Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 12

Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hafið um- hverfis Island HAFIÐ umhverfis ísland er heiti á fyrirlestri sem dr. Unnsteinn Stef- ánsson flytur við Háskólann á Ak- ureyri næstkomandi laugardag, 29. mars kl. 14 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. í fyrirlestrinum fjallar Unnsteinn um ástand sjávar á íslenskum haf- svæðum og lýsir helstu sjógerðum og ráðandi straumkerfum. Greint verður frá árstíða- og langtíma- breytingum og áhrifum mismunandi veðurskilyrða á þessar breytingar. Þá mun Unnsteinn skýra frá niður- stöðum nýlegra rannsókna á nær- ingarskilyrðum og frjósemi íslenskra hafsvæða í tengslum við lóðrétta blöndun. Unnsteinn Stefánsson lauk meist- araprófi í efnafræði frá Wisconsin- háskóla 1946, hann lagði stund á haffræði næstu ár og varði doktors- ritgerð um hafið norðan íslands, við Kaupmannahafnarháskóla, 1962. Hann hefur starfað við rannsóknir við ýmsa háskóla vestanhafs og sem sérfræðingur í hafrannsóknum við Menningar- og fræðslustofnun Sam- einuðu þjóðanna. Hann var skipaður prófessor í haffræði við Háskóla ís- lands 1975. Hann hefur skrifað þijár bækur á íslensku og eftir hann hef- ur birst fjöldi greina og ritgerða um haffræði í alþjóðlegum tímaritum. Unnsteinn dvelst nú við ritstörf í Davíðshúsi. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Ferming- arguðsþjónustur kl. 10.30 og 13.30 á skírdag. Fyrirbænamessa kl. 20.30. Bænaefnum má koma til prestanna. Ath. tímann. Lestur Passíusálma hefst í Akureyrar- kirkju kl. 12 föstudaginn langa. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar á klukkutíma fresti meðan á lestri stendur, en hann tekur um fimm klukkutíma. Messa á Hlíó kl. 16. Kór aldraðra syngur. Stjórnandi Sigríður Schi- öth. Altarisganga kl. 18. Hátíðar- messa kl. 8 á páskadagsmorgun. Kór Akureyrarkirkju syngur og Björg Þórhallsdóttir einsöngvari kemur fram. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Barna og unglingakór kirkjunnar syngur ásamt félögum úr Kór Akureyrarkirkju. Hátíðar- guðsþjónusta á Fjórðungssjúkra- húsinu kl. 11. Hátíðarguðsþjón- usta á Seli kl. 14. Hátíðarguðs- þjónusta í Miðgarðakirkju í Grímsey annan dag páska kl. 14. Sr. Hannes Örn Blandon sóknar- prestur á Syðra-Laugalandi mess- ar. Hátíðarguðsþjónusta sama dag kl. 17 í Minjasafnskirkjunni. Mömmumorgunn, krílamessa frá kl. 10 til 12 miðvikudaginn 2. apríl. GLERÁRKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og 13.30 á skír- dag. Messa kl. 20.30. Guðsþjón- usta föstudaginn langa kl. 14. Hátíðarmessa kl. 8 á páskadags- morgun. Léttur morgunverður að messu lokinni. Barnastarf kl. 11. Helgistund á Skaflinum í Hlíðar- ijalli kl. 12. Fermingarmessa kl. 10.30 annan dag páska. Kyrrðar- stund þriðjudaginn 1. apríl kl. 18.10. HJÁLPRÆÐISHERINN: Gol- gatasamkoma kl. 20.30 föstudag- inn langa. Upprisusamkoma kl. 8 á páskadagsmorgun. Morgun- verður á eftir. Fagnaðarsamkoma kl. 20 sama dag. HÚSAVÍKURKIRKJA: Föstu- guðsþjónusta kl. 17 föstudaginn langa. íhugun píslargöngu Jesú Krists í máli og tónum. Svavar Jónsson leikari les úr Passíusál- munum. Kirkjukórinn syngur Litaníu sr. Bjarna Þorsteinssonar. Hátíðarguðsþjónústa kl. 8 á páskadagsmorgun. Guðsþjónusta í Miðhvammi kl. 10 og á sjúkra- húsinu kl. 10.45. sama dag. KAÞÓLSKA KIRKJAN; Eyrar- landsvegi 26, Messa kl. 18 á skír- dag. Tilbeiðsla Altarissakrament- is verður eftir messu og stendur til kl. 24. Öllum velkomið að koma og biðjast fyrir. Messa föstudag- inn langa kl. 15, laugardaginn 29. mars kl. 23, páskadag kl. 11 og annan í páskum kl. 11. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa á skirdagskvöld fellur nið- ur. Krossljósastund kl. 21. föstu- daginn langa. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 8 á páskadag. Helgistund á skíðasvæðinu kl. 13.15 sama dag. Hátíðarguðsþjónusta á Horn- brekku kl. 14 annan í páskum. RAUFARHAFNARKIRKJA: Fermingarmessa á skírdag kl. 14. Helgistund föstudaginn langa kl. 11, hátíðarguðsþjónusta kl. 14 á páskadag. SJÓNARHÆÐ; Hafnarstræti 63, Almenn samkoma kl. 17 á skir- dag. Efni Baráttan í Getsemane. Almenn samkoma á föstudaginn langa kl. 17. Efni: Orð krossins. Unglingafundur á laugardag, 29. mars kl. 20.30. Almenn samkoma kl. 17 á páskadag kl. 17. Efni: Upprisa mín og þín. íslistaverk sýnd á Ráð- hústorginu SÝNING á íslistaverkum eftir Völ- und Snæ Völundarson verður á Ráðhústorgi á Akureyri í dag, mið- vikudaginn 26. mars og hefst hún kl. 16. Völundur Snær ætlar af því tilefni að höggva Akureyrarkirkju út í ís og geta þeir sem leggja leið sína á torgið fylgst með honum að störfum. Það er Kaupfélag Eyfirðinga sem stendur fyrir sýningunni og sagði Elís Árnason að það væri liður í að skapa stemmningu í miðbænum vegna páskanna en fjöldi ferða- manna er í bænum og heimamenn eru einnig á þönum um bæinn. Völundur hefur undanfarið verið að höggva út íslistaverk sín í húsa- kynnum Kjötiðnaðarstöðvarinnar, Morgunblaðið/Kristján en hann notar rúmlega 100 kílóa klaka í hvert listaverk. Hann var að fínpússa nokkur þeirra þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit við í gær. Morgunblaðið/Kristján Loðnunót Þorsteins EA í salt ÞORSTEINN EA, nótaskip Sam- herja hf. á Akureyri landaði full- fermi af loðnu, rúmlega 1000 tonnum, í Krossnesi í fyrrinótt úr sínum síðasta túr á vertíðinni. Þorsteinn EA hefur landað 35.200 tonnum á vertíðinni sem hófst 1. júlí í fyrra og þar af um 23.000 tonnum frá áramótum. Þorsteinn Ingvarsson, kokkur á Þorsteini, segir að vertíðin hafi gengið vei en þó hafi tíðarfarið verið heldur leiðinlegt. I gær var verið að hífa loðnunótina í land og hún söltuð ofan í gám í orðsins fyllstu merkingu. Skipið heldur á grálúðuveiðar nk. laugardag og er stefnan sett á Hampiðjutorgið út af Vestfjörðum. Ráðgert er að skipið verði á grálúðuveiðum í mánaðartíma en haldi svo til síld- veiða i Síldarsmugunni í maí. Ekið á litla stúlku EKIÐ var á fjögurra ára stúlku sem var á leið norður yfir Kaupvangsstræti móts við hús númer 24 síðastliðinn laugardag. Stúlkan var flutt á slysa- deild Pjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en betur fór en á horfðist og reyndust meiðsl hennar minniháttar. Sama dag datt kona á stétt við verslunarmiðstöðina Kaupang við Mýrarveg. Hún kvartaði undan eymslum í fæti og var flutt með sjúkra- bifreið á slysadeild til að- hlynningar. Skautasvell- ið opið um páskana SKAUTASVELLIÐ á Akur- eyri verður opið alla páska- dagana frá kl. 13 til 16. og frá 19 til 21. Nú eru síðustu forvöð að fara á skauta á þessum vetri, en svellinu verð- ur lokað eftir páska. Aðsókn að skautasvellinu hefur verið góð í vetur, en lauslega er áætlað að um átta þúsund manns hafi rennt sér á skautum á svellinu frá því opnað var í nóvember síðast- liðnum. Þar að auki hafa fjöl- margir sótt æfingar, bæði í íshokkí og listhlaupi. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta skírdagskvöld kl. 20.30. í Grenivíkurkirkju. Altarisganga. Guðsþjónusta föstudaginn langa ki. 14. Alt- arisganga. Helgistund með altarisgöngu annan dag páska í Laufáskirkju kl. 20.30 fyrir væntanleg fermingar- börn og fjölskyldur þeirra. Hátíðarguðsþjónsta páskadag kl. 14. Altarisganga. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda Morgunblaðið/Kristj&n UNNENDUR góðra bóka, jafnt ungir sem aldnir, hafa gaman af því að grúska í bókunum sem boðnar eru á markaðnum. Góð viðbrögð BÓKAMARKAÐUR Félags ís- Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands Carmina Burana flutt í kvöld SINFÓNÍUHUÓMSVEIT Norður- lands ásamt um 150 manna kór og eingöngvurunum Ásdísi Höilu Ásgeirsdóttur og Michael Jóni Clarke flytja Carmina Burana eftir Carl Orff í Iþróttaskemmunni á Akureyri í kvöld, miðvikudags- kvöldið 26. mars kl. 20.30. Stjórn- andi er Guðmundur Óli Gunnars- son. í hljómsveitinni eru um 60 hljóð- færaleikarar. Kórinn samanstend- ur af fimm kórum í Eyjafirði, Kirkjukór Grenivíkurkirkju, Kór Dalvíkurkirkju, Kór Laufás- og Svalbarðssókna, Kór Tónlistar- skólans á Akureyri og Samkór Svarfdæla. Verk eftir rússnesk tónskáld Auk hins þekkta verks Carmina Burana verður einnig flutt þekkt hljómsveitarverk eftir fjögur rússnesk tónskáld, Hátíðarforleik- ur eftir Shostakovich, þáttur úr svítunni Rómeó og Júlía eftir Pro- kofiev, úr Eldfuglinum eftir Stra- vinsky og Sverðdansinum eftir Khachaturian. lenskra bókaútgefenda hefur verið opnaður á Akureyri en hann stendur yfir til mánudags- ins 7. apríl næstkomandi. Hann er í Hafnarstræti 93, annarri hæð, þar sem áður var Vöruhús KEA. Að venju er fjölbreytt úr- val bóka á markaðnum eða vel yfir 10 þúsund bókatitlar. Þar má finna ævisögur, skáldsögur, spennusögur, handbækur, ferðabækur, myndabækur, ætt- fræðint, og matreiðslubækur svo eitthvað sé nefnt. Viðbrögðin við bókamarkaðn- um á Akureyri hafa alltaf verið góð og að sögn Björn Eiríkssonar bókaútgefanda hjá Skjaldborg hefur markaðurinn einnig farið mjög vel af stað að þessu sinni. Bókamarkaðurinn verður op- inn um páskana, en þó er lokað föstudaginn langa og páskadag. Markaðurinn er opinn frá kl. 10 til 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.