Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 34

Morgunblaðið - 06.07.1997, Side 34
34 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur, fóstursystur og mágkonu, SOFFÍU TÚBALS, Njálsgötu 39b, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Túbals, Hjörleifur Gíslason, Sofffa Gísladóttir. t Hugheilar þakkir til allra sem sýndu samhygð í veikindum, andláti og jarðarför kærs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa. GÍSLA HILDIBRANDS GUÐLAUGSSONAR Smáraflöt 18, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks geislameð- ferðardeildar 10K, deildar 11E og deildar 11F á Landsþítala. Megi þeim auðnast styrkur í starfi. Jóna Valgerður Höskuldsdóttir, Höskuldur Hildibrandsson, Astrid Barrero Hildibrandsson Valgerður Hildibrandsdóttir, Sigbjöm Jónsson, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Gísli Þór Guðmundsson, Þórlaug Hildibrandsdóttir, Sigurður H. Svavarsson, Auður Rún Hildibrandsdóttir, Andrew T. Fogarty og barnabörn. t Við fráfall og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR SMITH vélfræðings, Hvassaleiti 149, Reykjavík, þökkum við innilega þeim, er sýndu minningu hans virðingu og okkur samúð og vináttu. Sigríður Smith, Þóra Björk Smith, Sólveig Smith, Sigurður Kjartansson, Alla Dóra Smith, Einar Ingimarsson, Magnús Jón Smith, Ólöf Inga Heiðarsdóttir og barnabörn. + Við þökkumm innilega öllum þeim, sem sýndu ómetanlegan hlýhug, virðingu og hluttekningu vegna veikinda og andláts HERMANNS RAGNARS STEFÁNSSONAR danskennara. Unnur Arngrímsdóttir, Henny, Unnur Berglind, Ámi Henry, Arngrímur, Anna, Hallgrímur Öm, Hermann Haukur, Bjöm, Helga Bestla, Guðbjörg Bima, Hermann Ragnar, Jóhann fvar. Krístjana Bjamadóttir, Sesselja Loftsdóttir, Gunnhildur Loftsdóttir, Bjöm Árnason, Helga Guðrún Loftsdóttir, Hrafnhildur Loftsdóttir, Ingvar Bjamason, Loftur Sigurður Loftsson og bamabörn. EGILL ÓLAFUR GUÐMUNDSSON + Egili Ólafur fæddist 24. mars 1908. Hann lést á Hvammstanga 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir og Guðmundur Stef- ánsson sem áttu heima á Hvestu í Amarfirði er Egill Ólafur fæddist en fluttu 1911 að Hna- usakoti í Miðfirði og þaðan 1920 á Hvammstanga. Þau hjónin eign- uðust átta böm, þeirra elstur var Jón Stefán lát- inn, þá Bogey Ragnheiður látin, Egill Ólafur, Haraldur Zofhan- ías, Guðmundur Richard látinn, Gunnar látinn, Sigurður Hall- grímur, látinn og Kristinn Júlíus látinn. Áður átti Guðmundur Indriða látinn og Friðriku. Árið 1947 kvæntist Egill Ólaf- ur Hansínu (f. 24.12 1908), dóttur Þor- steins Jónssonar og Sigríðar Pálmadótt- ur i Gröf á Vatns- nesi. Þau Egill og Hansína eignuðust Hrólf (f. 22.7. 1949), hans kona er Guð- rún Hauksdóttir (f. 20.11. 1951), þeirra börn: Hrefna (f. 7.6. 1970), Arnar (f. 20.11. 1973) og Sig- ursteinn (f. 14.5. 1979). Egill Ólafur ávann sér form- annsréttindi á 30 tonna fiskibát og stundaði sjóinn í 25 ár, einn eða með öðram, hann var sfðan veghefilsstjóri í 11 ár, loks verkstjóri hjá Hvammstangahreppi siðustu tíu ár starfsævinnar. Egill Ólafur var jarðsunginn frá Hvammstangakirkju 28. júní. Nú eru liðin hartnær tíu ár frá því við hittum Egil Ólaf fyrst, það var á björtum vordegi í maí. Það gjólaði úr norðri og bárumar á firð- inum fyssuðu, hvítar í faldinn. Enn voru gráhvítir skaflar í fjallinu, gróður lítt framgenginn á túnum, úthagi daufur. Hann var að dunda vestan við skúrinn, hagræða útsæði í flötum kössum og fyrir neðan lá garðurinn, nýpældur með áleitnum ilmi og feitum ánamöðkum en kríu- ger á sveimi að tína þá upp til að bera í hreiðrin í varpinu niður við höfnina. Það marraði í hurðinni er hann skaut loku frá og bauð okkur í bæinn. Egill Ólafur var rótfastur í kjam- miklum menningararfi liðinna kyn- slóða og hafði áhuga á því að skila honum áfram í orðum og verki; hann var fróður um mannlíf og at- vinnusögu og útbjó líkön af húsum sem voru honum kær og höfðu haft eitthvert gildi fyrir staðinn og fram- tíð hans. Besta verkið af þessu tagi er Riis-verslun, elsta höndlun stað- arins, þar sem kaupmaðurinn stend- ur fyrir dyrum en verkamenn bera vörur úr uppskipunarbátnum heim í pakkhús. Þessi verk hafa verið til sýnis í Verslunarminjasafninu á Hvammstanga, ásamt merku safni úr sjósókn og landbúnaði sem hann viðaði að sér á langri ævi og áður var veggjaprýði á vinnustofu hans. Það var tómstundagaman Egils Ólafs að saga út og tálga ýmsa smáhluti, svo sem báta, veiðimenn á fugl og ref og reiðingshesta. Þessa hugljúfu gripi seldi hann við vægu verði eða lagði í lófa bams, þó ekki væri nema til að sjá hamingjubros kvikna. Á tæpum áratug höfum við keypt af listamanninum ijörutíu verk sem gefa góða og sanna mynd af alúð og verklagi, frábæru formskyni og kímni sem er svo fínleg að hún greinist varla, stundum er skerpt á henni eins og í myndröð manna er bera vörur á bakinu og innihaldið er merkt skýram stöfum: hrísgijón, kaffi, rúgmjöl, baunir, bijóstsykur, haframjöl, rúsínur og hveiti. Það var ævintýri líkast að ganga inn í vinnustofu Egils Ólafs þennan fyrsta dag, og ávallt síðar, þar sem gamla dótið hékk uppi til vitnis horfinni sögu og ilmur af spæni, lakki, olíum og jarðargróðri bland- aðist saman í seiðmagnað andrúms- loft. Hógvært fas húsráðanda, eðlis- lægt látleysi, sem var innborið og göfgað, lyfti þessu litla húsi á hærra plan, breyti því í höll. Egill Olafur lánaði okkur verk á sýninguna í hjartans einlægni sem var fyrst haldin í Nýlistasafninu í upphafi árs 1991, en fór síðan um sumarið í safnahúsið á Selfossi og vöktu þau mikla athygli á báðum stöðunum, heilluðu sýningargesti í látlausri útfærslu, barnslegri ein- lægni og trúnaði gagnvart því liðna. Þegar við stofnuðum Safnasafnið í febrúar 1995, varð hann strax mjög áhugasamur um vöxt þess og viðgang og jafnframt glaður yfir því að við skyldum deila með honum hugmyndum um starfsemi, söfnun og sýningar. Verk Egils Ólafs skipa nú heiðursstað á heimili okkar og Safnasafnsins í Reykjavík. Yfir listaverkum Egils Ólafs hvíl- ir léttleikandi fegurð. Kraftbirting formsins og línunnar er kórrétt séð frá auganu þótt hún svari ekki kalli um nákvæma mælingu, því að það var ekki ætlun listamannsins að skapa upp á sentímetra, hvað þá millímetra. Litirnir era sannir og tilgerðarlausir. Egill Ólafur var í reynd að samþætta lund sína hvers- dagslegri reynslu og þekkingu, taka brot af ljúfum draumi í hönd sér og móta í takt við kjamann sem bjó í persónuleik sínum, fullkomna líf sitt utan við strit og amstur; upp- hefja list sína til hógværrar gleði. Það segir margt um Egil Ólaf Guðmundsson að í elli sinni helgaði hann sér reit í útjaðri kauptúnsins og hóf þar viðamikla tijáræktun. Nú teygja ung trén viðkvæma sprota sína i sumarsólina og kalla á svalandi skúrir til að vökva þetta draumaland, - sem lifir skapara sinn og lofar nafn hans um ókomna framtíð. Níels Hafstein, Magnhildur Sigurðardótir. Mætur maður, Egill Ólafur Guð- mundsson, er genginn á vit feðra sinna. Hann sofnaði svefninum langa aðfaranótt sunnudagsins 22. júní. Lagði sig til svefns, hress og glaður yfir því hvað heilsan fór dag- batnandi. Ungur öldungur á nítug- asta aldursárinu. Fyrst þegar ég, bam að aldri, man eftir Ola Agli vann hann á veghefli. Heflaði götur Hvamms- tanga og nærsveita í mörg herrans ár. Sjálfur var maðurinn heflaður í allri sinni framgöngu og viðkynn- ingu. Okkar kynni hafa nú verið náin í nærfellt þijá áratugi og betri tengdaföður og afa barnanna minna get ég ekki hugsað mér. Barngóður var hann svo af bar. Eins og al- gengt var hér á Hvammstanga fyr- ir nokkram áratugum, átti Óli nokkrar kindur sér til ánægju og búdrýginda. Á óðali sínu, Eyrar- landi, hafði hann löngum ærinn starfa við skepnuhirðingu og hey- skap, eins og gengur á góðbýlum. Það vora ófáar stundimar sem lítil afaböm bjástraðu þar í búskapnum með honum. Sauðburðurinn var mikill sælutími hjá þeim, og ekki vora göngur og réttir síðri tími. Þá hópuðust böm með Óla í smala- mennsku upp í Kirkjuhvamm. Röð- uðu sér inn í Rússann og eitt sinn vora þau tólf þegar út var talið. Hrefna, Amar og Sigursteinn þakka nú afa sínum fyrir dýrmætar sam- verastundir allt frá því hann leiddi þau lítil böm til fullorðins ára. Óli Egill fæddist að Hvestu í Amarfirði, þriðji í röðinni af átta alsystkinum. Þriggja ára að aldri flyst hann með foreldram sínum, þeim Guðmundi Stefánssyni og Jón- ínu Jónsdóttur, ásamt þremur systk- inum sínum að Hnausakoti í Mið- firði. Tveimur áram síðar era bömin orðin sex að tölu og þá er fjölskyld- unni tvístrað. Óli Egill var sá eini af þeim systkinum sem alltaf fékk að fylgja foreldram sínum. Vissu- lega hefur hann þar notið forrétt- inda. Á þessum tíma, á öðram ára- tug aldarinnar, flytjast þau milli bæja i Miðfirðinum, þar sem þau era í húsmennsku. Ekkert sældarlíf hefur þeirra hlutskipti verið. Tólf ára gamall, eða 1920, flyst Óli Egill með foreldram sínum að Eyri á Hvammstanga, en þar eign- uðust þau sinn fyrsta bæ. Á sínum unglingsáram vann Óli sem mjólk- urpóstur. Var hjá Eyjólfi Kolbeins að Bygggöðram á Seltjamamesi og flutti Reykvíkingum mjólk á hesta- kerra. Sannarlega horfinn tími. Hugur Óla Egils stóð snemma til sjómennsku, sem hann stundaði um árabil. Var hann á vertíðum suður með sjó til margra ára. Síðar gerði hann út sína eigin báta og í félagi með öðram. Auk þess að stunda fiskveiðar flutti hann vörar sjóleiðis fyrir bændur og keypti reka á fjöra og vann hann og seldi. Allt fram á síðustu ár átti Oli bát og sigldi yfir fjörð sér til gamans. Eins og áður er getið vann Óli Egill á veghefli um árabil og hjá Hvammstangahreppi var hann verk- stjóri í áratug. Að vinnudegi lokn- um, á efri áram, þegar margir setj- ast í helgan stein, var ekkert fjarri Óla Agli. Þá hófst hann handa við tijárækt á landareign sinni Hóla- breið, af dugnaði og miklum áhuga og mest sá hann eftir að hafa ekki byijað fyrr. Annað áhugamál hans var að endurlífga gömul hús og gera af þeim líkön. Þau era nú varð- veitt og til sýnis á Bardúsu-safni hér á Hvammstanga, ásamt mörg- um gömlum munum sem hann safn- aði. Einnig vann hann ýmsa muni í tré, s.s. hesta og báta, og vora þeir eftirsóttir. Óli Egill gekk að hveiju verki af áhuga og eljusemi. Konu sinni, Hansínu Þorsteins- dóttur, kvæntist hann 7. sept. 1947. Bjuggu þau allan sinn búskap á Sunnuhvoli hér á Hvammstanga. Inni á þeirra heimili byijaði ég minn búskap ásamt syni þeirra, Hrólfi, og dóttur okkar. Þar var þá til heim- ilis hjá þeim Guðmundur Stefáns- son, faðir Óla, þá orðinn rúmfastur og hjúkraði Hansína honum til ijölda ára. Undir sama þaki var þá saman- komin stórfjölskyldan, fjórir ættlið- ir, og þótti sjálfsagt. Óli Egill var mannblendinn og núna síðast 17. júní tók hann þátt í mannfagnaði og hátíðahöldum við Félagsheimilið hér á Hvammstanga. Óli Egill hafði gaman af að ferðast, og nú þegar hann er farinn í sina hinstu för veit ég að hann fær góð- an byr i seglin og góða lendingu hjá Guði sínum. Ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir allar þínar velgjörðir. Guðrún Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.