Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Brottf lutningur Islendinga
Atgervisflótti eða
UNDANFARIÐ hafa oft heyrst
raddir um að æ fleiri íslend-
ingar virðist kjósa að setjast
að erlendis og flestir þekkja ein-
hvern, sem er nýfluttur. Tölur um
brottflutning staðfesta þennan orð-
róm. Danmörk er vinsælasta landið.
íslendingur, búsettur í Danmörku,
segir að landar hans séu haldnir ein-
hverri Danmerkurglýju og haidi að
lífið þar sé leikur einn. Margir hafa
áhyggjur af brottflutningnum og
talað er um „atgervisflótta". En
reynsla annarra þjóða sýnir að ís-
lendingar erlendis gætu skapað
tækifæri fyrir umsvif á eða tengd
íslandi, sem ella standa ekki til boða,
því Islendingar erlendis beina iðu-
lega kröftum og þekkingu í heima-
hagana. En til að nýta íslenska
krafta erlendis þarf að vera skilning-
ur og vilji á_íslandi að nota sér þá.
Hið brýnasta væri að íslendingar
færu að svara bréfum segja margir
og íslendingur, sem erlendis frá hef-
ur skapað ný atvinnutækifæri heima
fyrir, segir að tortryggni heima-
manna gagnvart þeim, sem koma
með reynslu og fé frá útlöndum, sé
niðurdrepandi.
Enn streymi á mölinn —
en nú a erlenda möl
tækifæri?
Tölur sýna að fleiri íslendingar flytja á brott
en oft áður. Sigrún Davíðsdóttir heldur
því þó fram að íslendingar erlendis geti
opnað landinu ný tækifæri ef heimamenn
eru tilbúnir að læra eitthvað af þeim.
á nýja staðnum í lítilli íbúð, meðan
fjölskyldan býr enn í heimalandinu,
svo þangað er farið um helgar og í
fríum. I viðskiptalífi og stjórnsýslu
þarf yfirleitt ekki að spyijast lengi
fyrir til að hitta fjölskyldur, sem lifa
aðskildar.
Það verður þó vart í bráð, sem
það verður fýsilegt að búa á íslandi
og starfa erlendis, því það horfir
öðruvísi við að fara ótt og títt milli
staða, þar sem flogið er á milli á
klukkustundar fresti, þótt flugtíðni
sé mun meiri nú en fyrir áratug
milli íslands og útlandanna. Píanó-
leikarinn Vladimir Askenazy reyndi
þetta einna fyrstur og gafst upp.
Enn sem komið er búa aðeins örfáir
íslendingar bæði á íslandi og erlend-
is, þótt þeir séu til.
Aður flutti fólk í hallæri, hvort
sem voru vesturfaramir eða þeir sem
fluttu á mölina eða til Svíþjóðar á
áttunda áratugnum, þegar lítið var
um vinnu á Íslandi. Núna er ekkert
hallæri á íslandi, enda er það ekki
fyrst og fremst kaupið, sem fólk
segist flýja, heldur sækist það í fjöl-
breyttari atvinnutækifæri og meira
svigrúm. Þetta bendir til breyttra
aðstæðna og breyttra viðmiðana.
Hverjir fara?
Bættar samgöngur fyrr á öldinni
nýttust ekki aðeins til að tengja
landsbyggðina betur saman, heldur
auðvelduðu fólki að flytjast úr dreif-
býli í þéttbýli. Vegalengdir skruppu
saman. Þetta er kunn saga, en
spurningin er hvort annað þrep
flutningsins á mölina sé ekki að
renna upp; nú flytur fólk ekki úr
afdölum í þéttbýli, heldur frá íslandi
til útlanda. Vegalengdir utan íslands
hafa skroppið saman og og ferðirnar
eru ódýrari en áður. Fjarlægðin frá
heimalandinu mæld í kílómetrum
skiptir ekki öllu máli, heldur hve
dýrt sé að fara í heimsókn til ís-
lands og hve langan tíma ferðin taki.
Eftir því sem fyrirtæki hafa dreift
sér víðar og eftir því sem fleiri hjón
vinna úti og meta vinnuna mikils
hefur aukist að hjón vinni hvort á
sínum staðnum. Annað vinnur
kannski í Kaupmannahöfn, en hitt
í Málmey. Algengt er það ekki, en
þekkist þó að annað hjónanna vinni
í Stokkhólmi og hitt í Kaupmanna-
höfn og svo eru það auðvitað hinir
fjölmörgu Evrópubúar, sem farnir
eru að vinna í Brussel. Þó flestir
flytji fjölskylduna með sér er þó
nokkur hópur, sem hreiðrar um sig
Morgunblaðið/HKF
STRIKH) i Kaupmannahöfn. íslendingar sem ffy+fa utan fara helst til Danmerkur.
Þýskur tónlistarmaður, sem
kynntist íslendingum við nám er-
lendis fyrir um tveimur áratugum,
segir að þeir hafi verið eins og
svampar, sem vildu sjúga allt í sig
til að flytja með sér heim. Þótt ís-
lensku vinirnir hafi verið hæfileika-
fólk, sem hefði hæglega fengið vinnu
í Þýskalandi, hvarflaði ekki annað
að þeim en að fara aftur heim og
vinna þar. íslenskur sagnfræðingur,
sem stundaði nám í útlöndum, segir
það ekki hafa hvarflað sér að ílengj-
ast erlendis, þótt honum líkaði vist-
in, því hann vildi starfa þar sem
hann væri heima og ekki eins og
gestur.
Sömu söguna er að segja um ótal
marga aðra íslenska námsmenn, sem
hafa farið til náms erlendis. Þeir
höfðu, og hafa auðvitað margir enn,
í huga að nýta námið í þjóðfélagi,
sem þeir eru tengdir nánum böndum.
Gallinn við þessa heimfýsi hefur þó
iðulega verið að fólk hefur farið
heim beint frá prófborðinu og ekki
haft nægilega reynslu á sínu sviði,
en þar sem vantaði fólk heima flaug
það beint inn í störf, þar sem smá
reynsla hefði nú kannski ekki sakað.
Áður en hugtakið símenntun var
AÐ VINNA landi og þjóð vel er
ekki útdauð hugsun og Róbert
S. Róbertsson er einn af þeim, sem
hefur ísland og tengslin heim bak
við eyrað, þótt hann starfi hjá fjár-
mála- og ráðgjafarfyrirtæki í Kaup-
mannahöfn. Róbert hefur komið víða
við eftir stúdentsprófið.Hann var
skiptinemi í Hollandi í hálft ár og
hálft ár í Þýskalandi og dvaldi svo
á Kýpur í eitt ár við ferðamálanám
á vegum alþjóðasamtaka flugfélaga
og ferðaskrifstofa. Síðar lá leiðin til
Los Angeles, þar sem hann var í tvö
ár við kvikmyndanám, áður en hann
hélt heim á leið og stofnaði fyrirtæk-
ið Rauða dregilinn með félögum sín-
um. Fyrirtækið er nú þriggja ára
og hefur sérhæft sig í tví- og þrívídd-
arhönnun fyrir kvikmyndir og sjón-
varp og þar líta menn björtum aug-
um á framtíðina.
Reynslan af fyrirtækjarekstri
beindi áhuganum í þá átt og Róbert
ákvað að fara í alþjóðlega viðskipta-
fræði í Danmörku. Til Kaupmanna-
hafnar kom hann fyrir tíu mánuðum
o g hafði enga vinnu meðan hann
beið eftir að skólinn hæfíst. í gegn-
um íslenska félaga komst hann í
kynni við eiganda fyrirtækis, sem
„UNGMENNAFÉLAGSANDINN
SITUR í MANNI"
hefur sérhæft sig í samruna og yfir-
töku stórfyrirtækja og fjármögnun
ýmissa stærri verkefna. í upphafi
hjálpaði hann til með tölvumál, en
fyrir tilviljun kom hann með ábend-
ingu að kaupanda að fyrirtæki. Eig-
andinn fékk áhuga og Róbert fékk
vinnu.
Góöur orðstir nauösynlegur
Fyrirtækið starfar á vettvangi,
sem vart er til á íslandi nema í mjög
smáum stíl. „Það eru ekki til fyrir-
tæki á íslandi, sem hafa sérhæft sig
sérstaklega í samruna og yfirtöku
fyrirtækja og fjármögnun þeirra
verkefna, enda erfitt að reka þess
konar fyrirtæki á íslandi. Fyrsta
verkefnið, sem ég aðstoðaði við, var
upp á 6000 milljónir íslenskra króna.
Hér eru núllin alltaf einum til tveim-
ur fleiri en það sem maður átti að
venjast á íslandi. Til að komast af
á þessu sviði er nauðsynlegt að
skipta við stórfyrirtæki, því það er
nokkurn veginn sama
fyrirhöfnin að ganga
frá samningi vegna
stórs eða lítils fyrirtæk-
is. Fyrirtækið tekur því
oftast aðeins að sér sölu
meðalstórra og stórra
fyrirtækja, nema eitt-
hvað sérstakt sé. Vinn-
an byggist mest á að
hnýta saman sambönd
og því skiptir miklu
máli að hafa komið sér
upp traustum sambönd-
um við aðila, sem
þekkja heimamarkað
sinn vel.“
En einum mun á ís-
lensku og dönsku viðskiptalífí hefur
Róbert þó tekið eftir. „Hér skiptir
góður orðstír miklu meira máli en
heima og skapar trúnaðartraust. Á
íslandi yppta menn bara öxlum þótt
þeir eigi í viðskiptum við einhveija,
sem hafa miður góðan orðstír. Bak-
grunnur væntanlegs
viðskiptaaðila er sjaldn-
ast kannaður nægilega,
en hérna þykir það
sjálfsagt mál að efna-
hagsskýrsla seinustu
ára sé lögð fram og
ýmar aðrar upplýs-
ingar.“
Það liggur mikil und-
irbúningsvinna að baki
samruna eða yfirtöku
hjá fyrirtækjum. „Þetta
gengur mikið út á
samningatækni og að
vera vel undirbúin, eins
og í skák. Það gildir það
sama hér og í skákinni
að það þarf að sjá marga leiki fram
í tímann. Þar við bætist svo upplýs-
ingaöflun og þar kemur mín þekking
að gagni.“
Það ríkir alveg sérstakt andrúms-
loft í fyrirtækjum af þessu tagi.
Þagmælska er gulls ígildi og þeir
Róbert $. Róbortsson
ný
fundið upp og það varð ódýrara að
halda sambandi erlendis gat svo far-
ið að þeir, sem í upphafi voru
kannski ágætlega menntaðir, höfðu
síðan ekki tækifæri tii að halda sér
við í sinni grein. Kosturinn var auð-
vitað sá að fólk fór þó heim og nýtt-
ist þar.
Núna virðist viljinn til að snúa
strax heim að loknu námi minnka,
því æ algengara virðist að námsfólk
spreyti sig á störfum í framhaldi af
námi erlendis. Eins og glögglega
sést af meðfylgjandi viðtölum þá er
það einmitt þetta, sem leiðir til þess
að fólk dregur heimferð eða hættir
við hana, því erlendis bjóðast tæki-
færi, sem gefast ekki heima fyrir.
Svo eru það líka aðrir, sem fara
utan upp úr þurru og ekki af því að
nám hafí verið undanfari að brott-
flutningnum. í þessum hópi er ekki
aðeins langskólagengið fólk, heldur
einnig iðnaðarmenn og lítið menntað
fólk, samanber þá, sem hafa farið til
Jótlands í fískvinnslu. Það er því
blandaður hópur, sem flyst burtu, og
spennandi verkefni fyrir félagsfræð-
inga og aðra sérfræðinga að kort-
leggja hvaða breytingar séu hér á
ferðinni og af hveiju. Fólk flytur til
landa eins og Danmerkur og Svíþjóð-
ar þar sem er mikið atvinnuleysi, því
meðaltal um atvinnuleysi þýðir ekki
endilega að það sé alls staðar ómögu-
legt að fá vinnu. Það er kannski at-
vinnuleysi í Kaupmannahöfn, en nóga
vinnu að hafa á Jótlandi.
Þótt áhyggjur yfir brottflutningi
hafi einkum beinst að missi lang-
skólagenginna er það ekki síður
áhyggjuefni að missa þá sem vinna
önnur störf, því eins og ítalskt mál-
tæki segir þá eru allir til gagns en
enginn ómissandi.
Af hverju flytur fólk?
Það halda allir að maður flytji
vegna kaupsins og að maður hafí
það svo gott í útlöndum, segir einn
brottfluttur íslendingur. Aðspurðir
nefna íslendingar erlendis sjaldnast
kaupið fyrst, heldur miklu frekar
fjölbreyttari störf eða störf, sem
ekki er að finna heima fyrir. Það
eru einfaldlega fjölbreytilegri tæki-
færi og meira svigrúm sem lokka.
íslendingar eru svo vanir að fá
að heyra frá útlendingum hvað allt
sé alveg óskaplega dýrt á íslandi,
en það segir kannski ekki alla sög-
una að bera aðeins saman fá einstök
atriði. Fyrir tæpum þremur áratug-
um var hneyklast á því í þýsku blaði
sem koma við sögu þurfa iðulega
að skrifa undir þagnarsamninga. Oft
er hættulegt að hafa vitneskju um
upplýsingar og iðulega hefur komið
til lögsókna á þessu sviði viðskipta,
þegar fyrirtæki hafa álitið að skað-
legum upplýsingum hafí verið lek-
ið.„Það er eins gott að venja sig á
að tala svolítið loðið,“ segir Róbert
kankvís.
Hóskólinn í
fórónlegu fjórsvelti
Eigandi fyrirtækisins, sem Róbert
starfar hjá, hafði varla heyrt ísland
nefnt, þegar Róbert tók þar til starfa
og þótt hann hafí sambönd og full-
trúa um allan heim var ísland ejn-
faldlega ekki á kortinu hans. „Á
íslandi hefur fískurinn lengi verið
nánast eini iðnaðurinn og það var
lika það, sem eigandinn hélt,“ segir
Róbert. „Þessi mynd stenst þó sem
betur fer ekki alveg lengur og margt
í geijun, sérstaklega í upplýsinga-
tækni. Svo er skemmtilegt að sjá
hversu mikil útrás er orðin í íslensk-
um sjávarútvegi og það ætti að ýta
undir, því þetta er það sem við erum
bestir í og kunnum."
Róbert hefur áhuga á að halda