Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 29
28 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRl: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SJALFSTÆTT
INDLAND í 50 ÁR
INDVERJAR fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá
því að Indland öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi. Þess-
ari stærstu og fjölmennustu nýlendu Bretaveldis var skipt
í tvennt, Indland og Pakistan, þegar Bretar héldu á brott
og réðu trúarbrögð skiptingunni.
Sú skipting byggðist meira á pennastrikum á landa-
korti en raunverulegum aðstæðum líkt og svo oft er nýlend-
urherrar drógu ný landamæri í framandi heimsálfum.
Þrívegis hafa Indverjar og Pakistanar háð stríð í kjölfar
þess að ríkin urðu sjálfstæð og enn ríkir mikil spenna í
samskiptum ríkjanna. Þá hlaut Austur-Pakistan sjálfstæði
sem ríkið Bangladesh árið 1971.
Indverjar gera gjarnan tilkall til að vera fjölmennasta
lýðræðisríki heims. Þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið í
hálfrar aldar sögu landsins er það tilkall réttlætanlegt.
Hinar 950 milljónir er byggja Indland eru hins vegar einn-
ig meðal fátækari þjóða heims. Efnahagslíf landsins hefur
einkennst af óstjórn, niðurdrepandi ríkisafskiptum og spill-
ingu er nær langt inn í raðir hinnar .pólitísku forystu. í
byrjun þessa áratugar var Indland nær gjaldþrota og grip-
ið var til viðamikilla efnahagsumbóta er virðast ætla að
skila undraverðum árangri. Annað verkefni og ekki síður
mikilvægt er að uppræta spillinguna er gegnsýrir stóra
hluta indverska stjórnkerfisins.
Indveijar verða einnig að finna lausn á þjóðernisdeilum
innan landamæra sinna og auknum áhrifum heittrúaðra
hindúa er vilja hverfa frá veraldarhyggjunni er hefur ein-
kennt indverskt stjórnarfar.
í ljósi stormasamrar sögu sjálfstæðs Indlands hefur
þeim tekist að viðhalda lýðræðislegu stjórnarfari og frjálsri
þjóðfélagsskipan. Það er mikið afrek í jafnfjölmennu og
fjölskrúðugu ríki og Indlandi, þótt hin sögulega stétta-
skipting landsins hafi stundum sniðið frelsinu þröngan
stakk. Á þessum tímamótum gefst Indverjum kjörið tæki-
færi til að meta þróun undanfarinnar hálfrar aldar, mis-
tök sín jafnt sem sigra, og leggja grunninn að sókn inn
í framtíðina.
STUÐNINGUR
VIÐ RÚSSLAND
GREINAFLOKKUR blaðamanns Morgunblaðsins um
ástand mála í Múrmansk-héraði í Rússlandi, sem
birzt hefur hér í blaðinu undanfarna daga, færir lesendum
heim sanninn um þau gífurlegu vandarnál, sem þetta ná-
grannaríki okkar á við að etja. Úrelt efnahagskerfi sovét-
tímans er enn að stórum hluta við lýði, umhverfismálin
eru yfirþyrmandi og fátækt flestra íbúanna skelfileg.
Vandamál þessa hluta Rússlands eru um leið vandamál
íslendinga og annarra norrænna ríkja. Fátæktin og van-
traustið á stjórnvöldum eykur líkurnar á að öfgamenn
hljóti aukið fylgi og slíkt getur grafið undan öryggi í
þessum heimshluta. Mengun virðir ekki landamæri og
getur haft skaðleg áhrif á lífríki á Norðurlöndum. Kjarn-
orkuúrgangurinn, sem geymdur er um borð í skipum,
getur jafnvel ógnað lífsviðurværi íslenzku þjóðarinnar -
enginn veit hvaða afleiðingar kjarnorkuslys í norðurhöfum
gæti haft.
Það er því rík ástæða til þess fyrir Norðurlönd að veita
norðvesturhéruðum Rússlands sérstakan stuðning til að
koma undir sig fótunum. Sturla Böðvarsson alþingismað-
ur, sem á sæti í nærsvæðanefnd Norðurlandaráðs, tekur
réttan pól í hæðina þegar hann segir að stefna beri að
því að samskipti Norðurlanda og norðvesturhéraða Rúss-
lands eigi að verða á viðskiptagrundvelli frekar en að um
bein fjárframlög sé að ræða. Miklu skiptir að virkja einka-
framtakið í Rússlandi - aðeins þannig getur efnahagslífið
náð sér til lengri tíma litið.
ísland á nú þegar mikil viðskipti við Múrmansk-svæðið,
meðal annars í formi kaupa á fiski af útgerðarfyrirtækj-
um. Miklir möguleikar eru þó á enn frekara samstarfi
íslendinga og Rússa, einkum og sér í lagi í sjávarútvegi.
Gerð tvíhliða samnings um sjávarútvegsmál við Rússland,
sem nú er unnið að, væri mikilvægt skref í átt til þess
að efla samskipti, sem báðir hagnast á og geta orðið
undirstaða aukinnar velsældar I báðum löndum um langa
framtíð.
Hálf öld liðin frá því Indland fékk sjálfstæði
E fnahagslegt stórveldi
í nánd eða upplausn?
Indland hefur burði til
að verða fjórða mesta
efnahagsveldi heims á
næstu öld en landið
gæti einnig leyst upp
í nokkur ríki vegna
ýmissa þjóðfélags-
meina, svo sem
spillingar og blóðugra
trúarbragðaátaka.
Bogi Þór Arason
skrifar um ástandið
í landinu í tilefni af
því að Indland hefur
nú verið sjálfstætt
ríki í hálfa öld.
Reuter
JAWAHARLAL Nehru, fyrsti forsætisráðherra Indlands, ávarpar þing landsins aðfaranótt 15. ágúst
1947 þegar landið fékk sjálfstæði.
LEIÐIN TIL SJALFSTÆÐIS
KASMIR
AVO
® Jaipur
Karachi#
Kalkúttaó
® Bombay
GOA
(varö hluti af
Indlandi 1961)
Bangalore
® Madras
; CEYLON
(sjálfstætt 1948,
núSriLanka)
UPPHAF BRESKRA YFIRRAOA
SKIPTINGIN
ÁRTÖLí SÖGUINDLANDS
Austur-lndíafélagið kom upp fyrstu
verslunarstööinni i Surat áriö 1612 og
næstu áratugina fjölgaöi verslunar-
stööunum ört. Breska verstunariéfagið
náði undir sig 3/5 hlutum landsins 1750-
1850 en þaö var leyst upp eftir 14 mánaöa
uppreisn áriö 1857. Breska stjórnin tók
völdin og Indland varö krúnunýlenda.
1885
1905
1919
1929
1930
1945
1947
Eftir 1947
Surat (1612)
Mohandas
Karamchad
(Mahatma) Gandhi
Indverski þjóö-
þingstlokkurinn,
fyrsti stjórnmála-
flokkur alls Ind-
lands, stofnaður
til að knýja fram
pólitískar umbætur
Þjóöþings- Mahatma
flokkurinn tekur Gandhi boðar
að gera kröfur andóf án of-
um heimastjórn beldis gegn
breskum yfir-
ráðum
Þjóðþing, undir
forystu Jawaharlal
Nehru, krefst
algjörs sjál/stæðis
Indlands. Oeirðir
grafa undan
einingu Indverja
Hafnar eru
óhlýðniaðgerðir
án ofbeldis og
60.000 Indverjar
handteknir,
þeirra á meðal
Gandhi
Lok nýlendutímans
nálgast eftir síðari
heimsstyrjöldina.
Kosningar höfðu
leitt í Ijós klofning
milli Múslima-
bandalagsins og
Þjóðþingsflokksins.
Bretar féllust á
skiptingu landsins
vegna vaxandi ólgu.
Pakistan varð til
og Indland fékk sjálf-
stæði 15. ágúst.
Nýju landamærin lágu um
frjósöm iandbúnaðarhéruð
síka, mú§lima og hindúa í
Punjab. Oeirðir blossuðu þar
upp og mikill fólksflótti hófst.
Skipting Bengal hafði sömu
afleiðingar. Talið er að allt að
hálf milljón manna hafi fallið.
Heimildir: Collins Atlas of Twentieth Century World History, Times Atlas of World History, Cultural Atlas of India - Time Life Books, India A Travel Sunrival Kit - Lonely Planet
Landvinningar
Breta
a 1819
I 1857
Indversk riki sem
nutu verndar Breta
Hálf öld er liðin frá því Indland og Pakistan fengu sjálfstæöi.
INDLAND
Landamærin
á árunum
1937-47
Leiötogi furstadæmisins Kasmírs
ákvaö aö þaö yröi hluti af Indlandi
þótt múslimar væm þar í meirihluta.
Þaö leiddi til átaka milli Indlands og
Pakistans sem luku meö vopnahléi 1949
Punjab og , I
Be'ngaláriö 1947leiddi ýí)
til mikils fólksflótta. w
Um sex milljónir múslima I
fóru frá Punjab til Pakistans ij
og um 4,5 milljónir síka og
hindúa til Indlands.
f Bengal flúðu 1,6 milljónir
hindúa frá austurhlutanum
(nú Bangladesh) og þúsundir
múslima leituðu þar athvarfs.
USTUR PAKISTAN
(nú Bangladesh)
Héruð undir breskum i
yfirráðum fyrir 1947 I
Furstadæmi sem
voru háð Bretum
Héruð þar sem
múslimar voru í meirihluta 1931
Helstu heimkynni f 1
sfkafyrir 1947
Flótti múslima
Flótti hindúa
Súluhöfuð, mótað úr sandsteini, í
Sarnath í Uttar Pradesh. Á því eru
fjögur tíguleg Ijón, sem snúa í
norður, suður, austur og vestur.
Súluhöfuöið varö tákn indverska
lýðveldisins árið 1948
(1640)
(1690)
Reuter
MOUNTBATTEN lávarður, síðasti varakonungur Breta á Ind-
landi, og kona hans, lafði Edwina, ræða við indverska þjóðarleið-
togann Mahatma Gandhi áður en krúnunýlendan varð að tveimur
sjálfstæðum ríkjum.
EGAR Indland fékk sjálf-
stæði, 15. ágúst 1947,
flutti Jawaharlal Nehru,
fyrsti forsætisráðherra
landsins, merka ræðu þar sem hann
lét í ljósi þá von að Indveijum tækist
að binda enda á „fátækt og fáfræði
og sjúkdóma og misrétti". Nú, hálfri
öld síðar, fer því fjarri að þessi há-
leitu markmið hafi náðst.
Fátæktin er enn gífurleg og 52%
þjóðarinnar þurfa að lifa á tekjum
sem eru innan við 70 krónur á dag,
samkvæmt upplýsingum Alþjóða-
bankans. Þriðjungur fátækasta fólks
heimsins býr á Indlandi og um 60%
indverskra barna eru vannærð. Um
helmingur fullorðinna Indveija er
ólæs og tvær af hveijum þremur
konum kunna hvorki að skrifa né
lesa. Heilbrigðiskerfið er í molum,
ungbamadauði er enn mikið vanda-
mál, og konur og stéttleysingjar,
„hinir óhreinu“, eru enn beitt mis-
rétti þrátt fyrir ákvæði um jafnrétti
í stjórnarskránni. Barnaþrælkun
tíðkast enn á Indlandi og svona
mætti lengi telja.
Nehru tryggði einingu
Nehru lagði megináherslu á lýð-
ræði, veraldarhyggju, umburðarlyndi
í trúmálum og öflugt ríkisvald og
margir telja að það sé fyrst og fremst
honum að þakka að Indland leystist
ekki upp í nokkur ríki.
Indveijar voru óragir við að fara
sínar eigin leiðir undir stjórn Nehrus,
sem lést árið 1964. Á Indlandi var
lýðræðið fest í sessi ólíkt mörgum
öðrum fyrrverandi nýlendum, t.a.m.
Pakistan, sem öðlaðist sjálfstæði á
sama tíma. Indveijar framfylgdu
einnig skýrri hlutleysisstefnu á tím-
um kalda stríðsins þegar hernaðar-
bandalög leituðust við að skipta
heiminum á milli sín.
Indverskir ráðamenn voru einnig
tregir til að tileinka sér markaðs-
hyggju og urðu jafnvel seinni til þess
en fyrrverandi kommúnistaríki.
Nehru lagði áherslu á mikla ríkisfor-
sjá og reyndi að styrkja efnahag
landsins með miðstýrðum áætlunar-
búskap að hætti Kremlveija. Hann
kom á öflugu skriffinnskukerfi og
ríkisbákni, sem byggðist einkum á
þjóðnýttum fyrirtækjum, þungaiðn-
aði og eins litlum innflutningi og
nokkur kostur var.
„Helsta vandamál Indlands er að
Nehru fór til Cambridge á þeim tíma
þegar Fabian-sósíalisminn var ríkj-
andi hugmyndafræði,“ segir Kito de
Boer, framkvæmdastjóri ráðgjaf-
arfyrirtækisins McKinsey & Co, við
The Sunday Times. De Boer vísar
hér til samtaka enskra sósíalista, sem
voru stofnuð 1884 og vildu koma á
sósíalisma með umbótum í áföngum
en ekki byltingu. Hann segir að þessi
breska arfleifð hafi skaðað Indland
jafn mikið og græðgi og arðrán versl-
unarfélaganna á nýlendutímanum.
Sósíalisminn dragbítur
á framförum
Sósíalisminn var dragbítur á efna-
hagsframförum og þótt ríkisvaldið
hafi látið mikið til sín taka í efna-
hags- og viðskiptalífinu hélt það að
sér höndum á öðrum mikilvægum
sviðum, svo sem mennta- og heil-
brigðismálum, þar sem ríkið hefði
getað komið á róttækum breytingum.
Amartya Sen, prófessor í hagfræði
og heimspeki við Harvard-háskóla,
segir að Nehru hafi ekki gert sér
fulla grein fyrir mikilvægi þess að
stór hluti landsmanna kynni að lesa,
skrifa og reikna og að byggt yrði
upp sómasamlegt heilbrigðiskerfi,
sem hvort tveggja er forsenda efna-
hagslegra framfara. Hálfri öld eftir
að landið fékk sjálfstæði sé ástandið
í þessum efnum miklu verra en í
Japan á miðri síðustu öld og ná-
grannaríkjum eins og Suður-Kóreu,
Tævan, Kína og Tælandi mörgum
árum áður en þau hófu efnahagssókn
sína.
Árið 1950 var efnahagur Indlands
betri en í nokkru öðru
Asíuríki en hagvöxturinn
þar hefur verið einn sá
minnsti í álfunni á síðustu
árum. Hlutur Indlands í
heimsviðskiptunum var 2%
árið 1950 og tæpri hálfri
öld síðar er hann aðeins 0,8%.
Blandaða hagkerfið brást og fram-
leiðnin var miklu minni en í ná-
grannaríkjunum. Ríkisrekin stálfyrir-
tæki á Indlandi greiddu t.a.m.
247.000 starfsmönnum laun fyrir að
framleiða 6 milljónir tonna af stáli
árið 1986. Á sama tíma framleiddi
einkafyrirtæki í Suður-Kóreu, með
10.000 starfsmenn, 14 milljónir
tonna af stáli.
Erfíðar umbætur nauðsynlegar
Ráðamenn á Indlandi gerðu sér
loks grein fyrir því árið 1991 að
koma þyrfti á róttækum efnahags-
umbótum. Indland stefndi þá óðfluga
í gjaldþrot meðan Kínverjar, helstu
keppinautarnir, og fleiri nágranna-
þjóðir auðguðust.
Stjórn P.V. Narasimha Rao for-
sætisráðherra kom á ýmsum umbót-
um að kröfu erlendra lánardrottna
þegar allt stefndi í óefni á árunum
1991-93. Dregið var úr skriffinnsku
og „reglugerðafargani", skattkerfið
einfaldað, dregið úr umsvifum ríkis-
ins, greitt fyrir erlendum fjárfesting-
um og tollar lækkaðir.
Indversk stjórnvöid hafa lofað að
lækka tollana frekar og stefna að
því að þeir verði jafn lágir og í ná-
grannaríkjunum í Suðaustur-Asíu.
Tollarnir hafa verið lækkaðir í 30%
að meðaltali en nágrannaríkin stefna
að því að meðaltollarnir verði um 5%
fyrir aldamót.
Nú þegar sex ár eru liðin frá því
umbæturnar hófust er hagvöxturinn
rúm 6% og haldi Indland áfram á
sömu braut gæti það orðið fjórða
mesta efnahagsveldi heimsins fyrir
árið 2020. Mörg efnahagsleg vanda-
mál eru þó enn óleyst og Indveijar
standa langt að baki nágrannaþjóð-
um í Suður-Asíu þar sem þjóðartekj-
urnar á hvern landsmann eru 27 sinn-
um meiri. Indverskir ráðamenn eiga
enn eftir að knýja fram erfiðustu
umbæturnar, t.a.m. þarf að draga
úr niðurgreiðslum og styrkjum til
bænda, sem gæti valdið mikilli ólgu
í landinu, og binda enda á ríkiseinok-
un á fjölmörgum sviðum, allt frá
tryggingum til símaþjónustu.
„Megninu af íjármun-
um þjóðarinnar er ekki
varið í þætti sem gera
næstu kynslóð auðuga -
skóla, vegi og nauðsynleg
mannvirki - heldur í
greiðslur skulda og styrki
handa ríkisfyrirtækjum sem eru rek-
in með halla,“ segir Kito de Boer.
„Stjórnin eyðir núna jafn miklu í að
niðurgreiða olíuverð og til heilbrigð-
is- og menntamála."
Uppgangur í suðri og vestri
Efnahagsumbæturnar hafa sum-
staðar valdið allmikium breytingum,
einkum í borgum á Suður- og Vestur-
Indlandi sem hafa notið góðs af er-
lendum ijárfestingum. Mikill upp-
gangur hefur verið í Bombay, þar
sem skrifstofuhúsnæði er nú dýrara
en í nokkurri annarri borg í heimin-
um. Til marks um hagsældina má
nefna að íbúarnir geta valið úr 130
megrunarhælum í borginni þótt enn
sé algengt að fólk deyi úr sulti í fá-
tækrahverfunum.
Upgangurinn hefur verið enn meiri
í Bangalore, sem hefur vaxið hraðar
en nokkur önnur borg í heiminum á
síðustu árum og er ijórum sinnum
stærri en á árinu 1971. Frá því vest-
ræn fyrirtæki tóku að ijárfesta í
hugbúnaðarfyrirtækjum i borginni
fyrir tíu árum hefur hún tekið
stakkaskiptum og hugbúnaðarút-
flutningur Indveija hefur stóraukist.
Hnignun og „glæpavæðing“ í
norðri og austri
Þrátt fyrir hagsældina í borgunum
í suðri og vestri ber meira á spillingu
og hnignun í norðri og austri. í Bi-
har, fátækasta ríki Indlands, minna
niðurnídd þorpin á Afríku sunnan
Sahara, nema hvað fátækustu Afr-
íkubúunum farnast betur en bláfá-
tækasta fólkinu í Bihar.
Litlar líkur eru á að ástandið í
Bihar skáni á næstu árum. í stað
einkavæðingar ber þar mest á
„glæpavæðingu" sem gagnsýrir allt
stjórnkerfið. Æ fleiri stjórnmála-
menn tengjast glæpasamtökum í rík-
inu og því hefur jafnvel verið haldið
fram að í mörgum borganna séu
glæpahópar og stjórnmálaflokkar
orðnir nánast samgrónir.
Nú er svo komið að 33 af 325
fulltrúanna á löggjafarsamkundu
Bihar hafa komist í kast við lögin
og ríkið Uttar Pradesh hefur ekki
farið varhluta af þessari þróun. Árið
1985 voru 35 fulltrúanna á löggjafar-
samkundu Uttar Pradesh á sakaskrá
og í síðustu kosningum árið 1993
fjölgaði þeim í 150.
Þessi þróun hefur orðið til þess
að lögreglan hefur séð sig knúna til
að hlífa stjórnmála- og sakamönnun-
um og líta svo á að þeir séu hafnir
yfir lögin. „Liðinn er sá tími þegar
glæpamenn voru peð í höndum
stjórnmálamanna," hefur The
Sunday Times eftir fyrrverandi lög-
reglustjóra í Uttar Pradesh sem hef-
ur rannsakað aukin áhrif glæpasam-
taka í stjórnkerfinu. „Glæpamennirn-
ir nota nú stjórnmálaflokkana sem
tæki til að skara eld að sinni köku.“
Opinberu fé sóað
Með þessum hætti hefur glæpa-
samtökum og stjórnmálamönnurn
tekist að draga sér gífurlegt fé úr
opinberum sjóðum. Indverskir sak-
sóknarar hafa t.a.m. ákært Laloo
Yadav, sem sagði af sér nýlega sem
æðsti ráðherra Bihar, fyrir aðild að
spillingarmáli. Samstarfsmenn hans,
stjórnmálamenn og skriffinnar, eru
sakaðir um að hafa dregið sér and-
virði hundraða milljóna
króna sem átti að nota til
kaupa á skepnufóðri.
Þessi gegndarlausa spill-
ing hefur orðið til þess að
ríkin skortir ijármagn til
að ráðast í nauðsynlegar
framkvæmdir og reka skóla og
sjúkrahús með sómasamlegum hætti.
Á mörgum afskekktum svæðum í
Bihar og Uttar Pradesh er litið á
rennandi vatn og rafmagn sem lúxus
og vegirnir eru nánast ónothæfir.
Hnignun opinberu þjónustunnar hef-
ur kallað á einkavæðingu því íbúar
fjölbýlishúsa í miðstéttarhverfum
hafa þurft að stofna félög til að
kaupa rafla vegna rafmagnsleysisins
og einkareknum skólum og sjúkra-
húsum hefur fjölgað stórlega.
Ástandið er jafnvel orðið svo slæmt
að íbúarnir hafa sjálfir tekið löggæsl-
una í sínar hendur. Landeigendur
réðu fyrst vopnaða hópa til að kljást
við óánægða verkamenn, sem svör-
uðu með því að koma upp skæruliða-
hópum. Stór hluti sveitanna er því á
valdi einkaheija landeigenda og
vopnaðra maóistahópa.
Spilling í Nýju Delhí
Uttar Pradesh er fjölmennasta ríki
Indlands og ef það myndi lýsa yfir
sjálfstæði yrði það áttunda fjölmenn-
asta land heims. Ríkið gegnir því
mjög mikilvægu hlutverki í indversk-
um stjórnmálum og margir frétta-
skýrendur hafa varað við því að haldi
Uttar Pradesh áfram á sömu braut
geti það haft mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir allt Indland.
Spillingin o g „glæpavæðingin“
hefur þegar teygt anga sína til ind-
versku höfuðborgarinnar, Nýju
Delhí. Sem dæmi um þetta er Mulay-
am Singh Yadav, hálflæs glímumað-
ur og meintur félagi í glæpasamtök-
um, sem varð æðsti ráðherra Uttar
Pradesh og síðan varnarmálaráð-
herra Indlands.
Áður en hann komst til metorða
í stjórnmálunum hafði hann verið
ákærður fyrir að minnsta kosti 24
lögbrot af ýmsum toga. Þegar hann
var við völd í Uttar Pradesh réðust
stuðningsmenn hans á löggjafarsam-
kundunni á andstæðinga sína með
brotnum flöskum og hljóðnemastönd-
um, með þeim afleiðingum að þing-
forsetinn særðist alvarlega og þrett-
án þingmenn voru fluttir á sjúkra-
hús. Fylgismenn hans reyndu einnig
að myrða forystumenn
annars stjórnmálaflokks
og réðust á þá með hjálp
glæpamanna, en sjón-
varpsmenn náðu myndum
af skotbardaga stjórn-
málamannanna og stjórn
ríkisins varð að segja af sér.
Tugir atkvæðamikilla stjórnmála-
manna í Nýju Delhí, þeirra á meðal
P.V. Narasimha Rao, síðasti forsæt-
isráðherra Þjóðþingsflokksins, hafa
einnig verið sakaðir um aðild að spill-
ingarmálum. Stjórnkerfið er orðið svo
rotið og spillt að margir hafa efa-
semdir um að indverska þingræðið
haldi velli til lengdar.
Leysist Indland upp?
Þjóðþingsflokkurinn var einn við
völd í rúm 45 ár eftir að Indland
fékk sjálfstæði en galt mikið afhroð
í þingkosningum í fyrra. Síðan hafa
veikar samsteypustjórnir verið við
stjórnvölinn í Nýju Delhí og völd ein-
stakra ríkja hafa aukist á kostnað
alríkisstjórnarinnar. Indland virðist
því stefna í þá átt að verða laustengt
ríkjasamband líkt og á tímum fursta-
dæma mógúlanna áður en Indland
varð bresk krúnunýlenda árið 1858.
Ef marka má nýlega viðhorfskönn-
un telur um þriðjungur Indveija að
landið leysist upp í nokkur ríki á
næstu fimm áratugum. Slíkar hrak-
spár hafa þó margoft heyrst frá því
Indland fékk sjálfstæði og þær hafa
ekki ræst. Lýðræðið var talið í mik-
illi hættu á sjöunda áratugnum þegar
Indira Gandhi, dóttir Nehrus en alls
ótengd Mahatma Gandhi, var dæmd
fýrir kosningamisferli. Hún lýsti þá
yfir neyðarástandi, lét handtaka póli-
tíska andstæðinga sína og skerti
borgaraleg réttindi. Lýðræðið hélt
þó velli og kjósendurnir kváðu upp
sinn dóm; Þjóðþingsflokkurinn galt
mikið afhroð í kosningum, Indira
Gandhi missti þingsæti sitt og lét af
embætti forsætisráðherra.
Til að afstýra því að Indland leys-
ist upp eins og Sovétríkin og Júgó-
slavía þurfa indverskir ráðamenn að
leysa hin fjölmörgu vandamál lands-
ins. Einingu Indlands stafar einkum
hætta af uppgangi herskárra þjóð-
ernissinna úr röðum hindúa. Blóðug
átök hafa oft blossað upp milli hindúa
og múslima eftir að hinir fyrrnefndu
eyðilögðu mosku sem margir töldu
standa á fæðingarstað hindúaguðsins
Rama. Hermdarverkamenn, sem
berjast fyrir sjálfstæðu ríki síka,
halda einnig áfram sprengjutilræðum
í Punjab og aðskilnaðarsinnar ræna
enn ferðamönnum í Kasmír.
Til að stemma stigu við fátæktinni
þurfa ráðamennirnir einnig að draga
úr fólksfjölguninni, sem er svo mikil
að líklegt er að Indveijar verði orðn-
ir fleiri en Kínveijar eftir árið 2035.
Indverjar hafa komist að því að erfið-
ara reyndist að stjórna landinu en
að öðlast sjálfstæði. Boðskapur Ne-
hrus í ræðunni frægu fyrir hálfri öld
er því enn gjaldgengur; til að Indland
verði eitt sjálfstætt lýðræðisríki á
næstu öld þurfa ráðamennirnir að
gera gangskör að því að stemma
stigu við fátæktinni, fáfræðinni og
misréttinu, að viðbættum þjóðfélags-
meinum eins og spillingu og ofbeldi.
•Heimildir: The Sunday Times,
Newsweek, Time og The Independent.
Mikill efna-
hagsupp-
gangur í hluta
landsins
Spilling og
hnignun í
norðri og
austri