Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 14
T TTTT
14 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Leiðin í ár er ein
sú erfiðasta lengi
Stefán
Friögeirsson
skrífar
Hjólreiðakeppnin Tour de
France - Frakklandskeppnin,
eins hún hefur verið kölluð hérlend-
is - hófst í gær, 5.
júlí. Þetta er í 84.
sinn, sem hún er
haldin, en saga
keppninnar nær allt
aftur til ársins 1903, þegar Géo
Lefévre og Henri Desgrange hjá
íþróttadagblaðinu L’Auto-Vélo
fengu hugmyndina að keppninni.
Agrip af sögu Frakklandskeppn-
innar var birt í Morgunblaðinu í
fyrra, þegar keppni hófst í 83. sinn.
Daninn Bjarne Lykkegaard Riis
sigraði í þeirri keppni, en áður
hafði Spánveijinn Miguel Indurain
sigrað fimm ár í röð, eða frá 1991
til 1995. Tvö árin þar á undan
hafði Bandaríkjamaðurinn Greg
LeMond unnið frækilega og eftir-
minnilega sigra.
Keppnin stendur í um 3 vikur
eða frá 5. til 27. júlí, og hófst hún
að þessu sinni í Rúðuborg (Rouen),
þar sem heiðra átti minningu sigur-
vegara frá 1957, og 1961 til 1964,
Jacques Anquetil. Endað er svo að
venju á Champs Elysées breiðgöt-
unni í París. Nafn sigurvegarans
er skráð á spjöld sögurnnar, en
ekki má þó gleyma því að hann er
hluti af liði, sem leggur sitt af
mörkum til að gera sigur hans
mögulegan.
Keppnisliðin í ár
Helstu keppnisliðin í ár eru eftir-
farandi:
Festina, Cofidis, La Frangaise
Frakklandskeppnin,
frægasta og erfiðasta
hjólreiðakeppni í heim-
inum ár hvert, hófst í
Rúðuborg í gær og lýk-
ur á Champs Elysées
í París 27. júlí
des Jeux, GAN, og Casino frá
Frakklandi. Lið frá Ítalíu eru: Map-
ei-GB, Maglificio MG-Technogym,
og Polti. Frá Spáni: Once og Ban-
esto. Frá Þýskalandi: Deutsche
Telekom, frá Rússlandi er Roslotto-
ZG Mobili, TVM og Rabobank eru
frá Hollandi og frá San Marino
kemur Saeco-A.S. Juvenes San
Marino. Eitt lið er einnig frá Món-
akó/Monte Carlo: Batik-Del Monte.
Önnur lið, sem verða með eru:
Lotto-Mobistar frá Belgíu, Kelme-
Costa Blanca frá Spáni, Mercatone
Uno frá Ítalíu, bandaríska liðið US
Postal Service og frönsku liðin La
Mutuelle de Seine et Marne og Big
Mat-Aubervilliers 93.
Litríkar treyjur
Það er ekki ofsögum sagt að
treyjur keppenda í hjólreiðakeppni
geta verið litríkar og vel merktar
liðum og kostunaraðilum. Kepp-
endur í Frakklandskeppninni fara
ekki varhluta af þessu, en þó gilda
sérstakar hefðir með ákveðna liti
á treyjum í keppninni. Sá kepp-
andi, sem forystu hefur yfir saman-
lagða keppnisdaga klæðist ætíð
gulu treyjunni svonefndu. í fyrra
var það Bjarne Riis lengst af og
stóð hann uppi í lokin sem sigur-
vegari. Keppandi, sem sigrar á
hverri einstakri leið eða áfanga
klæðist grænu treyjunni, en sigur-
vegari á fjallaleið klæðist hvítri og
rauðdoppóttri treyju eftir áfanga
sinn.
Hver verður sigurvegari í ár?
Leiðin í ár er talin ein sú erfið-
asta, sem lögð hefur verið í þess-
ari keppni á seinni árum, og mögu-
leiki er að hún muni gefa þeim
bestu í íjöllimum forskot á við aðra
til þess að nálgast titilinn. í umfjöll-
un um Bjarne Riis, sigurvegara frá
því í fyrra, hefur komið fram að
það gæti verið í fjöllunum, sem
úrslit muni ráðast, en það hefur
þó verið talinn styrkur hans að
geta svarað fyrir sig við slíkar að-
stæður. Helstu keppinautar í þessu
tilliti gætu orðið Richard Virenque
og Ivan Gotti. Aðrir, sem einnig
koma til greina eru Alex Zuelle frá
Sviss, Spánverjinn Abraham Olano,
og Jan Ullrich, hjá Deutsche Tele-
kom. Frakkarnir Virenque, Laurent
Jalabert og Luc Leblanc hafa einn-
ig ýmislegt til brunns að bera til
að þjarma að Riis.
Það verður athyglivert að fylgjast
með gangi mála, og það er næsta
víst að Riis verður ekki auðveldur
viðfangs í keppninni með Deutsche
Telekom-liðið á bak við sig.
Reuter
BJARNE Riis, sigurvegari í Frakklandskeppninni í fyrra, llgg-
ur á bekknum. Félagi hans, ÞjóAverJinn Jan Ulrich, bregður
sér í hlutverk læknis við hefðbundna skoðun allra keppenda
- en þeir kumpánar hjóluðu af stað í gær í Rúðuborg.
Hver er þessi Riis?
Daninn Bjarne Riis sigraði í lyrra og er einn þeirra sigurstranglegu nú
Daninn Bjarne Riis sigraði í hinni
erfiðu Frakklandskeppni í
hjólreiðum, Tour de France, á síð-
astliðnu ári. Keppt var í 21 áfanga,
yfir 3.835 km vegalengd, og var
sigurtími Riis 95.57,16 klukku-
stundir.
Hjólreiðar hafa löngum verið í
hávegum hafðar í heimalandi Riis,
og það þótti því tíðindum sæta,
þegar danska þjóðin eignaðist sig-
urvegara í frægustu hjólreiðakeppni
veraldar. Bjarne Lykkegaard Riis,
eins og hann heitir fullu nafni, er
frá Herning á Jótlandi, þar sem
hann fæddist 3. apríl 1964, og er
hann því 33 ára. Hann var áhuga-
maður í íþróttinni fram til 1985,
en hefur síðan þá verið atvinnumað-
ur í greininni, með aðsetur í Lúxem-
borg í seinni tíð. Á heimavelli hefur
hann keppt fyrir Herning-hjólreiða-
félagið, en fyrir Deutsche Telekom-
liðið á erlendri grundu. Hann var
lengi vel í því hlutverki í liði sínu
að vera aðstoðarmaður samheija
sinna, og hjóla með það fyrir augum
að einhver þeirra næði að knýja
fram sigur, eins og háttur er t.d. á
í Frakklandskeppninni. Nú er öldin
önnur enda er hann sjálfur kominn
í fremstu röð, og þrátt fyrir vel-
gengnina hefur það ekki stigið hon-
um til höfuðs.
Frakklandskeppnin í ár
Helstu kostir Riis eru taldir vera
þeir, að hann er góður á sprettinum
í tímatökum, og á auk þess auðvelt
með að elta uppi bestu hjólreiða-
menn á fjallaleiðum. Gallamir eru
taldir fáir, en þó hafa menn velt
vöngum yfir frammistöðu hans á
undanförnum vikum, og verður
nánar fjallað um það hér á eftir.
Frakklandskeppnin hófst í gær,
5. júlí, og verður fróðlegt að fylgj-
ast með hvernig Riis famast. Keppn-
in er hápunktur tímabilsins fyrir
marga hjólreiðamenn, og nota þeir
flestir önnur álíka mót, ekki síður
erfíð, sem undirbúning fýrir hana. í
ár hefur Riis tekið þátt í nokkrum
slíkum í Danmörku, t.d. í Álaborg,
Árósum, Heming og Vejle og hefur
hann sigrað í þeim öllum.
Athygli hefur vakið að Riis hefur
ekki tekið þátt í Giro d’Italia og
Dauphine Libere til undirbúnings
fyrir Frakklandskeppnina, en það
hafa margir sigurvegarar í þeirri
síðastnefndu gert í fyrri tíð. Hann
varð að hætta keppni vegna veik-
inda í Sviss-hjólreiðakeppninni ekki
alls fyrir löngu, og í síðustu viku
tapaði hann fyrir lítt þekktum
dönskum hjólreiðamanni í svokall-
aðri tímatökukeppni. Ýmsir velta
því nú fyrir sér hvort aðdragandi
þessi gefi tóninn fyrir það, sem á
eftir kemur. Það á eftir að koma í
ljós hvort þetta reynist kænsku-
bragð hjá Riis og hann sé að reyna
að villa keppinautunum sýn. Ýmis-
legt bendir nefnilega til þess að
hann eigi eftir að láta að sér kveða
í keppninni í ár.
Frammistaða í keppni
Helstu afrek Riis á ferlinum eru
sigurinn í Frakklandskeppninni
1996, Danmerkurmeistaratitlar
’92, ’95 og ’96 og sigur í Danmerk-
urkeppninni ’95, auk sigra í mótum
í vor, sem áður er getið. Einnig ber
að nefna sigra í áföngum í ýmsum
mótum eins og í tveimur í Tour de
France ’93 og ’94, öðrum tveimur
í Giro Italia ’89 og ’93, þijá áfanga
í Tour de l’Avenir ’89 og ’90, auk
þess í keppni i Horsens ’95. Hann
hefur margsinnis lent í öðru til tí-
unda sæti í hinum ýmsu mótum í
gegnum árin, þ.á m. var hann í
öðru sæti á skandinavíska meistar-
mótinu ’88, sjötta sæti á HM at-
vinnumanna í götuhjólreiðum '91,
og níunda sæti ’93 og ’94 í sömu
keppni. Frammistaða hans undan-
farin ár í Frakklandskeppninni hef-
ur verið sem hér segir: 1989 nr.
95, 1991 nr. 107, 1993 nr. 5, 1994
nr. 14, 1995 nr. 3, og 1996 nr. 1.
Liðin og samherjamir
Riis hefur keppt fyrir þó nokkur
lið á ferli sínum í atvinnumennsku
auk Herning CK í Danmörku, og
eru þau talin upp hér á eftir: Rol-
and (1986), Lucas (1987), Super U
(1988-1989), Castorama (1990-
1991), Ariostea (1992-1993), Gew-
iss-Ballan (1994-1995), og síðast
en ekki síst Deutsche Telekom
(1996-1997), þar sem hann hefur
verið fyrirliði bæði árin.
Lið Deutsche Telekom í Frakk-
landskeppninni 1996 var skipað
eftirtöldum liðsmönnum: Erik Zab-
el, sigurvegari sprettkeppna í
Frakklandskeppninni ’96 á stigum
og handhafi grænu treyjunnar, Jan
Ullrich, sem lenti í 2. sæti í heildar-
keppni, Udo Bolts, sem lenti í 14.
sæti í heildarkeppni, Rolf Aldag,
Christian Henn, Jens Heppner,
Brian Holm og Mario Kummer. Lið-
ið lenti í 2. sæti í liðakeppninni, kom
15,14 mínútum á eftir liði Festina,
sem sigraði á 287.46,20 klst. í liði
Festina voru Richard Virenque og
Laurent Dufaux, sem lentu í 3. og
4. sæti í einstaklingskeppninni.
Lið Deutsche Telekom í ár er
skipað sömu liðsmönnum og í fyrra
að undanskildum Holm og Kumm-
er. í þeirra stað hafa verið valdir í
liðið Giovanni Lombardi og Georg
Totschnig. Liðið er í mjög góðri
þjálfun þessa dagana, og er ekki
að efa að það mun koma fyrirliða
sínum, Riis, í fremstu röð í keppn-
inni, ef nokkur möguleiki er á. Það
er heldur ekki slæmur kostur að
hafa mann eins og Jan Ullrich, sem
lenti í öðru sæti á hæla Riis í keppn-
inni í fyrra, í liði sínu.
Sigurvegarí I ár?
Með jafn gott lið á bak við sig
og Deutsche Telekom er, mun Riis
ekki vera á flæðiskeri staddur, þeg-
ar hann þarf á hjálp að halda í
keppninni í ár. Framundan er 3.870
km óvissuför, og það þarf bæði
þjálfun, samvinnu og heppni til að
ná settu markmiði. Riis þykir eiga
talsverða möguleika á, að halda titl-
inum í ár, en í þriggja vikna keppni
getur þó margt breytt því. Keppnin
nú er talin vera hagstæð þeim, sem
bestir eru í fjöllunum á leiðinni, og
þar gæti veldi Riis verið ógnað.
Keppnin hefur verið unnin af slíkum
keppendum á u.þ.b. 10 ára fresti,
t.d. Van Impe ’76 og Delgado ’87,
og nú koma til greina Richard Vir-
enque og Ivan Gotti, auk Svisslend-
ingsins Alex Zuelle, Spánveijans
Abraham Olano, og síðast en ekki
síst Þjóðveijinn Jan Ullrich, sam-
heiji Riis hjá Deutsche Telekom.
Frakkar binda enn vonir við að ein-
hver úr þeirra röðum sigri, og koma
þá helst til greina Virenque, Laur-
ent Jalabert og Luc Leblanc.
Merson
til Boro?
ALLT bendir til þess að enski
Iandsliðsmaðurinn í knatt-
spyrnu, Paul Merson, sé á leið-
inni frá Arsenal í London til
Middlesbrough.
Búist var við að Merson
skrifaði undir nýjan, langan
samning við Arsenai einhvern
næstu daga en þegar tilboð
barst frá Middiesbrough í leik-
manninn töldu forráðamenn
Lundúnaliðsins sig ekki geta
hafnað því. Merson er orðinn
29 ára og tilboðið, sem talið
er vera um 5 milljónir punda,
þótti einfaldlega of hátt til að
neita því.
Middlesbrough féll úr úrvals-
deildinni í vor en Bryan Rob-
son, knattspyrnustjóri félags-
ins, hyggst sýna í verki að
uppgjöf þekkist ekki þar á bæ
heldur mæta tvíefldur til leiks
í næst efstu deild i haust. Bras-
ilfumaðurinn Juninho og ítalinn
Fabrizio Ravanelli eru báðir á
leið brott og Robson ætlar að
fylla skörð þeirra með úrvais-
leikmönnum. Því er haldið fram
að Middlesbrough bjóði Merson
mun meira fé en Arsenal hugð-
ist gera; um fimm milljónir
punda fyrir fimm ára samning
- andvirði um 120 milljóna
króna ári.
Merson hefur verið lengi hjá
Arsenal, og löngum einn besti
maður liðsins. Hann varð Eng-
landsmeistari með félaginu 1989
og 1991. Hann átti í vandræðum
á tímabili vegna diykkju, eitur-
lyfja og sjúklegrar spilafíknar.
Þá skildi hann við eiginkonuna
Lorraine en vandræðin eru nú
að baki og þau Lorraine ham-
ingjusamlega gift á ný.