Morgunblaðið - 15.08.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.08.1997, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C/D 182. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS McVeigh dæmd- ur til dauða Denver. Reuter. TIMOTHY McVeigh var í gær dæmdur til dauða fyrir sprengjutil- ræði í Oklahomaborg árið 1995 sem kostaði 168 manns lífið. Áður en dómarinn kvað upp dauðadóminn rauf McVeigh þögn sína í réttarhöldunum með því að lesa eina setningu, tilvitnun í Louis Brandeis, fyrrverandi hæstaréttar- dómara: „Stjórn okkar er hinn al- máttugi kennari, alls staðar nálæg- ur, í þágu góðs og ills, hún kennir allri þjóðinni með fordæmi sínu.“ „Þetta er allt sem ég vil segja,“ bætti hann síðan við. Dómarinn gaf fyrirmæli um að McVeigh, sem er 29 ára gamall, yrði tekinn af lífi með banvænni sprautu. Dagsetningin hefur þó ekki verið ákveðin, enda hyggst McVeigh áfrýja dómnum. Sakborningurinn afhenti dómaranum bréf þar sem hann kvaðst vilja annan aðalveij- anda í stað lögfræðingsins Stephens Jones. McVeigh gagnrýndi verjand- ann í viðtali við bandarískt dagblað á dögunum og sakaði hann um að hafa „klúðrað rnálinu". Veijendur McVeighs vildu ekki tjá sig um hvers vegna hann valdi til- vitnuna í Brandeis, sem tók oft af- stöðu gegn tilraunum ríkisvaldsins til að skerða rétt einstaklingsins. Lögfræðingar sem fylgdust með réttarhöldunum telja að með tilvitn- uninni hafi McVeigh viljað koma á framfæri þeirri skoðun að alríkis- stjórnin hafi beitt grimmilegum að- ferðum og einstaklingarnir þurfi að svara í sömu mynt. Talið er að hann hafi viljað hefna árásar lögreglunnar á sértrúarsöfnuð í Waco tveimur árum áður en sprengjan sprakk í Oklahomaborg. Reuter INDVERSK börn kveikja á kertum við þinghúsið í Nýju Delhí til að krefjast þess að þingið geri ráðstaf- anir til að útrýma barnaþrælkun í landinu. Indversk stjórnvöld segja að 18 milljónir indverskra barna vinni í stað þess að ganga í skóla en mannréttindahreyfingar segja þau miklu fleiri, eða um 55 milljónir. Mír-geim- farar lentir Hátíðahöld á Indlandi í tilefni 50 ára sjálfstæðisafmælis Hvatt til þjóðarátaks gegn fátækt og spillingu Moskvu. Reuter. TVEIR Rússar úr áhöfn geimstöðv- arinnar Mír lentu heilir á húfi í óbyggðum Kasakstans um hádegisbil að íslenzkum tíma í gær, og luku þar með hálfs árs iangri dvöl í geimnum, sem sennilega var erfiðasti leiðangur í sögu mannaðra geimferða. Geimfararnir tveir, Vassilí Tsiblíjev, yfirmaður áhafnarinnar, og Alexander Lazútkín, voru þreyttir er þeim var hjálpað út úr Soyuz-geim- farinu, sem flutti þá í gegnum gufu- hvolfið, en glaðir og við góða heilsu miðað við aðstæður. Tvímenningarnir, einkum þó áhafnarstjórinn Tsiblíjev, mega búast við því að þurfa svara mörgum erfið- um spurningum þar sem líkum er að því ieitt að Tsiblíjev hafi verið ábyrgur fyrir mistökum, sem leiddu til áreksturs ómannaðs birgðafars við Mír 25. júní sl. Áreksturinn olli alvar- legum skemmdum á geimstöðinni. ■ Sex mánaða erfíð dvöl/20 Nýju Delhí. Reuter. KOCHERIL Raman Narayanan, forseti Indlands, hvatti í gær til þjóðarátaks gegn fátækt og spill- ingu í ræðu sem hann flutti í tilefni af því að hálf öld er liðin frá því Indland fékk sjálfstæði. Forsetinn sagði að Indvetjar hefðu unnið ýmis afrek frá því þeir öðluðust sjálfstæði 15. ágúst 1947. Þeim hefði m.a. tekist að tryggja einingu landsins, treysta lýðræðið í sessi og stuðla að verulegum hag- vexti. Hann hvatti hins vegar Ind- veija til að íhuga ýmsar „brotalam- ir“ sem hann sagði dragbíta á frek- ari framförum. „Þótt við höfum náð verulegum árangri, er staðreyndin sú að við höfum ekki getað útrýmt fátækt, fáfræði og sjúkdómum sem hafa heijað á þjóðina,“ sagði Narayanan, sem er fyrsti maðurinn af lágstétt hindúa sem hefur verið kjörinn þjóð- höfðingi þessa fjölmennasta lýðræð- isríkis heims. „Við stöndum langt að baki öðr- um þjóðum," bætti forsetinn við. „Við verðum að koma á frekari umbótum án þess að raska við- kvæmu og flóknu jafnvægi í samfé- lagi okkar.“ Narayanan kvaðst hryggur yfir þeirri hnignun, sem orðið hefði í indverska samfélaginu eftir daga þjóðarleiðtogans Mahatma Gandhis, sem var myrtur árið 1948. „Helber hentistefna og einskisverð pólitík, sem byggist á ógnunum" hefði tek- ið við af hugsjónum Gandhis og samstarfsmanna hans og gegndar- laus spilling í stjórnkerfinu græfi undan lýðræðinu. „Víðtæks þjóðará- taks er þörf til að hreinsa kerfið." Forsetinn flutti ræðuna á sérstök- um þingfundi á miðnætti að staðar- tíma í sama þingsal og Jawaharlal Nehru, fyrsti forsætisráðherra Ind- lands, flutti ræðu þegar landið fékk sjálfstæði eftir rúmra tveggja alda yfirráð Breta. Herinn var með mik- inn öryggisviðbúnað á svæðum þar sem aðskilnaðarsinnar hafa framið hermdarverk og í höfuðborginni, Nýju Delhí, vegna hátíðahaldanna. Aðskilnaðarsinnum tókst þó að varpa skugga á afmælishátíðina með sprengjutilræði í Assam-ríki í norðausturhluta landsins. Sjö manns biðu bana og átta særðust þegar sprengja sprakk á járnbraut- arteinum, sem varð til þess að far- þegalest fór út af sporinu. ■ Efnahagslegt stórveIdi/28 Reuter PAKISTANSKAR stúlkur í þjóðbúningum halda á fánum á úti- fundi í íslamabad í tilefni af hálfrar aldar sjálfstæðisafmælinu. Pakistanar vilja frið- mælast við Indverja Islamabad. Reuter. PAKISTANAR minntust þess í gær að hálf öld er liðin frá því þeir fengu sjálfstæði og forsætisráðherra þeirra, Nawaz Sharif, sagði að semja þyrfti um varanlegan frið við Ind- veija og leysa deilu þjóðanna um Kasmír. Pakistanar héldu upp á afmælið með flugeldasýningum, ræðum og fundahöldum og tugþúsundir manna söfnuðust saman á götum Rawal- pindi, Lahore, Peshawar og Karachi. Sharif sagði að stjórn landsins hefði hafið viðræður við Indveija vegna þess að ráðamenn þjóðanna gerðu sér æ betur grein fyrir því að leysa þyrfti deiluna um Kasmír sem hefur staðið í 50 ár. „Óhemjumiklu fé hefur verið sóað vegna átaka og vígbúnaðarkapp- hlaups landanna," sagði forsætisráð- herrann. „Þetta hefur einnig svipt þjóðir landanna tveggja friði og hag- sæld.“ Sharif fór einnig lofsamlegum orðum um kasmírska aðskilnaðar- sinna sem hafa barist gegn yfirráð- um Indlands yfir tveimur þriðju Kasmírs. „Sjálfstæði okkar verður fullkomnað þegar allir bræður okkar í Kasmír fagna sjálfstæðinu með okkur.“ Þriðjungur Kasmírs tilheyrir Pak- istan og Indveijar hafa sakað Pakist- ana um að hafa aðstoðað múslímska uppreisnarmenn á indverska hluta landsvæðisins. Uppreisnin hefur kostað 20.000 manns lífíð frá árinu 1990. Pakistan, sem er einkum byggt múslímum, fékk sjálfstæði 14. ágúst 1947 eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að skipta indversku krúnu- nýlendunni í tvö ríki. Indland fékk síðan sjálfstæði daginn eftir og skiptingin olli miklum þjóðflutning- um og átökum sem kostuðu hundruð þúsunda manna lífið. Nokkrum mán- uðum síðar hófust átök milli Ind- veija og Pakistana vegna Kasmírs og þeim lauk með vopnahléi árið 1949. Deilan leiddi þó til stríðs milli ríkjanna í september 1965 og aftur í desember 1971.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.