Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1997 33
Steinar og Kata í austurbænum.
Lýður og Steinar hefðu áreiðan-
lega orðið merkir fræðimenn ef
þeir hefðu lagt það fyrir sig. Þeim
var gefin óvenju mikil greind og
nutu virðingar sveitunga sinna og
allra sem þekktu þá. Og þeir voru
góðir bændur, verklagnir og hag-
sýnir en engu að síður ólíkir um
margt. Steinar var ör í skapi, söng-
maður, félagslyndur og hláturmild-
ur. Hann söng sálma í kvöldmjöltum
og bölvaði kúnum hressilega milli
versa ef þær spörkuðu. Lýður var
aftur á móti dulur og hægur. Hann
flýtti sér aldrei og vann öll sín verk
jafnt og þétt en náði samt að af-
kasta meira en allir aðrir. Ég man
alltaf hvað hann var fljótur að grafa
skurði og moka heyi í blásarann.
Og aldrei spörkuðu kýrnar þegar
hann mjólkaði þær.
Lýður var ekki allra, eins og sagt
er, en þeir sem fengu tækifæri til
að kynnast honum náið bundust
honum tryggðarböndum. Hann var
hlýr og traustur og átti sinn þátt í
því mikla aðdráttarafli sem vestur-
bærinn í Hlíð hafði fyrir fjölda fólks.
Að vísu var það Guðbjörg sem sá
fyrir fjörinu og eldaði besta mat í
heimi með heimatilbúinn ís á sunnu-
dögum og jarðarber sem hún rækt-
aði í rabbarbaragarðinum. En Lýð-
1 ur var kletturinn sem þetta mikla
| gósenland byggðist á. Og raunar
gat hann verið mjög orðheppinn og
launfyndinn. Já, hann hafði afskap-
lega fínan og dálítið írónískan hú-
mor. Ég hitti hann skömmu eftir
að Guðbjörg dó fyrir rúmum tveim-
ur árum og spurði hvort hann ætl-
aði nú að búa einn í Gautlandinu.
„Já, já,“ sagði Lýður „Ég geri það.
Grímsbær er þarna rétt hjá. Alltaf
nóg að éta.“ Og svo hló hann í
I gegnum nefið.
Lýður hafði gaman af að stúdera
| tungumál og las auðvitað dönsku
reiprennandi sem kom sér afar vel
fyrir kornungt fólk sem var ekki
enn búið að ná valdi á þeirri tungu.
Einhverjar bestu æskuminningar
mínar eru þegar Lýður las fyrir
okkur krakkana, Óla, Ellu og mig,
Andrés önd og þýddi jafnóðum yfir
á íslensku. Það var yfírleitt eftir
Ihádegi þegar hann lagði sig á mjó-
an dívan inni í baðstofu eftir matinn
og við bræður lágum sitt hvoru
I megin við hann en Ella sat á gólf-
inu. Við þrjú höfðum mikla samúð
með Andrési, þessum einstaka
hrakfallabálki, en Lýður hafði mest
gaman af Jóakim frænda, „af því
hann er svo flinkur að græða,“
sagði hann og hló í gegnum nefíð.
En Lýður var ekki aðeins tungu-
málamaður, heldur var hann líka
| stærðfræðingur af guðs náð og afar
snjall skákmaður. Eg held að hann
I hafi verið lítið gefínn fyrir skáld-
| skap en hann las níðþungar stærð-
fræðibækur, sem kenndar voru við
verkfræðideild Háskólans, sér til
ánægju og yndisauka. Og eftir að
þau Guðbjörg brugðu búi og fluttu
í bæinn sagði hann nokkrum ung-
mennum til í stærðfræði, þar á
meðal mér sem hef aldrei verið
sleipur í stærðfræðinni og ekki í
j skákinni heldur. Þegar ég var í
Ilandsprófi strandaði ég einu sinni
sem oftar á einhverju óskiljanlegu
| orðadæmi en skrifaði það upp og
sendi til Lýðs. Nokkrum dögum síð-
ar fékk ég bréf þar sem hann sýndi
mér hvernig mætti reikna dæmið á
þijá mismunandi vegu. Þetta varð
til þess að hámenntaður stærð-
fræðikennarinn fékk óbilandi, en
algjörlega óverðskuldaða trú á mér
því honum hafði aldrei hugkvæmst
nema ein lausn á dæminu.
Skörp greind er reyndar lítils
æ virði ef ekki kemur til mannúð og
■ af henni átti Lýður nóg þótt hann
legði ekki í vana sinn að flíka til-
finningum sínum. Og nú þegar
komið er að leiðarlokum fínnst mér
ég hafí aldrei endurgoldið alla þá
elskusemi sem Lýður og Steinar,
Guðbjörg og Kata auðsýndu mér
og mínu fólki. En ég er viss um
að við öll sem nutum þeirra forrétt-
8 inda að dvelja hjá þeim lengur eða
H skemur höfum orðið betri mann-
a eskjur. Og einhvem veginn hlýtur
™ það að skila sér áfram.
Hjálmar Sveinsson.
HAKON ARNAR
HÁKONARSON
+ Hákon Arnar
Hákonarson
fæddist á Húsavík
19. ágúst 1956.
Hann varð bráð-
kvaddur í Reykja-
vík 27. júní síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Há-
teigskirkju 4. júlí.
Með hlýhug og sökn-
uði langar mig að minn-
ast frænda míns Arn-
ars, með eftirfarandi
kafla úr Spámanninum:
Þá sagði kona ein:
Talaðu við okkur um gleði og sorg.
Og hann svaraði: Sorgin er gríma
gleðinnar. Og lindin, sem er upp-
spretta gleðinnar, var oft full af tár-
um. Og hvernig ætti það öðruvísi
að vera? Þeim mun dýpra sem sorg-
in grefur sig í hjarta manns, þeim
mun meiri gleði getur það rúmað.
Er ekki bikarinn, sem geymir vín
þitt, brenndur í eldi smiðjunnar? Og
var ekki hljóðpípan, sem mildar skap
þitt, holuð innan með hnífum? Skoð-
aðu hug þinn vel, þegar þú ert glað-
ur, og þú munt sjá, að aðeins það,
sem valdið hefur hryggð þinni, gerir
þig glaðan. Þegar þú ert sorgmædd-
ur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og
þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín. Sum ykkar
segja: „í heimi hér er meira af gleði
en sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorg-
irnar eru fleiri." En ég segi þér,
sorgin og gleðin ferðast saman að
húsi þínu, og þegar önnur situr við
borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú
vegur salt milli gleði og sorgar. Jafn-
vægi nærð þú aðeins á þínum dauðu
stundum. Þegar sál þín vegur gull
sitt og silfur á metaskálum, hlýtur
gleðin og sorgin að koma og fara.
Inga.
Nú, dögum eftir skyndilegt frá-
fall Arnars Hákonarsonar, er manni
enn brugðið. Hvernig má annað
vera? Vart þremur dögum fyrir andl-
átið ræddum við saman um flugið
og væntanlega flugferð okkar út á
land. Félaga mínum og mér rétti
hann nýgert nafnspjald sem hann
af hagleik hafði sett saman í tölv-
unni sinni. Flest virtist leika í lyndi,
annað var ekki að sjá.
Arnari kynntist ég fyrir meira en
fimmtán árum í tengslum við út-
varpsrekstur fijálsra en ólöglegra
útvarpsstöðva í verkfalli opinberra
starfsmanna. Lögin höfðu eitthvað
við þetta að athuga en þeim var nú
fljótlega breytt. Arnar sá um tækni-
hlið útvarpssendinganna, ég og fleiri
lásum fréttir, skrifaðar af björtustu
pennum hægrimanna þess tíma
o.s.frv. Sameiginlegur áhugi á
stjórnmálum og félagslífi sameinaði
okkur. Ásetningur Arnars var í anda
riddarans hugdjarfa, nema hvað
vindmyllur okkar daga voru og eru
raunverulegar.
Arnar hélt til Ameríku í flugnám
í virtasta skóla þeirra þar og stóð
sig með sóma. Arnar var gleðimaður
á flesta lund og góður félagi í góðum
félagsskap. Það fór ekki af honum
þó svo að hann hefði afneitað Bakk-
usi. Eftir að Arnar kom frá Ameríku
hélst með okkur góður
vinskapur. Margt horfði
til betri vegar, hann
búinn að fjárfesta í
snoturri íbúð í Norður-
mýrinni, starfaði við
einkakennslu í flugi
ásamt tölvuvinnslu í
hjáverkum og tengslin
við vini og frændgarð í
góðri rækt. Það er því
með söknuði að ég kveð
góðan og traustan vin
um leið og ég votta
dætrum hans, foreldr-
um og systrum samúð
mína.
Ólafur Als.
Dagurinn hófst eins og hver ann-
ar sumardagur, tvísýnt um veður
og vangaveltur um hvað gera skyldi
um komandi helgi. En það dimmdi
skyndilega þennan föstudag á skrif-
stofum okkar á Suðurlandsbraut 46,
þegar Arnar félagi okkar hné
skyndilega og fyrirvaralaust niður
og var allur á augabragði.
Við sem eftir stöndum reynum
að skilja lögmál lífsins; hvernig á
því getur staðið að þessi létti og
hressi félagi okkar, sólbrúnn og
hraustlegur, skuli horfinn á brott
aðeins liðlega fertugur að aidri, í
blóma lífsins, án þess að hafa kennt
sér minnsta meins. Við fáum ekki
svör við þeim hugrenningum. En
eftir situr í huga okkar minning um
hressan og skemmtilegan félaga sem
ætíð var tilbúinn að veita aðstoð
væri hennar óskað.
Að leiðarlokum kveðjum við Adda
með hlýhug og söknuði. Samúðar-
kveðjur sendum við dætrum hans,
foreldrum, systrum og öðrum ástvin-
um. Blessuð sé minning hans.
Daníel Jón Helgason,
Friðgeir Guðjónsson,
Gylfi Reykdal,
Haukur Már Haraldsson,
Hilmar Victorsson,
Jón Þórir Frantzson.
Þegar ég frétti um lát Adda
frænda kom það eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Maður á besta aldri
í toppformi og lék á als oddi. Þegar
þessar línur eru skrifaðar vakna
ýmsar minningar um Adda frænda.
Fyrst man ég eftir þegar ég dvaldist
á heimili Adda frænda á Húsavík
þegar við vorum fimm ára gamlir.
Eftir að Addi og fjölskylda fluttust
til Reykjavíkur var samgangurinn
miklu meiri, ég man allar ferðirnar
í Hjarðarland á Moskanum hans
Hákonar pabba hans Adda. Þegar
tölvan mín bilaði og Addi frændi
frétti það kom hann óbeðinn og lag-
færði hana. Ekki hætti hann fyrr
en hann var búinn að stækka minnið,
búa til heimasíðu o.fl. Ekki taldi
hann eftir sér að sitja kvöld eftír
kvöld og aðstoða.
„Ég er ekki jafnfús til farar og
vindurinn, samt verð ég að kveðja,“
segir Kahlil Gibran.
Kæri Addi frændi, hafðu þökk
fyrir allt, brosið, húmorinn og vin-
skapinn við mig og mína fjölskyldu.
Við sendum samúðarkveðjur til
dætra þinna, foreldra og systra.
Þinn frændi og vinur.
Gestur, Anna og börn.
LEGSTEIMAR
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
MOSAIK
Hamarshöfdi 4 - Reykjavik
sími: 587 1960 -fax: 587 1986
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma og langamma,
INGA HAFDÍS HANNESDÓTTIR,
Aragerði 7,
Vogum,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar-
daginn 28. júní sl., verður jarðsungin frá Kálfa-
tjarnarkirkju miðvikudaginn 9. júlí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Karítas eða Krabbameins-
félag íslands.
Helgi Axel Davíðsson.
Árný Helgadóttir, Stefán S. Sigurðsson,
Margrét Helgadóttir,
Hanna Helgadóttir,
Davíð Helgason,
Vilborg Helgadóttir,
Baldur Georgsson,
Kristján Kristmannsson,
Bára Einarsdóttir,
Sigurjón Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
sonur og afi,
SIGURÐUR HANNES JÓHANNSSON
brunavörður,
Hamarsbraut 14,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 8. júlí kl. 13.30.
Sigurbjörg Hilmarsdóttir,
Vilborg Áslaug Sigurðardóttir, Kristján Valby Gunnarsson,
Guðrún Karla Sigurðardóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigurður Kristinn Lárusson,
Kristjana Ósk Sigurðardóttir,
Vilborg Áslaug Sigurðardóttir, Jóhann Sigmundsson
og barnabörn.
Guðbjörg Helga Sigurbjörnsdóttir,
Lind Ebbadóttir, Jón Ólafsson,
Sigurveig Ebbadóttir, Haraldur Hansson,
Gerður Ebbadóttir, Benedikt Ó. Sveinsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
+
Útför
SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Karlsskála,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
Kópavogi, föstudaginn 27. júní síðastliðinn,
fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. júlí
kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hennar, vinsamlega
látið hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð njóta þess.
Fyrir hönd afkomenda,
synir og tengdadætur.
+
Kæru ættingjar og vinir!
Alúðar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ALBERTS FINNBOGASONAR,
fyrrverandi bónda
frá Erpsstöðum, Dalasýslu,
Álfheimum 36,
Reykjavík.
Guðs blessun fylgi ykkur öllum.
Elísabet Benediktsdóttir,
Anna Margrét Albertsdóttir, Hildiþór Kr. Ólafsson,
Guðrún Albertsdóttir, Páll Björnsson,
Svanhildur Albertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.