Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1997 35 JÓHANN GEORG MÖLLER + Jóhann Georg Möller fæddist á Siglufirði 27. maí 1918. Hann lést í Reykjavík 25. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 5. júlí. Jæja, elsku afi. Þá er stríði þínu iokið, síð- asta orustan til lykta leidd. Þú barðist hetju- lega, enda ekki þekkt- ur fyrir annað, en þó varð sigurvegarinn óumflýjanlega sá sem ávallt hefur betur að lokum. Það var alltaf með tilhiökkun í huga sem við systkinin fórum til Siglufjarðar að heimsækja afa og ömmu. Þar fengum við móttöku og umönnun að hætti þjóðhöfðingja. Alltaf dró maður andann djúpt þeg- ar stigið var inn fyrir dymar á Laugavegi 25, enda voru fyrstu minningarnar okkar um afa af hon- um sitjandi í hægindastólnum sín- um - umvafinn þykri þoku London Docks vindilsins - að lesa Alþýðu- blaðið eða hlusta á fréttirnar. Þetta var hans helgasta stund og hana virtu allir. Okkur þótti afskaplega vænt um að koma inn í þessa stemmningu, hlusta á gang heims- mála með honum og heyra staka „suss, suss“ - ekki yfir látunum í okkur krökkunum heldur vegna ummæla stjórnmálamanna, hækk- unar á vísitölu framfærslukostnað- ar - eða einfaldlega vegna sjálfs- marks í knattspymuleik. Með brottför afa myndast undar- legt tóm í mynd okkar af Sigló. í augum okkar var hann svo stór hluti af bæjarsálinni - hann og amma voru ramminn utan um bæ- inn og það verður erfítt að ímynda sér Sigló án afa. Eitthvað mun vanta. Einhverja nærvem. Afi fylgdist mjög vel með öllu sem gerðist hjá okkur barnabörnun- um og hvatti okkur til dáða. Alltaf grennslaðist hann fyrir um hvernig við stóðum okkur í námi og í íþrótt- um. Væri frammistaðan góð á þess- um sviðum var afi ánægður en allt hálfkák og slóðaskapur fór í taug- arnar á honum. Hann vildi að fólk legði sig fram við það sem það tæki sér fyrir hendur - annars væri eins gott að sleppa því. Afi hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var enginn ,já bróðir". Hann lét skoðanir sínar hiklaust í ljós og skipti ekki svo glatt um þær enda alltaf samkvæmur sjálfum sér. Oft lenti hann í snörpum orðaskiptum um stjórnmál og naut þess að rök- ræða um hlutina og koma með hár- beittar athugasemdir. Alltaf var þó stutt í kímnina og orðheppni ein- kenndi hann alla tíð. Þegar afi vildi hvíla sig á argi og þrasi stjórnmál- anna tók hann sér gjarnan bók i hönd og fyrir tilstilli hans kynnt- umst við bræður ekki ófrægari mönnum en Tarzan og Morgan Kane. Afi var alla tíð trúr hugsjónum sínum og bakgrunni og valdi fábrot- inn lífsstíl. Hann þurfti ekki að sýnast meiri en hann var því mikil- mennska hans var fólgin í huga hans og hjarta en ekki í veraldleg- um gæðum. Hann var afskaplega mikill húmoristi, gamli maðurinn, og gerði að gamni sínu jafnvel þótt þrotinn væri að líkamlegum kröft- um og var húmorinn það „líffæri“ sem starfaði best undir lokin. Að lokum þökkum við afa fyrir allt það sem hann var okkur. Minn- ingamar um hann eru ómetanlegar og munu spássera með okkur alla ævi. Guð gefí þér, amma, styrk til að takast á við þennan mikla missi. Jóhann, Hörður og Fríða. Það var tryggð og traust í barmi, trú og von og starfagleði, þrotlaus vilji og þróttur í armi, þolinmæði í öru geði allan dag að aftans beði. (Konráð Vilhj.) Nú er afi fallinn frá eftir vaxandi veikindi sl. ára. Þó að dauðinn sé alltaf jafn sorglegur getur hann þó verið líkn þegar fólk er orðið mjög veikt eins og afi var orðinn. Afi var ákaflega duglegur maður og af- kastaði ótrúlega miklu á þeim 79 árum sem hann lifði. Hann lagði sig allan fram í því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það snéri að pólitíkinni og Alþýðuflokkn- um, verkalýðsmálum, bæjarmálum, félagsmálum, fótbolta, bridsi eða hveiju sem var. Enda var hann allt- af í fremstu röð. Það var alltaf svo gaman að spjalla við afa. Afi þekkti ógrynni af fólki og hvar sem maður var með honum þekkti hann alltaf einhvem sem hann gat stoppað og spjallað við. Það var líka svo gaman að fylgjast með pólitíkinni með hon- um. Hann hafði skoðanir á öllum málum og mér fannst hann alltaf hafa rétt fyrir sér. Líklega hefur hann verið dyggasti stuðningsmað- ur sem Alþýðuflokkurinn hefur nokkru sinni eignast. Þótt alltaf væri nóg að gera hjá afa hugsaði hann vel um stóru fjöl- skylduna sína. Hann fylgdist vel með barnabarnaskaranum sínum, hvað við værum að gera og hvernig gengi í skólanum, hvort við sinntum ekki áhugamálunum og þá sérstak- lega íþróttunum enda mikill íþrótta- maður. Þótt hjartað hafí verið farið að bila, var höfuðið alltaf í lagi og hann fylgdist með því sem var að gerast í kringum hann fram á síð- asta dag. Hann gladdist alltaf með okkur en lét líka vita ef hann var óánægður. Afi var mikill spaugari og iðinn við að gera at í okkur og skemmta okkur. Þau eru ófá skiptin sem hann hefur dansað fyrir mann á stofugólfinu framan við sjónvarpið og pikkað í öxlina á manni og verið horfínn þegar maður sneri sér við. Þegar hann hringdi til að óska manni til hamingju með afmælið þóttist hann aldrei muna hvað mað- ur var gamall. Þegar afí fór til lækn- is sagðist hann alltaf vera að gera læknunum greiða því þeir lærðu alltaf eitthvað nýtt þegar þeir væru að skoða hann, og hann léti þá ekki einu sinni borga fyrir það. Afi fór allra sinna ferða um bæinn á hjóli því hann lærði aldrei að keyra. Hann sagði að það væri nú víst nóg af slysum í umferðinni án þess að hann færi nú að keyra líka. En allt- af var grínið hjá afa góðlátlegt og aldrei heyrði ég hann gera grín að öðru fólki. Stóran hlut í gæfu og gengi afa á amma mín sem alla tíð hefur ver- ið afa stoð og stytta og sérstaklega eftir að heilsu hans fór að hraka. Betri eiginkonu getur sennielga enginn hugsað sér. Það sagði afi að minnsta kosti. Það var alltaf jafn gott og gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu á Sigló. Afi var alltaf búinn að búa til rólu fyrir mann sem hann svo hengdi í snúru- staurana og amma búin að reiða fram veisluhlaðborðið. Svo gátum við setið endalaust og spilað. Aldrei fannst manni heimsóknirnar nógu langar og var gráti nær þegar mað- ur þurfti að fara heim. Afi var ákveðinn en hógvær mað- ur og var lítið fyrir að gorta af eig- in afrekum. Hann mátti ekkert aumt sjá og var alltaf tilbúinn til að hjálpa með hvað sem var og styrkja menn og málefni. Ég minnist þess þegar hann fór margar vikur með fisk niður í vinnu til sín þar sem læða hafði gotið, hvort sem var vinnudag- ur eða frídagur. Það er sárt að geta ekki notið félagsskapar afa lengur en svona er víst lífíð, enginn lifír endalaust SOFFÍA TÚBALS en minningin lifir um góðan mann og góðan afa. Elsku amma. Þú hefur nú misst mikið en mátt vita að þú stendur aldrei ein. Kær kveðja, Kristbjörg Sveinsdóttir. Hin margvíslegu réttindi verka- fólks svo sem atvinnuleysisbætur, réttur til launa í veikindatilfellum, orlof, almannatryggingar, lífeyris- réttur vegna elli, örorku eða maka- missis o.s.frv. þykja nú svo sjálf- sögð að tæpast sé umræðuvert. Miklu oftar er um það talað hve þessi réttindi öll eru lítil og þurfi að vera miklu meiri og betri. I flest- um tilfellum er það að sjálfsögðu rétt. Ef menn setja sér ekki mark- mið og setji sér sífellt að gera bet- ur miðar ekki framávið. En þeir sem ruddu brautina, sprottnir uppúr raunverulegri fátælrt og umkomu- leysi fyrir ótrúlega fáum áratugum; hvað lögðu þeir á sig til þess að skapa þau réttindi og það þjóðfélag sem við nú búum við? Þeir skildu samtakamáttinn, skildu að sameig- inleg, skipulögð heild var líklegri til að skila árangri til betri lífs- kjara, en hver og einn fyrir sig. Jóhann Möller á Siglufirði var einn þeirra sem þetta skildi. Hann var sprottinn uppúr þessum jarðvegi og það var aldrei hik á honum að sýna bæði í orði og verki að hann lifði eftir þeirri hugsjón að það væri sameiginlegt verkefni allra að skila fólki almennt betri lífskjörum — en þó fyrst og fremst þeim sem minnst hafa handa á milli. Hann skildi hlut- verk liðsheildarinnar, hvort sem var i verkalýðsbaráttu eða á knatt- spymuvellinum. Á fundum í verka- lýðshreyfingunni, í Alþýðuflokkn- um og raunar hvar sem því varð við komið var hann einbeittur og ákveðinn talsmaður gegn óréttlæti og misnotkun valds og þess, að þeir sem meira höfðu milli handa létu renna til þeirra sem minna höfðu. Hann var ódeigur að benda á brestina; að hvetja til réttlætis og baráttu fyrir betra og hamingju- samara lífi. Ekki bara fyrir suma — heldur fyrir alla. Við sem áttum samleið með Jó- hanni, mörg okkar í áratugi, á þing- um og fundum í verkalýðshreyfing- unni, í Alþýðuflokknum, í sveita- stjórnarmálum og hverskonar starfi öðru þessu tengt, minnumst nú hugsjónamannsins. Við minnumst hvatningarorðanna og brýninganna sem stundum sveið örlítið undan og undirritaður minnist allra símtal- anna. Sjaldnast voru þau löng. En alltaf um það sem okkur fannst vera aðalatriðið á þeirri stundu. Eitthvert dægurmálið sem þjóðar- sálin skalf undan — en var svo kannski gleymt áður en varði. Eitt- hvert baráttumál verkalýðshreyf- ingarinnar eða erfitt viðfagsefni sem forystan var að glima við, nú eða þá muninn fyrr og nú — þrátt fyrir allt. Eða vandamál sameigin- legs kunningja, sem hugsanlegt var að hægt væri að bæta úr. Fyrir mér var Jóhann sá sem benti, hvatti og vann sjálfur sem fyrirmynd á ýmsan máta. Allt á hugsjónagrund- velli jafnaðar og samhjálpar. Ég þykist með réttu geta tekið mér það leyfi að flytja Jóhanni kveðjur og þakklæti fjölda félagsmanna í verkalýðshreyfingunni fyrir alla hvatninguna, eldmóðinn og þá fyrir- mynd sem hann var öðrum. Við Hólmfríður færum Helenu, afkom- endum þeirra Jóhanns og öllum þeim tengdum innilegar samúðar- kveðjur. Jón Karlsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit töivusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins I bréfasima 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn s!n en ekki stuttnefni undir greinunum. + Soffía Túbals fæddist í Múiakoti í Fljótshlíð 22. jan- úar 1902. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 20. júní síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hlíðarendakirkju 28. júní. Mig langar að minnast hennar Soffíu með örfáum orðum. Alla mína tíð hef ég þekkt Soffíu enda er ég nafna hennar. Á öllum afmæl- um og jólum kom Soffía eða sendi mér pakka ef hún komst ekki til mín. Systrum mínum fannst þetta frekar óréttlátt því aldrei fengu þær neitt. En það var fyrir 5 árum að ég kynntist henni mjög vel. Ég og Agnar, sambýlismaður minn, flutt- um frá Keflavík til Reykjavíkur. Hann var að fara í nám við Háskól- ann. Soffía vildi allt fyrir fólk gera, ég tala nú ekki um ef fólk var að mennta sig. Henni fannst alveg agalegt að við skyldum fara að leigja og bauð okkur að búa á efri hæðinni hjá sér. Þannig væri hún öruggari að vita af einhveijum í húsinu. Við bjuggum hjá Soffíu í tæp tvö ár. Á þeim tíma var oft gaman að setjast niður og hlusta á sögur úr Fljótshlíðinni, hestaferð- irnar sem hún fór með fjöldann all- an af fólki, t.d. yfír Arnarvatnsheið- ina. Þegar hún varð fyrst ástfangin varð það að eilífu i hennar huga en aðstæður á þeim árum urðu til þess að þau fengu aldrei að njóta hvort annars. Hún varð aldrei ást- fangin aftur og bjó ein til æviloka. Að skoða ljósmyndasafnið hennar var stórkostlegt. Á því sást að mik- il listamanneskja var þar að verki. Hún var mikill náttúruunnandi sem sést best á þeim fjölda tijáa sem hún gróðursetti í Fljótshlíðinni. í mörg ár fyrir mína tíð var hún með öskjugerð, fyrst á Laugaveginum og síðar á Njálsgötunni þar sem hún bjó síðast. Kettir voru velkomn- ir til hennar enda átti hún orðið þijá á tímabili. Alltaf fór hún út í búð að kaupa fyrir kettina þó illa viðraði því ekki máttu þeir verða svangir. Soffía var sérstök kona, ákveðin og hjartahlý í senn. Það voru ekki margir sem komust að hjarta hennar en mér fannst ég ná til hennar og það var góð tilfinning. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Soffíu. Að- standendum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Soffíu Túbals. Mig langar að kveðja hana með Ijóði sem amma mín orti og er á þessa leið. Kveðja vinir, vegir skilja, visna blóm á kaldri braut. Ei neitt er hægt fyrir dauða dylja, dvín þar líf og hverfur þraut. Upp til ranna sólar svífur sálin þreytt í himingeim, lífsins hinsta lðður klýfur, líður burt og kveður heim. Okkar leið er allra að skilja, enginn sér þar kaupir fri ei er spurt um vinarvilja eða vitað nokkrum manni í. Þreyta bæði og sárar sorgir syrgjendanna hjörtu sker, upp til himins háar borgir minn hugur fer og mætir þér. (Sigurunn Konráðsdóttir.) Soffía Heiða Hafsteinsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í simbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS H. VÍGMUNDSSONAR bifreiðastjóra, Eskihlfð 35. Anna María Aðalsteinsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Kristín Waage, barnabörn og barnabamabörn. Kaeru vinir! Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og afa, ÁRNA GÍSLASONAR skipstjóra, Hólastekk 1, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Freyja Haraldsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall og jarðarför okkar ástkæru INGIBJARGAR SIGRÍÐAR SKÚLADÓTTUR. Karl Eiríksson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.