Morgunblaðið - 06.07.1997, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Frestun á sölu hlutabréfa Áburðarverksmiðjunnar
Niðurstaðan mikil vonbrigði,
segir talsmaður Gufuness ehf.
SÖLU hlutabréfa í Áburðarverksmiðjunni hefur
verið frestað. Tveir aðilar gerðu tilboð í hlutabréf-
in þegar þau voru boðin út. Sá sem átti hærra
tilboðið var Gufunes ehf., sem bauð 725 milljónir
í bréfín. Lægra tilboðið átti hópur sem í voru
nokkrar afurðasölur bænda, veitustofnun Reykja-
víkurborgar, Bændasamtök íslands og eignar-
haldsfélag Álþýðubankans. Bauð síðari hópurinn
617 milljónir í bréfin.
Áfall fyrir einkavæðingu
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur,“sagði
Gunnar Þór Gíslason, talsmaður Gufuness ehf.
„Það var leitað um víðan völl að kaupendum og
mér finnst skrýtið að hærra tilboðinu skuli ekki
hafa verið tekið.“
Hvaða skýringu hefur þú á þessari ákvörðun?
„Ég óttast að þeim sem fara með þessi mál hafi
ekki fundist við nógu spennandi og við heyrðum
reyndar í tvígang að hinir aðilarnir þættu æski-
legri kaupendur. Ríkið sýndi engan áhuga á að
ræða við okkur eftir að útboðið hafði farið fram.
Það virtist ekki áhugi á einkaaðilum í þennan
rekstur. Þetta er því visst áfall fyrir einkavæð-
ingu í landinu."
Þorgeir Hlöðversson, kaupfélagsstjóri á Húsa-
vík og talsmaður hópsins sem stóð að lægra tilboð-
inu í Áburðarverksmiðjuna, sagðist ekki hafa
neinar efnislegar athugasemdir við ákvörðun
stjómvalda. Frá upphafi hafi verið ljóst að einka-
væðingarnefnd gæti hafnað báðum tilboðunum
eins og hún hafi i raun gert.
Skilmálum breytt
Áður en síðasta útboð var gert hafði
verðbréfafyrirtækið Handsal hf. metið verk-
smiðjuna á milljarð en bæði tilboðin sem bárust
voru vel undir þeirri upphæð.
Þá hefur komið fram vilji stjórnvalda til að
áfram verði starfrækt áburðarverksmiðja í Gufu-
nesi, en það var ekki gert að skilyrði í útboðinu.
Báðir tilboðsaðilar gerðu stjórnvöldum grein
fyrir því að þeir myndu standa að áframhaldandi
rekstri Áburðarverksmiðjunnar. „Það er mjög
brýnt að málefni áburðarverksmiðjunnar skýrist
sem fyrst. Við, fyrir hönd áburðarseljenda, höfum
mikinn áhuga á að reka Áburðarverksmiðjuna
áfram og bjóða áburð til framleiðenda á lágu
verði," sagði Þorgeir Hlöðversson, kaupfélags-
stjóri.
„Við höfum lýst því yfir að við ætlum að reka
Áburðarverksmiðjuna áfram sé þess nokkur kost-
ur,“ sagði Gunnar Þór Gíslason. „Ríkið hefur
rekið verksmiðjuna undanfarið með tapi og hefur
sýnt að það er ekki fært um að standa fyrir áfram-
haldandi rekstri. Með því að fresta sölunni heldur
ríkið áfram taprekstrinum og rýrir þar með verð-
mætin enn frekar. Okkur finnst skrýtið að einka-
aðilum skuli ekki vera leyft að spreyta sig á
rekstrinum."
Morgunblaðið/Gísli Blöndal
OFT hafa myndast langar biðraðir í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eirikssonar, en með fjölgun innritunarborða ættu þær að styttast.
Innritunarborðum hefur verið fjölgað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Hægt að afgreiða
800 farþega
á klukkutíma
SEX ný innritunarborð hafa verið
tekin til notkunar í brottfararsal
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á
undanförnum dögum og eru innrit-
unarborðin því orðin tuttugu tals-
ins. Að sögn Trausta Tómassonar
aðstoðarstöðvarstjóra Flugleiða, er
gert ráð fyrir því að með þessari
fjölgun verði hægt að innrita um
átta hundruð farþega á klukkutíma,
í stað um 560 áður. Þetta muni því
stytta töluvert þær biðraðir sem oft
myndast í brottfararsalnum á álags-
tímum, snemma morguns og seinni
part dags.
Morgunblaðið hefur haft spurnir
af farþegum sem hafa verið
óánægðir með þær biðraðir sem
stundum myndast við símainnritun-
arborðin, á meðan engar biðraðir
eru við önnur. Svarar Trausti því
til að sú staða hafi hæglega getað
komið upp, einkum þegar verið var
að innrita í flug, þar sem íslending-
ar voru í meirihluta, því þeir noti
símainnritun mjög mikið. En hann
telur þó að þeir sem innrita sig í
síma bíði yfirleitt mun skemur en
hinir.
ÓVENJU rólegt var á höfuðborg-
arsvæðinu aðfaranótt laugar-
dagsins, að sögn lögreglunnar,
enda lögðu margir höfuðborg-
arbúar land undir fót um heig-
ina. Almennt gekk umferðin vel.
Talsverð ölvun var í Þórsmörk
en engin meiriháttar óhöpp.
Landníðsla í Þórsmörk
Um 3.000 manns voru í Þórs-
mörk aðfaranótt laugardagsins.
Talsverð ölvun var þar, en að
sögn lögreglunnar á Hvolsvelli,
var hún ekki meiri en búist var
við.
Að sögn Péturs Aðalsteinsson-
Trausti segir ennfremur að það
geti valdið töfum við símainnritun-
arborð þegar farþegar hafi af ein-
hverri ástæðu gefið upp rangan
töskuíjölda við innritun eða þá að
þeir hafí ekki tekið eftir því við inn-
ritun, hvort þeir ættu að fara að
símainnritunarborði eitt eða tvö, en
frá því í vetur hefur verið hægt að
innrita sig á tveimur símainnritunar-
borðum. I fyrra tilfellinu þarf sá sem
afgreiðir við borðið að fara aftur inn
í tölvuna og lagfæra töskufjöldann,
en í seinna tilfellinu þarf að leita
að brottfararspjaldi og töskumiðum
á hinu afgreiðsluborðinu. Þetta hafi
ar, skálavarðar í Langadal, er
Þórsmörk ekki jafnvinsæl fyrir
helgarsukk og áður. Þetta vill
þó brenna við eina til tvær helg-
ar á sumri. „Fyrsta helgin í júlí
er ekki fyrir þá sem vi|ja njóta
náttúrunnar hér í Þórsmörk og
það þyrfti að gera mun meira til
að sporna við ölvuninni hér, því
þetta er landníðsla,“ sagði Pétur.
Töluverð rigning var í Þórs-
mörk aðfaranótt laugardagsins.
„Veðrið gerði það að verkum að
fólk var með rólegasta móti.
Gróðurinn fer hins vegar miklu
verr þegar blautt er í veðri og
subbuskapurinn er meiri,“ sagði
óneitanlega tafir í för með sér.
Aðspurður hvort ekki hafi komið
til greina að fjölga símainnritunar-
borðum enn frekar, þegar ljóst var
hve margir innrituðu sig í síma,
segir Trausti að það geti verið svo-
lítið erfitt í framkvæmd, m.a. vegna
þess að þegar borðum væri fjölgað,
væru meiri líkur á því að fólk
gleymdi því á hvaða símainnritunar-
borð það ætti að fara, sem myndi
svo aftur leiða til þess að afgreiðslu-
fólk þyrfti sífellt að vera að hlaupa
á milli borða til þess að leita að
brottfararspjöldum. Á hinn bóginn
segir hann að ekki sé endilega leng-
Pétur, „það er ekki ofsagt að það
taki gróðurinn nokkrar vikur að
jafna sig,“ sagði Pétur.
Engin meiriháttar óhöpp voru
í Þórsmörkinni eftir fyrstu nótt-
ina og taldi Pétur það einstaka
heppni. Hann sagði að töluvert
væri til dæmis um glannaskap í
kringum Krossá en nokkuð mikið
er í ánni um þessar mundir.
Landsmótið gengur vel
Að mati mótshaldara voru um
5.000 manns við setningu lands-
móts UMFÍ í Borgarnesi á föstu-
dagskvöld. Að sögn Kristmars
Ólafssonar, framkvæmdastjóra,
ur þörf á því að leysa þetta vanda-
mál, því brottfararsalurinn hafi ver-
ið stækkaður það mikið að undan-
förnu.
„Upphaflegt markmið símainn-
ritunarinnar, fyrir tveimur árum,
var fyrst og fremst að létta álagið
í brottfararsalnum, en umferðin um
salinn var farin að aukast það mik-
ið að það var orðið erfitt að koma
flugvélunum í loftið á réttum tíma,
en með fjölgun innritunarborða má
segja að þessi vandi sé leystur,"
segir hann.
Auk þess var farin sú leið fyrir
tveimur árum, að sögn Trausta, að
bjóða farþegum upp á svokallaða
hótelinnritun til að minnka álagið í
brottfararsalnum og hafi sú leið
gefist mjög vel. En hægt er að inn-
rita sig á Hótel Loftleiðum um 23
tímum fyrir brottför og fá þar brott-
fararspjaldið og töskumiðana í hend-
ur. Á flugvellinum er síðan hægt að
fara með töskurnar að hvaða innrit-
unarborði sem er. „Flugfélög eru í
auknum mæli farin að bjóða upp á
slíka hótelinnritun og að mínu viti
er það besta þjónustan."
gistu um 500 manns í almennum
tjaldbúðum fyrstu nóttina en um
2-3.000 manns i keppnisbúðun-
um. „Það er erfitt að gera sér
grein fyrir heildarfjölda gesta
enda dreifist mótið á allstórt
svæði, allt upp á Hvanneyri og
Akranes," sagði Kristmar, „svo
stoppa margir hér á leið sinni
annað.“
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Borgarnesi gekk
umferðin kringum landsmótið
vel. Lögreglan sagði að eitthvað
hefði verið um smápústra aðfara-
nótt laugardagsins og allar
fangageymslur fullar.
Fargjaldalækkun
til frambúðar?
►Fijáls samkeppni í innanlands-
flugi hefur leitt til lækkunar á
flugfargjöldum. /10
Philippe Seguin tekur
völdin hjá gaullistum
►Hægrimenn í Frakklandi eru í
vanda eftir kosningarnar fyrir
mánuði. /12
Beint upp í ioftið
►Nýlega var loftnetsmastrið á
Gufuskálum, hæsta mannvirki á
íslandi, málað. /20
Atgervisflótti
eða nýtækifæri?
►íslendingar erlendis geta mögu-
lega opnað heimalandinu ný tæki-
færi ef landsmenn eru tilbúnir að
læra eitthvað af þeim. /22
Eitt úr er
ekki lengur nóg
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Þuríði Magn-
úsdóttur og Björn Árna Ágústsson
í úra- og skartgripaversluninni
Meba. /24
B
► 1-32
Afganar studdir
á fætur
►inga Margrét Róbertsdóttir
sjúkraþjálfari var í Afganistan að
hjálpa fólki sem bæklast hafði af
völdum jarðsprengna. /1,16
Enginn býður þeim
upp í dans
►Þriðjungur nemenda fellur frá
framhaldsskólanámi. Oddur Al-
bertsson segir frá því hvaða leiðir
hann telur árangursríkastartil að
laða nemendur að námi á ný. /2
Gengið hef ur verið
nærri Soginu
►Ólafur K. Ólafsson verslunar-
maður hefur verið með annan fót-
inn á Sogsbökkum í þijátíu ár. /14
FERÐALÖG
► 1-4
Galdrar, rekavlður
og rólegheit
►Strandasýsla er ákjósanlegur
áfangastaður fyrir ferðamenn og
nær helstu þéttbýlisstöðum en
marga grunar. /2
Alltaf eitthvað nýtt
►Heimsókn í Legoland er alltaf
skemmtileg og sífellt bætast við
ný tæki og byggingar. /4
BÍLAR_____________
►1-4
Á 800 hestafla bílum
►Kappakstursíþróttin er gríðar-
lega vinsæl t Bandaríkjunum. /2
Reynsluakstur
►Renault Laguna Nevada 2.0
reynsluekið. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42
Leiðari 28 Stjömuspá 42
Helgispjall 28 Skák 42
Reykjavikurbrét 28 Fðlk í fréttum 44
Skoðun 30 Bió/dans 45
Minningar 31 Útv./sjónv. 50,54
Myndasögur 40 Dagbók/veður 55
Bréttil blaðsins 40 Gámr lOb
Hugvekja 42 Mannlífsstr. lOb
ídag 42 Dægurtónl. 12b
INNLENDAR Fh kÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6
Olvun í Þórsmörk en rólegt í borginni