Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 17 Fiðla, óbó og píanó á Sumar- tónleikum Microsoft skriplar á skötu AUGLÝSENDUR geta verið óheppnir í vali sínu á tónlist og myndefni, sérstaklega ef sá sem það gerir er menningarlega ólæs. Þannig var með engla dauðans á málverki í Sixtusarkapellunni, sem urðu að ástarenglum hjá kortafram- leiðanda og fyrir skemmstu fór Microsoft flatt á að nota Mozart- stef í auglýsingu. Microsoft hefur lagt mikla áherslu á það undanfarin misseri að fyrirtækið selji fyrirtaksbúnað til að njóta lystisemda alnetsins og þá með yfirskriftinni „Hvert langar þig í dag?“; „Where Do You Want To Go Today?“ í nýrri auglýsingu fyrirtækisins er brugðið upp ýmsum myndum af því hvernig sá sem notar Microsoft hugbúnað getur siglt um óravíddir alnetsins sæll og glaður og undir hljóma sefjandi strengir. í lok auglýsingarinnar birtist svo frasinn góðkunni, Hvert langar þig í dag?, og kunnuglegt stef kemur inn eins og til að undir- strika inntak setningarinnar. Það stef er aftur á móti fengið að láni úr Sálumessu Mozarts, nánar tiltek- ið úr kafla hennar sem ber heitið Dies irae eða Dagur reiðinnar. í verkinu er tónlistin undirspil fyrir kór sem syngur ekki Hvert langar þig í dag? heldur: „confutatis maledictis, flammis acribus addict- is ...“, „fordæmdir og bölvaðir er þeim á eldana skarpa kastað“ og gefur víst aðra mynd af því hvert Microsoft óskar viðskiptavinum sín- um en menn hefðu haldið. Á SUMARTÓNLEIKUM í Listasfni Siguijón Ólafssonar næstkomandi þriðjudag 8. júlí kl. 20.30 koma fram eftirtaldir hljóðfæraleikarar: Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleik- ari, Peter Tompkins, óbóleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó- leikari. Þau flytja verk eftir G.F. Hándel, Oliver Kentish, Jacgues Ibert, César Cui og J.S. Bach. Sigurlaug Eðvaldsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- víkur undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og útskrifaðist þaðan árið 1983. Framhaldsnám stundaði hún í Manhattan School of Music í New York hjá Ani Kvaf- ian. Sigurlaug er fiðiuleikari í Sinf- óníuhljómsveit Íslands og kennir við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Auk þess er hún félagi í ýmsum tónlist- arhópum eins og Kammersveit Reykjavíkur, Caput og Cammer- arctica. Peter Tompkins er fæddur í Bret- landi. Hann stundaði nám í óbóleik við Royal Academy of Music í Lond- on á árunum 1984-88. Kennarar hans voru Tess Miller og Gareth Hulse á óbó, Christine Pendrill á enskt horn og Hamish Milne á píanó. Peter hefur einnig sótt tíma í barokkóbóleik hjá Paul Goodwin og Sophia McKenna. Peter hefur verið búsettur á íslandi frá 1988. Hann hefur starfað með Sinfóníu- hljómsveit íslands og hefur tekið virkan þátt í tónleikahaldi hér á landi. Auk þess hefur hann komið fram á tónleikum víða erlendis. Guðríður St. Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1978. Hún stundaði síðan framhaldsnám við háskólann í Michigan og hefur sótt einkatíma hjá Gúnter Ludwig við Tónlistarhá- skólann í Köln. Hún hefur sótt fjöl- mörg námskeið m.a. hjá John Browning, Dalton Baldwin og Erik Werba. Guðríður hefur komið fram á tónleikum á Norðurlöndunum í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss og tekið virkan þátt í tónlist- arflutningi hérlendis. Hún hefur starfað í Hljómsveit Íslensku óper- unnar og Sinfóníuhljómsveit íslands og er píanókennari við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólann í Reykjavík. PowcrMacintosh 5260 120 MHz PowerPC 603e 12 MB vinnsluminni 1200 MB harðdiskur Áttahraða geisladrif 8 bita hljóð inn og út 16 bita hljóð frá geisladrifi Hægt að setja sjónvarpsspjald Localtalk SIGURLAUG Eðvaldsdóttir, Guðríður St. Sigurðardóttir og Peter Tompkins. Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.