Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 56
JtmiM
-setur brag á sérhvern dag!
*y(.
qrceniu
gnein
BÚNAÐARBANKI Islands
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Umræða hafín um að endurskipuleggja Vinnuveitendasamband Islands
Hugmyndir um 4 aðildar-
sambönd atvinnugreina
Áhugi innan VSÍ á að fá Vinnumála-
sambandið inn í umræðuna
UMRÆÐA er hafín meðal aðildar-
félaga innan VSI um endurskipu-
lagningu á félagslegri uppbygg-
ingu samtakanna. Hafa talsmenn
Samtaka iðnaðarins, sem er
stærsta aðildarfélag VSI, lýst
áhuga á að myndaðir verði fjórir
hópar eða aðildarsambönd atvinnu-
greina innan VSI í stað núverandi
fyrirkomulags með átta misstórum
aðildarfélögum og fjölda fyrirtækja
.^ðem eiga beina aðild að VSI.
Samkvæmt hugmyndum Sam-
taka iðnaðarins er gert ráð fyrir að
einn hópur verði myndaður um
flutningastarfsemi, þ.ám. skipafé-
lög, flugfélög og veitinga- og ferða-
þjónustu; iðnaðurinn yrði í öðrum
hópi, þriðji hópurinn yrði myndað-
ur um sjávarútveg, bæði útgerð og
fiskvinnslu og verslun og fjármála-
þjónusta yrði sameinuð í hinum
fjórða.
y. Meira jafnræði
Sveinn S. Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
staðfesti að umræða hefði átt sér
stað innan samtakanna um skipu-
lagsmál og verkaskiptingu innan
VSI. Hann sagði að núverandi
uppbygging misstórra aðildarfé-
laga innan VSI hefði gert sam-
starfíð og verkaskiptinguna að
sumu leyti erfiðari. „Við viljum
þjappa þessu samstarfi saman,
hagræða og koma á ákveðinni
verkaskiptingu,“ segir hann. „Við
höfum verið að vekja máls á því
hvort ekki væri eðlilegra að búa til
fjóra hópa innan VSÍ í stað núver-
andi fyrirkomulags misstórra að-
ildarfélaga og aðila sem eru með
beina aðild að VSÍ. Þá kæmist á
meira jafnræði milli aðila sem
myndi auðvelda samstarfíð og
verkaskiptinguna," segir Sveinn.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, bendir á þá
breytingu á seinni árum að dregið
hafí úr vægi sérhagsmuna atvinnu-
greina og almennir hagsmunir orð-
ið ríkjandi. „Ég tel að sú þróun
hafí gert að verkum að komið hef-
ur upp umræða um hvort tilefni sé
til að endurskoða félagslega upp-
byggingu atvinnurekendasamtak-
anna. Sú umræða er ekki langt
komin en hún fer í hönd. Það hefur
þegar verið ákveðið í fram-
kvæmdastjórn VSÍ að halda þeirri
umræðu áfram með aðildarfélög-
unum um hvemig hægt sé að end-
urskoða félagslega uppbyggingu
samtakanna því markmiðið er
fyrst og fremst að þjóna fyrirtækj-
unum og sjá um hagsmuni þeirra,“
segir hann.
Hliðstæðir hagsmunir fyrir-
tækja í VSÍ og VMS
Að sögn Þórarins er einnig
stefnt að því að ná niður kostnaði
en áætlað er að atvinnurekendur
verji um 500 milljónum kr. á ári
til hagsmunasamtaka sinna.
„Þetta er umræða sem við höf-
um átt frumkvæði að. Hún er ekki
langt komin, enda byrjuðum við að
funda um þetta í vor og höfum
beint ákveðnum tilmælum til VSI í
þessu sambandi. Við höfum einnig
lýst áhuga á að sameina VSI og
Vinnumálasambandið. Við sjáum
enga þörf á að vera með tvö vinnu-
veitendasambönd,“ segir Sveinn
Hannesson. Þórarinn segir að-
spurður um þetta að hagsmunir
fyrirtækja innan VSÍ og VMS séu
hliðstæðir. „Það er ekki lengur
þessi pólitíski munur sem áður var
á rekstrarformum. Mér finnst því
afar líklegt að ef og þegar umræða
fer í gang um breytingar, verði
Vinnumálasambandinu og þeim
íyrirtækjum sem þar eru gefinn
kostur á að taka þátt í henni,“ segir
Þórarinn.
Jóngeir H. Hlinason, fram-
kvæmdastjóri VMS, sagði í gær að
ekkert hefði verið rætt við fulltrúa
sambandsins um að taka þátt í
þessari umræðu með VSI um
skipulagsbreytingar.
Ríkisreikningur 1996
Afskrifaðar
ríkistekjur
lækka
AFSKRIFTIR á tekjum ríkissjóðs,
af sköttum, dráttarvöxtum og öðrum
gjöldum, sem ekki tókst að
innheimta, lækkuðu verulega á
seinasta ári samanborið við árin á
undan að því er fram kemur í
ríkisreikningi fyrir árið 1996.
Á síðasta ári voru samtals
afskrifaðar 3.815 milljónir kr. í
bókhaldi ríkisins sem er um rúmlega
tveimur milljörðum kr. lægri
fjárhæð en á árinu 1995 þegar
afskrifaðar ríkissjóðstekjur námu
tæplega 5,9 milljörðum kr. Til
samanburðar voru afskrifaðar
tekjur ríkissjóðs 6.468 millj. kr. á
árinu 1994 og rúmlega 8,7 milijarðar
1993.
Á seinasta ári námu beinar
afski-iftir ríkissjóðstekna, sem taldar
eru sannanlega tapaðar, 3.550
milljónum kr., en á árinu 1995 voru
þær 4.412. Obeinar afskriftir
ríkissjóðstekna, sem talið er líklegt
að tapist, námu 265 millj. í fyrra en
árið á undan voru þær 1.480 millj. kr.
Um er að ræða bæði kröfur sem
taldar eru sannanlega tapaðar eða
svokallaðar beinar afskriftir og
kröfur sem talið er líklegt að tapist
(óbeinar afskriftir).
■ Grundvallarbreyting/6
Rússland fullgildir
úthafsveiðisamning
Staðfestur af
öllum aðilum
Smugudeilu
-gfRÚSSIiAND fullgilti í síðustu viku
úthafsveiðisamning Sameinuðu
þjóðanna, sem samþykktur var á
allsherjarþingi samtakanna fyrir
tveimur árum. Alls hafa þá fímmtán
ríki fullgilt samninginn, þar á meðal
ísland, Noregur og Rússland, sem
aðild eiga að deilu um veiðar í
Smugunni svokölluðu í Barentshafi.
Viðmælendur Morgunblaðsins
telja ekki að fullgilding Rússlands
hafi bein áhrif á Smugudeiluna,
enda hefur samningurinn enn ekki
gengið í gildi.
Akvæði hans leggja aðildarríkjun-
um þó þá skyldu á herðar að starfa
saman að stjórnun veiða á úthafinu.
Þá hefur 3. málsgrein 8. greinar
. Aamningsins, þess efnis að ekld megi
útiloka ríki, sem hafi „raunverulega
hagsmuni“ af viðkomandi veiðum frá
þátttöku í stofnun eða fyrirkomulagi
um stjómun þeirra, verið talin
styrkja stöðu íslands gagnvart
Rússlandi og Noregi.
Enn þurfa 15 ríki að
fullgilda samninginn
Þrjátíu ríki þurfa að fullgilda út-
hafsveiðisamninginn til þess að hann
gangi í gildi sem viðurkennd al-
þjóðalög. Hafa 58 ríki, auk Evrópu-
_sambandsins, undirritað hann en
enn sem komið er hafa aðeins
fímmtán þeirra fullgilt hann og
þurfa því önnur fimmtán að bætast
við. Af ríkjum við Norður-Atlantshaf
hafa ísland, Noregur, Rússland og
Bandaríkin fullgilt samninginn, en
auk þeirra hafa einkum smáríld í
þriðja heiminum skilað inn fullgild-
p^Jngarskjölum sínum til aðalfram-
^kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Morgunblaðið/Róbert Fragapane
Með þrastarunga í fóstri
HANN virðist una sér vel í örugg-
um höndum ísaks Ernis Róberts-
sonar, litli þrastarunginn sem
ömmubróðir ísaks fann á dögun-
um nær dauða en lífi þar sem
hann hafði dottið niður úr
hreiðri.
Unginn var tekinn í fóstur og
hefur að undanförnu verið í góðu
yfirlæti austur í Hraunborgum í
Grímsnesi þar sem amma Isaks er
í sumarbústað. Þar er dekrað við
ungann á alla lund og honum gef-
ið bleytt brauð og vatn og jafnvel
krækiber til hátiðabrigða.
Hann hefur fengið nafnið Simbi
sjómaður, en í Hraunborgum hafa
einmitt sjómenn orlofshús sín.
Simbi hefur tekið miklum fram-
förum frá því hann fannst ósköp
ræfilslegur og máttfarinn og er
nú farinn að fljúga um eins og
ekkert sé. Hann virðist vera
nokkuð mikil félagsvera, að
minnsta kosti líkar honum vel fé-
lagsskapur krakka eins og Isaks.
Tölvupóstur
eykur starfsánægju
TÖLVUPOSTUR eykur starfsá-
nægju, samkvæmt því sem fram
kemur í nýlegri BA-ritgerð í sál-
fræði eftir þær Guðnýju Elísabetu
Ingadóttur og Lóu Birnu Birgis-
dóttur. Þar kemur m.a. fram að
starfsmönnum, sem nota tölvupóst,
finnst upplýsingaflæðið hjá fyrir-
tækinu betra en hinum sem ekki
njóta tölvupóstkerfis, starfsánægja
er meiri og starfsandi betri.
Höfundarnir leggja þó áherslu á
að það eitt að vera með tölvupóst
leiði ekki til aukinnar ánægju í
starfi, heldur séu það jákvæð áhrif
hans á boðmiðlun sem leiði til þess
að starfsánægjan aukist.
Þegar skoðað var hvaða leiðir
starfsmenn velja til að koma boðum
á framfæri töldu 46% tölvupóst þá
fljótlegustu. Þegar um mikilvæg
boð er að ræða segist 41% velja
tölvupóst en 43% persónuleg sam-
skipti.
■ Tölvuskammir/C2-3
Andlát
HANNES SIGFÚSSON
LÁTINN er í Reykjavík
Hannes Sigfússon, skáld
og þýðandi, á 76. ald-
ursári. Hannes var
brautryðjandi í íslenskri
Ijóðagerð og eitt helsta
Ijóðskáld sinnar kyn-
slóðar ú íslandi.
Hannes Sigfússon
var fæddur í Reykjavík
2. mars 1922. Hann
stundaði gagnfræða-
nám í Reykjavík og
vann við ýmis störf hér
á landi. Hann flutti til
Noregs í byrjuh sjötta
áratugarins og kynnt-
ist norskri konu, Sunn-
evu, sem hann bjó síðar með. Starf-
aði hann m.a. sem bókavörður í
Stafangri og Fredriksdal. Eftir að
Sunneva lést árið 1988 fluttist hann
til íslands á ný og starfaði áfram
við skriftir og þýðingar. Fljótlega
eftir heimkomuna til Islands tók
Hannes upp samband við vinkonu
sína, Guðnýju Gestsdóttur, sem var
honum mikil stoð og stytta.
Eftir Hannes liggja átta ljóða-
bækur og er Dymbilvaka, sem út
kom árið 1949, eflaust þeirra
þekktust en síðasta
ljóðabókin, Kyrjála-
eiði, sem kom út 1995,
var lögð fram af Is-
lands hálfu til bók-
menntaverðlauna
Norðurlandaráðs árið
1997. Skáldsögur
Hannesar eru Strand-
ið, sem út kom 1955,
og Ljósin blakta, 1993.
Hannes ritaði endur-
minningar sínar, sem
út voru gefnar í tveim-
ur bindum: Flökkulíf,
sem út kom árið 1981,
og Framhaldslíf föru-
manns, 1985. Eftir
Hannes liggur einnig mikið af þýð-
ingum, kvæði, skáldsögur og smá-
sögur, meðal annars Norræn ljóð
1972, í töfrabirtu eftir William
Heinesen, 1959, Blóðbrullaup eftir
García Lorca, 1959, Tvennir tímar
eftir Knut Hamsun, 1958 og nú síð-
ast kom út skáldsagan Randaflugu-
hunang eftir Torgny Lindgren, en
Hannes vann mikið að þýðingum
siðustu ár sín.
■ Eins langt/34