Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 20

Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 20
20 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum KRISTJÁN Sævarsson, málari, hallaði sér út og veifaði i 410 metra hæð frá jörðu. Hæðina má marka af smæð húsa, vega og bila á jörðu niðri. BEINT UPP í LOFTIÐ Nýlega var loftnetsmastrið á Gufuskálum ryðhreinsað og málað. Fyrir málarana þýddi það nær þriggj a klukkutíma gang í vinn- una, beint upp í loftið. Guðlaugur Wíum fréttaritari prílaði í fótspor indíána og há- loftamálara upp hæsta mannvirki á Islandi, 412 metra hátt. UNDIRRITAÐUR hafði alltaf heyrt að eingöngu indíánar úr Ameríkunni stæðu í þeim stórverkum að mála loftnetsmastrið á Gufuskál- um sem er 412 metrar á hæð. Að minnsta kosti hefur sú saga gengið um Snæfellsnesið að þetta tækju engir aðrir að sér. Loftnetsmastrið var reist 1963 fyrir lóranstöðina á Gufuskálum og var þá eitt af hæstu mannvirkjum í heimi. Eftir því sem næst verður komist unnu indlánar verkið og tók þijár vikur að reisa mastrið. Það vakti athygli mína á leið um Gufuskála á dögunum að menn voru við vinnu í mastrinu. Þegar leitað var frétta hvetju það sætti kom I ljós að þama voru á ferð ungir menn sem voru að ryðbeija og bletta undir málningu. Voru þetta þeir Kristján Sævarsson máiari, Steinn Sigurðs- son, sem fer til náms í myndlist á Spáni eftir þetta verkefni, og Wiliiam H. Clark III., tannlæknanemi, kallað- ur Bill. Kristján er fæddur Ólsari og hinir ólust upp að mestu leyti á Gufu- skálum þegar Lóranstöðin starfaði. Kristján var nú að vinna við viðhald mastursins í fyrsta skiptið en Bill og Steinn höfðu verið í þessu fyrir nokkrum árum. Þeir eru ekki fyrstu íslendingarnir til að vinna við ma- strið. Asdís Aðalsteinsdóttir frá Hellissandi, sem var í læri hjá Sæv- ari Þóijónssyni, máiarmeistara I Ól- afsvík, málaði mastrið um 1980. Sú staðreynd dró aðeins úr sögusögninni um indíánana, en dugði ekki til að kveða hana alveg í kútinn. Að sögn piltanna sem nú voru að vinna við mastrið hafði Sævar Þór- jónsson tekið að sér sem verktaki að láta ryðhreinsa bletti í mastrinu, menja og mála yfir. En Sævar lætur sér nægja að fljúga á sinni einkaflug- vél um loftin blá í frístundum og fékk þá félaga Kristján, William og Stein til að vinna verkið í háloftunum. EFSTI áningarpallurinn kom sér vel þegar menn vildu hvíla lúin bein. Á miðjum stiganum er sláin sem öryggislínan er fest í. Ekkert skjól Mig hafði alltaf dreymt um að fara upp í mastur og gerast indíáni í þeirri merkingu. Það var þegar lyfta var í mastrinu sem dró þá upp sem áttu þangað erindi. Nú er lyftan löngu úr sér gengin og búið að taka hana niður. Til að komast upp er notast við stiga inni í mastrinu sem liggur beint upp á toppinn. Eg spurði strákana hvort ég fengi ekki að fara með þeim upp og taka nokkrar myndir. Nauðsynleg leyfi voru fengin og ákveðið að ég fyigdi þeim einhvern morguninn þegar vel viðraði. Kallið kom frá þeim félögum að morgni 19. júní síðastliðins. Besti dagurinn á sumrinu eins og þeir sögðu. Fram að því hafði veður ver- ið slæmt til vinnu hjá þeim, norðan- vindur og kuldi. Bjuggu þeir mig undir þetta og sögðu mér til um klæðnað sem átti að vera hlýr og skýla fyrir vindum. Þarna væri ekk- ert skjól. Undirbúningui að uppgöngunni hófst í húsi : em er við fætur mast- ursins. Þar ul gerð belti með lykkjum og krókum sett á mannskapinn. Síð- ar. hófsi ferðin rétt fyrir klukkan p'.u. Stigi var upp á neðsta pall mastursins. Kristján sagði að það væri í raun hættumesti hluti leiðar- mnar því þar voru engin öryggis- belti notuð. Aðeins styrkar hendur og fætur. Ekki var frá því að beyg setti að undirrituðum við þessi orð. Maður lét sig samt hafa það. Neðsti pallurinn er á hæð við tveggja hæða hús. Þar var þar til gerðum hólkum, sem tengdir voru öryggislínu, smeygt upp á tein sem liggur alla leið í miðjum stiganum upp á toppinn á mastrinu. Við tengd- um okkur við þetta og gangan hófst fyrir alvöru. Þegar maður horfði upp eftir mastrinu fannst manni þetta vera örstutt, þótt maður sæi ekki toppinn. Alla leiðina hafði maður þetta á til- finningunni. Inni í mastrinu sýndist manni það bara vera stuttur bútur. Þetta var nokkuð erfiður gangur og hvíldum við okkur nokkrum sinn- um á leiðinni. Þeir félagamir mældu leiðina í stögum. Á mastrinu eru sex stög og var áð við hvert stag og einu sinni stutt hvíld á milli staga. Að hugsa sér; vera allt að þremur tímum að ganga 412 metra. Þetta höfðu þeir félagarnir gert undanfarna daga í norðankuldanum. Það tók því ekki að flýta sér um of, strákamir áttu eftir að vera við vinnu langt fram á kvöld. Venjulega unnu þeir til klukk- an ellefu á kvöldin, ef veðrið var hagstætt eins og þennan dag. Hugsað upp-hátt Það var ekki laust við að ýmsar hugsanir færu um hugann á þessari löngu göngu með allt þetta útsýni. Horft var beint niður á Gufuskála- stöðina. Þarna var áður lóranstöðin og nú var verið að koma þar fyrir sendum sem Ríkisútvarpið ætlar að nota til að senda út langbylgjuna. Kostnaður við þennan útbúnað er rétt ríflega 300 milljónir og inni í þeirri upphæð er loftnetsmastur á Eiðum, rúmlega 200 metra langt. Þar verður einnig settur upp lang- bylgjusendir. I stöðinni á Gufuskálum er verið að setja upp senda sem hafa 300 kw sendiafl og mun sendingin ná frá Gufuskálamastrinu inn yfir mitt landið til austurs og til Grænlands í vestur. Mastrið sem sett verður upp á Eiðum sendir á móti þessu mastri þannig að langbylgjan á að nást um allt land og víðar. Að því mun stefnt að útsendingar um sendana á Gufu- skálum hefjist í ágústmánuði. Ma- strið á Eiðum verður tilbúið í haust. Að sögn tæknimanna, sem vinna við í [ I I. I 1 1 í í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.