Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
aði ykkur gjarnan) rautt. Þú vildir
endilega að við tvær gætum verið
saman úti að hjóla. Þess vegna
fékkstu ósjaldan lánað hjólið hennar
Helgu Gunnu og léðir mér þitt. Við
komumst meðal annars hjólandi til
Hafnarfjarðar, það þótti töluvert
ferðalag í þá daga.
Foringi Tígrisklóarinnar fékk einu
sinni lánað hjólið þitt sem sýndi
hvers lags kjörgripur það var. Ég
spurði þig hvort þú hefðir ekki verið
hrædd við hann. Nei, hann er bara
eins og aðrir strákar, var svarið. Það
gengu svoddan tröllasögur af illri
meðferð Tígrisklóarinnar á Sönnum
Vesturbæingum. Ég bjó í Vestur-
bænum og leist ekki á þessi tengsl
þín við Tígrisklóna. En þú lést ekki
gróusögur slá ryki í augu þér.
Það var strákur með okkur í
Landakoti sem Helgi hét, þýskur
að uppruna. Hann var listateiknari.
Eitt sinn fengum við hærri einkunn
en hann í teikningu. Ég man hvað
ég varð hissa þegar þú sagðir við
mig að þér fyndist þetta ekki rétt-
látt. Við höfðum að vísu teiknað
öll laufblöðin á tréð eins og kennar-
inn hafði lagt fyrir okkur en Helgi
teiknað sína eigin mynd af tré.
Svei mér ef þú spurðir ekki kennar-
ann af hvetju Helgi hefði ekki feng-
ið hærra en við. Réttlætiskennd þín
þroskaðist mun hraðar en hjá ýms-
um öðrum jafnöldrum þínum. Þú
spurðir gjaman mjög beinskeytt:
„En af hverju...?“ Og varst þrá-
kelknisleg á svipinn þar til skýr og
afdráttarlaus svör bárust. Það var
ekki svo gott að komast undan því
að vera hreinskiptinn í návist þinni.
Við dönsuðum tvær einar Óla
Skans á skemmtun fýrir nemendur
Landakotsskólans einhvern tímann
á fýrstu árunum okkar í skólanum.
Okkur fannst þetta rosalega gam-
an, enginn sviðsskrekkur var í
manni þá. Við vorum í ljósum tjull-
kjólum, ánægðar með okkur. Systk-
ini mín voru þarna flest í áhorfenda-
skaranum og Helga Gunna systir
þín líka.
En svo fluttust þið á Hraunteig-
inn. íbúðin á Amtmannsstígnum
var lítil, pabbi þinn og mamma
sváfu I stofunni, þið systurnar sam-
an í einu herbergi. Á Hraunteignum
fékkst þú sér herbergi. Ég gisti
stundum hjá ykkur um helgar. Við
hittumst sjaldnar eftir að við hætt-
um að vera saman í skóla, eignuð-
umst nýja vini. Svona er lífið. Full-
orðinsárin tóku við. Við giftumst
báðar og áttum sína stelpuna og
sinn strákinn hvor. Samtak í því.
Vináttan rofnaði aldrei.
Stundum hef ég velt því fyrir
mér hvort við höfum lagt fyrir okk-
ur kennslu vegna áhrifa þeirra sem
fröken Guðrún hafði á okkur. Við
dýrkuðum hana sem kennara og
manneskju. Þú hafðir kjark til að
sækja á brattann, valdir þér að
starfa í Safamýrarskóla. Þar hafa
mannkostir þínir nýst; þrautseigjan,
kjarkurinn, þolinmæðin, trygglynd-
ið og þessi sterka réttlætiskennd
sem einkenndi þig.
Æskuvinátta okkar er ein af dýr-
ustu perlunum sem ég á. Ég legg
hana í huganum í gullfallegt skart-
gripaskrín sem ég hef mikið dálæti
á. Það er klætt grænu leðri. Fanga-
markið mitt er greypt í lokið. Þetta
skrín er fermingargjöfin frá þér.
Ragnheiður Benediktsson.
blóm vors skammvinna lífs
það rís upp á sléttri grund
með lit og blöð
og einn dag er það horfið...
(Jóh. úr Kötlum.)
í dag kveðjum við Hildi Sólveigu
Arnoldsdóttur hinstu kveðju. Hún
var góður félagi og'afbragðsgóður
kennari.
Kennsla þroskaheftra er lítt áber-
andi í umræðunni nú á dögum. Hún
er mörgum ókunnug og oft á tíðum
nánast ósýnileg þeim sem ekki
þekkja til hennar. En þeir sem við
hana starfa vinna vel og nánast í
kyrrþey. Ein af þeim sem starfaði
við kennslu þroskaheftra var Hildur
Sólveig Arnoldsdóttir. Okkur langar
til að senda kveðju frá nemendum
og starfsfólki Safamýrarskóla.
Hildur hóf störf í Safamýrarskóla
skólaárið 1984-1985 og kenndi
fyrst í forföllum fram til haustsins
1989 að hún var fastráðin við skól-
ann og var það fram til dagsins í
dag. Hún vann öll sín störf af kost-
gæfni og vandvirkni.
Hildur var fljót að átta sig á að
kennsla þroskaheftra hentaði henni
vel þó hún hefði áður fengist við
kennslu í almennum grunnskóla.
Það sem einkenndi Hildi var
styrkur hennar bæði andlegur og
líkamlegur. Hún hikaði ekki við að
taka að sér erfið verkefni. Nemend-
ur hennar voru oft á tíðum mikið
fatlaðir og þótti henni það ekkert
tiltökumál að lyfta þeim upp úr stól-
um án þess að fá hjálp frá öðrum.
Hún afþakkaði aðstoð og taldi sig
geta lyft þungum nemendum ein
og óstudd. Á þennan hátt sýndi hún
líkamlega burði sína. Hildur bar
mikla umhyggju fyrir nemendum
sínum og fyrir samstarfsfólki bar
hún jákvæðar tilfinningar.
Hún var glettin og gamansöm,
átti auðvelt með að greina það
spaugilega í lífinu. Hún brosti að
sjálfri sér, hló með góðum félögum.
í veikindum Hildar slitnaði aldrei
vináttustrengurinn, hún hafði sam-
band við okkurmg við bæði hringd-
um og heimsóttum hana.
Hún fylgdist alltaf vel með og
var full áhuga um það sem var að
gerast í skólanum. Hún vissi hvað
okkur kom vel og því sendi hún
okkur afurð úr unaðsreitnum þeirra
hjóna fyrir austan.
Eftir að hún greindist með illvíg-
an sjúkdóm virtist henni ekki efst
í huga kvíði, sorg eða ótti vegna
þess sem verða vildi. Hún vildi
ræða flest annað en eigin veikindi.
En undir lokin var samt auðvelt
að skypja kvikuna í dulu bijósti
hennar. —
Nemendur og starfsfólk Safa-
mýrarskóla sjá nú á bak góðum
kennara, félaga og vini. Hildar mun
verða saknað.
Við fráfall Hildar stendur fjöl-
skylda hennar og nánustu ættingjar
frammi fyrir cjjúpri sorg sem við
vonum að þeim takist í sameiningu
að vinna úr.
Með þessum orðum sendum við
Sigurjóni eiginmanni hennar, Helgu
og Hjalta börnum hennar og Maríu
móður hennar okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd nfemenda og starfs-
fólks Safamýrarskóla,
Björk og Hólmfríður.
Með söknuði vil ég og fjölskylda
mín minnast kærrar vinkonu okkar,
Hildar S. Amoldsdóttur Henckell,
og þakka henni samfylgdina í nær
30 ár.
í vináttu var sú samfylgd farin
þar sem aldrei bar skugga á. Um
vináttu hefur verið sagt að hún sé
samræmi allra hluta ásamt góðvild
og kærleika. Hún er hveijum manni
afar dýrmæt og ber að varðveita
vel. Hildur var mikill og raunsannur
vinur. Hún bar með sér góðvild og
heiðarleika og var ávallt til staðar
tilbúin þar sem vináttu og hjálpar
var þörf. Böm mín minnast hennar
með sérstöku þakklæti fyrir áhuga
hennar og velvilja í þeirra garð.
Þegar ég hugsa til Hildar kemur
mér kvæði J.G. Herder í hug er
hann sagði:
Einn er maðurinn veikur
en með öðrum sterkur.
Einmana huga þrúgar
þarflaus kvíði.
Ef vinur í hjarta þitt horfir
og heilræði gefur
verður hugurinn heiður
sem himinn bjartur
og sorgarský
sópast burt.
Með bjartsýni og gleði átti hver
dagur í lífi Hildar sérstakan sess.
Þeim dögum var ekki eytt í eftirsjá
eða óánægju með það sem ekki
varð eða gat ekki orðið. Hún virti
heimili sitt, vandaði sig við uppeldi
bama sinna og sýndi þeim bömum
sem hún kenndi sérstaka alúð.
Með hugrekki gekk Hildur sinn
æviveg og þjáningu síðustu mán-
aða. Hún gaJf okkur hlutdeild í þeim
kjarki og æðmleysi sem prýða stóra
sál.
Með þakklæti fyrir allt.
Halldóra M. Halldórsdóttir.
• Fleirí minningargreinar um
Hildi Sólveigu Amoldsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blað-
inu uæstu daga.
t
Elskulegur tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST BÖÐVARSSON,
Hrafnlstu,
Hafnarfirði,
áðurtil heimilis,
í Barmahlíð 43
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 5. febrúar kl. 15.00.
Anna B. Ágústsson,
Ágúst J. Gunnarsson,
Svenbjörn S. Gunnarsson
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNfNU SÆMUNDSDÓTTUR,
Skólastíg 5,
Akureyrl.
Benjamm Antonsson, Margrét Ásgrímsdóttir,
Gunnhallur Antonsson,
fris Biggs, Jónína Árnadóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURKARL F. TORFASON,
Birkigrund 47,
Kópavógi,
var jarðsettur mánudaginn 3. febrúar í
kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför hans.
Fjóla Ágústsdóttir,
Rúnar Sigurkarlsson, Hildur Guðmundsdóttir,
Sigríður Alda Sigurkarlsdóttir,
Erla Sigurkarlsdóttir
og barnabörn.
ANNE MARIE
LAMB
+ Anne Marie
Lamb fæddist í
Dayton, Ohio, 5.
september 1910.
Hún lést 13. desem-
ber sfðastliðinn á
Landakotsspítala.
Foreldrar Anne
Marie voru John og
Abigail Hollender.
Anne Marie átti
eina systur, Söru
Laakso.
Árið 1932 giftist
Anne Marie Eugene
Judge Lamb og áttu
þau fjögur börn,
Katherine L. Westlund, tvíbur-
ana John og Robert, og Micha-
el. Katherine er ein systkin-
anna á lffi.
Minningarathöfn um Anne
Marie fór fram í Kristskirkju
18. desember síðastliðinn en
hún var jarðsett í Bandaríkjun-
um.
Nú er elsku amma okkar, Anne
Marie Lamb, látin og stórt skarð
hefur verið höggvið í litlu fjölskyld-
una okkar. Hún lést rétt fyrir jólin
á Landakoti, eftir mikil og erfið
veikindi, 86 ára að aldri. Amma
var ákaflega greind kona, gjafmild
og kærleiksrík og minningin um
hana mun ávallt fylgja okkur. Út-
för ömmu fór fram í kyrrþey eins
og hún sjálf óskaði eftir, og síðan
var hún flutt til hinstu hvílu við
hlið manns síns á Flórída í Banda-
ríkjunum.
Ámma fæddist í Dayton í Ohio-
fylki f Bandaríkjunum. Fyrir henni
átti eftir að liggja erfitt lífshlaup,
þar sem hún upplifir tvær heims-
styijaldir, kreppuna miklu og mörg
gersónuleg áföll og mikil veikindi.
Árið 1932 giftist hún Eugene Judge
Lamb og áttu þau fjögur börn. Elst
er móðir okkar, Katherine L. West-
lund, og síðan tvíburamir John og
Robert, og loks Michael. Ótrúleg
raunasaga hefur fylgt ömmu alveg
frá upphafi. Nokkrum
árum eftir að tvíbur-
arnir fæddust lést
John, síðan Michael
skömmu eftir fæðingu,
og svo lést Robert á
efri táningsárum sín-
um. Eftir svo mörg
áföll, hvert á fætur
öðru, mátti búast við
því að Anne gæfist
upp, en það var síður
en svo það sem húiMb
hafði í huga. Hún lét
ekki bugast.
Ævilangt var hún
að læra, allt frá bók-
menntum til blaðamennsku og
tungumála. Góð bók var henni mik-
ill gleðigjafi og sumar las hún oft,
og hún var alltaf með mörg tímarit
við rúmgaflinn sinn, sem hún las
grein fyrir grein.
Til Islands kom hún fyrir 12
árum, og naut þess að vera nú á
meðal fjölskyldu sinnar. Mikið var
gott að fá ömmu hingað og við
vorum alltaf kærkomnir gestir hjá
henni. Hún kynntist öllum bama-
bömunum sínum, sem voru dagleg-
ir gestir hjá henni. Hún gætti þess^-
alltaf að eiga súkkulaðikex eða eitt-
hvað annað gómsætt á boðstólum
ftrir yngstu gestina sína. Svo var ...
hún alltaf til í að leika alls konar
leiki með litla fólkinu. Þolinmæði
hennar var óþijótandi, og hún naut
bamanna til hins ítrasta og það var
gagnkvæm ánægja þeirra á milli.
Nú er hún farin til þeirra sem
fóru á undan, til ástvina sinna. Við
söknum hennar og vonum að Guð
verndi hana. Við þökkum fyrir allan
þann tíma sem við höfðum mdfcA'
henni. Minningin um hana mun lifa
áfrám með okkur. Við þökkum
einnig öllum þeim sem hjálpuðu
móður minni að annast hana,
heimahjúkrun jafnt sem hjúkrunar-
fólki á sjúkrahúsum.
F.h dóttur, tengdasonar, bama-
bama og barnabarnabama,
Súsanna Rós Westlund.
Þökkum auðsýnda samúð og vinóttu
vegna andláts og útfarar
PÁLS EINARS ÁSMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar.
María S. Jónsdóttir
og fjölskylda.
Þökkum innilega öllum þeim, sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
GUNNARSHALLDÓRS
GUNNARSSONAR,
Löngumýri 67,
Garðabæ.
Svanhildur Gunnarsdóttir,
Gunnar Stefán Gunnarsson, Helga Ólafsdóttir,
Halldór Snorri Gunnarsson, Herdfs Jónsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegs
bróður okkar og mágs,
EMILS ÞÓRÐARSONAR,
Þórshöfn.
Hanna Þórðardóttir,
Helga Þórðardóttir, Björn Pálsson,
Anna Þórðardóttir,
Þórður G. Þórðarson, Ólöf Jóhannsdóttir,
Gyða Þórðardóttir.