Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 24
24 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Það er augljóst
að bifvélavirki
þarf annað úr
við vinnu sína á
daginn heldur
en þegar hann
fer í samkvæmi
í hvítri skyrtu
um kvöldið.
keypt eins og kararaellur. Svo er
líka til það sem ég kalla ilmvatna-
úr. Það eru þau sem merkt eru
fatahönnuðum, sem farnir eru að
nota nöfnin sín til að selja aðrar
vörur. Þeir láta aðra framleiða úrin
fyrir sig og í þessum tilvikum þarf
að skoða sérstaklega gæði úranna.
Sumir hönnuðanna hafa lagst æði
lágt í þessum viðskiptum, en fólk
áttar sig ekki alltaf á þessu. Mörg
þessara úra eru aftur á móti ágæt,
til dæmis úrin frá Dior og Pierre
Cardin sem við höfum verið að
selja. Við tökum þau ekki inn í
verslunina fyrr en við höfum skoð-
að úrverkin vel.“
Umsvifin aldrei meiri þökk sé
Kringlunni
Viðskiptin ganga vel um þessar
mundir og segja þau Þuríður og
Bjöm að umsvifin hafi aldrei verið
meiri. Þau þakka það meðal annars
því að hafa flutt í Kringluna, en áð-
ur hafði verslunin verið á Baróns-
stíg og Laugavegi.
„Við vorum þau fyrstu sem
keyptu verslunarhúsnæði í Kringl-
unni þegar hún var opnuð fyrir tíu
árum,“ segir Bjöm. „Það var aldrei
neinn efi hjá okkur um þá ákvörð-
un. Þar réð meðal annars veðrátt-
an á Islandi og bílastæðamál. Það
skiptir líka máli hvað húsið er stórt
og dregur marga að. I hverri viku
fara hér um áttatíu þúsund manns,
margir koma til dæmis af lands-
byggðinni til að versla og dvelja
hér daglangt en fara svo beint |
heim.“
Björn segist hafa reynt að knýja
í gegn breytingar á Laugaveginum 1
í samstarfi við aðra kaupmenn þar
áður en ákveðið var að flytja í -
Kringluna. „Við héldum fundi með
borgaryfirvöldum og kynntum
ýmsar hugmyndir um hvemig
leysa mætti bflastæðavandamálið.
Til dæmis lögðum við til að strætis-
vagnar væm í stöðugum ferðum á
Laugavegi og Hverfisgötu með I
mörgum viðkomustöðum og að t
bflahús væm reist báðum megin
við Laugaveginn. Það var árang- ’
urslaust og þess vegna stukkum
við strax á það að flytja í Kringluna
þegar það bauðst. Það er mjög gott
sem gert hefur verið á Laugaveg-
inum nýlega og sem stefnt er að að
gera, en það hefði bara átt að gera
það fyrir löngu.“
Fjölskyldan hefur öll starfað í ;
versluninni
Meba er fjölskyldufyrirtæki og j
ekki er útlit fyrir annað en að svo
verði áfram, því þrjú böm þeirra
hjóna hafa öll unnið í versluninni.
„Eldri dóttirin starfar sem gull-
smíðalærlingur hérna, sonurinn
hefur unnið í afleysingum frá því
að hann var lítill og yngri dóttirin
og tengdadóttir okkar vinna í af-
leysingum í sumar,“ segir Bjöm. i
Loks má nefna að móðir Þuríðar,
Unnur Benediktsdóttir, starfaði
lengi í versluninni eftir að börn |
þeirra Magnúsar vora orðin upp-
komin. Alls em sjö full störf í
versluninni, meðal annars starfar
þar gullsmiður og úrsmiður.
Meba verður fimmtíu ára á
morgun, mánudag. Afmælin verða
reyndar fleiri í sumar, þrjátíu ár
verða síðan Bjöm hóf störf í versl-
uninni og í ágúst era tíu ár síðan J
hún flutti í Kringlunni. Hálfrar ald-
ar afmælinu verður fagnað með
20% afslætti á öllum vörum í þess-
ari viku.
eflir Helgo Þorsteinsson
ÞAÐ FER vel saman að
selja úr og skartgripi,
segja hjónin Þuríður
Magnúsdóttir og Bjöm
Ami Agústsson, eigendur verslun-
arinnar Meba í Kringlunni. Hvort
tveggja era skrautmunir, þó að úr-
in hafi að auki annað hlutverk, og
veltan í þessum tveimur greinum
er svipuð hjá Meba.
„Hingað koma stundum sjötugir
menn með fermingarúrin sín og
hafa aldrei átt neitt annað. Yngri
kynslóðin á mörg úr, eitt fyrir
hvert tækifæri. Það er augljóst að
bifvélavirki þarf annað úr við vinnu
sína á daginn heldur en þegar hann
fer í samkvæmi í hvítri skyrtu um
kvöldið. Hann þarf sterkt stálúr
sem hentar í vinnuna og spariúr
fyrir önnur tækifæri."
Tískan hefur að sögn Björns
einnig áhrif á sölu úranna. „Konur
era jafnvel farnar að eiga jafnmörg
úr og armbönd. Svo era líka til þeir
sem safna úrum. Það jókst gríðar-
lega með tilkomu Swatch-úranna.
Þau era til í ótal gerðum og sumar
era gerðar í tengslum við ákveðna
viðburði, til dæmis eram við með til
sölu „Fifth Element“-úr, kennd við
samnefnda bíómynd sem nú er ver-
ið að sýna. Menn leggja mikið á sig
til að eignast ákveðin Swatch-úr og
við höfum fengið hringingar er-
lendis frá frá söfnuram sem era að
leita að einhverju sérstöku," segir
Bjöm.
Vann í Meba frá bamsaldri
Þuríður er dóttir Magnúsar E.
Baldvinssonar úrsmiðs, sem stofn-
aði verslunina Meba fyrir fimmtíu
árum. Tíu eða ellefu ára gömul fór
hún að hjálpa föður sínum við af-
greiðslu í versluninni og við að búa
til öskjur undir söluvörurnar.
Sautján ára fór hún að vinna í fullu
starfi og fljótlega fór hún að taka
þátt í innkaupum.
Björn hóf kennaranám en hætti
'því og fór út í úrsmíðina, meðal
höfum það fram yfir aðra að við er-
um fagmenn og getum því veitt
upplýsingar um það af hverju sum
úr era ódýrari en önnur. Auðvitað
era gæðin í samræmi við verðið.“
Samkeppnisfær við útlönd
„Okkar aðal er að við eram fag-
menn og sjáum um alla viðgerðar-
þjónustu," segir Þuríður. „Við er-
um líka samkeppnisfær í verði,
bæði við aðrar verslanir hérlendis
sem selja úr og við verslanir er-
lendis. Aðalatriðið er að sömu hlut-
ir séu bornir saman til að átta sig á
verðmun."
Björn segir að nokkuð sé um að
útlendingar kaupi úr hjá Meba,
enda hafi samanburður við til
dæmis England, Danmörku,
Þýskaland og Sviss leitt í ljós _að
verðið sé hagstætt hér á landi. „Eg
held að það sé jafnvel orðið minna
um það en áður að íslendingar
versli í útlöndum, því fólk er farið
að gera sér grein fyrir að það fái
jafn góða vöru eða betri hér á
landi, á sambærilegu verði og á
betra verði. Eitt vandamálið við
það að kaupa úr erlendis er að
þjónustuna og ábyrgðina vantar og
það er ekki víst að við getum gert
við úr af tegund sem eram ekki
með.“
Björn segir nokkuð um það að
komið sé með eftirlíkingar af
þekktum úram til viðgerðar í versl-
uninni. „Þetta era aðallega úr
keypt erlendis og yfirleitt keypt
fyrir h'tinn pening, þannig að skað-
inn er ekki mikill þótt ekki sé hægt
að gera við þau. Það er þó eitthvað
um að eftirlíkingar séu seldar hér á
landi, til dæmis í Kolaportinu."
Karamellu- og ilmvatnsúr
Engin ein tegund af úram er
ráðandi hjá Meba. „Við erum með
allt frá Omegaúram, sem kosta frá
fimmtíu þúsund krónum og endast
í nokkrar kynslóðir, til sportúra á
meðalverði, til dæmis Seiko og
Casio, og niður í QQ-úrin sem eru
vmsrapn/ArwNNUiíF
Á SUNNUDEGI
► Þuríður Magnúsdóttir og Björn Árni Ágústsson tóku við
úra- og skartgripaversluninni Meba af stofnanda hennar og
föður Þuríðar, Magnúsi E. Baldvinssyni, fyrir nokkrum árum.
Þuríður hóf snemma störf í versluninni, en Björn útskrifaðist
sem úrsmiður úr Teknisk skole Ringsted í Danmörku árið
1972. Verslunin verður fimmtíu ára á morgun.
YNGRI kynslóðin þarf úr fyrir hvert tækifæri.
annars fyrir áeggjan tengdaföður
síns. Hann hóf nám í Iðnskólanum í
Reykjavík en ákvað að fara frekar
til útlanda í sérhæfðan skóla. Hann
útskrifaðist úr danska úrsmíða-
skólanum, Teknisk skole Ringsted.
Magnús var iðnmeistari hans
heima á íslandi. Björn hóf fyrst
störf hjá Meba árið 1967.
Árið 1976 komu þau Björn og
Þuríður inn í rekstur búðarinnar
og fyrir um þremur áram tóku þau
alveg við, þegar Magnús hætti
störfum.
Kvóti á klukkunum
Fyrstu tvö árin var Meba til
húsa á Barónsstíg. Þaðan flutti hún
á Laugaveg 12 og árið 1975 á
Laugaveg 8. Árið 1987 flutti hún í
Kringluna þar sem hún er enn.
Fyrir fimmtíu áram, þegar versl-
unin var stofnuð, versluðu nær ein-
göngu úrsmiðir með úr og klukkur.
„Það var kvóti á innflutningi á úr-
um og þegar auglýst var að ný
sending væri komin í verslun
myndaðist strax biðröð,“ segir
Björn. „Uppúr 1970 breyttist
markaðurinn. Nú era úr seld á
bensínstöðvum og í byggingar-
vöraverslununum og víðar.
Úrsmiðir hafa orðið að gera upp
við sig hvort þeir vildu keppa á
markaðnum með ódýrastu úrin,
sem kosta þúsund krónur eða svo.
Við ákváðum að fara út í það og
leyfa fólki að velja. Við úrsmiðirnir
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞURIÐUR Magnúsdóttir og Björn Árni Ágústsson, eigendur úraverslunarinnar Meba í Kringlunni.
EITT ÚR ER EKKI
LENGUR NÓG