Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 56
» 56 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓIUVARP
MYWDBÖNP
Oumhverfís-
vænt grín
Lífhvolfið
^ (Bio-Dome)
Gamanmynd
'h
Leikstjóri: Jason Bloom. Handrit:
Kip Koenig og Scott Marcano. Kvik-
myndataka: Phedon Papamichael.
Tónlist: Andrew Gross. Aðalhlut-
verk: Pauly Shore, Stephen Baldw-
in, William Atherton. 91 mín.
Bandarísk. MGM/Wamer myndir.
1996. Leyfð öllum aldurshópum.
Útgáfudagur 3. febrúar.
VITGRANNIR einstaklingar
hafa verið í uppáhaldi í Holly-
wood undanfarið. Eflaust má
rekja þann áhuga
til hinnar vel
heppnuðu gaman-
myndar Dumb
and Dumber, þar
sem grínið gekk
út á óendanleg
heimskupör aðal-
söguhetjanna.
Venju samkvæmt
hafa fylgt í kjöl-
farið fleiri myndir sem byggja á
þessari einföldu hugmynd. Þær
t hafa hinsvegar sýnt að hin upp-
runalega hugmynd var kannski
ekki eins einföld og í fyrstu virt-
ist því engri hefur tekist að kom-
ast í hálfkvisti við fyrirmyndina
og hlýtur Lífhvolfið þó að teljast
tií hinna allra slökustu í þessum
flokki.
Það er greinilegt að myndin á
að vera eínhvers konar samsuða
af áðurnefndri heimskingjamynd,
teiknimyndahetjunum Beavis og
Butthead og fyrri myndum ann-
ars aðalleikarans Pauly Shore,
sem notið hafa nokkurra vin-
sælda vestanhafs. Þeir Stephen
Baldwin, sem áður hafði sýnt
ágætis takta við að leika vit-
grannan náunga í myndinni
Threesome, leika nautheimska og
kærulausa gaura sem bera enga
virðingu fyrir umhverfinu. Þegar
þeir lokast fyrir slysni inní líf-
hvolfi þar sem vísindamenn eru
að gera tilraun til þess að lifa í
fullkomlega umhverfisvænum
heimi eru þeir því eins og kræki-
ber í helvíti og gera sitt til þess
að tilraunin mistakist.
Það verður að segjast eins og
er að Lífhvolfið er alveg einstak-
lega ófyndin mynd. Hún nær
varla að kalla fram bros út í ann-
að, hvað þá heldur hlátur, sem
er afar óheppilegt fyrir mynd sem
á augljóslega að vera gaman-
mynd. Það er hugsanlegt að þeir
sem kunna að meta hina ýktu en
takmörkuðu takta Shore (sem í
raun eru orðnir hreint óþolandi)
finni hér eitthvað við sitt hæfi
en þar fyrir utan er varla hægt
að finna henni neitt til framdrátt-
ar.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU
Hvítur maður
(WhiteMan) k k'h
Barnfóstruklúbburinn
(The Baby-sitters Club) ir k
Geggjuð mamma
(Murderous Intent) k'h
Bert
(Bert) k k'h
Holur reyr
(Hollow Reed) kkk
lllt eðli
(Natural Enemy) k'h
Sérsveitin
(Mission Impossible) kkHr
Bréfsprengjuvargurinn
(Unabomber) k'h
í leit að sannleikanum
(Where Truth Lies) k
Fjölskyldumál
(AFamilyThing) ***
Sólarkeppnin
(RacetheSun) k'h
Engin undankomuleið
(No Exit)
Leiðin að gullna drekanum
(The Quest) k *
ÝMSUM kyiyaverum bregður fyrir í Stjömustríði og hafa sumar ekki komið við sögu áður.
Sljömustríð fær
frábærar viðtökur
KVIKMYNDIN Stjömu-
stríð eða „Star Wars“
var frumsýnd í Banda-
ríkjunum um helgina
eftir að George Lucas hafði gert
endurbætur og bætt við tæknibrell-
um og aukið hljómgæði. Myndin
fékk einstakar viðtökur og halaði
inn 36,2 milljónir dollara eða 2,5
milljarða króna fyrstu sýningar-
helgina.
Þar með skaust Stjörnustríð upp
í annað sæti yfir aðsóknarmestu
kvikmyndir sögunnar með heildar-
tekjur upp á 360 milljónir dollara
eða 24,5 milljarða króna. ET er
ennþá í fyrsta sæti með 400 millj-
ónir dollara eða 27,4 milljarða
króna, en allt virðist benda til að
það met verði slegið á næstu vikum.
Júragarðurinn féll niður í þriðja
sæti með 357 milljónir dollara eða
um 24,4 milljarða króna.
Lucas hefur kryddað Stjörnu-
stríðið með ýmsum kynjaverum sem
ættu að koma aðdáendum Stjörnu-
stríðsmyndanna í opna skjöldu, auk
þess sem hann hefur bætt við nýju
efni sem er fjórar og hálf mínúta
að lengd og kostaði um 700 milljón-
ir króna í framleiðslu. „Við gerðum
okkur háar vonir,“ segir Tom Sher-
ak hjá 20th Century Fox, sem fram-
leiddi myndina, „en ekki svona
háar“.
Fólki bjargað úr kuldanum
Það segir sína sögu um viðtök-
urnar að allir miðar seldust upp
síðdegis á föstudag í Texas, þrátt
fyrir að engar miðapantanir hefðu
verið teknar gildar. í Washington
mynduðust langar raðir sem
minntu helst á raðirnar fyrir tutt-
ugu árum þegar Stjörnustríð var
fyrst frumsýnd. Gengu miðar á
kvikmyndina kaupum og sölum á
3.500 krónur. Eigendur verslun-
armiðstöðvar í Kanada urðu að
opna fyrr til að forða því að fólk
yrði úti í kuldanum þegar raðir
byrjuðu að myndast fyrir dagrenn-
ingu.
Nýr þríleikur um Sljörnustríð
Frumsýningar á endurbættum
framhaldsmyndum eru í bígerð og
eru miklar vonir bundnar við þær.
„The Empire Strikes Back“, sem
halaði inn 15,3 milljarða króna á
sínum tíma, verður frumsýnd 21.
febrúar og „Retum Of The Jedi“,
sem halaði inn 18 milljarða króna,
verður frumsýnd 7. mars.
Allt er þetta liður í kynningarher-
ferð á nýjum stjörnustríðsþríleik
sem Lucas er með í bígerð. Tökur
á fyrstu myndinni hefjast í haust
undir leikstjórn George Lucas.
Handritsgerð og leikstjórn á næstu
tveimur verður líklega í höndum
annarra, sem munu styðjast við
drög frá Lucas. Áætlað er að mynd-
imar verði frumsýndar 1999, 2001
og 2003.
Utsalan hefst kl. 8.00
oppskórinn
Ath. vörur frá
Toppskórinn við Ingólfstorg Steinari Waage skóverslun
sími: 552 1212