Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 56
Si ma b a n ki 560 6060 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI^tCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆH 1 SUNNUDAGÚR 6. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Starfsmenn skortir til verklegra framkvæmda Rugluðust á vatni og O vodka LÖGREGLAN á Egilsstöðum fékk í fyrrinótt að reyna gest- risni Snigla nokkurra, sem halda mót í Végarði í Fljótsdal. Þeir ætluðu að þiggja af þeim heitt kakó, sem er blandað þannig að kakódufti er hrært út í heitt vatn. Lögreglumönn- um þótti kakóið fullsterkt enda reyndust gestgjafarnir hafa ruglast á vatni og vodka! Ökumaður á þrítugsaldri velti jeppabifreið sem hann ók innan- bæjar á ísafirði snemma í gær- morgun. Maðurinn slapp með minniháttar meiðsl en bfllinn er, að sögn lögreglu, töluvert skemmdur. Maðurinn, sem var einn í bflnum, er grunaður um ölvun við akstur. VERKLEGAR framkvæmdir eru miklar í landinu um þessar mundir og víða vantar fólk í vinnu. Að sögn Páls Sigurjónssonar, forstjóra Is- taks, hefur fyrirtækið aldrei haft jafn mikil verkefni framundan í 27 ára sögu þess. Fyrirtækið hefur bætt við tölu- verðu af fólki, bæði tímabundið og til frambúðar, og segir Páll að það hafi gengið nokkuð vel fram til þessa. Það gæti þó átt eftir að breyt- ast. Hann nefnir sérstaklega miída aukningu tæknimanna, íjöldi verk- fræðinga hjá fyrirtækinu hafi nær tvöfaldast síðustu tvö misseri. Sum stærstu verkefna Istaks vinnur fyrirtækið í samstarfí með öðrum. Páll segir helstu verkefnin vera Hvalíjarðargöng, steypuvinnu hjá Norðuráli á Grundartanga, að- komugöng og stöðvarhús á Sultar- tanga, viðgerð flugskýlis á Keflavík- urflugvelli og byggingu Engjaskóla í Reykjavík. Páll segir fyrirtækið vera með næg verkefni fram yfir aldamót. Vantar smiði og múrara Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, segir óhætt að segja að allt sé í fullum gangi. Hann segir að starfsmannaskortur sé far- inn að gera vart við sig í ýmsum greinum. Nú vanti t.d. bæði trésmiði og múrara og jafnvel pípulagninga- menn. Hann segir stærri fyrirtæki vera í stórum verkefnum sem verði í gangi áfram og þau geti ráðið menn til lengri tíma en mörg hinna smærri séu í útboðsverkefnum sem taki stuttan tíma og þau reyni að tryggja sér mannskap meðan þau verkefni séu unnin. Hann segir eitthvað um yfirborg- anir, eins og alltaf gerist þegar keppt sé um vinnuafl, en hins vegar hafi menn lært það af kreppunni að þeir vilji frekar hafa öryggi en fá ein- hveijar krónur aukalega í nokkrar vikur. Haraldur segir vinnuna í vor hafa farið af stað í líkingu við það sem menn þekki frá fyrri tíð. Menn hafi verið vanir að það yrði alltaf nóg að gera á vorin en það hafi einfald- lega ekki gerst í fyrra og árið þar áður. Það hafí hins vegar gerst núna og þótt margir hafi ekki verkefni nema fram á haust þá séu menn bjartsýnni en áður um að vinnan detti ekki niður strax aftur. Haraldur segir að íbúðasala sé að aukast en þó ekki alls staðar á land- inu. Mest breyting sé á suðvestur- horninu en á landsbyggðinni sé lítið að gerast í þeim efnum, jafnvel þótt þar sé talsvert um framkvæmdir víða. Það sé helst á Akureyri sem eitthvað sé byggt af íbúðum. Morgunblaðið/Kristján ÞURÍÐUR Steindórsdóttir fylgist með slökkviliðsmönnum að störfum í gærmorgun. Vatnselgnum fylgdi mikill sandur og drulla eins og sést á myndinni. Stórtjón í kjallaraíbúð á Akureyri Heyrði lækjarnið úr svefnherberginu STÓRTJÓN varð í kjallaraíbúð í tvíbýlishúsi við Lönguhlíð 15 á Akureyri í gærmorgun. Rör við brunahana framan við húsið fór í sundur, með þeim afleiðingum að vatn flæddi í íbúðina og fylgdi vatninu mikill sandur og drulla. Ibúarnir, Tobías Sigurðsson og Þuríður Steindórsdóttir, vöknuðu *upp við vondan draum um kl. 6.30 í gærmorgun. „Ég heyrði lækj- arnið úr svefnherberginu," sagði Þuríður. Þegar þau opnuðu fram á gang blasti við þeim heldur óyndisleg sjón. Gamall niðurgraf- inn kyndiklefi í austurhluta húss- ins tók við mesta vatninu og því flæddi það ekki um alla íbúðina. ' Vatnsmagnið framan við útidyrn- ar var hins vegar svo mikið að þau Tobías og Þuríður treystu sér ekki til að fara þá leið út úr hús- inu og þurftu að skríða út um glugga á norðurhlið hússins. Tveir menn frá Slökkviliði Akur- eyrar komu fljótlega á staðinn með vatnssugur en töldu strax ástæðu til kað alla eftir frekari mannskap og búnaði. Eftir að búið var að loka fyrir vatnið í götunni gekk nokkuð vel að hreinsa það upp en eftir var mik- ið af sandi og drullu. Tóbías og Þuríður fluttu inn í íbúð sína í janúar sl. og hafa ver- ið að taka hana í gegn frá þeim tíma. Sigurður Sigurðsson slökkviliðsmaður sagði að stór- tjón hefði orðið á íbúðinni, m.a. á milliveggjum og gólfefnum. MALBIKIÐ á gangstéttinni hrundi niður í kringum brunahanann, eftir að öllum jarðvegi skolaði burtu. Ekki urðu skemmdir í nærliggj- andi húsum en mikið vatn flæddi einnig inn á lóð við húsið númer 13 og mátti litlu muna að þar flæddi einnig inn í hús. Rétta átti í máli norska loðnuskipsins Skipstjóri ákærð- ur fyrir fölsiin LÖGREGLURANNSÓKN og yfir- heyrslur vegna meintra brota norska loðnuskipsins Kristian Ryggefjord héldu áfram í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var talið fullvíst að sýslumaður myndi gefa út ákæru á hendur skipstjóra skipsins vegna meintra brota á ákvæðum hegning- arlaga og reglugerðar um loðnuveið- ar í íslenskri lögsögu að afloknum yfirheyrslum upp úr hádegi í gær. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í Eyjum kl. 17 í gær en ekki verður tekin ákvörðun um hvort skipinu verður sleppt gegn trygg- ingu fyrr en búið er að rétta í málinu. Rangar stað- og tímasetningar Lögregluyfírvöld í Vestmannaeyj- um höfðu skipið i haldi meðan á rannsókn málsins stóð og var skip- stjórinn Einar Evröy færður til skýrslutöku í gærmorgun ásamt túlki og lögmanni sínum. Sýslumað- ur hafði þá einnig farið yfír skýrslu skipherra Landhelgisgæslunnar um hin meintu brot skipstjórans. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru að lokinni rannsókn allar líkur taldar á að skipstjóranum yrði birt ákæra fyrir að hafa m.a. falsað afladagbækur, brotið reglur um tilkynningar, gefið rangar til- kynningar og ekki virt reglur um tilkynningar inn og út úr landhelgi. Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa fengið fregnir af að Landhelgisgæslan hefði tekið Kristian Ryggefjord fyrir brot á reglum um fiskveiðar. Bye sagði að hér væri um að ræða lögreglu- mál sem myndi væntanlega hafa sinn framgang í íslenska réttarkerf- inu, en hann kvaðst myndu fylgjast með gangi þess. Hugmyndir um olíuhreinsistöð á íslandi 35-40 milljarða kr. fjárfesting VERÐI hugmyndir um að reisa olíu- hreinsistöð hér á landi að veruleika er ljóst að um yrði að ræða mikla fjárfestingu sem gæti numið um hálfum milljarði bandaríkjadala eða 35-40 milljörðum íslenskra króna, skv. upplýsingum Halldórs Asgríms- sonar utanríkisráðherra. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að rússneskir og bandarískir aðilar hafa sýnt þessu máli áhuga, en það er þó skammt á veg komið. „Það er um það bil eitt ár síðan þetta mál kom upp og menn hafa talið sjálfsagt að skoða það. Það er hins vegar ljóst að þetta er á algeru frum- stigi og engin ákvörðun hefur verið tekin um málið,“ segir Halldór. Aðspurður staðfesti Halldór að komið hefði til tals að umrædd hreinsistöð yrði reist á Austfjörðum ef af þessu verður. „Það sem er áhugavert við þetta mál er að með því að hreinsa olíu hér á landi myndi verð á þessum afurðum lækka mikið og tiltölulega lítil mengun er af slíkri hreinsistöð. Hins vegar fylgir því vissulega hætta að flytja hráolíu til landsins. Siglingaleiðin til Austur- lands er víða mjög hrein og lítið um sker eins og til dæmis fyrir utan Seyðisfjörð," segir Halldór. „Við höfum talið sjálfsagt að skoða kosti og galla þessa máls. Það er enginn vafi á því að það myndi styrkja þéttbýlið á Austuriandi og grundvöll fyrir jarðgangagerð á milli byggðarlaga að fyrirtæki á borð við þetta risi,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.