Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 9

Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 9 Tveir menn sýknaðir af fjárdráttarákæru HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á fimmtudag tvo menn, sem ákærðir höfðu verið fyrir ijárdrátt, með því að hafa sem eigendur og stjórnendur tölvufyrirtækis í Reykja- vík notað í þágu hlutafélagsins rúm- lega 9,5 milljónir króna, sem Ríkis- kaup lögðu fyrir mistök inn á reikn- ing fyrirtækisins. Mennirnir tveir stofnuðu tölvufyr- irtæki í félagi við þriðja mann í júlí 1993. Var annar hinna ákærðu framkvæmdastjóri og sá hann um innkaup, hinn var í tæknilegum verkefnum og sá þriðji maðurinn um bókhald, fjármál, sölumennsku og gerð tilboða. Fyrirtækið átti hagstæðasta til- boðið í útboði Ríkiskaupa á 130 tölv- um fyrir heilbrigðisráðuneytið vegna Félags heyrnarlausa. Samkvæmt útboðinu átti að kaupa tölvur fyrir samtals rúmlega 10,5 milljónir króna. Fyrirgreiðsla gegn yfir- lýsingu frá Ríkiskaupum í apríl 1995 var, að beiðni fyrir- tækisins, fengin yfirlýsing hjá Ríkis- kaupum um að greiðslur vegna við- skiptanna yrðu lagðar inn á reikning í eigu bankans. I júní og júlí voru afhentar tölvur fyrir rúmlega 9,5 milljónir króna og framvísað reikn- ingum fyrir þá upphæð. Andvirði reikninganna var lagt inn á reikning fyrirtækisins í Búnaðarbankanum í stað þess að leggja það á hinn reikn- inginn. í október 1995 hafði bankinn samband við Ríkiskaup og óskaði eftir efndum samkvæmt staðfesting- unni frá í apríl um greiðslur inn á reikning bankans. Hann hafði áður krafið fyrirtækið um greiðslu á þess- ari fyrirgreiðslu og fyrirtækið vísað á Ríkiskaup, sem töldu sig hafa efnt samninginn með því að greiða fyrir- tækinu andvirði hans og væri það því fyrirtækisins að annast uppgjör lánafyrirgreiðslu við bankann, enda fyrirgreiðslan veitt út á umrædd við- skipti og andvirðið skv. samkomu- lagi bankans og fyrirtækisins átt að renna tii uppgjörs á fyrirgreiðsl- unni. Fyrirtækið hafi í staðinn ráð- stafað greiðslunum í rekstur fyrir- tækisins en ekki til uppgjörs á lán- inu. Annar ákærðu bar fyrir dómi að hann hafi ekki vitað um skjalið frá Ríkiskaupum fyrr en á fundi í Bún- aðarbankanum í september 1995. Þriðja manninum í fyrirtækinu, sem sá um íjármál þess, hafi þá verið vikið frá störfum. Fyrirtækið afsalaði sér ekki greiðslunum í dómsniðurstöðum segir að fyrir- tækið hafi verið eigandi þeirra greiðslna, sem áttu að koma frá Ríkiskaupum vegna sölu fyrirtækis- ins á tölvum til ríkisins. Yfirlýsing Ríkiskaupa til bankans hafi verið einhliða yfirlýsing frá þeirri stofnun um að hún mundi leggja greiðslurn- ar inn á reikning í eigu bankans, en henni fylgdi ekkert afsal af hálfu fyrirtækisins á eignarrétti þess á greiðslunum „en skilyrði Qárdráttar er, að menn dragi sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem þeir hafi í vörslum sínum og annar maður sé eigandi að.“ „Þegar af þessari ástæðu verða ákærðu sýknaðir ai ákæru um fjárdrátt og þar með ai broti á 1. mgr. 247. gr. almennrí hegningarlaga." Ríkissjóður var dæmdur ti greiðslu sakarkostnaðar. Dómim kvað upp Sverrir Einarsson héraðs dómari. -----» ♦ ♦------ Brenndist í gassprengingu ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti mann með brunasár á Þingvelli snemma í gærmorgun og flutti hann til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunn- ar á Selfossi var maðurinn að skipta um kúta við gastæki inni í tjaldi þegar óhappið varð og hann brennd- ist. Þyrlan lenti við Borgarspítalann en maðurinn var síðan fluttur á gjör- gæsludeild á Landspítalanum. Að sögn sérfræðings þar var í gærmorg- un ekki búið að meta meiðsl manns- ins til fulls en líðan hans var stöðug, hann var ekki í lífshættu og áætlað að hann færi í aðgerð seinna í gær. Vatteruðu vestin komin aftur Verð kr. 3.800 TÆKIFÆRISGJAFIR ANDLITS- OG SKOPMYNDIR ca c ca 3 ■D E >. <D O Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður og myndskreytir Komdu á óvart og gefðu personulega gjöf sem slær í gegn. Nánari uppl. í vs: 511 4300 alla virka daga Símboði: 845 3441 Kaffi- & matarhlaðborð ALLA SUNNUDAGA Sumardagskráin 19 9 7 Sunnudaga Kaffihlabborö frá kl. 14-17 og matarhlaöborb frá 18:30. Mánudaga, þríbjudaga og mibvikudaga Veitingasalir lokaöir nema pantaö sé fyrir hópa. Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga Nyr oq spennandi SÉRRÉTTA-SEÐILL oq réttir daasins. Fimmtudaga og föstudaga eropnað kl. 16, laugardaga og sunnudaga kl. 12. Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935. Boröapantanir í síma 567-2020, fax 587-2337. Eddufelli 2, sími 5571730. nes Elíasson hársnyrtimeistari hefur hafið störf á Hársnyrtistofunni Daibraut. Hann býður alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna. NYRTISTPFAN |IW DALBRAUT Sími 568 6312 Lokað mánadag Útsalan hefst á þriðjadag Aukaferðir \ sólina ^ ^ A fl Vegna mikillar sölu og frábærra | T I undirtekta höfum við ákveðið að ■ bjóða aukaferðir í sólina í ágúst. f Ip Vl Framlengdu sumarblíðuna með því um að bregða þér suður á bóginn, aðstaðan er frábær. Verðill kemur skemmlilega á évarl! Mallorca 22. júlí Örfá sæti laus 29. iúlí Örfá sæti laus 12. ágúst 1 eða 2 vikur Aukasæti 19. ágúst 3 vikur Aukasæti 26. ágúst 2 vikur Aukasæti Portúgal 15. júlí 3 vikur Örfá sæti laus 5. ágúst 3 vikur Aukasæti 26. ágúst 2 vikur Aukasæti Samvimnifsrlír-Laiiðsj/ii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Símbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbrét 562 2460 Halnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Simbréf 565 5355 Ketlavík: Hatnargötu 35 • S. 421 3400 - Símbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 »S. 431 3386 • Simbrét 431 1195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S, 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut38>S. 481 1271 * Símbréf 481 2792 ísafjörður: Hafnarstræti 7 • S. 456 5390 • Simbréf 456 5392 • Einnig umboðsmenn uin land alll • Heimasiða: www.samvinn.is QATLAS^ EUROCARD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.