Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hafið um- hverfis Island HAFIÐ umhverfis ísland er heiti á fyrirlestri sem dr. Unnsteinn Stef- ánsson flytur við Háskólann á Ak- ureyri næstkomandi laugardag, 29. mars kl. 14 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. í fyrirlestrinum fjallar Unnsteinn um ástand sjávar á íslenskum haf- svæðum og lýsir helstu sjógerðum og ráðandi straumkerfum. Greint verður frá árstíða- og langtíma- breytingum og áhrifum mismunandi veðurskilyrða á þessar breytingar. Þá mun Unnsteinn skýra frá niður- stöðum nýlegra rannsókna á nær- ingarskilyrðum og frjósemi íslenskra hafsvæða í tengslum við lóðrétta blöndun. Unnsteinn Stefánsson lauk meist- araprófi í efnafræði frá Wisconsin- háskóla 1946, hann lagði stund á haffræði næstu ár og varði doktors- ritgerð um hafið norðan íslands, við Kaupmannahafnarháskóla, 1962. Hann hefur starfað við rannsóknir við ýmsa háskóla vestanhafs og sem sérfræðingur í hafrannsóknum við Menningar- og fræðslustofnun Sam- einuðu þjóðanna. Hann var skipaður prófessor í haffræði við Háskóla ís- lands 1975. Hann hefur skrifað þijár bækur á íslensku og eftir hann hef- ur birst fjöldi greina og ritgerða um haffræði í alþjóðlegum tímaritum. Unnsteinn dvelst nú við ritstörf í Davíðshúsi. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Ferming- arguðsþjónustur kl. 10.30 og 13.30 á skírdag. Fyrirbænamessa kl. 20.30. Bænaefnum má koma til prestanna. Ath. tímann. Lestur Passíusálma hefst í Akureyrar- kirkju kl. 12 föstudaginn langa. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar á klukkutíma fresti meðan á lestri stendur, en hann tekur um fimm klukkutíma. Messa á Hlíó kl. 16. Kór aldraðra syngur. Stjórnandi Sigríður Schi- öth. Altarisganga kl. 18. Hátíðar- messa kl. 8 á páskadagsmorgun. Kór Akureyrarkirkju syngur og Björg Þórhallsdóttir einsöngvari kemur fram. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Barna og unglingakór kirkjunnar syngur ásamt félögum úr Kór Akureyrarkirkju. Hátíðar- guðsþjónusta á Fjórðungssjúkra- húsinu kl. 11. Hátíðarguðsþjón- usta á Seli kl. 14. Hátíðarguðs- þjónusta í Miðgarðakirkju í Grímsey annan dag páska kl. 14. Sr. Hannes Örn Blandon sóknar- prestur á Syðra-Laugalandi mess- ar. Hátíðarguðsþjónusta sama dag kl. 17 í Minjasafnskirkjunni. Mömmumorgunn, krílamessa frá kl. 10 til 12 miðvikudaginn 2. apríl. GLERÁRKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og 13.30 á skír- dag. Messa kl. 20.30. Guðsþjón- usta föstudaginn langa kl. 14. Hátíðarmessa kl. 8 á páskadags- morgun. Léttur morgunverður að messu lokinni. Barnastarf kl. 11. Helgistund á Skaflinum í Hlíðar- ijalli kl. 12. Fermingarmessa kl. 10.30 annan dag páska. Kyrrðar- stund þriðjudaginn 1. apríl kl. 18.10. HJÁLPRÆÐISHERINN: Gol- gatasamkoma kl. 20.30 föstudag- inn langa. Upprisusamkoma kl. 8 á páskadagsmorgun. Morgun- verður á eftir. Fagnaðarsamkoma kl. 20 sama dag. HÚSAVÍKURKIRKJA: Föstu- guðsþjónusta kl. 17 föstudaginn langa. íhugun píslargöngu Jesú Krists í máli og tónum. Svavar Jónsson leikari les úr Passíusál- munum. Kirkjukórinn syngur Litaníu sr. Bjarna Þorsteinssonar. Hátíðarguðsþjónústa kl. 8 á páskadagsmorgun. Guðsþjónusta í Miðhvammi kl. 10 og á sjúkra- húsinu kl. 10.45. sama dag. KAÞÓLSKA KIRKJAN; Eyrar- landsvegi 26, Messa kl. 18 á skír- dag. Tilbeiðsla Altarissakrament- is verður eftir messu og stendur til kl. 24. Öllum velkomið að koma og biðjast fyrir. Messa föstudag- inn langa kl. 15, laugardaginn 29. mars kl. 23, páskadag kl. 11 og annan í páskum kl. 11. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa á skirdagskvöld fellur nið- ur. Krossljósastund kl. 21. föstu- daginn langa. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 8 á páskadag. Helgistund á skíðasvæðinu kl. 13.15 sama dag. Hátíðarguðsþjónusta á Horn- brekku kl. 14 annan í páskum. RAUFARHAFNARKIRKJA: Fermingarmessa á skírdag kl. 14. Helgistund föstudaginn langa kl. 11, hátíðarguðsþjónusta kl. 14 á páskadag. SJÓNARHÆÐ; Hafnarstræti 63, Almenn samkoma kl. 17 á skir- dag. Efni Baráttan í Getsemane. Almenn samkoma á föstudaginn langa kl. 17. Efni: Orð krossins. Unglingafundur á laugardag, 29. mars kl. 20.30. Almenn samkoma kl. 17 á páskadag kl. 17. Efni: Upprisa mín og þín. íslistaverk sýnd á Ráð- hústorginu SÝNING á íslistaverkum eftir Völ- und Snæ Völundarson verður á Ráðhústorgi á Akureyri í dag, mið- vikudaginn 26. mars og hefst hún kl. 16. Völundur Snær ætlar af því tilefni að höggva Akureyrarkirkju út í ís og geta þeir sem leggja leið sína á torgið fylgst með honum að störfum. Það er Kaupfélag Eyfirðinga sem stendur fyrir sýningunni og sagði Elís Árnason að það væri liður í að skapa stemmningu í miðbænum vegna páskanna en fjöldi ferða- manna er í bænum og heimamenn eru einnig á þönum um bæinn. Völundur hefur undanfarið verið að höggva út íslistaverk sín í húsa- kynnum Kjötiðnaðarstöðvarinnar, Morgunblaðið/Kristján en hann notar rúmlega 100 kílóa klaka í hvert listaverk. Hann var að fínpússa nokkur þeirra þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit við í gær. Morgunblaðið/Kristján Loðnunót Þorsteins EA í salt ÞORSTEINN EA, nótaskip Sam- herja hf. á Akureyri landaði full- fermi af loðnu, rúmlega 1000 tonnum, í Krossnesi í fyrrinótt úr sínum síðasta túr á vertíðinni. Þorsteinn EA hefur landað 35.200 tonnum á vertíðinni sem hófst 1. júlí í fyrra og þar af um 23.000 tonnum frá áramótum. Þorsteinn Ingvarsson, kokkur á Þorsteini, segir að vertíðin hafi gengið vei en þó hafi tíðarfarið verið heldur leiðinlegt. I gær var verið að hífa loðnunótina í land og hún söltuð ofan í gám í orðsins fyllstu merkingu. Skipið heldur á grálúðuveiðar nk. laugardag og er stefnan sett á Hampiðjutorgið út af Vestfjörðum. Ráðgert er að skipið verði á grálúðuveiðum í mánaðartíma en haldi svo til síld- veiða i Síldarsmugunni í maí. Ekið á litla stúlku EKIÐ var á fjögurra ára stúlku sem var á leið norður yfir Kaupvangsstræti móts við hús númer 24 síðastliðinn laugardag. Stúlkan var flutt á slysa- deild Pjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en betur fór en á horfðist og reyndust meiðsl hennar minniháttar. Sama dag datt kona á stétt við verslunarmiðstöðina Kaupang við Mýrarveg. Hún kvartaði undan eymslum í fæti og var flutt með sjúkra- bifreið á slysadeild til að- hlynningar. Skautasvell- ið opið um páskana SKAUTASVELLIÐ á Akur- eyri verður opið alla páska- dagana frá kl. 13 til 16. og frá 19 til 21. Nú eru síðustu forvöð að fara á skauta á þessum vetri, en svellinu verð- ur lokað eftir páska. Aðsókn að skautasvellinu hefur verið góð í vetur, en lauslega er áætlað að um átta þúsund manns hafi rennt sér á skautum á svellinu frá því opnað var í nóvember síðast- liðnum. Þar að auki hafa fjöl- margir sótt æfingar, bæði í íshokkí og listhlaupi. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta skírdagskvöld kl. 20.30. í Grenivíkurkirkju. Altarisganga. Guðsþjónusta föstudaginn langa ki. 14. Alt- arisganga. Helgistund með altarisgöngu annan dag páska í Laufáskirkju kl. 20.30 fyrir væntanleg fermingar- börn og fjölskyldur þeirra. Hátíðarguðsþjónsta páskadag kl. 14. Altarisganga. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda Morgunblaðið/Kristj&n UNNENDUR góðra bóka, jafnt ungir sem aldnir, hafa gaman af því að grúska í bókunum sem boðnar eru á markaðnum. Góð viðbrögð BÓKAMARKAÐUR Félags ís- Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands Carmina Burana flutt í kvöld SINFÓNÍUHUÓMSVEIT Norður- lands ásamt um 150 manna kór og eingöngvurunum Ásdísi Höilu Ásgeirsdóttur og Michael Jóni Clarke flytja Carmina Burana eftir Carl Orff í Iþróttaskemmunni á Akureyri í kvöld, miðvikudags- kvöldið 26. mars kl. 20.30. Stjórn- andi er Guðmundur Óli Gunnars- son. í hljómsveitinni eru um 60 hljóð- færaleikarar. Kórinn samanstend- ur af fimm kórum í Eyjafirði, Kirkjukór Grenivíkurkirkju, Kór Dalvíkurkirkju, Kór Laufás- og Svalbarðssókna, Kór Tónlistar- skólans á Akureyri og Samkór Svarfdæla. Verk eftir rússnesk tónskáld Auk hins þekkta verks Carmina Burana verður einnig flutt þekkt hljómsveitarverk eftir fjögur rússnesk tónskáld, Hátíðarforleik- ur eftir Shostakovich, þáttur úr svítunni Rómeó og Júlía eftir Pro- kofiev, úr Eldfuglinum eftir Stra- vinsky og Sverðdansinum eftir Khachaturian. lenskra bókaútgefenda hefur verið opnaður á Akureyri en hann stendur yfir til mánudags- ins 7. apríl næstkomandi. Hann er í Hafnarstræti 93, annarri hæð, þar sem áður var Vöruhús KEA. Að venju er fjölbreytt úr- val bóka á markaðnum eða vel yfir 10 þúsund bókatitlar. Þar má finna ævisögur, skáldsögur, spennusögur, handbækur, ferðabækur, myndabækur, ætt- fræðint, og matreiðslubækur svo eitthvað sé nefnt. Viðbrögðin við bókamarkaðn- um á Akureyri hafa alltaf verið góð og að sögn Björn Eiríkssonar bókaútgefanda hjá Skjaldborg hefur markaðurinn einnig farið mjög vel af stað að þessu sinni. Bókamarkaðurinn verður op- inn um páskana, en þó er lokað föstudaginn langa og páskadag. Markaðurinn er opinn frá kl. 10 til 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.