Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 26
26 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Stj örnubíó, Sambíóin og Laugarásbíó hafa tekið til sýninga eina af stór-
myndum sumarsins, Men in Black, með Tommy Lee Jones og Will Smith í aðalhlutverk-
um. Leikstjóri er Barry Sonnenfeld og meðal framleiðenda er Steven Spielberg.
OFUHETJURNAR í Men in Black eru eitt best
varðveitta leyndarmál mannkynsins. K (Tommy
Lee Jones) og J (Will Smith) eru svartklæddir og
leynilegir starfsmann bandarískrar ríkisstofnunar sem
hefur fullt af fjárveitingum en er samt ekki til opinber-
lega. Verkefni stofnunarinnar er að hafa eftirlit með ferð-
um geimvera og farartækja frá öðrum hnöttum til og frá
jörðinni og fylgjast með þessum gestum meðan á dvöl
þeirra hér á jörðinni stendur. Félagarnir svartklæddu eru
besta, síðasta og raunai- eina vopnið sem mannkynið get-
ur gripið til þegar slettist upp á vinskapinn milli mann-
kynsins og vitsmunavera frá öðrum hnöttum.
Skyndilega lenda K og J í hringiðu stórhættulegrar
ráðagerðar sem hryðjuverkamaður úr öðru sólkerfi
(Vincent D’Onfrio) hefur á prjónunum en hann er kominn
til jarðar til þess að sitja um líf tveggja sendimanna enn
annarra sólkerfa. Til þess að koma í veg fyrir alheims-
styrjöld í bókstaflegri merkingu og gjöreyðingu jarðar-
innar þurfa hinir svartklæddu að finna hryðjuverkamann-
inn, sem hefur tekið á sig gervi jarðarbúa. Sem sagt:
framundan er enn einn venjulegur vinnudagur hjá K og J.
Aðstandendur myndarinnar um hina svartklæddu eru
m.a. leikstjórinn Barry Sonnenfeld, leikstjóri Get Shorty
og myndanna um Addams fjölskylduna, og framleiðendur
Óskarsverðlaunahafinn Tommy Lee Jones var einn
þeirra sem fyrst gengu til liðs við framleiðenduma og tók
að sér að leika í myndinni, löngu áður en handritið sem
Ed Solomon skrifaði eftir sögu Cunninghams leit dagsins
ljós. Hann segir að sér hafi líkað sagan og að sig hafi
langað til að taka þátt í að gera kvikmynd eftir vísinda-
skáldsögu sem hefði yfirbragð ævintýra og gamansemi.
Tommy Lee Jones hefur slegið hressilega í gegn sem
kvikmyndaleikari á undanfömum árum og árið 1993 hlaut
hann óskarsverðlaun fyrir leik sinn í inyndinni um Flótta-
manninn, The Fugitive, með Harrison Ford í aðalhlut-
verki. Tommy Lee Jones lék fyrst í kvikmynd árið 1970
(skömmu eftir að hann lauk BA-prófi í ensku frá Harvard
þar sem hann deildi herbergi á heimavist með A1 Gore
núverandi varaforseta Bandaríkjanna). Lítið fór fyrir
kappanum í mörg ár. Þótt han ynni leiksigra í Eyes of
Laura Mars (1978), Coal Miner’s Daughter (1980), The
Executioner’s Song (1982) og fleiri myndum varð hann
ekki stjarna fyrr en 1992-1994. Fyrst sló hann í gegn í
aukahlutverki í Steven Seagal myndinni Under Siege og
ári síðar lék hann aðalhlutverk í mynd Oliver Stones,
Heaven and Earth, og vann sama ár Óskarsverðlaunin
fyrir Flóttamanninn. í kjölfarið fylgdu stórmyndirnar
The Client, Natural Bom Killers og Batman og vinsældir
TOMMY Lee Jones og Will Smith.
Geimverur á hverju götuhorni
era Walter F. Parkes og Laui'ie MacDonald ásamt sjálf-
um Steven Spielberg. Það vora MacDonald og Parkes
sem keyptu árið 1992 kvikmyndaréttinn að teiknimynda-
sögu eftir mann að nafni Lowell Cunningham um svart-
klædda eftirlitsmenn með verum frá öðrum hnöttum. Það
sem þau hrifust af var að í sögunni var baráttan við geim-
verur og annarra heima kvikindi
hversdagslegur veruleiki tveggja
venjulegra manna.
Það sem þykir gera flestar teikni-
myndasögur athyglisverðar era ein-
hverjar furðuverur, ekki venjulegar
manneskjur,“ segir Walter F. Park-
es. Sögumar um Men in Black
byggjast hins vegar á þessum
tveimur ótrúlega kúl“ löggæslu-
mönnum, sem nota mannlegan
styrk og óvenjulega tækni til þess
að berjast við geimverur."
Framleiðendumir, sem era yfir-
menn kvikmyndadeildar fyrirtækis
Steven Spielbergs, DreamWorks
(Spielberg tók sjálfur þátt í framleiðslu myndarinnar og
fékk m.a. Will Smith til þess að vera með í verkefninu),
töldu hins vegar að húmorinn í teiknimyndasögum Cunn-
inghams væri of dökkur og yfirbragðið of skuggalegt og
þess vegna tóku þeir þá Hollywood-legu ákvörðun að
létta yfir öllu og reyna að færa sér sérstaklega í nyt þá
möguleika sem þeir töldu að efnið byggi yfir til þess að
sýna léttleika og gamansemi. í því skyni réðu þeir leik-
stjórann Barry Sonnenfeld.
„Barry hefur sérstaka kímnigáfu og einstakt næmi fyr-
ir því hvemig koma eigi húmor til skila á hvíta tjaldinu
auk þess að hafa ákaflega sjónrænan st£l,“ segir MacDon-
ald. „Hann er gamanmyndaleikstjóri sem reiðir sig ekki á
að hafa brandara til að segja heldur kann að koma fyndn-
um aðstæðum og atvikum til skila.“
Þegar Sonnenfeld las handritið að MiB í fyrsta skipti
segist hann strax hafa teldð eftir því að þar leyndust
miklir möguleikar á fyndinni sögu og auk þess sá hann í
handritinu tækifæri til að leikstýra öðru vísi mynd en
hann hefði nokkra sinni áður gert. „Mér líkaði vel hvað
þetta var skynsamleg saga. Ég hef alltaf haft fyrir því
djúpa sannfæringu að við mennimir höfum ekki nokkra
hugmynd um það hvað er á seyði í alheiminum. Það höfð-
aði til mín að geta gert mynd þar sem þetta var tekið sem
gefið mál og reynt að koma því áleiðis til heimsins að
kannski vitum við ekkert í okkar haus.“
Sonnenfeld ákvað líka að láta breyta upphaflegum
handritsdrögum þannig að í staðinn fyrir að sagan gerðist
vítt og breitt um Bandaríkin yrði hún sviðsett að lang-
mestu leyti í heimaborg hans, New York. „Ég leit svona á
þetta: ef það era geimverar á jörðinni þá mundu þær
velja sér að búa í New York borg. Þar mundu þær
falla inn í hópinn því að það er fullt af fólki í New
York sem lítur út fyrir að vera-og er senni-
lega-komið frá öðram sólkerfum.“
Framleiðandinn Parkes hnykkir svo á hug-
myndum leikstjórans þegar hann lýsir sýn
sinni á myndina og vonum sínum um áhrif
hennar á áhorfendur: „Myndin kallar fram
spumingar um hvort við í raun og vera
hrærumst mitt í einhverjum allt öðram
raunveruleika sem við þekkjum ekkert
til og vitum ekkert af.“
fhlutverk löggæslumannanna K og J
voru valdir leikararnir Tommy Lee Jones og
Will Smith. Jones leikur löggæslumanninn
K, lífsreyndan mann sem starfað hefur hjá
stofnuninni leynilegu frá stofnun hennar og
fær það verkefiii að þjálfa nýjan félaga sem
er hinn ótrúlega djarfi og glöggi fyrrverandi
löggumaður í New York, James Edwards (Will
Smith) sem fær nafnið J þegar hann gengur til
liðs við stofnunina.
SMITH og Jones leika K og J, lög-
gæslumenn, sem beijast 5 daga í viku
við óvini utan úr geimi.
Tommy Lee jukust jafnt og þétt og launatékkinn hans
varð feitari og feitari.
Tommy Lee Jones er frá smábæ í Texas þar sem pabbi
hans var verkamaður í olíuiðnaðinum. Strákurinn vann
um skeið með pabba sínum áður en hann fékk íþrótta-
styrk til þess að nema við Harvard háskóla. Hann býr enn
í Texas þegar hann er ekki að vinna
við kvikmyndir og á þar stóran bú-
garð.
Mótleikari Tommy Lee Jones,
Will Smith, á allólíkan bakgrunn.
Hann hefur náð miklum vinsældum
síðastliðin tvö ár fyrir leik sinn í
myndunum Bad Boys og
Independence Day og er nú sann-
kölluð stórstjama vestanhafs.
Fyrstu skref sín á listabrautinni
steig Will Smith sem rappari-prins-
inn í dúóinu DJ Jazzy Jeff And The
Fresh Prince. Tvíeykið starfaði frá
1986 og seldi óteljandi plötur og
hlaut fjölda verðlauna; persónutöfr-
ar Will Smiths áttu mestan þátt í vinsældum sveitarinnar
og svo fór að NBC sjónvarpsstöðin bjó til sjónvarpsseríu
fyrir Will Smith undir heitinu The Fresh Prince of Bel
Air og gekk hún vikulega í sjónvarpi í 6 ár.
Smith sneri sér að kvikmyndaleik árið 1995
með Bad Boys, sem varð ein tekjuhæsta mynd
þess árs, og síðan kom Independence Day :
fyrra og sló öll met. Nú er að sjá hvort Men
in Black vinnur sömu afrek en aðeins er
liðin rúm vika írá því að hún var fram-
sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkj-
unum.
I helsta aukahlutverki MiB er hin
glæsilega Linda Fiorentino, sem leikur
réttarlækni sem aðstoðar K og J við að
kryfja til mergjar ráðgátur þær sem
geimverurnar era. Linda er ógleyman-
leg þeim sem sáu myndina The Last
Seduction. Þá er þama Vincent
D’Onfrio sem leikur aðalóvininn úr
geimnum og gamla hetjan Rip
Tom leikur Zed, yfirmanninn
hjá dularfulla geimverueftirlit-
inu þar sem allir starfs-
mennirnir ganga í svört-
um fotum.
LINDA Fiorentino er f aukahlutverki sem
réttarlæknirinn Laurel.
WILL1 Smith
með geimveru f
fanginu.