Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
WlÆimAUGL YSINGAR
Sölufólk
Góðartekjur
Við bjóðum:
• Frábæra vöru, ein sér á markaðnum.
• Vöru, sem íslenskum heimilum hefur ekki
verið boðið uppá áður.
• Heimilin „spara“ vöruna oft á ábyrgðar-
tímanum.
• Þjálfun - gott aðhald - öruggt skipulag.
Þú þarft:
Að hafa áhuga á því að vinna og vinna
þér inn peninga.
Allar upplýsingar veittar í síma 568 7000.
F élagsmálastofnun
Rey kj avíkurborgar
Leitar þú að nýju
starfi?
Hlutastörf við félagslega heimaþjón-
ustu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur
Aðstoð vantar við fatlaða einstaklinga í sjálf-
stæðri búsetu. Um er að ræða 50% störf.
Sveigjanlegur vinnutími.
Þeir, sem hafa áhuga á að vera þátttakendur
í uppbyggilegu starfi, hafi samband við Hlíf
Geirsdóttur og Sigrúnu Karlsdóttur í síma
567 0570, Álfabakka 12.
Þýðendur
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytsins óskar
eftir að ráða þýðendur til starfa tímabundið.
Viðkomandi þurfa helst að hafa reynslu af
þýðingum úrfrönsku/þýsku og ensku. Áskilið
er gott vald á frönsku eða þýsku ásamt ensku
og einu Norðurlandamáli, auk staðgóðrar
þekkingar á íslensku máli.
Krafist er háskólamenntunar.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf
sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
BHMR en starfsmenn þýðingamiðstöðvar-
innar eru í Félagi háskólamenntaðra starfs-
manna stjórnarráðsins (FHSS).
Nánari upplýsingar veitir Aldís Guðmunds-
dóttir, deildarstjóri, sími 560 9943,
netfang aldisg@ees.is.
Umsóknir, sem þurfa ekki að vera á sérstök-
um eyðublöðum, er tilgreini menntun, fyrri
störf og minnst einn meðmælanda, þurfa
að hafa borist Þýðingamiðstöð utanríkisráðu-
neytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík,
eigi síðar en fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 18.
febrúar næstkomandi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Litið verður svo á, að umsóknir gildi í sex
mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur, nema
annað sé sérstaklega tekið fram.
NÓATÚN
Nóatún ehf. óskar eftir að ráða verslunar-
og aðstoðarverslunarstjóra í eina af verslun-
um sínum.
Upplýsingar veitir Lárus í síma 561 7002
eftir klukkan 14-16 í dag og á morgun.
Fullur trúnaður.
Vélstjóri
Vélstjóri óskast á togara, sem fer til veiða
við Afríku. 3. stig æskilegt.
Svör sendsist til afgreiðslu Mbl. fyrir
6. febrúar nk., merkt: „HP - 4076“.
ISLANDSFLUG
óskar eftir að ráða
flugrekstrarstjóra
Um er að ræða krefjandi starf hjá spennandi
og vaxandi flugfélagi.
Auk áhuga, menntunar og þekkingar á flugi
eru frumkvæði, reglusemi og færni í mann-
legum samskiptum nauðsynleg.
Starfsreynsla við stjórnun æskileg.
Góð málakunnátta og þekking á tölvukerfum,
svo sem Word og Excel, skilyrði.
Skriflegar umsóknir, sem tilgreina menntun
og reynslu, óskast sendar félaginu fyrir
7. feþrúarnk., merktar: „Flugrekstrarstjóri".
íslandsflug er reyklaus vinnustaður.
Söludagur á eignum
þb. V. Brynjólfssonar ehf.,
Skagaströnd
Laugardaginn 8. febrúar nk. milli kl. 10 og
17 verða vélar og tæki í eigu þrotabús V.
Brynjólfssonar ehf. á Skagaströnd seldar.
Salan fer fram í húsnæði þrotabúsins, Odda-
götu 18, Skagaströnd.
Um er að ræða beltagröfur, jarðýtu, hjóla-
skóflu, vörubifreið, pallbíl, lyftara, rennibekk,
ýmis konar handverkfæri o.fl.
Þrotabúið áskilur sér rétt til að taka hæsta
tilboði eða hafna öllum. Eignirnar eru seldar
í því ástandi sem þær nú eru í og tekur þrota-
búið enga ábyrgð á ástandi hins selda.
Einungis er selt gegn staðgreiðslu.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Jóhannesson
hrl., Lágmúla 7, Reykjavík, sími 581 2662 -
fax 568 6269 eða Halldór Lúðvígsson í síma
893 1030 eða 853 1030.
ATVINIMU- OG FERÐAMÁLANEFND
REYKJAVÍKURBORGAR
Þróun atvinnulífs í Reykjavík
Styrkveitingar
Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkur-
borgar veitir á hverju ári styrki til þróunar
atvinnulífs í Reykjavík.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíka
styrki, en að þessu sinni eru til ráðstöfunar
8 milljónir króna, sem verða veittar til verk-
efna er stuðlað geta að nýsköpun, þróun,
hagræðingu, markaðssetningu og uppbygg-
ingu í atvinnu- og ferðamálum Reykjavíkur-
borgar.
Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt
að 50% af áætluðum kostnaði við fram-
kvæmd hvers verkefnis. Hámarks styrkupp-
hæð er kr. 500 þús. og greiðist styrkurinn út
í samræmi við framgang verkefnis.
Atvinnu- & ferðamálastofa Reykjavíkurborg-
ar hefur eftirlit með framvindu verkefnis og
útborgun styrksins.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Atvinnu-
& ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Aðal-
stræti 6, sími 563 2250.
Umsóknarfrestur er til 19. febrúar 1997.
UTBOÐ
F.h. byggingadeildar borgarverkfr. er óskað
eftir tilboðum í að hanna, smfða, setja upp,
prófa og stilla hreinsikerfi, tilheyrandi hita-
kerfi og sótthreinsibúnað fyrir nýja sundlaug
og potta í Grafarvogi í Reykjavík.
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri.
Hægt er að fá gögnin á ensku.
Opnun tilboða þriðjud. 25. febrúar 1997
kl. 11.00 á sama stað.
bgd 11/7
r< Innkaupastofnun
i! REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16
JL
F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er
óskað eftir tilboðum í einingar úr tengigangi
í Rimaskóla. Einingarnar standa á bygginga-
svæði skólans að norðanverðu.
Um er að ræða eftirtaldar einingar:
Stærð 1 x b x h (sm)
550 x 270 (230) 8 stk.
Auk þess eru 6 aðrar minni einingar á staðnum.
Einingarnar eru opnar til enda. Klæddar að
utan með fínrásuðum krossvið, þak hallandi
klætt með bárujárni. Útveggir, loft og gólf ein-
angruð með steinull, klædd spónaplötum.
Gluggar og hurðir eru í einstökum einingum.
Fulltrúi seljenda verður á staðnum þriðju-
daginn 4. febrúar milli kl. 15 og 17.
Nánari upplýsingar fást á byggingadeild borg-
arverkfræðings í síma 563 2300.
Kaupandi tekur við einingunum í núverandi
ástandi og skal sjá um flutning þeirra af svæð-
inu.
Tllboðum skal skila til Innkaupastofnunar
fyrir miðvikud. 12. febr. 1997 ki. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16
Viðhaldsvinna
1997
FA byggingadeildar borgarverkfr. og Tré-
smiðju Reykjavíkurborgar er óskað eftir verk-
tökum til þátttöku í væntanlegum lokuðum
útboðum eða verðkönnunum v/viðhaldsvinnu
á fasteignum borgarinnar á eftirfarandi starfs-
sviðum:
Blikksmíði: Loftræstikerfi, rennur og niðurföll,
hreinsun loftstokka.
Múrverk: Múrviðgerðir utanhúss, almennar
viðgerðir.
Húsasmíði: Almenn viðhaldsvinna utanhúss
og innan.
Innréttingar: Sérsmíði innréttinga og hurða.
Pappalagnir: Ýmsar viðgerðir og endurnýjun
á þakpappa.
Raflagnir: Almennt viðhald og endurbætur.
Pípulagnir: Almennt viðhald og endurbætur.
Járnsmíði: Ýmiss konar sérsmíði.
Málun: Ýmis viðhaldsvinna og endurmálun.
Garðyrkja: Endurbætur á lóðum.
Dúkalögn: Gólfdúkalagnir.
Steypusögun: Steypusögun, múrbrot og
kjarnaborun.
Umsóknarblöð fást afhent á skrifstofu vorri á
Fríkirkjuvegi 3, og skal skilað á sama stað,
eigi síðar en mánudaginn 10. febrúar 1997.
Einungis þeir verktakar koma til greina, sem
staðið hafa í skilum á opinberum og lög-
bundnum gjöldum. Þeir verktakar sem skil-
uðu umsókn á árinu 1996, þurfa að end-
urnýja umsókn sína.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 :