Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 10

Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 10
10 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Lækkun til frambúðar? Fargjöld lækkuðu mikið í innanlandsflugi hjá félögunum tveim sem ----------------------------------------------3----------------------- annast nú megnið af markaðnum, Flugfélagi Islands og Islandsflugi, um leið og aukið frelsi var veitt í þessum atvinnurekstri 1. júlí sl. Verð- lækkunin var mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og skoðanir eru skiptar um það hve varanleg hún verði. Guðni Einarsson og Kristján Jónsson ræddu við talsmenn félaganna og fleiri málsaðila. ISLANDSFLUG hefur frá upp- hafí starfað í skugga voldugs keppinautar, Flugleiða, sem sat að sérleyfí á flölförnustu áætlunarflugleiðum landsins. Saga keppinauta Flugleiða hefur verið skrykkjótt og á köflum skrautleg. Sé það rétt, sem margir fullyrða, að verðið nú sé of lágt til að flugið standi undir sér er ljóst að eitthvað verður undan að láta. Sumir telja að flugi til fámennra staða verði síð- ur sinnt nú enda minna upp úr því að hafa. Stærðarmunur félaganna er mik- ill. Flugfélag íslands býður 380 ferð- ir á 14 leiðum innanlands í hverri viku, sjö frá Reykjavík og sjö frá Akureyri. Hjá félaginu starfa 184 starfsmenn, auk þess sem það leigir 39 flugmenn og 19 flugfreyjur á Fokker flugvélum af Flugleiðum, samtals 242 starfsmenn. Áætlað er að fyrirtækið velti um tveimur millj- örðum króna á ársgrundvelli. íslandsflug er með áætlun til 9 staða og býður um 160 ferðir á viku. Hjá félaginu starfa um 90 manns, þar af 25 flugmenn. í fyrra velti félagið 600 milljónum króna. Búist er við töluverðri veltuaukningu í ár, milliuppgjör eftir fyrstu fjóra mán- uði sýndi rumlega 40% veltuaukn- ingu miðað við sömu mánuði 1996 og eftir að samkeppni var gefín frjáls hafa umsvifin aukist til muna. Flugleiðir fengu fékk Fokker 50 vélarnar árið 1992, þijár á 10 ára kaupleigusamningi og eina á fímm ára samningi. Samkvæmt ársskýrslu Flugleiða voru greiddar 387,5 millj- ónir króna í rekstrarleigu af Fokker- unum í fyrra og í ár verða greiddar tæpar 335 milljónir, en einum samn- ingnum lýkur á þessu ári. Þar til viðbótar kemur ýmis kostnaður vegna varahluta, viðhalds o.fl. Tii dæmis á félagið tvo varamótora í Fokker. Flugfélag íslands leigir Fok- ker flugvélarnar af Flugleiðum sam- kvæmt sérstökum leigusamningi fyrir hveija flugvél. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þess- ir leigusamningar ólíkir, þannig mun Flugfélagið t.d. hafa gengið inn í kaupleigusamning fyrir eina vélina og greiða minni leigu af annarri véi en Flugleiðir borga síðan af sömu flugvél. Þegar kaupleigusamningurinn var gerður fyrir sjö árum kostaði hver Fokker 50-flugvél 12 milljónir Bandaríkjadala. Maður kunnugur flugvélaviðskiptum áætlaði að jafn vel búnar Fokker-vélar og Flugfélag íslands notar kosti nú um 6 milljón- ir dala, 420 milljónir króna, en ATR- 42 vélar líkar þeim sem íslandsflug notar um 5,5 milljónir dala, 385 milljónir króna. ATR vélar íslands- flugs eru minni og ódýrari í rekstri en Fokker 50 vélar Flugfélagsins. Flugfélag Islands leigir Fokker- ana af Flugleiðum með flugmönnum. Þeir eru starfsmenn Flugleiða og á rýmri kjörum en nýlega _var samið um á milli Flugfélags íslands og Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FIA. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er kjarasamningur Flug- leiðaflugmanna þannig upp byggður að erfíðara er fyrir vinnuveitandann að ná sömu nýtingu út úr áhöfnum og samningar íslandsflugs og Flug- félags íslands við FÍA leyfa. Flug- leiðir munu ná um 700 vinnustund- um út úr hveijum flugmanni á ári, en íslandsflug og Flugfélag íslands eru með samning sem gerir þeim kleift að ná um 800 tímum út úr hveijum flugmanni. Öryggisreglur munu setja markið við 900 tíma nýtingu á ári. Horað og harðskeytt íslandsflug hefur byggt starfsemi sína á þjónustu við minni byggðar- lög, leiguflugi og vöruflutningum. Starfsfólkið er sveigjanlegt og geng- ur í öll störf ef svo býður við að horfa. Líklega myndi fyrirtækið flokkast sem „lean and mean“ eins og það er orðað hjá enskumælandi fólki en við gætum nefnt „horað og harðskeytt". Er þá átt við að lögð sé ofuráhersia á að rekstrarkostnað- ur sé sem minnstur og hlífðarlaust reynt að skáka keppinautum með öllum ráðum. Þessi tvö félög skipta nú að mestu á milli sín innanlandsmarkaðnum í farþegaflugi. íslandsflug hefur allt að vinna og Flugfélag Islands mun væntanlega veija þá markaðshlut- deild sem það tók í arf frá Flugleið- um og Flugfélagi Norðurlands með kjafti og klóm. Reksturskostnaður íslandsflugs er lægri en Flugfélagið er stærra og með öflugan bakhjarl í Flugleiðum, hvað sem líður fullum aðskilnaði á yfirborðinu. Frjáls sam- keppni félaganna hefur þegar kom- ið neytendum til góða, þótt ýmsir efist um hve lengi þeim endist spretturinn á núgildandi verði far- gjalda. Viðmælendur blaðsins um flug- mál voru þegar farnir að velta því fyrir sér hvað muni gerast ef þau sjá fram á að samkeppnin verði þeim svo dýr að um bræðrabyltu verði að ræða. Heimildarmenn benda margir á hættuna á því að farin verði sama leiðin og hjá olíufé- lögunum þrem; verðlagið leiti í sama farið hjá báðum þótt sam- keppni sé nú leyfð. Lækkunin nú sé aðeins stundarfyrirbrigði. Einnig geti flugfélögin hafið samstarf eða runnið saman í eitt. „Ég spái því að þau verði búin að sameinast næsta vor,“ sagði einn þeirra. Þá kemur í ljós hvort smæð markaðar- ins hér á landi gerir fijálsri sam- keppni og markaðsöflum of erfitt um vik. ‘ Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Ásdís „Reytum ekki hár okkar og skegg“ „ÞAÐ eru auðvitað margar spurningar sem vakna í fram- haldi af þessum verðlækkunum," segir Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Islands, BSÍ. „í fyrsta lagi, hvort þetta verði viðvarandi og í öðru lagi hvaða áhrif þetta hafi á flutn- inga á þessum leiðum. í þriðja lagi, mun farþegum á þeim fjölga? Sameiginlegur keppinautur okkar og flugfélaganna er einkabillinn og ef það tekst að fá fleiri til að nota tækin okkar er það auðvitað gott. Það er samt áhyggjuefni ef þetta veldur eingöngu því að rútufarþegum fækki, fólk noti flugið í staðinn. Þá verðum við að skoða hvað er til ráða. En ég hef enga trú á því að þetta verði áfram svona lágt, þeir eru bara að kanna markaðinn." Gunnar segir að ekki sé neinn tauga- titringur hjá hans mönnum vegna verðstríðsins. Þeir séu vanir samkeppninni við flugið þar sem lengi hafi verið ýmiss konar lág tilboðsverð í gangi. Sérleyfishafar hafi svarað með því að bjóða í samvinnu við verkalýðsfélög sérkjör á sínum ferðum, þ.á m. svonefnt Sparfar sem sé mjög lágt fargjald. Með því að nota þessi tilboð sé hægt að komast frá Reykjavík til Akureyrar og aftur heim fyrir tæplega 4.000 krónur. „Á millileiðunum, þar sem flugið keppti áður við okkur, sem dæmi má nefna Snæfellsnes og vesturhluta Norður- Iands, hefur rútan algera yfirburði. Fólk fer t.d. í Akur- eyrarrútuna til að komast á Blönduós eða Varmahlíð. Það er tiltölulega lítið af farþegum okkar sem fer alla leiðina og þannig hefur þetta lengi verið. Síðan má ekki gleyma að drýgstu ferðirnar okkar eru með erlenda ferðamenn. Þeir eru ekki bara að fara milli stapa og hentar rútan vel. Ég get því sagt að við reytum ekki hár okkar og skegg í örvæntingu af ótta við að allt sé að hrynja,“ segir Gunnar. Vildu að kjör væru sambærileg FLUGMENN hjá Flugfélagi íslands og íslandsflugi eru í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, sem lauk í liðinni viku gerð kjarasamninga. Kristján Egilsson, formaður FÍA, sagði í samtali við Morgunblaðið að samningamir við Flugfé- lag íslands og íslandsflug væru algerlega sambærilegir. Munurinn væri svo lítill að hann ætti ekki að hafa nein áhrif á það hvort félagið stæði sig betur í samkeppninni í innan- landsfluginu. „Það var ósk samningamanna beggja félaganna að samið væri um hliðstæð kjör, báðir aðilar lögðu mikið upp úr því og þeir þrýstu á okkur í þeim efnum. Samningarnir voru reyndar mjög svipaðir hjá íslandsflugi og Flugfélagi Norður- lands áður og því ekki um breytingu að ræða í þeim efn- um,“ sagði Kristján. Flugfreyjufélag íslands fer með samninga fyrir félagsmenn sína hjá Flugfélaginu en öryggisverðirnir sem gegna störfum flugfreyja og flugþjóna hjá Islandsflugi semja sjálfir um kjör sín og er ekki ljóst hvort þau eru sambærileg. Önnur félög í innanlandsflugi nota minni vélar en svo að þörf sé á flug- freyjum, miðað er við að farþegasæti séu a.m.k. 19. „Það skiptir máli ef nýgerðir samningar við flugmenn eru á alveg sömu nótum hjá félögunum tveim, það er jákvætt fýrir Flugfélag íslands," sagði einn af heimildarmönnum Morgunblaðsins. „Eitt af markmiðunum hjá Flugleiðum, þeg- ar þeir skildu innanlandsreksturinn frá millilandafluginu, var að geta gert nýja samninga við flugmennina í innanlandsflug- inu. Jafnlaunastefnan sem flugmenn fylgdu merkti að það var starfsárafjöldi flugmanns sem ákvað launin en ekki hvaða vél hann var að fljúga. Það er ljóst að t.d. lítil, átta manna flugvél ber ekki sama áhafnarkostnað og þota með 200 sæti. Þetta hefur þeim tekist og nú mun vera nokkurt jafnræði milli félaganna tveggja á þessu sviði. Annað mál er að Flugfé- lagið hefur ef svo má segja „erft“ í einhvetjum mæli dýrari flugmenn og yfirstjórn frá Flugleiðum." „Verður vonandi hrein viðbót“ FARI svo að verð á flugfargjöldum haldist til frambúðar mun lægra en verið hefur má gera ráð fyrir að áhrifin verði margvísleg, m.a. á ferðaþjónustu. Ég held að það sem geti gerst sé tví- þætt,“ segir Kjartan Lárusson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu íslands. „Annars vegar að meira verði um ferðalög innanlands hjá erlendum ferðamönnum sem eiga hér stutta viðdöl, kannski viku eða minna í Reykjavík. Þeir fara núna svonefndar dagsferðir frá borginni. Ég á von á að þeim muni fjölga en þó ekki samstundis. Allt tekur þetta sinn tíma og nú er ég að miða við að þetta haldist. Hins vegar er ég að vona að það sama gerist hér og í Bandaríkjunum fyrir tveim áratugum eða svo þegar frelsi var mjög aukið þar í innanlandsflugi. Þá varð veruleg aukning á ferðum Bandaríkjamanna í landinu sjálfu. Ef íslenskum farþegum fjölgaði mjög í farþegaflugi innan- lands myndi það vera af hinu góða og það myndi styrkja markaðinn. Flugfélögin myndu geta haldið áfram að bjóða lág fargjöld innanlands. Ég er að vona að þetta verði hrein viðbót og geri ekki ráð fyrir að þetta dragi endilega úr notkun á einkabíln- um. Það er staðreynd að það er ekkert mikið um að íslend- ingar noti flugvélar þegar þeir eru á ferðalögum innan- lands. Sem dæmi má nefna Vestmannaeyjar, mér kæmi ekki á óvartþóttþað sé ekki nema lítill minnihluti lands- manna sem nokkurn tíma hafi komið þangað. Það tekur ekki nema um 20 mínútur að fljúga þangað frá Reykjavík. Frelsið í fluginu þýðir að markaðsöflin eiga að ráða en ekki þessir fyrirhyggjufulltrúar þjóðarinnar, alþingis- mennirnir. Eina vonin til að þetta verð haldist er að mark- aðsöflin og samkeppnin haldi þessu gangandi en afskipti opinberra aðila boða alltaf hækkun."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.