Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 15

Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 15 ÍÞRÓTTIR BoKon skoðar Amar COLIN Todd, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Bol- ton, var væntanlegur til íslands í gær til að fylgjast með lands- liðsmiðherjanum Arnari Gunn- laugssyni hjá í A í leiknum gegn Keflvíkingum á Akranesi í dag. Guðni Bergsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, leikur sem kunnugt er með Bolton og var raunar fyrirliði liðsins þegar það sigraði með glæsibrag í 1. deildinni í Englandi nú í vor og endurheimti þar með sæti sitt í úrvalsdeildinni. Todd hefur hug á að styrkja lið sitt fyrir komandi tímabil, þar á meðal með því að kaupa nýjan framheija, og Arnar er einn þeirra sem til greina koma. Þess má getaað „njósnari" frá norska stórliðinu Lilleström var á KR-vellinum síðastliðinn miðvikudag, þegar KR sigraði LA, til að fylgjast með Amari Gunnlaugssyni. Það var fyrsti leikur hans með í A eftir að hann snéri heim á leið á ný frá Soc- haux í Frakkiandi, en þaðan er hann laus allra mála. Arnar hafði verið frá vegna meiðsla meira og minna í eitt og hálft ár, en tók reyndar þátt í síðustu leikjum Sochaux á nýliðnu keppnistímabili. Hann kom hins vegar heim til þess að koma sér í góða æfingu og stefndi að því að komast aftur utan. Nú virðist sú geta orðið raunin - jafnvel fyrr en hann áætlaði. ARNAR Gunnlaugsson Evander Holyfield segirTyson-málið geta orðið h nefalei ka íþrótti n n i til happs „Ber engan kala til hans“ Evander Holyfield kom fram í spjallþætti Larry Kings á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN á þriðjudag. Þar sagðist hann íhuga að beijast á ný í nóvember, en þó ekki gegn Mike Tyson. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvaða andstæð- ingi Holyfield mætir. Meistarinn sagði jafnframt að bit Tysons, í bardaga þeirra um heimsmeistara- titil WBA í þungavigt hnefaleika um síðustu helgi, gæti hugsanlega haft góð áhrif á framtíð hnefaleika, ef réttri refsingu yrði beitt. í þættinum sagðist meistarinn búast við að Tyson fengi a.m.k. tveggja ára keppnisbann fyrir að bíta sig í bæði eyrun og flipa úr öðru þeirra í viðureign þeirra fyrir viku. Hann sagði ennfremur að ann- ar bardagi á milli þeirra tveggja væri vissulega mögulegur ef Tyson „keppti enn í hnefaleikum" eftir bannið. Holyfield setti tvö önnur skilyrði fyrir slíkum endurfundi - að Tyson yrði á ný sá besti á meðal áskorenda og að áhugi væri fyrir bardaganum. í viðtali við MSNBC kapalsjón- varpsstöðina sagðist Holyfield hlynntur þeirri ákvörðun íþrótta- nefndar Nevadaríkis að dæma Tyson í bráðabirgðabann og frysta þátt- tökufé hans þar til yfirheyrslur fara fram um miðja vikuna. Einnig von- aði Holyfíeld að refsing Tysons yrði til þess að auka veg og virðingu hnefaleika sem íþróttagreinar. „Eg tel nefndina hafa brugðist rétt við með því að grípa til aðgerða gagn- vart Mike [Tyson], því það var hann sem framdi verknaðinn," sagði Holy- fíeld í viðtalinu. íþróttanefndin tilkynnti eftir fund sinn á þriðjudag að formleg ákæra yrði gefin út á hendur Tyson fyrir vítaverða og óíþróttamanns- lega hegðun. Eftir yfirheyrslurnar verður ákveðið hvort hann verður sektaður um 210 milljónir króna, sem er tíundi hluti af því fé sem hann átti að fá fyrir bardagann, eða dæmdur í keppnisbann - nema hvort tveggja verði. Ekki er leyfi- legt að sekta Tyson um meira en tíunda hluta af þátttökufénu. „Nefndin á að refsa honum á viðeig- andi hátt til að koma í veg fyrir að aðrir hnefaleikamenn geri þetta. Ég held að þetta atvik geti haft góð áhrif á framgang íþróttarinnar til lengri tíma litið ef réttri refsingu verður beitt. Ég tel að atvikið hafi orðið íþróttinni mun meira til góðs en ills,“ sagði Holyfield. Hann sagði að þung refsing gagnvart Tyson myndi eflaust verða til að breyta hegðunarmynstri margra annarra hnefaleikakappa. Þakkar drottni Holyfield sagðist í viðtalinu við Larry King hafa fyrirgefið andstæð- ingi si'num. „Ég fyrirgef honum, en tíminn einn mun leiða í ljós hvort yfírlýsingin hafí komið frá hjart- anu.“ Meistarinn sagði að hnefaleik- ar myndu þróast áfram þó Tyson nyti ekki við. „Framtíð hnefaleika er ekki háð neinum einstaklingi, Reuter EVANDER Holyfield eftlr aö stykkið, sem Mlke Tyson belt úr hœgra eyra hans, hafðl verlð saumað aftur á slnn stað. ekki einu sinni mér sjálfum," sagði Holyfíeld, sem sagði einnig að Tyson yrði að gera sig að betri manni til að geta keppt á ný. „Eg slapp við varanleg meiðsl og þakka drottni fyrir það. Litli flip- inn, sem er horfinn úr öðru eyranu, skiptir ekki öllu máli, en ég vona að Tyson hafi lært eitthvað af uppá- tæki sínu,“ sagði Holyfíeld. Hann hefur ákveðið að kæra Tyson ekki. Holyfield sagðist hafa beðist fyrir í hringnum þegar hlé var gert á viðureigninni eftir fyrra bit Tysons. „Fyrst vildi ég bíta hann á móti,“ sagði hann. „Ég tel að íþróttin hafi þurft á þessu að halda. Nú eru augu okkar allra ioks opin þannig að við getum gert íþróttina betri fyrir hnefaleikamenn framtíð- arinnar," sagði kappinn. Að hans sögn, hafa íþróttanefndarmeðlim- irnir möguleika á að sjá til þess að hnefaleikamenn vilji aldrei leika uppátæki Tysons eftir. Því næst skoraði hann á sjónvarpsáhorfend- ur. „Tökum höndum saman til að auka veg og virðingu hnefaleika," sagði Holyfield. Aðspurður hvort hann teldi tveggja ára keppnisbann nógu þunga refsingu, sagði hann, „Já, eða lengri, vegna þess að menn beijast ekki nema einu sinni eða tvisvar á ári.“ Hinn 34 ára heims- meistari WBA sagðist reiðubúinn til að ræða við Tyson. „Ég ber eng- an kala til hans. Þetta er búið og gert. Það er kominn tími til að gera þetta að jákvæðum atburði og hann getum við notað til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“ Aldrei skallað neinn viljandi Holyfield var ekki reiðubúinn til að viðurkenna að hann hefði skallað Tyson af ásetningi skömmu áður en hann beit hann í bæði eyrun. „Ég hef aldrei skallað neinn viljandi því ég veit að menn geta hlotið alvarleg meiðsl af,“ sagði Holyfield. Tyson sagðist hafa misst stjórn á skapi sínu þegar Holyfield skallaði hann og að um viljaverk hefði verið að ræða. „Ef menn skoða myndband af bardaganum, sést greinilega að ég skallaði hann ekki,“ sagði meist- arinn. „Ég sló hann með vinstri hendi og hann hlaut skurðinn af völdum þess.“ Holyfield sagði að Tyson hefði bitið hann í mikilli örvæntingu. „Hann hélt að hann væri reiðubúinn í þetta skiptið," sagði hann, en Holy- fíeld sigraði í fyrri viðureign þeirra í nóvember sl. „Hann fann á sér að sagan var að endurtaka sig og tók að örvænta. Hann beit mig ekki í síðara skiptið af því að hann missti stjórn á sér. Menn endurtaka ekki verknaðinn þegar þeir ganga af göflunum um stundarsakir,“ sagði Holyfíeld. í viðtali sínu við NBC sagðist hann reiðubúinn að beijast í ný við Tyson þegar hann hefíir lokið við keppnisbannið og barist við réttu mennina. „Ég fagna slíkum viðburði ef fólk hefur áhuga á honum,“ sagði Holyfield. Þróun heimsmets- ins í 10 km hlaupi HAILE Gebrselassie frá Eþíópíu setti stórkostlegt heimsmet í 10 kílómetra hlaupi á Bislett leikunum í Osló í fyrrakvöld, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Þetta var í fjórða skipti sem heimsmetið á vegalendinginni er bætt á Bislett-leikvanginum. Til gamans má sjá hér hvernig heimsmetið í þessu vinsæla hlaupi hefur þróast síðustu áratugina. 29.28.2 Emil Zatopek (Tékkóslóvakíu).....................11.6.49 29.27.2 ViljoHeino (Finnlandi)............................1.9.49 29.21.2 Zatopek.........................................22.10.49 29.02,6 Zatopek.............................................4.8.50 29.01,6 Zatopek............................................1.11.53 28.54.2 Zatopek...........................................1.6.54 28.42.8 Sandorlharos (Ungveijalandi).....................15.7.56 28.30.4 VladimirKuts (Sovétríkjunum).....................11.9.56 28.18.8 Pyotr Bolotnikov (Sovétríkjunum)................15.10.60 28.18.2 Bolotnikov.......................................11.8.62 28.15,6 Ron Clarke (Ástralíu).............................18.12.63 27.39.4 Clarke.........................................14.7.65 27.38.4 Lasse Viren (Finnlandi)...........................3.9.72 27.30.8 David Bedford (Bretlandi)........................13.7.73 27.30.5 Samson Kimobwa (Kenýa)...........................30.6.77 27.22.5 Henry Rono (Kenýa)...............................11.7.78 27.13,81 Fernando Mamede (Portúgal).........................2.7.84 27.08,23 Arturo Barrios (Mexíkó)...........................18.8.89 27.07,91 Richard Chelimo (Kenýa)............................5.7.93 26.58,38 YobesOndieki (Kenýa)............................ 10.7.93 26.52,23 William Sigei (Kenýa).............................22.7.94 26.43,53 Haile Gebrselassie (Eþíópíu).......................5.6.95 26.38,08 Salah Hissou (Marokkó)............................23.8.96 26.31,32 Gebrselassie......................................4.7.97 •Það voru Ron Clarke (1965), Yobes Ondieki og William Sigei sem settu fyrri metin þijú á Bislett.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.