Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 17
Fiðla, óbó og
píanó á Sumar-
tónleikum
Microsoft
skriplar á
skötu
AUGLÝSENDUR geta verið
óheppnir í vali sínu á tónlist og
myndefni, sérstaklega ef sá sem
það gerir er menningarlega ólæs.
Þannig var með engla dauðans á
málverki í Sixtusarkapellunni, sem
urðu að ástarenglum hjá kortafram-
leiðanda og fyrir skemmstu fór
Microsoft flatt á að nota Mozart-
stef í auglýsingu.
Microsoft hefur lagt mikla
áherslu á það undanfarin misseri
að fyrirtækið selji fyrirtaksbúnað
til að njóta lystisemda alnetsins og
þá með yfirskriftinni „Hvert langar
þig í dag?“; „Where Do You Want
To Go Today?“ í nýrri auglýsingu
fyrirtækisins er brugðið upp ýmsum
myndum af því hvernig sá sem
notar Microsoft hugbúnað getur
siglt um óravíddir alnetsins sæll og
glaður og undir hljóma sefjandi
strengir. í lok auglýsingarinnar
birtist svo frasinn góðkunni, Hvert
langar þig í dag?, og kunnuglegt
stef kemur inn eins og til að undir-
strika inntak setningarinnar. Það
stef er aftur á móti fengið að láni
úr Sálumessu Mozarts, nánar tiltek-
ið úr kafla hennar sem ber heitið
Dies irae eða Dagur reiðinnar. í
verkinu er tónlistin undirspil fyrir
kór sem syngur ekki Hvert langar
þig í dag? heldur: „confutatis
maledictis, flammis acribus addict-
is ...“, „fordæmdir og bölvaðir er
þeim á eldana skarpa kastað“ og
gefur víst aðra mynd af því hvert
Microsoft óskar viðskiptavinum sín-
um en menn hefðu haldið.
Á SUMARTÓNLEIKUM í Listasfni
Siguijón Ólafssonar næstkomandi
þriðjudag 8. júlí kl. 20.30 koma
fram eftirtaldir hljóðfæraleikarar:
Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleik-
ari, Peter Tompkins, óbóleikari og
Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó-
leikari. Þau flytja verk eftir G.F.
Hándel, Oliver Kentish, Jacgues
Ibert, César Cui og J.S. Bach.
Sigurlaug Eðvaldsdóttir stundaði
nám við Tónlistarskólann í Reykja-
víkur undir handleiðslu Guðnýjar
Guðmundsdóttur og útskrifaðist
þaðan árið 1983. Framhaldsnám
stundaði hún í Manhattan School
of Music í New York hjá Ani Kvaf-
ian. Sigurlaug er fiðiuleikari í Sinf-
óníuhljómsveit Íslands og kennir við
Tónlistarskóla Seltjarnarness. Auk
þess er hún félagi í ýmsum tónlist-
arhópum eins og Kammersveit
Reykjavíkur, Caput og Cammer-
arctica.
Peter Tompkins er fæddur í Bret-
landi. Hann stundaði nám í óbóleik
við Royal Academy of Music í Lond-
on á árunum 1984-88. Kennarar
hans voru Tess Miller og Gareth
Hulse á óbó, Christine Pendrill á
enskt horn og Hamish Milne á
píanó. Peter hefur einnig sótt tíma
í barokkóbóleik hjá Paul Goodwin
og Sophia McKenna. Peter hefur
verið búsettur á íslandi frá 1988.
Hann hefur starfað með Sinfóníu-
hljómsveit íslands og hefur tekið
virkan þátt í tónleikahaldi hér á
landi. Auk þess hefur hann komið
fram á tónleikum víða erlendis.
Guðríður St. Sigurðardóttir lauk
einleikaraprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík 1978. Hún stundaði
síðan framhaldsnám við háskólann
í Michigan og hefur sótt einkatíma
hjá Gúnter Ludwig við Tónlistarhá-
skólann í Köln. Hún hefur sótt fjöl-
mörg námskeið m.a. hjá John
Browning, Dalton Baldwin og Erik
Werba. Guðríður hefur komið fram
á tónleikum á Norðurlöndunum í
Bandaríkjunum, Þýskalandi og
Sviss og tekið virkan þátt í tónlist-
arflutningi hérlendis. Hún hefur
starfað í Hljómsveit Íslensku óper-
unnar og Sinfóníuhljómsveit íslands
og er píanókennari við Tónskóla
Sigursveins og Tónlistarskólann í
Reykjavík.
PowcrMacintosh 5260
120 MHz PowerPC 603e
12 MB vinnsluminni
1200 MB harðdiskur
Áttahraða geisladrif
8 bita hljóð inn og út
16 bita hljóð frá geisladrifi
Hægt að setja sjónvarpsspjald
Localtalk
SIGURLAUG Eðvaldsdóttir, Guðríður St. Sigurðardóttir og Peter Tompkins.
Apple-umboðið
Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111
Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is