Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/6 - 5/7. innlent ------- -<...-.. ► VELTAhlutabréfaá Verðbréfaþingi íslands jókst verulega á fyrstu sex mánuð- um ársins eða um rúmlega 5 milljarða króna samanborið við fyrri árshelming í fyrra. ► Á KÖLDUM klaka, kvik- mynd Friðriks Þórs FViðriks- sonar, var valin besta kvik- myndin á Evrópsku kvik- myndahátíðinni í La Baule í Frakklandi á mánudag. ► MANNBJÖRG varð er kúfiskskipið Öðufell frá Þórshöfn fórst sunnan við Langanes rétt fyrir mið- nætti á þriðjudagsnótt. Þrír skipveijar voru um borð í Öðufelli og tókst þeim að komast um borð í gúmbjörg- unarbát eftir að hafa lent fyrst í sjónum. ► DÓMARI við héraðsdóm í New York fylki felldi á miðvikudag úr gildi úrskurð kviðdóms í máli Freds Pitt- manns gegn Flugleiðum. Var málinu vísað frá og kemur því ekki til til greiðslu á skapabótum að upphæð einn milljarður króna eins og kviðdómurinn hafði úrskurðað. ► SAMKOMULAG hefur náðst um að skipta hafsvæð- inu umdeilda vegna Kol- beinseyjar þannig að 30% komi i hlut lslendinga og 70% í hlut Grænlendinga. Einnig felur samkomulagið í sér viðurkenningu á fullum áhrifum Grímseyjar við af- mörkunina. ► GUÐJÓN Þórðarson var á föstudag ráðinn í starf landsliðsþjálfara íslands í knattspyrnu fram yfir Evr- ópukeppnina, sem hefst næsta ár, en riðlakeppni hennar lýkur haustið 1999. Loðnuvertíðin fór vel af stað LOÐNUVERTÍÐ hófst á miðnætti að- faranótt þriðjudags og voru 34 íslensk skip komin á miðin fyrr um kvöldið. Flest þeirra leituðu að loðnunni á stóru svæði langt norðvestur af Kolbeinsey. Fiskistofa gaf út veiðileyfi fyrir 30 norsk skip innan íslensku lögsögunnar á mánudag, en um 25 norsk loðnuskip voru þann dag komin saman á athug- unarpunkt A, sem er um 180 sjómílur norður af landinu, og biðu þess að taka þátt í loðnuleitinni. Mokveiði var fyrsta sólarhringinn og þykir þessi byijun gefa fyrirheit um góða vertíð. Erlendar skamm- tímaskuldir lækka ALLT útlit er fyrir að hrein innlend lánsfjárþörf ríkisins verði um 5,2 millj- arðar kr. á öðrum ársþriðjungi þessa árs sem er veruleg lækkun miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins eða sem nemur 3,1 milljarði kr. Á tímabilinu maí-ágúst í fyrra var hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs tæpir sjö miljarðar kr. Þá hafa skammtímaskuldir ríkissjóðs lækkað erlendis um 2,8 milijarða króna frá áramótum. Norskt loðnuveiði- skip kyrrsett NORSKA loðnuskipið Kristian Rygge- fjord tilkynnti Landhelgisgæslunnu, á fimmtudag, um löndun á rúmlega 700 tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum og að 400 tonn aflans hefðu fengist i lögsögu Jan Mayen. Landhelgisgæslan taldi sig hins vegar hafa upplýsingar þess efnis, að enginn afli hafí verið um borð í skipinu er það hóf veiðar innan íslensku lögsögunnar. Þegar skipið kom til hafnar í Vest- mannaeyjum á föstudag var það kyrr- sett og haffæmisskírteini og leiðarbók gerð upptæk í kjölfar skoðunar á skips- skjölum. Rannsókn vegna meintra brota skipstjórans stóð yfir á föstudag og laugardag. Kínverjar taka við völdum í Hong Kong KÍNVERJAR tóku við yfirráðum yfir Hong Kong á miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 1. júlí, eða kl. 16 sl. mánudag að íslenzkum staðartíma, og lauk þar með 156 ára yfirráðum Breta í borginni. Við afhendingarathöfnina sagði Karl Bretaprins Hong Kong- búum að Bretar myndu aldrei gleyma þeim, áður en hann lét völdin í borg- inni f hendur Jiang Zemin, forseta Kína, sem bauð borgarbúa „velkomna í faðm föðurlandsins". Tung Chee-hwa sór að því búnu embættiseið sem héraðsstjóri Hong Kong en síðasti landstjóri Breta þar, Chris Patten, hélt þegar í stað heim á leið ásamt Karli prinsi á Brit- anniu, skipi Bretadrottningar. Er sex klukkustundir voru liðnar af valdatíma Kínveija í Hong Kong hélt öflugt her- lið þeirra inn í borgina. Geimfar lent á Mars BANDARÍSKA geimfarið Ratvís eða Pathfinder lenti á reikistjömunni Mars á föstudag og kom það vísindamönnum mjög á óvart, að strax skyldu berast merki frá því en ekki hafði verið búizt við þeim fyrr en eftir nokkrar klukku- stundir. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lofaði þetta vísindaafrek en lendinguna bar upp á þjóðhátíðardag Bandarfkja- manna. Með lendingunni er hafíð nýtt skeið í rannsóknum á rauðu reikistjöm- unni en Ratvís flutti þangað lítið farar- tæki, Mars-jeppann (Sojourner), og verður því fjarstýrt frá jörðu. Á jeppinn að vera á ferðinni í viku og safna ýmsum upplýsingum um eðlisfræði bergs og ryks á Mars. ►STÓRT olíuskip strand- aði í Tókýóflóa á miðviku- dag. Mannleg mistök voru talin hafa orsakað slysið. í fyrstu var talið að 13.400 tonn af hráolíu hefðu lekið í hafið, en síðar kom í Ijós að magnið var um tiundi hluti þess, eða um 1.300 tonn. Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans, lýsti yfir neyðarástandi vegna atviksins og yfir 300 skip voru kvödd á vettvang til að hefta útbreiðslu ol- íunnar. ► MESUT Yilmaz tók við embætti forsætisráðherra Tyrklands á mánudag og lauk þar með hálfs árs óvissutíð í stjórnmálum landsins. Markmiðið með myndun stjórnar Yilmaz var að koma í veg fyrir að strangtrúarmúslimar úr flokki Necmettins Erbakans gætu verið áfram við völd. ► BREZKA ríkisstjórnin lagði í vikunni fram fjár- lagafrumvarp næsta fjár- lagaárs, en þetta var í fyrsta sinn í átján ár sem stjóm Verkamannaflokksins samdi frumvarpið. Þvert á það, sem búizt hafði verið við, voru skattar á fyrirtæki lækkaðir en ekki hækkaðir. ► LÚXEMBORG tók um mánaðamótin við forsæti í ráðherraráði Evrópusam- bandsins, ESB, af Hollandi. Fjölgun aðildarríkja sam- bandsins er efst á dag- skránni næsta hálfa árið, en ákveðið hafði verið að aðild- arviðræður við ríki í Mið- og Austur-Evrópu skyldu hefjast sex mánuðum eftir lok ríkjaráðstefnunnar, en henni lauk á leiðtogafundi i Amsterdam í júni. FRETTIR Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum FRÁ fundi nefndar um stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi. Stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi Sérstakt landslag sem ber að vemda Ólafsvik. Morgunblaðið UNDIRBÚNINGSNEFND um stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi hefur nýlokið störfum og skiluðu nefndarmenn tillögum sínum um stofnun þjóðgarðsins til Guðmundar Bjarnasonar umhverf- isráðherra á Hótel Búðum hinn 1. júlí sl. í skýrslu nefndarinnar segir m.a. að svæðið á utanverðu Snæfellsnesi þarfnist verndunar vegna einstakra náttúruminja, sérstaks landslags og mikils fjölda söguminja, sem enn er að mestu óskert. Leggur nefndin tii að mörk þjóðgarðarins verði úr landi Dagverðarár, inn í land Gufu- skála og nái austur fyrir Snæfells- jökul. Þá er lagt til að ráðin verði þjóð- garðsvörður á þessu ári og ráðgjaf- amefnd skipuð fulltrúum frá Nátt- úruvemd ríkisins og Snæfellsbæ, er fari m.a. með undirbúning þeirr- ar starfsemi sem í þjóðgarðinum er ætlað að vera. Undirbúningsnefndin var skipuð árið 1994 af þáverandi umhverfis- ráðherra, Össuri Skarphéðinssyni, í kjölfar samþykktar ríkisstjómar- innar um stofíiun þjóðgarðs á utan- verðu Snæfellsnesi. Að sögn Sturlu Böðvarssonar alþingismanns og formanns nefndarinnar var við und- irbúning haft samráð við umhverf- isráðuneytið, Náttúravernd ríkisins og Snæfellsbæ, en ástæða þess að nefndin lauk ekki störfum fyrr en nú væri sú að ekki hefði þótt rétt að leggja fram tillögur fyrr en aðal- skipulag Snæfellsbæjar, hins nýja sveitarfélags, hefði verið fullunnið. Aðalskipulagið liggur nú hins vegar fyrir til staðfestingar hjá umhverf- Fornminjar ! Skíðasvæði Vikurnámusvæði Hugsanieg vikurnámusvæði UNDIRBÚNINGSNEFND um stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi leggur til að mörk þjóðgarðsins verði úr landi Dagverðarár, inn I land Gufuskála og nái austur fyrir Snæfellsjökul. isráðherra, sem og mörk þjóðgarð- ins. Samið verði við Iandeigendur Að sögn Sturlu leggur nefndin til að umhverfisráðherra feli Nátt- úruvernd ríkisins að framkvæma tillögur nefndarinnar og segir hann það von sína að svo verði strax á þessu sumri. Hann segir ennfremur að það sem liggi m.a. fyrir sé að semja við þá landeigendur sem eigi Miklar annir hjá ríkissáttasemjara Skrifað undir 7 samninga í gær UNDIRRITAÐIR vora sjö nýir kjarasamningar í gærmorgun eftir næturfundi hjá ríkissáttasemjara og höfðu þá alls verið undirritaðir níu kjarasamningar á einum sólar- hring hjá sáttasemjara. Enn eru óleystar 18 kjaradeilur hjá emb- ættinu en 72 er lokið.^ Meinatæknafélag íslands og samninganefndir ríkisins og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning á tíunda tímanum í gærmorgun en fyrr um morguninn gengu samninganefndir Röntgen- tæknafélags Islands, Félags ís- lenskra náttúrufræðinga, Stéttar- félags sálfræðinga, Iðjuþjálfafé- lags íslands og Stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa frá samn- ingum við sömu viðsemjendur. Fundir höfðu þá staðið í rúman sólarhring. lönd á utanverðu Snæfellsnesi, en stærsti hluti svæðisins sé þó í eigu Snæfellsbæjar. Viðstaddir afhendinguna voru m.a. embættismenn frá umhverfís- ráðuneyti og Náttúruvernd ríkisins, bæjarstjóri Snæfellsbæjar Guðjón Petersen ásamt bæjarstjórnar- mönnum og nefndarmennirnir, Skúli Alexanderson, Margrét B. Björnsdóttir, Magnús Eiríksson og Sveinn Þór Elinbergsson. Um 200 fæð- ingar á FSA FÆÐINGAR á fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri voru 199 fyrstu sex mánuði ársins. Þar af voru 5 tvíburafæ - ingar og því fæddust 204 born a tímabilinu. Nokkurt jafnræði var á milli kynja en drengimi1- voru 103 og stúlkurnar 101. Á sama tímabili í fyrra urðu fæðingarnar heldur fleiri eða 217. Þar af voru 3 tvíburafæðingar og fæddust 220 böm, 125 drengir og qc; otiíllrnr Allt árið 1996 urðu fæðingamar 418, börnin 425 og tvíburafæðmg- ar 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.