Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1997 39
h
i
I
I
J
J
j
I
J
:
J
I
I
i
i
í
Morgunblaðið/Amaldur
VEIÐIMAÐUR þenur köstin í Þverá í Borgarfirði þar sem
veiði hefur gengið nokkuð vel það sem af er.
Hörkuganga í
Laxá í Kjós
VEIÐI hefur tekið vel við sér í
Laxá í Kjós síðustu daga og
kröftugar göngur hafa skilað
sér með vaxandi straumi. Mest
er um mjög vænan smálax að
ræða, en stórir laxar eru enn í
bland og enn eru menn að sjá
nokkra mjög stóra fiska í ánni.
Mikil eftirvænting er með yfir-
standandi straum og gera marg-
ir því skóna að með honum komi
fyrstu vísar þess hvort vertíðin
verði gjöful eða í slakari kantin-
um.
„Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt og smálaxinn er
þetta 6-7 pund. Ég veit ekki
hvort maður eigi að kalla þetta
smálax lengur. Ólafur Helgi
Ólafsson fyrrum veiðivörður við
Laxá segir að hann hafi ekki
séð Laxá jafn líflega í byrjun
júlí í áraraðir. Hann veit hvað
hann syngur í þeim efnum, alinn
upp á bökkum árinnar,“ sagði
Ásgeir Heiðar leigutaki Laxár í
Kjós í gærmorgun. Þá voru
komnir um 220 laxar á land,
vatnsmagn í ánni var gott og
taldi Ásgeir Heiðar fulla ástæðu
til bjartsýni með framhaldið.
„Mér sýnist að Laxá sé á leið
upp úr öldudal síðustu sumra,“
bætti hann við.
Smálax sýnir sig aðeins
„Þetta er búið að vera mjög
dauft, en við fengum tvo smá-
laxa fyrir neðan Æðarfossa í
gærmorgun og misstum þrjá.
Það var eins og eitthvert líf
væri að kvikna og vonandi verð-
ur framhald á því,“ sagði Orri
Vigfússon í gærmorgun, en
hann var við veiðar í Laxá í
Aðaldal. Voru komnir að hans
sögn um 80 laxar á land.
Misjafnt
á hálendinu
Mjög misjöfn silungsveiði
hefur verið í hálendisvötnum
það sem af er sumri. Það er
stöðugur straumur veiðimanna
inn á gólf til Ingólfs Kolbeins-
sonar í Vesturröst og auk þess
selur verslunin veiðileyfi í sum
þekktari hálendisvatnanna. Ing-
ólfur sagði það sameiginlegt
með Þórisvatni, Kvíslaveitum,
Köldukvísl og Veiðivötnum að
mjög léleg veiði hefði verið.
„Kaldakvíslin er alltaf dyntótt,
en á hinum stöðunum kvarta
menn hreinlega yfir því að þeir
sjái lítið af fiski. Mig grunar auk
þess að dagar Þórisvatns gætu
senn verið taldir sem veiðivatns
þar sem stækkun virkjunarlóna
mun að öllum líkindum grugga
vatnið upp fyrr eða síðar,“ sagði
Ingólfur.
Veiði hefur verið afburðagóð
í vötnum á Arnarvatnsheiði.
Fiskur var örlítið tregur í fyrstu,
en ræst hefur úr því. Bestu
fréttirnar berast frá Arnarvötn-
unum báðum, Úlfsvatni,
Reykjavatni, Veiðitjarnarlæk,
Austurá og Hlíðarvatni. Fleiri
vötn eru á þessum slóðum og
gefa öll vel, en veiði er þó háð
veðri; í roki gruggast hin grunnu
vötn upp.
Afar góð skot hafa og komið
í hinum ýmsu vötnum á Skaga
og hafa menn verið að taka tugi
fiska á skömmum tíma þegar
best lætur.
Risi í Stóru-Laxá
Veiðimaður að nafni Þórir
Hlynur Þórisson gerði góða ferð
á efsta svæði Stóru-Laxár fyrir
skömmu. Víða var fisk að sjá
og dró Þórir tvo stóra, 14 og
16 punda úr Hólmahyl. Þar setti
hann síðan í mikið ferlíki sem
sleit hjá honum gilda línu eftir
hálftíma glímu. Vitni á árbakk-
anum báru að fiskurinn hefði
alls ekki getað verið undir 30
pundum og sennilega nokkru
þyngri.
jj Djass á Café
í Au Lait
DJASSTRÍÓ Árna Heiðars leikur
á Café Au Lait í kvöld, sunnu-
dagskvöld, kl. 22.
Meðlimir tríósins eru að vanda
Tómas R. Einarsson á kontra-
bassa og Matthías Hemstock á
trommur auk Árna Heiðars sem
leikur á Fender-Rhodes píanó að
3 þessu sinni. Munu þeir félagar
1 leika þekkta djassstandarda auk
1 frumsamins efnis eftir píanóleik-
arann.
APOTEK
OPIÐ ÖLL KVÖLD
VIKUNNARTIL KL 21 00
HRINGBRAUT 1 19, VIÐJLHÚSIÐ.
í
i
(
- kjarni málsins!
SUMARHÚS í LANDI
KLAUSTURHÓLA - GRÍMSNESI
Til sölu og sýnis núna um helgina J
þetta fallega sumarhús, Brekkuhúl-
ar, í landi Klausturhóla í Grímnesi.
Húsið er á hektara eignarlandi og er ,
í dag 37 fm með mikla möguleika á ' '
stækkun. Kait vatn er í bústaðnum J
og komið rafmagn í landið. Sérstak- i
lega vel frágengið hús. Búið að J
rækta upp lund við húsið. i
VERÐ AÐEINS 2,5 MILLJÓN KRÓNA.
LÁRA VERÐUR Á STAÐNUM SUNNDAG i
UPPL. I' SÍMA 899-1931 kl 13-16 j
LEIÐIN: keyrt er eins og að Minni- Borg. Ca 9 km frá Þrastalundi er beygt inn |
BÚRFELLSVEG og keyrt austur ca 2,5 km. þangað til komið er að skilti merktu
KLAUSTURHÓLL þar er beygt inn og keyrt um EFTRI VEG ca 800 metra, þar er =
land á hægri hönd merkt BREKKUHÓLAR (er númer 24) en skiltið er máð.
V.
Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568 2800.
FASTE I6NASALA N
FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI
Síðumúli 1, sími 533 1313
OPIÐÍDAG FRÁ KL. 12-14
Stigahlíð Um er að ræða 257 fm hús
með góðum stofum og möguleika á sér
fbuð í kjallara. Hentug sólverönd í suður,
svalir útaf hjónaherbergi með tröppum
niður í garð, Upplagt er að hafa sundlaug
í garðinum. Bilskúr fylgir. Húsið þarfnast
smávægilegra lagfæringar. Stutt er í alla
skóla, verslanir og heilsugæslu.
Njálsgata Björt og falleg 62 fm ris
íbúð með sér inngangi. Allt nýtt! Nýjar
innréttingar, nýtt eldhús og bað, Hér
þarft þú ekkert að gera, bara flytja inn.
Ákv. 2,2 millj. byggsj. Verð 5,5
Alfholt Um er að ræða 140 fm efri
sérhæð í tvibýli með 4 svefnh., sóistofu,
búr og þvottahúsi innaf eldhúsi o.fl.
Skipti koma til greina á minni eign í
Kópavogi. Áhv. 2,3.
Gott sérbýli óskast, heist
með aukaherb. eða aðstöðu með
sér inngangi, sem gæti hentað sem
nuddstofa. Vesturbær eða Þing-
holtin er óskastaðsetning, tilbúinn
að ath. aðrar staðsetningar ef að-
staða er góð. Verð allt að 9 millj.
Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með
aðeins einu stmtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með
ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna
áður en hún losnar og komdu (veg fyrir að hún standi auð og arðlaus.
Skráning í síma 511-1600
L
EIGULISTINN
LEIGUMIÐLUN
Skipholti 50B. • 105 Reykjavík