Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 4
4 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 29/6 - 5/7.
innlent
------- -<...-..
► VELTAhlutabréfaá
Verðbréfaþingi íslands jókst
verulega á fyrstu sex mánuð-
um ársins eða um rúmlega 5
milljarða króna samanborið
við fyrri árshelming í fyrra.
► Á KÖLDUM klaka, kvik-
mynd Friðriks Þórs FViðriks-
sonar, var valin besta kvik-
myndin á Evrópsku kvik-
myndahátíðinni í La Baule í
Frakklandi á mánudag.
► MANNBJÖRG varð er
kúfiskskipið Öðufell frá
Þórshöfn fórst sunnan við
Langanes rétt fyrir mið-
nætti á þriðjudagsnótt. Þrír
skipveijar voru um borð í
Öðufelli og tókst þeim að
komast um borð í gúmbjörg-
unarbát eftir að hafa lent
fyrst í sjónum.
► DÓMARI við héraðsdóm
í New York fylki felldi á
miðvikudag úr gildi úrskurð
kviðdóms í máli Freds Pitt-
manns gegn Flugleiðum.
Var málinu vísað frá og
kemur því ekki til til
greiðslu á skapabótum að
upphæð einn milljarður
króna eins og kviðdómurinn
hafði úrskurðað.
► SAMKOMULAG hefur
náðst um að skipta hafsvæð-
inu umdeilda vegna Kol-
beinseyjar þannig að 30%
komi i hlut lslendinga og
70% í hlut Grænlendinga.
Einnig felur samkomulagið
í sér viðurkenningu á fullum
áhrifum Grímseyjar við af-
mörkunina.
► GUÐJÓN Þórðarson var
á föstudag ráðinn í starf
landsliðsþjálfara íslands í
knattspyrnu fram yfir Evr-
ópukeppnina, sem hefst
næsta ár, en riðlakeppni
hennar lýkur haustið 1999.
Loðnuvertíðin
fór vel af stað
LOÐNUVERTÍÐ hófst á miðnætti að-
faranótt þriðjudags og voru 34 íslensk
skip komin á miðin fyrr um kvöldið.
Flest þeirra leituðu að loðnunni á stóru
svæði langt norðvestur af Kolbeinsey.
Fiskistofa gaf út veiðileyfi fyrir 30
norsk skip innan íslensku lögsögunnar
á mánudag, en um 25 norsk loðnuskip
voru þann dag komin saman á athug-
unarpunkt A, sem er um 180 sjómílur
norður af landinu, og biðu þess að taka
þátt í loðnuleitinni. Mokveiði var fyrsta
sólarhringinn og þykir þessi byijun
gefa fyrirheit um góða vertíð.
Erlendar skamm-
tímaskuldir lækka
ALLT útlit er fyrir að hrein innlend
lánsfjárþörf ríkisins verði um 5,2 millj-
arðar kr. á öðrum ársþriðjungi þessa
árs sem er veruleg lækkun miðað við
fyrstu fjóra mánuði ársins eða sem
nemur 3,1 milljarði kr. Á tímabilinu
maí-ágúst í fyrra var hrein lánsfjárþörf
ríkissjóðs tæpir sjö miljarðar kr. Þá
hafa skammtímaskuldir ríkissjóðs
lækkað erlendis um 2,8 milijarða króna
frá áramótum.
Norskt loðnuveiði-
skip kyrrsett
NORSKA loðnuskipið Kristian Rygge-
fjord tilkynnti Landhelgisgæslunnu, á
fimmtudag, um löndun á rúmlega 700
tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum
og að 400 tonn aflans hefðu fengist i
lögsögu Jan Mayen. Landhelgisgæslan
taldi sig hins vegar hafa upplýsingar
þess efnis, að enginn afli hafí verið um
borð í skipinu er það hóf veiðar innan
íslensku lögsögunnar.
Þegar skipið kom til hafnar í Vest-
mannaeyjum á föstudag var það kyrr-
sett og haffæmisskírteini og leiðarbók
gerð upptæk í kjölfar skoðunar á skips-
skjölum. Rannsókn vegna meintra
brota skipstjórans stóð yfir á föstudag
og laugardag.
Kínverjar taka við
völdum í Hong Kong
KÍNVERJAR tóku við yfirráðum yfir
Hong Kong á miðnætti aðfaranótt
þriðjudagsins 1. júlí, eða kl. 16 sl.
mánudag að íslenzkum staðartíma, og
lauk þar með 156 ára yfirráðum Breta
í borginni. Við afhendingarathöfnina
sagði Karl Bretaprins Hong Kong-
búum að Bretar myndu aldrei gleyma
þeim, áður en hann lét völdin í borg-
inni f hendur Jiang Zemin, forseta Kína,
sem bauð borgarbúa „velkomna í faðm
föðurlandsins". Tung Chee-hwa sór að
því búnu embættiseið sem héraðsstjóri
Hong Kong en síðasti landstjóri Breta
þar, Chris Patten, hélt þegar í stað
heim á leið ásamt Karli prinsi á Brit-
anniu, skipi Bretadrottningar. Er sex
klukkustundir voru liðnar af valdatíma
Kínveija í Hong Kong hélt öflugt her-
lið þeirra inn í borgina.
Geimfar lent á Mars
BANDARÍSKA geimfarið Ratvís eða
Pathfinder lenti á reikistjömunni Mars
á föstudag og kom það vísindamönnum
mjög á óvart, að strax skyldu berast
merki frá því en ekki hafði verið búizt
við þeim fyrr en eftir nokkrar klukku-
stundir. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
lofaði þetta vísindaafrek en lendinguna
bar upp á þjóðhátíðardag Bandarfkja-
manna. Með lendingunni er hafíð nýtt
skeið í rannsóknum á rauðu reikistjöm-
unni en Ratvís flutti þangað lítið farar-
tæki, Mars-jeppann (Sojourner), og
verður því fjarstýrt frá jörðu. Á jeppinn
að vera á ferðinni í viku og safna
ýmsum upplýsingum um eðlisfræði
bergs og ryks á Mars.
►STÓRT olíuskip strand-
aði í Tókýóflóa á miðviku-
dag. Mannleg mistök voru
talin hafa orsakað slysið. í
fyrstu var talið að 13.400
tonn af hráolíu hefðu lekið
í hafið, en síðar kom í Ijós
að magnið var um tiundi
hluti þess, eða um 1.300
tonn. Ryutaro Hashimoto,
forsætisráðherra Japans,
lýsti yfir neyðarástandi
vegna atviksins og yfir 300
skip voru kvödd á vettvang
til að hefta útbreiðslu ol-
íunnar.
► MESUT Yilmaz tók við
embætti forsætisráðherra
Tyrklands á mánudag og
lauk þar með hálfs árs
óvissutíð í stjórnmálum
landsins. Markmiðið með
myndun stjórnar Yilmaz var
að koma í veg fyrir að
strangtrúarmúslimar úr
flokki Necmettins Erbakans
gætu verið áfram við völd.
► BREZKA ríkisstjórnin
lagði í vikunni fram fjár-
lagafrumvarp næsta fjár-
lagaárs, en þetta var í fyrsta
sinn í átján ár sem stjóm
Verkamannaflokksins
samdi frumvarpið. Þvert á
það, sem búizt hafði verið
við, voru skattar á fyrirtæki
lækkaðir en ekki hækkaðir.
► LÚXEMBORG tók um
mánaðamótin við forsæti í
ráðherraráði Evrópusam-
bandsins, ESB, af Hollandi.
Fjölgun aðildarríkja sam-
bandsins er efst á dag-
skránni næsta hálfa árið, en
ákveðið hafði verið að aðild-
arviðræður við ríki í Mið-
og Austur-Evrópu skyldu
hefjast sex mánuðum eftir
lok ríkjaráðstefnunnar, en
henni lauk á leiðtogafundi
i Amsterdam í júni.
FRETTIR
Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum
FRÁ fundi nefndar um stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi.
Stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi
Sérstakt landslag
sem ber að vemda
Ólafsvik. Morgunblaðið
UNDIRBÚNINGSNEFND um
stofnun þjóðgarðs á utanverðu
Snæfellsnesi hefur nýlokið störfum
og skiluðu nefndarmenn tillögum
sínum um stofnun þjóðgarðsins til
Guðmundar Bjarnasonar umhverf-
isráðherra á Hótel Búðum hinn 1.
júlí sl.
í skýrslu nefndarinnar segir m.a.
að svæðið á utanverðu Snæfellsnesi
þarfnist verndunar vegna einstakra
náttúruminja, sérstaks landslags og
mikils fjölda söguminja, sem enn
er að mestu óskert. Leggur nefndin
tii að mörk þjóðgarðarins verði úr
landi Dagverðarár, inn í land Gufu-
skála og nái austur fyrir Snæfells-
jökul.
Þá er lagt til að ráðin verði þjóð-
garðsvörður á þessu ári og ráðgjaf-
amefnd skipuð fulltrúum frá Nátt-
úruvemd ríkisins og Snæfellsbæ,
er fari m.a. með undirbúning þeirr-
ar starfsemi sem í þjóðgarðinum
er ætlað að vera.
Undirbúningsnefndin var skipuð
árið 1994 af þáverandi umhverfis-
ráðherra, Össuri Skarphéðinssyni,
í kjölfar samþykktar ríkisstjómar-
innar um stofíiun þjóðgarðs á utan-
verðu Snæfellsnesi. Að sögn Sturlu
Böðvarssonar alþingismanns og
formanns nefndarinnar var við und-
irbúning haft samráð við umhverf-
isráðuneytið, Náttúravernd ríkisins
og Snæfellsbæ, en ástæða þess að
nefndin lauk ekki störfum fyrr en
nú væri sú að ekki hefði þótt rétt
að leggja fram tillögur fyrr en aðal-
skipulag Snæfellsbæjar, hins nýja
sveitarfélags, hefði verið fullunnið.
Aðalskipulagið liggur nú hins vegar
fyrir til staðfestingar hjá umhverf-
Fornminjar
! Skíðasvæði
Vikurnámusvæði
Hugsanieg vikurnámusvæði
UNDIRBÚNINGSNEFND um stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi
leggur til að mörk þjóðgarðsins verði úr landi Dagverðarár, inn
I land Gufuskála og nái austur fyrir Snæfellsjökul.
isráðherra, sem og mörk þjóðgarð-
ins.
Samið verði við Iandeigendur
Að sögn Sturlu leggur nefndin
til að umhverfisráðherra feli Nátt-
úruvernd ríkisins að framkvæma
tillögur nefndarinnar og segir hann
það von sína að svo verði strax á
þessu sumri. Hann segir ennfremur
að það sem liggi m.a. fyrir sé að
semja við þá landeigendur sem eigi
Miklar annir hjá ríkissáttasemjara
Skrifað undir 7
samninga í gær
UNDIRRITAÐIR vora sjö nýir
kjarasamningar í gærmorgun eftir
næturfundi hjá ríkissáttasemjara
og höfðu þá alls verið undirritaðir
níu kjarasamningar á einum sólar-
hring hjá sáttasemjara. Enn eru
óleystar 18 kjaradeilur hjá emb-
ættinu en 72 er lokið.^
Meinatæknafélag íslands og
samninganefndir ríkisins og
Reykjavíkurborgar skrifuðu undir
kjarasamning á tíunda tímanum í
gærmorgun en fyrr um morguninn
gengu samninganefndir Röntgen-
tæknafélags Islands, Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga, Stéttar-
félags sálfræðinga, Iðjuþjálfafé-
lags íslands og Stéttarfélags ís-
lenskra félagsráðgjafa frá samn-
ingum við sömu viðsemjendur.
Fundir höfðu þá staðið í rúman
sólarhring.
lönd á utanverðu Snæfellsnesi, en
stærsti hluti svæðisins sé þó í eigu
Snæfellsbæjar.
Viðstaddir afhendinguna voru
m.a. embættismenn frá umhverfís-
ráðuneyti og Náttúruvernd ríkisins,
bæjarstjóri Snæfellsbæjar Guðjón
Petersen ásamt bæjarstjórnar-
mönnum og nefndarmennirnir,
Skúli Alexanderson, Margrét B.
Björnsdóttir, Magnús Eiríksson og
Sveinn Þór Elinbergsson.
Um 200 fæð-
ingar á FSA
FÆÐINGAR á fæðingadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri voru 199 fyrstu sex mánuði
ársins. Þar af voru 5 tvíburafæ -
ingar og því fæddust 204 born a
tímabilinu. Nokkurt jafnræði var á
milli kynja en drengimi1- voru 103
og stúlkurnar 101.
Á sama tímabili í fyrra urðu
fæðingarnar heldur fleiri eða 217.
Þar af voru 3 tvíburafæðingar og
fæddust 220 böm, 125 drengir og
qc; otiíllrnr
Allt árið 1996 urðu fæðingamar
418, börnin 425 og tvíburafæðmg-
ar 7.