért farinn frá mér,
elsku pabbi minn. Þú varst mín stoð
og stytta og ég þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Ég mun
alltaf sakna þín og minnast stund-
anna sem við áttum saman og kveð
þig með þessari bæn.
Sælir þeir er sárt til finna,
sinnar andans nektar hér.
Þeir fá bætur þrauta sinna,
þeirra himnarikið er.
(V. Briem).
Guð verndi þig og blessi.
Þín dóttir
Erla.
Nú græt ég dreifðan vonaval
það var svo bjart um Hvítadal.
Þessar ljóðlínur úr kvæði Stefáns
frá Hvítadal komu mér í hug er
mér var tilkynnt lát Sigurkarls
bróður míns, sem lést á sjúkrahúsi
í Reykjavík þann 24. janúar sl.
Minningar liðinna ára komu upp
í hugann, fyrstar minningar æsku-
áranna heima í Hvítadal þar sem
stór hópur æskufólks jók á birtu
mannlífsins með glaðværð og leikj-
um og oftast var það Sigurkarl sem
stjórnaði og við sem yngri vorum
töldum að orð hans og athafnir
væru það eina rétta.
Ég minnist líka hvað eftirvænt-
ingin og tilhlökkunin var mikil þeg-
ar von var á honum heim úr skóla
í jólafrí eða að vorinu til sumardval-
ar því allir nutu þeirrar birtu og
gleði sem hann alltaf bar með sér.
En æskan leið og alvara fullorð-
insáranna tók við, leiðir skildu, en
tengslin rofnuðu ekki.
Eftir nám í Samvinnuskólanum
hóf Sigurkarl störf hjá Olíufélaginu
hf. og starfaði þar alla tíð þar til
fyrir rúmum tveimur árum.
Með störfum sínum öllum og
einkalífi ávann hann sér traust sam-
ferðamanna sinna, sem fundu að
undir hinu gáskafulla fasi og stund-
um stuttum tilsvörum bjó hlýr og
traustur hugur sem ráða vildi heilt
þeim er til hans leituðu og fólk fann
og vissi að orðum hans og ráðum
mátti treysta betur en skrifuðum
pappírum margra annarra.
Og samband hans við systkini,
vini og gamla sveitunga rofnaði
ekki. í sumarfríum sínum heimsótti
hann ásamt fjölskyldu sinni sveitina
sína og hélt tengslum við íbúa henn-
ar og bar umhyggju fyrir þeim.
Enda leituðu margir til hans þegar
að því kom að yfirgefa þurfti Dali
og koma sér fyrir á nýjum stað og
sýnir það hvers trausts hann naut
hjá þeim er best þekktu hann. Eins
var það innan íjölskyldu okkar, ef
einhvern vantaði ráð, var alltaf
spurt: Hvað segir Sigurkarl? Til
hans var leitað og eftir hans ráðum
var farið. í einkalífí var Sigurkarl
mikill hamingjumaður, átti góða
fjölskyldu og glæsilegt heimili sem
hann unni mjög heitt.
Fjóla mín, ég bið Guð að styrkja
þig og fjölskyldu þína. Megi minn-
ingin um góðan eiginmann, föður,
tengdaföður og afa verða sem ljós
á vegi ykkar.
Elsku bróðir, enn skilja leiðir,
með fullvissu um endurfund kveð
ég þig með orðum föðurbróður okk-
ar Stefáns frá Hvítadal.
Ég kveð í svip og þakka þér
hvað þú varst hjartans góður mér
og orð mín falla angur klökk.
Ó, elsku bróðir, hjartans þökk.
Sighvatur F. Torfason.
Það var gæfa Olíufélagsins hf.
að á fyrstu árum félagsins réðust
til þess ungir vaskir menn, sem
helguðu félaginu starfskrafta sína
og bundust því svo sterkum böndum
að þeir leituðu ekki annarra vinnu-
staða á starfsferli sínum. Einn af
þessum mönnum var Sigurkarl F.
Torfason. Hann réðst til félagsins
að loknu námi í Samvinnuskólanum
vorið 1948 og starfaði þar óslitið
þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir vorið 1995. Starfstími
hans var ekki aðeins óvenju langur,
heldur munu fáir hafa skilað vinnu-
veitanda sinum jafn góðu og far-
sælu starfi og hann. Til þess spar-
aði hann hvorki tíma né fyrirhöfn.
Það var á vordögum árið 1959 sem
leiðir okkar mættust og síðan geng-
um við götuna saman meðan aldur
leyfði. Hann starfaði fyrstu árin í
bókhaldi félagsins, síðan varð hann
aðalbókari og frá 15. mars 1973
gegndi hann því starfí, sem þá var
nefnt skrifstofustjóri, en nú myndi
kallast framkvædmastjóri fjármála-
sviðs. Þar sem ég var forstjóri fé-
lagsins allan þennan tíma gefur það
augaleið að samstarf okkar hlaut
að verða náið. Þegar ég nú lít yfir
farinn veg kemur mér ekki í minni
að nokkru sinni kæmi upp missætti
okkar á milli í okkar daglega sam-
starfí. Sigurkarl fylgdist með allri
starfsemi Olíufélagsins hf. frá degi
til dags og var ætíð tilbúinn að
hlusta á starfsmenn sem til hans
leituðu og greiða götu þeirra, hvort
sem var í málefnum félagsins eða
persónulegum málum þeirra. Ég
veit að margir nutu velvildar og
hjálpsemi hans og gerði hann þá
ekki upp á milli þeirra eftir störfum
þeirra eða almennu áliti. Hann varð
því óvenju vinsæll bæði meðal
starfsmanna félagsins og viðskipta-
manna. Það var ætíð grunnt á
glettni hans og gamansemi og fóru
menn því gjarnan glaðari af fundi
hans þótt þeir hefðu komið kvíða-
fullir með erfíð mál til úrlausnar.
Hann var afkastamikill starfsmaður
og lét ekki mál liggja óafgreidd.
Hann frestaði því ekki til morguns
sem hægt var að gera i dag.
Sigurkarl hafði mikið yndi af
útiveru í íslenskri náttúru og áttum
við saman margar ánægjustundir
við laxveiðar. Hann var kappsamur
og laginn laxveiðimaður og gladdist
hjartanlega yfir góðum feng. í slík-
um ferðum var hann allra manna
glaðastur og sagði vel frá atburðum
líðandi stundar. Hann sá gjarnan
hið kímilega við athafnir veiðifélaga
og ekki síður sínar eigin. Urðu af
slíkum atburðum margar góðar
sögur í munni Sigurkarls. Nú verð-
ur ekki í fleiri slíkar ferðir farið.
Þeir sem voru svo heppnir að fá
að njóta sólskinsstunda með honum
munu ylja sér við minningar um
glaðan og góðan dreng.
Um langt árabil hafði Sigurkarl
barist við hinn illvíga, ólæknandi
sjúkdóm sem nú hefur sigrað. Karl-
mennska hans kom vel í ljós í þeirri
baráttu. Að gefast upp var ekki til
í hans orðabók. Nú er komið að
leiðarlokum og eftir mikið og náið
samstarf og samvinnu kveð ég
þennan vin minn með miklum trega.
Ég er þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að njóta vináttu hans og góðra
ráða.
Ég votta Fjólu konu hans, böm-
um þeirra og vandamönnum öllum
dýpstu samúð.
Vilhjálmur Jónsson.
Góður vinur minn og samstarfs-
maður í hátt á fimmta áratug, Sig-
urkarl F. Torfason, fyrrverandi
skrifstofustjóri Olíufélagsins hf., er
horfinn yfir móðuna miklu. Ungur
að árum og þegar á fyrsta starfs-
ári félagsins fyrir rúmum 50 árum
hóf hann glæsilegan starfsferil sinn
hjá félaginu, fyrst sem fulltrúi í
bókhaldsdeild þess, síðan yfírbók-
ari, þá skrifstofustjóri en samhliða
því yfirgripsmikla starfi gegndi
hann síðari árin stöðu fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs félags-
ins. Þessi frami hans er augljóst
tákn þess mikla trausts, sem hann
naut alla tíð og átti fyllilega skilið
vegna framúrskarandi hæfileika,
dugnaðar, ósérhlífni og hollustu í
garð félagsins, viðskiptavina þess,
umboðsmanna þess um allt land og
trausts þess, sem við starfsfólk fé-
lagsins bárum til hans. Hans er nú
sárt saknað og mun minning hans
lengi lifa hjá okkur öllum er honum
kynntust og með honum störfuðum.
Leiðarljós hans var heiðarleiki, rétt-
sýni og ráðvendni og skilningur á
högum allra, sem hann átti sam-
skipti við. Festa, skipulag og ná-
kvæmni einkenndu öll störf hans
er hann alla tíð leysti farsællega
af hendi, ávallt ákveðinn og vilja-
fastur, stundum harður og strang-
ur, en þó ávallt skilningsríkur og
mildur þegar þess gerðist þörf.
Hann þurfti stundum að setja upp
hinn stranga svip bankastjórans,
enda æði oft þörf á, en aila jafna
blasti við okkur og viðsemjendum
hans hinn Ijúfí svipur göfugmennis-
ins og vinarins, er allra vanda vildi
leysa enda var trygglyndi hans og
hjálpsemi okkur öllum, er honum
kynntust, augljós.
Nokkrir okkar af eldri starfs-
mönnum Olíufélagsins hf. áttum
þess kost að kynnast náið heima-
sveit Sigurkarls heitins, Saurbæn-
um í Dölum vestra, þökk sé Sigur-
karli að sjálfsögðu. Það atvikaðist
þannig að Sigurkarl kom því í gegn
við eigendur jarðanna er lágu að
Hvolsá og Staðarhólsá, að við tækj-
um að okkur að rækta upp árnar
með því að sleppa í þær á hveiju
vori ákveðnu magni af vel völdum
laxaseiðum en of mikil netaveiði
hafði sennilega gengið á laxastofn
ánna. Þess í stað máttum við stunda
veiðar í ánum nokkrar vikur á
hveiju sumri okkur til mikillar
ánægju og gleði. Síðan eru liðin
mörg ár og nú eru þessar ár komn-
ar á blað, þegar fréttir um laxa-
gengd og laxaveiði eru birtar, og
myndarlegt veiðihús hefur veirð
reist á engjunum norðan við Hvíta-
dal. Hún er fögur heimasveitin hans
Sigurkarls og þaðan eigum við
margar kærar endurminningar og
minnumst Guðrúnar og Torfa í
Hvítadal og alls þess öndvegis fólks
sem þar bjó með þakklæti og virð-
ingu. Sigurkarl átti greinilega ekki
langt að sækja góðvildina og höfð-
ingsskapinn. Á þessum stað hefí
ég séð, auk náttúrufegurðar sveit-
arinnar, þann fallegasta stjörnu-
himin er ég hefi nokkrum sinnum
augum litið; himinninn uppljómaður
af þúsundum tindrandi stjarna í
allri sinni fegurð, enda engin borg-
arljós jiar, er hindrað gátu þá fögru
sýn. Ég veit að mínir gömlu vinir
hjá Olíufélaginu hf. Guðni Hannes-
son, Sigurður Jónsson, Hans Linn-
et, Magnús Maríasson, er þá var
stöðvarstjóri Olíustöðvarinnar í
Hvalfírði hf., og fleiri, geta tekið
undir þessi orð mín, en þeir voru
allir góðir vinir og samstarfsmenn
Sigurkarls árum saman og nutu
vinsemda og gestrisni foreldra hans
og ættingja í Hvítadal.
Ég vil að lokum senda eiginkonu
hans, Fjólu, börnum þeirra Sigur-
karls og öðrum ástvinum þeirra
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og kveð góðan vin og dreng með
þakklæti í huga fyrir langa og
ánægjulega samfylgd og samvinnu.
Blessuð sé minning góðs vinar
og samstarfsmanns, Sigurkarls F.
Torfasonar.
Árni Kr. Þorsteinsson.
Mig langar í fáum orðum að
minnast föðurbróður míns, Sigur-
karls F. Torfasonar, og þakka hon-
um fyrir þær stundir sem við áttum
saman.
Það er misjafnt hversu náið mað-
ur kynnist sínum ættingjum, og er
þá gjarnan svo, að meiri tengsl
verða hjá þeim sem næstir búa
hveijir öðrum, en þannig var það
ekki hjá okkur Kalla frænda og
þess vegna met ég það enn frekar
að hann skyldi leggja sig eftir því
að halda sambandi við mig, og láta
sig varða mitt líf og mína framtíð.
Þau voru mörg símtölin sem við
áttum eftir að ég varð fullorðin, og
átti hann það til að hringja í mig,
á minn vinnustað og spyija hvernig
gengi í vinnunni og hvort allt væri