Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 14
T TTTT 14 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Leiðin í ár er ein sú erfiðasta lengi Stefán Friögeirsson skrífar Hjólreiðakeppnin Tour de France - Frakklandskeppnin, eins hún hefur verið kölluð hérlend- is - hófst í gær, 5. júlí. Þetta er í 84. sinn, sem hún er haldin, en saga keppninnar nær allt aftur til ársins 1903, þegar Géo Lefévre og Henri Desgrange hjá íþróttadagblaðinu L’Auto-Vélo fengu hugmyndina að keppninni. Agrip af sögu Frakklandskeppn- innar var birt í Morgunblaðinu í fyrra, þegar keppni hófst í 83. sinn. Daninn Bjarne Lykkegaard Riis sigraði í þeirri keppni, en áður hafði Spánveijinn Miguel Indurain sigrað fimm ár í röð, eða frá 1991 til 1995. Tvö árin þar á undan hafði Bandaríkjamaðurinn Greg LeMond unnið frækilega og eftir- minnilega sigra. Keppnin stendur í um 3 vikur eða frá 5. til 27. júlí, og hófst hún að þessu sinni í Rúðuborg (Rouen), þar sem heiðra átti minningu sigur- vegara frá 1957, og 1961 til 1964, Jacques Anquetil. Endað er svo að venju á Champs Elysées breiðgöt- unni í París. Nafn sigurvegarans er skráð á spjöld sögurnnar, en ekki má þó gleyma því að hann er hluti af liði, sem leggur sitt af mörkum til að gera sigur hans mögulegan. Keppnisliðin í ár Helstu keppnisliðin í ár eru eftir- farandi: Festina, Cofidis, La Frangaise Frakklandskeppnin, frægasta og erfiðasta hjólreiðakeppni í heim- inum ár hvert, hófst í Rúðuborg í gær og lýk- ur á Champs Elysées í París 27. júlí des Jeux, GAN, og Casino frá Frakklandi. Lið frá Ítalíu eru: Map- ei-GB, Maglificio MG-Technogym, og Polti. Frá Spáni: Once og Ban- esto. Frá Þýskalandi: Deutsche Telekom, frá Rússlandi er Roslotto- ZG Mobili, TVM og Rabobank eru frá Hollandi og frá San Marino kemur Saeco-A.S. Juvenes San Marino. Eitt lið er einnig frá Món- akó/Monte Carlo: Batik-Del Monte. Önnur lið, sem verða með eru: Lotto-Mobistar frá Belgíu, Kelme- Costa Blanca frá Spáni, Mercatone Uno frá Ítalíu, bandaríska liðið US Postal Service og frönsku liðin La Mutuelle de Seine et Marne og Big Mat-Aubervilliers 93. Litríkar treyjur Það er ekki ofsögum sagt að treyjur keppenda í hjólreiðakeppni geta verið litríkar og vel merktar liðum og kostunaraðilum. Kepp- endur í Frakklandskeppninni fara ekki varhluta af þessu, en þó gilda sérstakar hefðir með ákveðna liti á treyjum í keppninni. Sá kepp- andi, sem forystu hefur yfir saman- lagða keppnisdaga klæðist ætíð gulu treyjunni svonefndu. í fyrra var það Bjarne Riis lengst af og stóð hann uppi í lokin sem sigur- vegari. Keppandi, sem sigrar á hverri einstakri leið eða áfanga klæðist grænu treyjunni, en sigur- vegari á fjallaleið klæðist hvítri og rauðdoppóttri treyju eftir áfanga sinn. Hver verður sigurvegari í ár? Leiðin í ár er talin ein sú erfið- asta, sem lögð hefur verið í þess- ari keppni á seinni árum, og mögu- leiki er að hún muni gefa þeim bestu í íjöllimum forskot á við aðra til þess að nálgast titilinn. í umfjöll- un um Bjarne Riis, sigurvegara frá því í fyrra, hefur komið fram að það gæti verið í fjöllunum, sem úrslit muni ráðast, en það hefur þó verið talinn styrkur hans að geta svarað fyrir sig við slíkar að- stæður. Helstu keppinautar í þessu tilliti gætu orðið Richard Virenque og Ivan Gotti. Aðrir, sem einnig koma til greina eru Alex Zuelle frá Sviss, Spánverjinn Abraham Olano, og Jan Ullrich, hjá Deutsche Tele- kom. Frakkarnir Virenque, Laurent Jalabert og Luc Leblanc hafa einn- ig ýmislegt til brunns að bera til að þjarma að Riis. Það verður athyglivert að fylgjast með gangi mála, og það er næsta víst að Riis verður ekki auðveldur viðfangs í keppninni með Deutsche Telekom-liðið á bak við sig. Reuter BJARNE Riis, sigurvegari í Frakklandskeppninni í fyrra, llgg- ur á bekknum. Félagi hans, ÞjóAverJinn Jan Ulrich, bregður sér í hlutverk læknis við hefðbundna skoðun allra keppenda - en þeir kumpánar hjóluðu af stað í gær í Rúðuborg. Hver er þessi Riis? Daninn Bjarne Riis sigraði í lyrra og er einn þeirra sigurstranglegu nú Daninn Bjarne Riis sigraði í hinni erfiðu Frakklandskeppni í hjólreiðum, Tour de France, á síð- astliðnu ári. Keppt var í 21 áfanga, yfir 3.835 km vegalengd, og var sigurtími Riis 95.57,16 klukku- stundir. Hjólreiðar hafa löngum verið í hávegum hafðar í heimalandi Riis, og það þótti því tíðindum sæta, þegar danska þjóðin eignaðist sig- urvegara í frægustu hjólreiðakeppni veraldar. Bjarne Lykkegaard Riis, eins og hann heitir fullu nafni, er frá Herning á Jótlandi, þar sem hann fæddist 3. apríl 1964, og er hann því 33 ára. Hann var áhuga- maður í íþróttinni fram til 1985, en hefur síðan þá verið atvinnumað- ur í greininni, með aðsetur í Lúxem- borg í seinni tíð. Á heimavelli hefur hann keppt fyrir Herning-hjólreiða- félagið, en fyrir Deutsche Telekom- liðið á erlendri grundu. Hann var lengi vel í því hlutverki í liði sínu að vera aðstoðarmaður samheija sinna, og hjóla með það fyrir augum að einhver þeirra næði að knýja fram sigur, eins og háttur er t.d. á í Frakklandskeppninni. Nú er öldin önnur enda er hann sjálfur kominn í fremstu röð, og þrátt fyrir vel- gengnina hefur það ekki stigið hon- um til höfuðs. Frakklandskeppnin í ár Helstu kostir Riis eru taldir vera þeir, að hann er góður á sprettinum í tímatökum, og á auk þess auðvelt með að elta uppi bestu hjólreiða- menn á fjallaleiðum. Gallamir eru taldir fáir, en þó hafa menn velt vöngum yfir frammistöðu hans á undanförnum vikum, og verður nánar fjallað um það hér á eftir. Frakklandskeppnin hófst í gær, 5. júlí, og verður fróðlegt að fylgj- ast með hvernig Riis famast. Keppn- in er hápunktur tímabilsins fyrir marga hjólreiðamenn, og nota þeir flestir önnur álíka mót, ekki síður erfíð, sem undirbúning fýrir hana. í ár hefur Riis tekið þátt í nokkrum slíkum í Danmörku, t.d. í Álaborg, Árósum, Heming og Vejle og hefur hann sigrað í þeim öllum. Athygli hefur vakið að Riis hefur ekki tekið þátt í Giro d’Italia og Dauphine Libere til undirbúnings fyrir Frakklandskeppnina, en það hafa margir sigurvegarar í þeirri síðastnefndu gert í fyrri tíð. Hann varð að hætta keppni vegna veik- inda í Sviss-hjólreiðakeppninni ekki alls fyrir löngu, og í síðustu viku tapaði hann fyrir lítt þekktum dönskum hjólreiðamanni í svokall- aðri tímatökukeppni. Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort aðdragandi þessi gefi tóninn fyrir það, sem á eftir kemur. Það á eftir að koma í ljós hvort þetta reynist kænsku- bragð hjá Riis og hann sé að reyna að villa keppinautunum sýn. Ýmis- legt bendir nefnilega til þess að hann eigi eftir að láta að sér kveða í keppninni í ár. Frammistaða í keppni Helstu afrek Riis á ferlinum eru sigurinn í Frakklandskeppninni 1996, Danmerkurmeistaratitlar ’92, ’95 og ’96 og sigur í Danmerk- urkeppninni ’95, auk sigra í mótum í vor, sem áður er getið. Einnig ber að nefna sigra í áföngum í ýmsum mótum eins og í tveimur í Tour de France ’93 og ’94, öðrum tveimur í Giro Italia ’89 og ’93, þijá áfanga í Tour de l’Avenir ’89 og ’90, auk þess í keppni i Horsens ’95. Hann hefur margsinnis lent í öðru til tí- unda sæti í hinum ýmsu mótum í gegnum árin, þ.á m. var hann í öðru sæti á skandinavíska meistar- mótinu ’88, sjötta sæti á HM at- vinnumanna í götuhjólreiðum '91, og níunda sæti ’93 og ’94 í sömu keppni. Frammistaða hans undan- farin ár í Frakklandskeppninni hef- ur verið sem hér segir: 1989 nr. 95, 1991 nr. 107, 1993 nr. 5, 1994 nr. 14, 1995 nr. 3, og 1996 nr. 1. Liðin og samherjamir Riis hefur keppt fyrir þó nokkur lið á ferli sínum í atvinnumennsku auk Herning CK í Danmörku, og eru þau talin upp hér á eftir: Rol- and (1986), Lucas (1987), Super U (1988-1989), Castorama (1990- 1991), Ariostea (1992-1993), Gew- iss-Ballan (1994-1995), og síðast en ekki síst Deutsche Telekom (1996-1997), þar sem hann hefur verið fyrirliði bæði árin. Lið Deutsche Telekom í Frakk- landskeppninni 1996 var skipað eftirtöldum liðsmönnum: Erik Zab- el, sigurvegari sprettkeppna í Frakklandskeppninni ’96 á stigum og handhafi grænu treyjunnar, Jan Ullrich, sem lenti í 2. sæti í heildar- keppni, Udo Bolts, sem lenti í 14. sæti í heildarkeppni, Rolf Aldag, Christian Henn, Jens Heppner, Brian Holm og Mario Kummer. Lið- ið lenti í 2. sæti í liðakeppninni, kom 15,14 mínútum á eftir liði Festina, sem sigraði á 287.46,20 klst. í liði Festina voru Richard Virenque og Laurent Dufaux, sem lentu í 3. og 4. sæti í einstaklingskeppninni. Lið Deutsche Telekom í ár er skipað sömu liðsmönnum og í fyrra að undanskildum Holm og Kumm- er. í þeirra stað hafa verið valdir í liðið Giovanni Lombardi og Georg Totschnig. Liðið er í mjög góðri þjálfun þessa dagana, og er ekki að efa að það mun koma fyrirliða sínum, Riis, í fremstu röð í keppn- inni, ef nokkur möguleiki er á. Það er heldur ekki slæmur kostur að hafa mann eins og Jan Ullrich, sem lenti í öðru sæti á hæla Riis í keppn- inni í fyrra, í liði sínu. Sigurvegarí I ár? Með jafn gott lið á bak við sig og Deutsche Telekom er, mun Riis ekki vera á flæðiskeri staddur, þeg- ar hann þarf á hjálp að halda í keppninni í ár. Framundan er 3.870 km óvissuför, og það þarf bæði þjálfun, samvinnu og heppni til að ná settu markmiði. Riis þykir eiga talsverða möguleika á, að halda titl- inum í ár, en í þriggja vikna keppni getur þó margt breytt því. Keppnin nú er talin vera hagstæð þeim, sem bestir eru í fjöllunum á leiðinni, og þar gæti veldi Riis verið ógnað. Keppnin hefur verið unnin af slíkum keppendum á u.þ.b. 10 ára fresti, t.d. Van Impe ’76 og Delgado ’87, og nú koma til greina Richard Vir- enque og Ivan Gotti, auk Svisslend- ingsins Alex Zuelle, Spánveijans Abraham Olano, og síðast en ekki síst Þjóðveijinn Jan Ullrich, sam- heiji Riis hjá Deutsche Telekom. Frakkar binda enn vonir við að ein- hver úr þeirra röðum sigri, og koma þá helst til greina Virenque, Laur- ent Jalabert og Luc Leblanc. Merson til Boro? ALLT bendir til þess að enski Iandsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, Paul Merson, sé á leið- inni frá Arsenal í London til Middlesbrough. Búist var við að Merson skrifaði undir nýjan, langan samning við Arsenai einhvern næstu daga en þegar tilboð barst frá Middiesbrough í leik- manninn töldu forráðamenn Lundúnaliðsins sig ekki geta hafnað því. Merson er orðinn 29 ára og tilboðið, sem talið er vera um 5 milljónir punda, þótti einfaldlega of hátt til að neita því. Middlesbrough féll úr úrvals- deildinni í vor en Bryan Rob- son, knattspyrnustjóri félags- ins, hyggst sýna í verki að uppgjöf þekkist ekki þar á bæ heldur mæta tvíefldur til leiks í næst efstu deild i haust. Bras- ilfumaðurinn Juninho og ítalinn Fabrizio Ravanelli eru báðir á leið brott og Robson ætlar að fylla skörð þeirra með úrvais- leikmönnum. Því er haldið fram að Middlesbrough bjóði Merson mun meira fé en Arsenal hugð- ist gera; um fimm milljónir punda fyrir fimm ára samning - andvirði um 120 milljóna króna ári. Merson hefur verið lengi hjá Arsenal, og löngum einn besti maður liðsins. Hann varð Eng- landsmeistari með félaginu 1989 og 1991. Hann átti í vandræðum á tímabili vegna diykkju, eitur- lyfja og sjúklegrar spilafíknar. Þá skildi hann við eiginkonuna Lorraine en vandræðin eru nú að baki og þau Lorraine ham- ingjusamlega gift á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.