Morgunblaðið - 06.07.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 06.07.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 11 I ’SLANDSFLUG reið á vaðið með því að tilkynna um mikla lækkun á fargjöldum í innan- landsflugi, skömmu áður en lög um frjálsa samkeppni í innan- landsflugi tóku gildi. Omar Bene- diktsson, framkvæmdastjóri, sagði þetta vissulega gert í kynningar- skyni og til að laða að nýja við- skiptavini. Hann taldi of snemmt að fullyrða það að ekki yrði hvikað frá því verði sem nú gildir. „Þetta fer alveg eftir viðbrögðum markað- arins,“ sagði Ómar. „Hvert sem verðið verður í fram- tíðinni, þá held ég að það sé aug- ljóst, miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, að það verður veru- leg lækkun á innanlandsfargjöld- um frá því sem var í júní.“ En er nógu góð nýting á vélum íslandsflugs til að standa undir þessu lága verði? Ómar sagði vikudagana ólíka með tilliti til nýtingar á farþega- sætum og fyrsta vikan rétt hálfnuð þegar við hann var rætt. Síðastlið- inn fimmtudag var nýtingin slétt 70% og horfur á því að hún yrði meiri á föstudag. Ömar sagði gert ráð fyrir því í rekstraráætlunum að nýtingin yrði á bilinu 60-100% í einstökum flugum. „Við þurfum að meðaltali 70% nýtingu til þess að þetta gangi upp,“ sagði Ómar. Hann sagði þetta ekki vegið meðal- tal, heldur bókuð sæti. Hin endan- lega reikningsniðurstaða er fengin með því að margfalda flogna vega- lengd með farþegafjölda, þess vegna er mikilvægt að hafa góða nýtingu á löngu flugleiðunum. Ómar sagði að miðað við fréttir frá keppinautinum um að hann merkti engan samdrátt, þá væri þegar búið að fjölga í hópi flugfar- þega. Miðað við bókanir hjá íslandsflugi í júlí, að frádregnum þeim fjölda sem þeir áttu að venjast á þessum tíma, væri þeg- ar búið að stækka mark- aðinn um 5.000 manns. íslandsflug á eina 46 sæta ATR- 42 flugvél og þrjár 19 sæta Dorn- ier. Auk þess leigir það eina ATR- 42 vél til viðbótar. ATR vélarnar eru 8 ára gamlar. Þá er félagið með þrjár minni vélar sem aðallega eru notaðar til leiguflugs. Ómar segir að við það að flug- markaðurinn opnist gefist tæki- færi til að nýta flugflotann betur. „Það hjálpar okkur að dreifa fjár- magnskostnaði og afskriftum á fleiri flugtíma. Við erum með lægra kostnaðarverð á hveija flug- stund en keppinauturinn.“_ Ómar telur að flugfloti íslands- Framhaldið ræðst af viðbrögðum markaðarins Talsmenn íslandsflugs segja að sætanýtingin þurfi að vera um 70% til að lækkað verð standi undir sér. Full- trúi Flugfélags íslands er varkár og segir of snemmt að spá um framhaldið. Fáir hafa grætt á áætl unarfluginu flugs sé hagkvæmari í rekstri en flugfloti Flugfélags ís- lands, bæði vegna minni reksturskostnaðar og lægri fjármagnskostnaðar. ATR flugvélin er minni og léttari en Fokker 50 og tekur fjórum farþegum minna. Hún kemst af með minni mótora og eyð- ir að sögn Ómars um 15-20% minna eldsneyti en Fokker 50. Einfalt skipurit íslandsflug flýgur á 9 staði innanlands og 6 sinnum í viku til Grænlands með Páll ferðamenn. Fimm nætur í Halldórsson viku eru flognar vöruflutn- ingaferðir til Englands. Þessir flutningar hófust 1994 og hefur umfang þeirra stöðugt vaxið síðan. Samningar um þessar ferðir hafa nýlega verið framlengdir, að sögn Ómars. Tekjur íslandsflugs koma að megninu til úr þremur rekstrar- þáttum, áætlunarferðum (30%), vöruflugi (30%), leiguflugi (30%) og 10% frá annarri starfsemi á borð við viðhaldsþjón- ustu, sölu varahluta og annað sem tengist rekstri flugskýlis. Hjá íslandsflugi vinna nú um 90 starfsmenn. Þar af eru flugmenn 25, flugvirkjar og aðstoðarmenn í flug- skýli eru 20, í afgreiðslu og hlað- deild eru um 20 og á skrifstofu 15 starfsmenn. Auk þess vinna um 10 umboðsmenn félagsins víða um land. í stað flugfreyja og flugþjóna er fólk sem hlotið hefur þjálfun sem öryggisverðir og gegnir jafnframt öðrum störfum hjá félaginu. Að sögn Ómars framkvæmda- stjóra er skipurit íslandsflugs ein- falt. Auk hans eru fjórir með stjóratitil. Tveir þeirra vinna jafn- framt önnur störf, flugrekstrar- stjórinn er jafnframt flugmaður og tæknistjórinn flugvirki. „Hér er Ómar Benediktsson samhentur hópur af fólki sem þess vegna hleypur í önnur störf,“ sagði Ómar. Sértilboð vegna tímamótanna Flugfélag íslands (FÍ) lækkaði verð um 51% á 20 þúsund sætum nú í júlí, skömmu eftir að íslands- flug kynnti fargjaldalækkun sína. Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri FÍ, sagði að viðbrögð við þessu tilboði hefðu verið mjög góð en of snemmt að segja til um hvort og þá hvert framhaid yrði á far- gjaldatilboðum af þessu tagi. „Við gáfum út að þetta yrði eingöngu í júlí, en ef viðbrögðin verða þau sömu út mánuðinn, þá er inni í myndinni að við endurskoðum þá ákvörðun," sagði Páll. „Við hugsuðum þetta sem sértilboð í tilefni tímamótanna. Þetta eru mjög iág fargjöld." Páll var spurður að því hvort hann teldi að þetta tilboð og lækk- að fargjaldaverð hjá íslandsflugi benti til þess að fargjaldalækkun í innanlandsflugi væri komin til að vera. Hann taldi að einhver þrýstingur yrði áfram á fargjöldin. „Það verður mögulega einhver lækkun, en ég er viss um að hún verður í því formi að fólki standi til boða ákveðinn sætafjöldi á mjög hagstæðu verði, einhver til- boð.“ Páll sagði of snemmt að segja um hvort verðlækkunin leiði til fjölgunat' flugfar- þega. „Undanfarin ár höfum við séð fjölgun flugfarþega. Við rekjum það meðal annars til lægri fargjalda, þá á ég sérstaklega við stéttarfé- lagafargjöldin. Sú verðlækk- un hefur náð til hluta mark- aðarins sem ekki notaði flug- ið mikið áður.“ Páll sagði einnig að hluta fjölgunar flugfarþega mætti rekja til markaðssetningar erlendis. Greitt með Fokkerum Flugfélag íslands notar aðallega fjórar 50 sæta Fokker 50 flugvélar og þtjár 19 sæta Metro vélar í áætlunarflugið. Fokker vélarnar eru fimm ára gamlar, tvær Metro vélarnar glænýjar og sú þriðja kom notuð frá Flugfélagi Norðurlands. Að sögn Páls er meðalaldur þessa flota rétt undir 5 árum. Allar þess- ar vélar eru með jafnþrýstibúnaði og geta flogið ofar veðrum. Auk fyrrgreindra véla á félag- ið tvær 19 sæta Twin Otter, sem nánast ein- göngu eru notaðar í sér- verkefni í Grænlandi. Fokker flugvélarnar ____ eru leigðar af Flugleiðum með áhöfn. Flugmennirnir eru því starfsmenn Flugleiða. „Þetta er svokölluð blautleiga og er sam- bærileg við það þegar Flugleiðir hafa leigt flugvélar til Maersk Air í Danmörku og Skyways í Sví- þjóð,“ sagði Páll. Tveir heimildarmenn, sem rætt var við um nýja stöðu í innanlands- fluginu, nefndu að Fokker véiarnar hefðu reynst innanlandsflugi Flug- leiða þungar í skauti. Þær hefðu verið keyptar á kaupleigu þegar þær voru í toppverði og leigan miðaðist við það. Það breytti litlu þótt nýtt merki væri málað á stél- ið. Að sögn Páls koma kaupkjör Flugleiða á Fokker vélunum Flug- félagi Islands í sjálfu sér ekki við. FI leigði vélarnar á markaðsverði af Flugleiðum. En eru þá Flugleið- ir ef til vill að greiða með vélunum? „Já, kannski eitthvað í einhveij- um tilfellum," sagði Páil. Á sínum tíma stóð val Flugleiða á milli Fokker 50, ATR-42 og De Havilland Dash-8, í stað Fokker F-27 Friendship flugvélanna. Heimildir Morgunblaðsins herma að þá hafí þau sjónarmið heyrst innan Flugleiða að heppilegra væri að kaupa fleiri og smærri vélar til innanlandsflugs. Er Fokkerinn of stór fyrir innanlandsflugið? „Nei, hann er af hentugri stærð fyrir stærri staðina, Akureyri, Eg- ilsstaði, ísafjörð og Vestmannaeyj- ar. Eins er nauðsynlegt að hafa öflugar vélar í vetrarveðrum. Auð- vitað er Fokkerinn í stærra lagi fyrir minni staðina og þess vegna höfum við verið að bæta við minni vélum til að ná meiri hagkvæmni á þeim stöðum," sagði Páll. Spurning um heildarnýtingu Páll sagði erfítt að slá því fram hvað þyrfti mikla sætanýtingu til að endar næðust saman. „Þetta er ekki einfalt mál, er aðeins átt við áætlunarflug eða leiguflugið með? Þetta er spurning um heildar- nýtingu á flotanum. Gróft áætlað þarf meðalsætanýting að vera ná- lægt 65%, en þetta er frekar óábyrg áætlun því svo margir þættir spila þarna inn í.“ Páll segir að stærsti hluti tekna Flugfélags Norðurlands hafi komið úr leiguflugi og sérverkefnum, en sá þáttur hafi ekki vegið þungt hjá innanlandsdeild Flugleiða. Með sameiningunni hafí verið sóst eftir þekkingu FN á leigu- flugi, auk þess sveigjan- leika sem felst í því að hafa minni vélar til flugs á fáfarnari staði. _____ FÍ flýgur einnig til Grænlands, Færeyja og þaðari til Skotlands. Farnar éru allt upp í 14 ferðir á viku til Græn- lands og sumar þeirra eru í sam- vinnu við Grænlandsflug. í síðustu viku var gengið frá rammasamningi við Ríkiskaup um fraktflutninga innanlands og nær samningurinn til um 400 fyrir- tækja. „Við leitum leiða til að skjóta fleiri stoðum undir rekstur- inn,“ sagði Páll. „Áætlunarflug eins og hér hefur verið stundað hefur verið erfitt. Þjónustustigið er mjög hátt, hér er mikil ferða- tíðni miðað við stærð markaðarins. Fáir hafa grætt á því einu.“ Þegar búið að stækka markaðinn Efasemdarraddir heyrast einnig TALSMENN flugfélaganna tveggja bera sig vel en ýmsum finnst undarlegt að hægt sé að lækka verðið svo mikið fyrirvaralaust. Efasemdarmennirnir, er yfirleitt vilja ekki láta nafns síns getið, spyija hvort hagnaður- inn verði svo mikill að nýja dæmið gangi upp. „Þegar bornar eru saman flugvélategund- irnar og fleiri atriði sýnist mér að Islands- flug hafi vinninginn ef hugað er að rekstrar- kostnaði,“ sagði einn af heimildarmönnum Morgunblaðsins úr flugheiminum. „Þetta eru kannski ekki alveg jafnöflugar eða ný- tískulegar vélar og Fokkerinn en fjármagns- kostnaðurinn er varla nema þriðjungur af því sem Flugfélagið þarf að greiða. Það getur samt verið varasamt að vekja svona miklar væntingar. Það _er erfitt að sjá hvernig ný fargjaldastefna Islandsflugs, yfir 50% lækkun sem kynnt var með miklum látum og sigurmerkjum, getur gengið upp.“ Mikil kollsteypa „Þetta er mikil kollsteypa. Ef þetta stend- ur ekki nema í nokkrar vikur er verr farið en heima setið, menn geta grafið undan sjálfum sér. Það er auðvitað til í dæminu að þeir fari þá leið síðar að láta nægja að bjóða nokkur sæti á kostakjörum, þeir geta fyllt þau og síðan verða aðrir farþegar að greiða meira. Þá geta þeir sagt að kostaboð séu enn í gangi. Mæti einhver of seint verð- ur hann að fara með næstu vél en það er erfitt að spá um viðbrögð íslenskra farþega við slíkri stefnu. Sætanýting virðist í fljótu bragði þurfa að vera 80-90% hjá íslandsflugi til að end- ar nái saman hjá þeim og samkvæmt síð- ustu fréttum er hún alls ekki svo góð.“ Stærð markaðarins „En hversu stór er markaðurinn? Sumir segja að þessi nýja samkeppni geti orðið vítamínssprauta fyrir þá staði á landsbyggð- inni, þar sem menn eru hættir að fljúga reglulega en ég hef enga trú á því. Menn benda á þriggja stunda regluna svonefndu, að fólk fljúgi frekar milli staða ef aksturinn tekur meira en þijár stundir, að hún gæti dottið upp fyrir. En þá má ekki gleyma að við eigum eftir að sjá viðbrögð rútubílstjóra við nýju flugfargjöldunum. Málið er að þótt fargjöld séu lækkuð geta menn ekki gengið út frá því að farþegum íjölgi í sama hlutfalli. Það er ákveðinn hóp- ur sem þarf að ferðast með flugi. Einhver aukning hlýtur að verða á fjöldanum, kannski 5% eða þar um bil en þeir eru ekki margir sem fljúga bara til þess að fljúga!“ Annar heimildarmaður efaðist einnig um að verðlækkunin gæti staðist til lengdar. Hann benti þó á að á sínum tíma hefði verð- lag á farmgjöldum lækkað mjög á ákveðnum leiðum þegar Cargolux hóf að bjóða þjón- ustu á þeim. Sú lækkun hefði haldist. Hann taldi Fokker-vélar Flugfélagsins ekki vera jafnhagkvæmar í rekstri og ATR- vélar íslandsflugs. „Munurinn er fyrst og fremst á fjármagnskostnaði, hvort um er að ræða leigu eða lán skiptir litlu eða engu um hlut hans af daglegum rekstrarkostn- aði. Flugleiðir sömdu á sínum tíma um leigu á Fokker-vélunum sem er langt umfram almennt markaðsverð þegar menn leigja þessar vélar eða svipaða farkosti núna. Þeir sömdu þegar verðið var í hámarki, eftirspurnin var óvenjumikil. Tímasetningin virðist hafa verið óheppileg. Islandsflug nýtur þarna forskots því að mér skilst að þeir leigi sínar vélar á mun lægra verði. Ymsir aðrir þættir, viðhald, tryggingar og þess háttar, eru sennilega svipaðir. Fokkerinn eyðir nokkru meira eldsneyti en ber aðeins fleiri farþega. Verði framboð á sætum of mikið nýtist meiri flutningsgeta hans þó lítið. Ég tel að yfirbyggingin sé þyngri hjá Flugfélaginu, þetta virðist hins vegar vera ailt mjög straumlínulagað hjá íslandsflugi. Hvað það varðar stendur síðarnefnda félag- ið mjög vel að vígi. Og þótt samningar við nýja flugmenn séu sagðir vera á sömu nót- um eru enn menn á sínum gömlu Flugleiða- kjörum hjá Flugfélagi íslands. Þetta og dýrari stjórnun hlýtur að vera nokkur baggi.“ Rekstrarlegar forsendur „Frá rekstrarlegu sjónarmiði tel ég því að íslandsflug hafi augljóslega betri að- stöðu. Þeir þurfa hins vegar mjög góða sætanýtingu eigi þetta bara að standa í járn- um, 70% eða meira. Ef þeir ná ekki því takmarki verður þetta spurning um það hvor sé öflugri peningalega, geti fjármagnað tapið lengur. Ég myndi nú álíta að stóri bróðir í Vatnsmýrinni væri með dýpri vasa en Islandsflug. Hann getur leitað yfir flug- brautirnar í aðalstöðvarnar og fengið þar lán. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að alls ekki sé útilokað að félögin tvö samein- ist. Þeir áttu í viðræðum áður en þetta fór allt af stað. Einhverra hluta vegna slitnaði upp úr þeim og þeir eru nú komnir út í samkeppni. Ég get ímyndað mér að eitthvað gerist þegar harðna tekur á dalnum hjá báðum, hvort sem það verður samruni, sam- starf eða þeir skipta kökunni einhvern veg- inn óformlega á milli sín með samkomulagi bak við tjöldin. Láta þeir báðum fyrirtækjun- um blæða út? Það fínnst mér ólíklegt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.