Morgunblaðið - 06.07.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 06.07.1997, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ RINGULREIÐ I ROÐUM FRANSKRA HÆGRIMANIMA Philippe Seguin tekur völdin hj á gaullistum og það er honum mikilvægt gildi,“ sagði hann. „En það er erfitt því Chirac hefur gefið ákveðnar skuld- bindingar í Evrópumálum og Segu- in er ekki sammála honum um Evrópustefnuna." Andstæðingur Maastricht Seguin er þekktur fyrir andstöðu við samrunaferlið í Evrópu og hann var í forystu andstæðinga Maastric- ht-sáttmálans í þjóðaratkvæðinu 1992. Frakkar samþykktu sáttmál- ann, en það munaði mjóu og greiddu 49% atkvæði gegn honum. Það ríkir þó ekki grundvallar- ágreiningur milli Seguins og Chiracs. „Seguin er hlynntari ríkis- valdinu og meiri þjóðernissinni," sagði Reynie. „Ef við lítum hins vegar á afstöðu Seguins til Evrópu fyrir síðustu kosningar var hann allt í einu orðinn hógværari vegna þess að hann átti þess kost að verða forsætisráðherra. Seguin hefur í raun notað gagnrýni á Evrópu til að ná völdum líkt og Jospin, forsæt- isráðherra." Lydie Gerbaud, ráðgjafi Chiracs í kosningunum, hefur sagt að valda- græðgi og „tæknikratar" á borð við Juppe hafi rænt flokk gaullista sálu sinni. Gaullistinn Francoise de Pan- afie, fyrrverandi ráðherra, hefur hins vegar sagt að Chirac, sem ætíð hafi hlúð að grasrótinni, hafi HÆGRI vængurinn í frönsk- um stjómmálum er í upp- lausn um þessar mundir og ósigurinn í þingkosningunum fyrir mánuði hefur orðið tilefni til uppstokkana. Mikil valdabarátta fer nú fram í flokki gaullista (RPR) og virðist ljóst að Philippe Seguin þing- forseti verði krýndur nýr leiðtogi flokksins á sérstöku þingi sem hald- ið verður í dag sunnudag. Seguin hefur undanfarið lagt áherslu á að sættir þurfi að takast í flokknum um leið og endumýjun og opnari vinnubrögð séu nauðsyn- leg. Hann hefur ekki fengið neitt marktækt mótframboð og búist er við að eftir að hann leggi undir sig flokkinn taki hann að þrengja að Jacques Chirac forseta. Það hefur ekki gerst frá því að fimmta lýð- veldið var stofnað árið 1958 að flokkur forseta hafí snúið við hon- um baki. Ekkl hæfurtil aö vera númer tvö Eftir kosningamar er Chirac neyddur til að búa í sambúð með stjórn vinstrimanna. Charles Lamb- roschini, fréttastjóri erlendra frétta á dagblaðinu Le Figaro, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða sambúð þriggja ósam- lyndra aðilja vegna hinnar sérstöku stöðu í röðum gaullista. Lionel Josp- Hægrímenn í Frakklandi eru í vanda eftir kosningamar fyrír mánuði. Karl Blöndal skrífar frá París að við Jacques Chirac for- seta blasi einangmn í eigin flokki og skyndi- lega þyki ekki fráleitt að tala um samstarf við Þjóðfylkingu Jean-Marie Le Pens. JACQUES Chirac in, forsætisráðherra sósíalista, hafí augastað á forsetastólnum, en það sama gildi um Seguin sem hefði ekkert á móti því að taka við af Chirac. „Ég er ekki hæfur til að vera númer tvö,“ sagði Seguin ein- hvetju sinni. Chirac reyndi að einangra Seguin eftir að hann varð forseti í því skyni að stöðva væntanlegan keppinaut. Sagt er að það hafi verið ástæðan fyrir því að Chirac kom i veg fyrir Seguin fengi sæti í stjórninni og yrði forseti þingsins í staðinn. Þess vegna hafi Chirac viljað að Alain Juppe, fyrrverandi forsætisráð- herra, yrði áfram leiðtogi flokksins. Seguin vék Juppe hins vegar til hliðar eins og öðmm gaullistum sem höfðu tryggt völd Chirac í flokkn- um. Hugmyndafræði óskast „Það þarf að endurbyggja flokk- inn eftir tapið í kosningunum," sagði Dominique Reynie, prófessor í stjórnmálafræði við stofnun sem rannsakar frönsk stjórnmál, í sam- tali við Morgunblaðið. „Flokkurinn þarf að skilgreina að nýju hina hugmyndafræðilegu pólitísku stefnu sem virðist hafa horfið.“ Reynie sagði að vandi flokksins væri sá að byggja upp á ný en halda um leið tryggð við forsetann. „Það er hefð fyrir tryggð í flokknum Norður-írar kvíða „göngutíðinni“ íbúar á Norður-írlandi óttast að göngur Óraníumanna sem nú eru að hefjast kunni að leiða til átaka mótmælenda og kaþólikka. Davíð Logi Sigurðsson, fréttarítarí Morg- unblaðsins í Belfast, segir að vegna rótgró- ins haturs þessara hópa verði ekki auðvelt að ná sáttum í landinu þótt pólitískt sam- komulag kunni að nást. IDAG rennur upp dagur sem íbúar Norður- írlands hafa beð- ið eftir í heilt ár. Ekki með eftirvæntingu eða tilhlökkun heldur með óhug og ótta því við sama tækifæri í fyrra áttu sér stað verstu götuóeirðir síðan á áttunda ára- tugnum „Göngutíðin" nær hámarki næstu viku eða svo og þegar Óra- níumenn yfirgefa kirkjuna við Drumcree seinna í dag og halda áleiðis niður í miðbæ Portadown, staðráðnir í að ganga Garvaghy- veginn gegn vilja kaþólskra íbúa hans, má segja að Norður-írland sem heild sé að hefja örlagaríka göngu. Blóðugt borgarastríð gæti orðið afleiðingin en á sama hátt gæfi það byr undir báða vængi öllum vonum um frið ef skynsemin ynni sigur nú. Því miður eru hins vegar litlar líkur á samkomulagi enn sem kom- ið er. Allt hefur reyndar verið með kyrrum kjörum á Norður-írlandi undanfarna tíu daga eða svo, engin morð, engar limlestingar eða árásir siðan bílsprengja sprakk í næsta nágrenni við heimili fréttaritara Morgunblaðsins fyrir tveimur vik- um. Sú þögn sem síðan hefur ríkt fær menn hins vegar ekki til að hoppa hæð sína af fögnuði því marga grunar að hér sé á ferðinni lognið á undan storminum. Sumir halda þó enn í vonina um að lausn finnist og á bakvið tjöldin vinnur Mo Mowlam, ráðherra Norður- írlandsmála í bresku ríkisstjórn- inni, ennþá hörðum höndum í leit að samkomulagi. Hitt er hins vegar staðreynd að spennan sem ríkir milli samfélag- anna tveggja, sambandssinna og þjóðernissinna (mótmælenda og kaþólikka) er með mesta móti og það segir margt um svartsýni fólks að ferðaskrifstofur hafa vart annað eftirspurn. Eða eins og skopteikn- ari dagblaðsins The Irísh Times sagði í þessu samhengi: Heimsæktu Bosníu áður en Bosnía heimsækir þig- Enginn vill undan víkja Atburðir síðasta sumars komust fyrst í heimsfréttimar þegar lög- reglan bannaði meðlimum í Óraníu- reglunni, sem heldur gildum og hefðum mótmælendatrúaðra sam- bandssinna hátt á lofti, að fara með skrúðgöngu sína í gegnum hverfi kaþólikka í Portadown. Portadown er í sunnanverðu Norð- ur-írlandi og eru kaþólikkar í borg- inni annars í miklum minnihluta. Sú ákvörðun lögreglunnar varð til að vekja reiði sambandssinna sem töldu sig svikna um borgararéttindi og streymdu þeir að í bflum og höguðu þeir sér eins og Drumcree væri þeirra hinsta vígi. Þegar yfir- völd stóðu frammi fyrir þeirri ör- uggu staðreynd að til átaka kæmi var ákveðið að leyfa gönguna eftir allt saman. Þá skall á ný alda óánægju meðal kaþólikka sem töldu lögregluna hafa yfirgefið þá skyldu sína að verjast gegn vopnuð- um múg sambandssinna. Fannst þeim sem lögreglan hefði enn á ný sýnt _að hún er andsnúin kaþólikk- um. í þeirra augum höfðu yfirvöld á Norður-Írlandi enn sýnt sitt sanna andlit. Kaþólikkar telja al- mennt að ef þeir hefðu staðið í sporum Óraníumanna við Drumcree fyrir ári hefði lögreglan ekki hikað við að hrekja þá á brott með öllu tiltæku valdi. Annars á sú trú að lögreglan komi illa fram við kaþólikka sér áralanga hefð. Þrátt fyrir allt var það þó sennilega kalt mat á aðstæðum sem réð því að ákveðið var að hleypa Óran- íumönnum í gegn eftir allt saman, afleiðingarnar hefðu orðið alvar- legri ef fyrri ákvörðun hefði verið haldið til streitu. Stóru mistökin fólust hins vegar í því að hafa tek- ið þá ákvörðun til að byrja með að banna gönguna en virðast síðan láta undan kröfum sambandssinna. í kjölfarið gengu kaþólikkar ber- serksgang og kom til blóðugra bardaga í Belfast. Bensínsprengj- um var kastað að lögreglunni og bílar voru eyðilagðir. Það er eitt þegar öfgasinnar í írska lýðveldishernum IRA eða í sambærilegum samtökum sam- bandsins (UVF, UDA, LVF) standa fyrir ódæðisverkum en annað mál þegar borgararnir sjálfir taka upp grjót eða jafnvel heimabúna sprengju og kasta í bræði sinni. Nú mætti spytja hvers vegna ekki hefur tekist á heilu ári að tryggja að göngutíðin í ár fari fram með friðsömum hætti? Hvers vegna hafa deiluaðilar í Portadown ekki verið neyddir til að knýja fram málamiðlun? Það er í raun ekki nema eitt svar við þessum spurn- ingum: hvorugur vill undan víkja. Báðir aðilar aðhyllast þá skoðun að verja verði hvert einasta vígi - og þau eru mörg - annars sé allt tapað. Sambandssinnar sjá undan- hald í Portadown sem skref í áttina að sigri þjóðernissinna (sameinuðu írlandi og slitum á sambandinu við Bretland) en á hinn bóginn hafa kaþólikkar að venju margt upp á stjórnvöld og sambandssinna að klaga. Kaþólikkar telja einnig að eina markmið Óraníumanna með göngum sínum sé að minna á hver sé húsbóndi og hverjir séu hjú. Það er átakanleg staðreynd og þó afar einkennandi fyrir ástandið á Norður-írlandi að ekki tókst einu sinni að ná fulltrúum kaþólikka við Garvaghy-veg og fulltrúum Óra- níureglunnar til að hittast og deila sama fundarherbergi. Hina fyrst- nefndu leiðir nefnilega Brendan MacKenna sem sat um tíma í fang- elsi fyrir aðild að hryðjuverkum IRA og Óraníureglan neitar því að hitta hann að máli, jafnvel þótt hann sé yfirlýstur fulltrúi íbúa við Garcaghy-veg. Óraníumenn telja yfirmenn IRA standa að baki mót- mælum íbúanna og að eina mark- mið þeirra sé að efna til átaka. Hverju sem því líður er staðan nú sú að íbúarnir eru staðráðnir í að hleypa ekki göngunni í gegnum hverfið og að sama skapi ætla Óraníumenn ekki að láta stöðva sig. Það hjálpar lítið að öfgasam- tökin LVF hafa lýst því yfír að þau hyggjast hefna sín rækilega með árásum sunnan landamæra íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.