Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Dýraglens
Ferdinand
List kontra
handverk
Frá Helga Ásmundssyni:
LIST og handverk eru þættir sem
að áliti undirritaðs ætti glögglega
að skilja að þegar listrænt mat er
lagt á verk listamanns. Gott hand-
verk er aðalsmerki nytjalistar og
var stétt handverksmanna áber-
andi hér á öldum áður en það voru
ekki hinir eiginlegu listamenn,
hinsvegar voru dæmi þess að lista-
menn höfðu handverksmenn í
vinnu við gerð stærri verka svo sem
veggmyndir (freskur), meistarar
eins og Leonardo Da Vinci, og
gera enn, t.d. Erró. Myndhöggvar-
ar njóta þá oft í dag aðstoðar þeirra
sem kallaðir hafa verið vandalaus-
ir handverksmenn og er þá átt við
faglærða iðnaðarmenn við út-
færslu stærri verka og eru þá lista-
menn hinir eiginlegu hugmynda-
smiðir.
Þannig byggir list öðru fremur
á innsæi og vinnu listmanna ætlað
að standa sem sjálfstæð verk en
ekki skoðast sem minjagripir þó
að sú framleiðsla beri að mörgu
leyti vott um gott handverk á Is-
landi í dag. Annað ber fyrst og
fremst vott um viðhorf íhaldsamrar
borgarastéttar sem lítur á list sér
til eignar eða sem hveija aðra
heimilisprýði meðan listsköpun er
í dag hveijum listamanni áskorun
og persónuleg ögrun.
Má segja að þetta sem orðið er
þrálát klisja í skrifum Braga Ás-
geirssonar um núlistir beri hans
eigin listsköpun síst vott því að í
upphafi listferils síns safnaði hann
ýmsu tilbúnu smádóti gjarnan á
fjöruferðum og kom fyrir á mynd-
fleti, nokkuð sem þykir allra hefð-
bundnasta listviðhorfi jafnvel til
storkunar. í dag málar hann gjarn-
an á masonít plötur og fylgir þar
ekki hinni aldagömlu akademísku
hefð málverksins um að mála á
striga. Má því spytja sig hveijum
hann sé í rauninni að þóknast með
slíkum skrifum.
Má benda á að margir af þekkt-
ustu listamönnum síðustu áratuga
eru öðru fremur þekktir fyrir per-
sónulegan stíl en lítt fágað hand-
bragð, leyfi ég mér að nefna Míró
og aðra þá sem á sínum tíma voru
kenndir við fijálsa og óheflaða tján-
ingu, svokallaða expression, en í
anda þeirrar stefnu máluðu jafnvel
íslenskir listamenn nokkuð samtíma
fyrrnefndum listrýni og listamanni.
Virðingarfýllst.
HELGIÁSMUNDSSON,
Ljósheimum 22,
Reykjavík.
Lykill að landinu
Frá Jóni Ögmundi Þormóðssyni:
AF GÓÐUM viðtökum að dæma
kunna Iandsmenn vel að meta hina
endurskoðuðu Vegahandbók á
ferðalögum sínum um landið. Af
því tilefni virðist rétt að spyija
hvort menn ættu ekki að benda
erlendum vinum sínum og öðrum
útlendingum, er ferðast um landið,
á að athuga gildi bókarinnar í
nýju ensku útgáfunni, The Visit-
or’s Key to Iceland, eða nýju þýsku
útgáfunni, Island Atlas. Bækurn-
ar, eins margþættar og þær eru,
sýnast geta orðið þeim útlending-
um, er áhuga hafa á landinu, ómet-
anlegur ferðafélagi. Þær eru mjög
handhægar og gagnorðar og taka
fram þeim bókum um ferðaiög er-
lendis er ég hef kynnst.
JÓN ÖGMUNDUR ÞORMÓÐSSON,
Laugarásvegi 29, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
HORNIÐ Á LÆKJARTORGI
Til leigu er verslunarhúsnæði í
Lækjargötu 2, hornið við Lækjartorg.
Húsnæðið er laust nú þegar.
Upplýsingar veittar
í síma 562 1088 á skrifstofutíma.