Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 8

Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 8
8 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR . KIRKJAN OG ÞEIR eru farnir að tala tung-um, meira að segja okkar tungu, skjáta mín . . . Skipulags- og umferðarnefnd breytir lóðum við Egilsgötu Bensínsala heimiluð þrátt fyrir gagnrýni BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að heimila bensínsaf- greiðslu við gatnamót Egilsgötu og Snorrabrautar, þrátt fyrir andstöðu borgarverkfræðings. Eins og sjá má er gert ráð fyrir aðkomu að dælunni við ljósastýrð gatnamót Flókagötu og Snorrabrautar. Jafnframt er gert ráð fyrir að lagður verði rampur aftan við Domus Medica til að tengja bílastæðin neðan við húsið og við Snorrabraut. BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu skipulags- og umferðarnefndar um að heimila olíufélagi að setja upp bensíndælu á lóð við Egilsgötu 5, með aðkomu frá Snorrabraut. í umsögn borgarverkfræðings kemur fram að bensíndæla á þessum stað sé óæskileg, þar sem aðkoman verði óeðlileg og að hún muni auka um- ferð um Snorrabraut. Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu í skipulags- og umferðarnefnd. í bókun meiri- hlutans kemur fram að samþykktin feli í sér lóðabreytingar og nýja að- komu frá Snorrabraut að lóðunum við Egilsgötu 5, þar sem bensíndæl- an verður sett upp, að Egilsgötu 3 eða Domus Medica og að Skátabúð- inni við Snorrabraut. Bent er á að komið sé til móts við óskir íbúa við Egilsgötu um lokun fyrir inn og útakstur, sem nú er við Egilsgötu. Ólafur F. Magnússon Sjálfstæðis- flokki greiddi atkvæði gegn tillög- unni og bar við umferðaröryggi. íbúar mótmæla íbúar við Egilsgötu hafa ítrekað mótmælt fyrirhugaðri bensíndælu á lóðinni og bent á að vandséð sé hvaða þörf sé fyrir bensínafgreiðslu þar. Borgarverkfræðingur hefur einnig gagnrýnt þessi áform og í umsögn sem hann gaf í nóvember sl. kemur fram að eftir samráð við yfirverkfræðing umferðardeildar telji hann að bensíndæla á lóðinni sé óæskileg, þar sem hún muni auka umferð um Snorrabraut og Egilsgötu. Umferð um Egilsgötu sé þegar óvenju mikil á íbúðargötu og við Snorrabraut sé umferðarhávaðinn við nokkur hús yfir viðmiðunar- mörkum. Þar við bætist að aðkoma að lóðinni verði ekki eðlileg nema frá Egilsgötu en eindregið sé mælt gegn þeirri lausn. Eini möguieikinn sé að innkeyrslan verði af einni ak- rein við umferðarljós við gatnamót Snorrabrautar og Flókagötu en slíka aðkomu beri að forðast. Bensíndæla óæskileg, segir borgarverkfræðingur í síðari umsögn borgarverkfræð- ings frá því í maí sl. vísar hann til fyrri umsagnar sinnar og ítrekar að hann telji enn sem fyrr að bensín- dæla á þessum stað sé óæskileg. Hún muni auka umferð um Snorra- braut en mikilvægt sé að þjónustu- stig götunnar sé gott og að hún geti með góðu móti tekið við þeirri litlu umferðaraukningu, sem spáð sé í hverfinu að óbreyttu án þess að umferðin fari að leita í nærliggj- andi götur. Tekið er fram að erfitt sé að spá hversu mikil umferðar- aukningin verði vegna bensíndæl- unnar. Bent er á að þar sem lokað yrði fyrir innakstur frá Egilsgötu myndi draga úr umferð þar. Fyrri afstaða til aðkomu við gatnamót með umferðaljós sé óbreytt. Hún sé stílbrot og virki óeðlilega. Fram kemur í bréfi frá umferðar- deild borgarverkfræðings, að sam- kvæmt talningu fari um 4 þúsund bílar á sólarhring um Egilsgötu, um 11 þús. bílar um neðri hluta Eiríks- götu við Snorrabraut og 4 þúsund bílar um Eíríksgötu við Barónsstíg, en um 1.600 bílar á sólarhring um Bergþórugötu. Fjölbreytt Listasumar á Akureyri Mikil uppsveifla í menningarlífinu Ragnheiður Ólafsdóttir LISTASUMAR á Ak- ureyri stendur nú yfir í fimmta sinn og verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá fram eftir sumri, svo sem endranær. En skyldi hátíðin vera með svipuðu sniði og undanfar- in ár? Því svarar Ragn- heiður Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri: „Það er svolítið erfitt að segja enda hefur hvert sumar haft sitt yfirbragð. Það sem einkennir þetta sumar öðru fremur er að mun fleiri heimamenn taka nú þátt í hátíðinni en áður hefur verið. Þessa dagana hanga til að mynda verk 43 Akur- eyringa uppi í Deiglunni. Allt eru þetta starfandi myndlistarmenn, þótt bakgrunn- urinn sé ólíkur, sumir eiga langa skólagöngu að baki en aðrir eru sjálfmenntaðir í myndlist. Það er ákveðin stefna að virkja krafta Akureyringa að þessu sinni en mér hefur hingað til þótt skorta svolítið á frumkvæði þeirra. Að vísu hafa fram- kvæmdastjórar Listasumars allt- af verið aðkomufólk, sem kann að hafa dregið úr þeim kjarkinn að einhveiju leyti." -Verða einhverjar aðrar áhersiur? „Já, þar ber hæst þtjá fasta liði. I fyrsta lagi verða myndlist- arsýningar allt sumarið; í öðru lagi verða djasstónleikar í Deigl- unni alla fímmtudaga og í þriðja lagi verður söngvaka tvisvar í viku inni í Minjasafnskirkju. Til viðbótar kemur síðan að óvenju- margar konur taka þátt í Lista- sumri að þessu sinni — sem reyndar er tilviljun — auk þess sem fyrirlestrar af ýmsum toga og bókmenntir fá nú rými í dag- skránni. Þannig efndu ung og upprennandi skáld frá Akureyri til upplestrarkvölds á dögunum sem var mjög gleðilegt, þar sem lítið hefur borið á þeim á síðustu áratugum. Þá er stefnt að nám- skeiði í skapandi skrifum um verslunarmannahelgina og bók- menntavöku í framhaldi af því, auk þess sem uppi eru hugmynd- ir um að efna til málþings um kvenlýsingar í Vefaranum mikla frá Kazmír.“ -Verða margir erlendir gestir á hátíðinni? „Já, síðasta fimmtudagskvöld var Tríó Sunnu Gunnlaugs til að mynda með djass- tónleika í Deiglunni en í því eru tveir Banda- ríkjamenn. í næstu viku eigum við síðan von á danska mynd- listarmanninum Hanne Gravgaard og á eftir henni koma myndlistarmenn frá Bandaríkjunum og Sviss. Jafn- framt verður töluvert um norræn samstarfsverkefni í sumar. Við vorum til að mynda svo heppin að fá hingað lúðrasveit frá Rand- ers, vinabæ Akureyrar í Dan- mörku, sem setti ákaflega glæsi- legan svip á opnunardaginn í sumar. 11. og 12. júlí verður síðan leiksýning á vegum FENR- IS, sem er leiklistarsamstarf Akureyrar og vinabæja á Norð- urlöndunum, en í tengslum við hana mun tónlistarstjóri FENR- IS, Kristian Blak, efna til tón- leika með nokkrum heimamönn- um. Aðalsprengjan verður síðan 17. ágúst, þegar Manuela Wiesl- ►Ragnheiður Ólafsdóttir fæddist árið 1960 í Borgar- nesi. Hún lauk tónlistarkenn- araprófi frá Kennaraháskóla íslands árið 1989 og hefur síð- an starfað sem kennari og kórstjóri á Akranesi og Akur- eyri. Þá hefur Ragnheiður komið fram sem djass- og þjóð- lagasöngkona. Á hún tvær dætur, Elísu og Hilmu. Maður hennar er Börge Bakken. er flautuleikari heldur tónleika." -Hvernig hafa viðtökurnar verið til þessa? „Frábærar — aðsóknin hefur verið mjög góð. Við áttum hins vegar alveg eins von á því enda eru Akureyringar jafnt og þétt að vakna til vitundar um Lista- sumar. Þeir kunna sífellt betur að meta hátíðina og eru farnir að átta sig á því að það skiptir þá máli að eitthvað sé á seyði í bænum. Þetta er mjög jákvæð þróun og vonandi verður fram- hald þar á.“ -Er Listasumar á Akureyri þá að festa sig í sessi? „Já, það vona ég svo sannar- lega. Þessi hátíð er frábrugðin öðrum listahátíðum að því leyti að tvö síðustu ár hefur dagskrá- in ekki verið negld niður fyrir- fram, þótt stærstu línurnar séu vitaskuld lagðar, enda er íslenski stíllinn þannig að hægt er að breyta og bæta fram á síðustu stundu. Reyndar stafar þetta jafnframt af því að við höfum ekki fjármagn til að kaupa fólk hingað norður, listamennirnir taka með öðrum orðum alla fjár- hagslega áhættu sjálf- ir. Okkar hlutverk er hins vegar að liðsinna þeim. Helsti kosturinn við þetta er sá að lista- menn geta ákveðið að skella sér norður með skömmum fyrirvara, svo framar- lega sem koma þeirra fellur að dagskránni.“ -Hefur Listasumarið ekki verið mikil lyftistöng fyrir menn- ingarlífíð á Akureyri? „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Sjálf fínn ég í það minnsta mikinn mun á bænum eftir að hátíðin kom til og get ekki ímyndað mér annað en fólk sé ánægt með það líf sem er í bænum í kringum hana. Lista- safnið hefur líka haft áhrif en það er álíka nýtt af nálinni og Listasumarið, að ekki sé talað um kaffíhúsamenninguna. Það er því óhætt að segja að mikil uppsveifla sé í menningarlífínu á Ákureyri um þessar mundir.“ Fleiri heima- menn taka nú þátt en áður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.