Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Þorkell Jónsson
fæddist á Fitj-
um í Hrófbergs-
hreppi í Stranda-
sýslu 21.7. 1898.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Grund 6.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jón Árnason
bóndi á Filjum, f.
10.5. 1867, d. 2.5.
1945, og Helga
Tómasdóttir, f.
12.6. 1872, d. 25.12.
1951. Systkini hans
voru Helga Guð-
Björg, f. 11.7. 1895, d. 1981.
Arni Eyþór, f. 22.11. 1897, d.
1987. Hólmfríður, f. 6.1. 1901,
d. 1993. Guðmundur Gísli, f. 9.
12. 1902, látinn, Sveinn, f. 27.2.
1905, dó ung^ur. Finnur, f. 15.9.
1907, d. 1982. Guðjón, f. 22.12.
1909, d. 1935. Guðrún Jenný,
f. 3.4. 1914. d. 1997.
Þorkell kvæntist Ingibjörgu
Magnúsdóttur, f. 15.4. 1899 á
Kleifum i Kaldbaksvík, d. 26.12.
1982. Börn þeirra Guðbjörg, f.
5.3. 1929. Dvelur í Ási í Hvera-
gerði, Ragnar, f. 7.8. 1931, d.
18.1.1994. Maki Margrét Karls-
Fimm ára gamall sá ég Kela
ömmubróður minn fyrst. Hann hálf-
hljóp hvert sem hann fór, enda kall-
aður á sprettinum af samferðafólki
sínu. Ég man vel ennþá að hann var
einn af þeim sem ég hafði engan
beig af, hálfumkomulaus sveinstauli
frá Reykjavík að heimsækja ömmu
á Nesinu sem var næsta hús við
Dvölina, hús Kela frænda og Imbu
konu hans á Hólmavík. í brjósti
Kela hafði hið góða tekið sér varan-
lega bólfestu. Jón Þorkell Jónsson,
eins og hann hét fullu nafni, var
tekinn ungur í fóstur af Finni Jóns-
dóttir, f. 14.3. 1934,
búsett í Flórida síð-
ustu ár. Börn þeirra
Ingibjörg, f. 17.11.
1954, maki Kashma
Owen Mohamed,
börn Kristine Mar-
grét, f. 6.2. 1979.
Kash, f. 27.5. 1986.
Sigurbjörg, f. 18.12.
1955, maki Einar
Emil Einarsson.
Hennar barn Fann-
ey Guðrún, f. 13.3.
1976, maki Már
Harðarson. Þeirra
barn óskírð dóttir,
f. 25.7. 1997. Þorkell, f. 12.6.
1957. Maki 1. Helga Þormóðs-
dóttir, skildu. Maki 2. Donna
Mayday, skildu. Haraldur Rún-
ar, f. 5.11. 1960. Helgi Már, f.
6.2. 1964. Barn hans Einir
Freyr, f. 29.6.1983. Maki Jenni-
fer Choen. Börn þeirra Stefán
Ágúst, f. 24.4. 1997 og Vanessa
Leigh, f. 24.4. 1997. Arnar, f.
25.7. 1966. Sonur Margrétar og
fóstursonur Ragnars Kristján,
f. 25.1. 1953.
Útför Þorkels fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
syni bónda í Kálfanesi og konu hans
Sólveigu Jónsdóttur. Þau voru ættuð
frá Skriðnesenni og Víðidalsá. Um
átta ára flytur Keli með þeim í Innri
Fagradal í Saurbæ í Dalasýslu og
er þar í 19 ár. Þar var gott að vera
og þau voru mér ævinlega góð, sagði
Keli mér. Eftir lát þeirra hjóna fór
Keli fljótlega í kaupamennsku að
Bæ í Reykhólasveit. Þar var vinnu-
dagnrinn oft langur. Nokkrum árum
seinna flutti Keli svo aftur til Hólma-
víkur. Þar kynntist hann lífsförunaut
sínum, Ingibjörgu Magnúsdóttur,
sem var af flórða lið frá Páli Jóns-
syni, forföður Pálsættar. Þau hófu
búskap sinn eftir giftingu í gamla
símstöðvarhúsinu og seinna fluttu
þau á neðri hæð húss fósturbróður
Kela, Benedikts Finnssonar, sem
einnig var fluttur til Hólmavíkur.
Keli gerðist nú daglaunamaður, réri
til fiskjar út á fjörð. Þá voru ekki
þeir fjötrar sem nú, að ekki mátti
draga björg í bú í firði fullum af
fiski. Keli helgaði kaupfélaginu
starfskrafta sína og var lengi ullar-
matsmaður og gegndi einnig því
trúnaðarstarfi að vera í sláturtíðinni
skotmaður. Þá var fé og stórgripir
aflífað með kúluskotum og aðstæður
í gamla sláturhúsinu ekki eins ör-
uggar og nútíma kröfur segja til um.
Eitt sinn er verið var að aflífa í
skotklefanum göróttan grip að skot
hljóp í gegn um bárujárnsvegginn
og hafnaði í vegg í öðru húsi þar
sem menn sátu og tefldu skák. Eng-
an sakaði og sýndist fólki þetta enn
eitt tákn um gæfu Kela. Vegna þess
hve sporléttur hann var og bóngóður
sá hann ekki eftir sér í sendiferðir
þar sem trúnaðar þurfti við. Allir
treystu Kela og hann treysti ævin-
lega á hið góða í öllum sem hann
umgekkst. Hann var alls staðar
aufúsugestur þar sem hann kom.
Hann hafði yndi af samræðum við
fólk, var glaðlyndur - græskulaus
glettni og að leggja öllum gott til
var hans stíll. Hann gladdist ævin-
lega yfir velgengni annarra.
Keli hafði mikið dálæti á tónlist,
lék ungur maður á harmonikku og
var gleðimaður, dansaði og söng
með bræðrum sínum og einnig í
kór. Um fertugt lagði Keli þetta af
og gerðist bindindismaður vegna
veikinda í lungum, sennilega bronk-
ítis og dyggðum prýddur tókst hann
á við lífið á nýjum nótum. Þetta
lýsir persónustyrk hans vel. Keli
elskaði fjölskylduna sína mikið. Allri
bað hann henni guðs blessunar í
hvert sinn sem hún barst í tal og
spurt var frétta af fólkinu hans í
Ameríku eða stúlkunum hans suður
með sjó.
Elsku Gugga, Maddí og öll börnin
þín og Ragnars heitins. Megi góður
ÞORKELL
JÓNSSON
ÁGÚST
PÉTURSSON
+ Ágúst Pétursson
fæddist á
Skammbeinsstöðuin
í Holtum 11. ágpist
1911. Hann Iést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 8. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Pétur Jónsson, f.
7.6. 1874 á Stokka-
læk á Rangárvöll-
um, d. 29.10. 1940,
og Guðný Kristjáns-
dóttir, f. 23.7. 1875
á Árgilsstöðum í
Hvolhreppi, d.
1961. Systkini Ag-
ústs voru níu: Jón Oskar, f. 22.5.
1900, d. 1975, Kristrún, f. 14.7.
1901, d. 1959, Guðjón, f. 26.4.
1903, d. 1979, Guðrún Sigríður,
f. 7.2. 1906, Sigurður Helgi, f.
19.5. 1907, d. 1994, Kristján, f.
17.9. 1908, d. 1909, Kristján
Karl, f. 27.11. 1909, d. 1989,
Ármann, f. 25.11. 1913, d. 1984,
Hejga, f. 14.2. 1917.
Ágúst kvæntist 30.11. 1940
Sigurlaugu Jóns-
dóttur, f. 21.7 1912,
frá Húsagarði í
Landsveit. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Jón Hannes-
son, f. 30.10. 1874 í
Haukadal á Rangár-
völlum, d. 1937, og
Steinunn Gunn-
laugsdóttir, f. 3.2.
1873 á Læk í Holt-
um; d. 1954.
Ágúst og Sigur-
laug eignuðust sex
börn. Þau eru Jón
Garðar, f. 1941, Sig-
rún, f. 1942, Svava,
f. 1943, Hörður Gunnar, f. 1945,
Steingerður, f. 1948, Áslaug, f.
1950. Barnabörnin eru 16 og
barnabarnabörnin 4.
Ágúst lauk námi í húsgagna-
smíði frá Iðnskólanum í Reykja-
vík árið 1937 og rak eigið verk-
stæði í fjölda ára.
Útför Ágústs fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15:00.
Hann elsku afi minn hefur nú feng-
ið hvíldina sína. Á fallegu ágúst-
kvöldi kvaddi hann þessa jarðvist,
þremur dögum fyrir 86 ára afmælis-
daginn sinn. í húsinu sem hann
byggði við Nökkvavoginn er afaher-
bergið tómt og hægindastóllinn í stof-
unni auður en þrátt fyrir það mun
áfram ríkja þar sú hlýja og um-
hyggjusemi sem fylgt hefur heimilinu
alla tíð.
Afi átti því láni að fagna að hafa
hana ömmu við hlið sér í gegnum
árin. Hún var hans mesta gæfa í líf-
inu og sterk stóðu þau saman í 60
ár. Allt til síðasta dags fékk afi not-
ið ástar og einstakrar umhyggju
ömmu. Þegar heilsu hans tók að
hraka með árunum veitti hún honum
alla þá aðhlynningu og hlýju sem
hann þarfnaðist því hans vellíðan var
hennar hamingja.
Á heimili afa og ömmu var oft
glatt á hjalla enda margt um mann-
inn, bæði var barnahópurinn stór og
svo sótti fólk til þeirra í glaðværðina
og hlýjuna. Amma, af sinni tak-
markalausu gjafmildi, tók öllum opn-
um örmum og sá til þess að enginn
færi nú svangur heim, afi var hægiát-
ari en hafði gaman af þessu líflega
heimilislífi og setti sitt mark á það
með glettnum og skemmtilegum tils-
vörum sem kættu mannskapinn. Og
jafnvel þótt aldurinn væri farinn að
segja til sín hin síðari ár gat hann
enn fengið alla í kringum sig til að
veltast um af hlátri með glettninni
einni saman sem var honum svo eig-
inleg.
Afi var smiður af guðs náð og
hafði einstaka haga hönd. I Nökkva-
voginum er hans fallega handbragð
hvert sem litið er, öll húsgögnin smíð-
aði hann sjálfur og þessir hlutir eru
nú orðnir okkur enn kærari og dýr-
mætari en áður.
Hann afi minn hefur nú lokið vel
unnu dagsverki. Hægt og fallega var
hann leystur undan þrautum þessa
lífs og er nú kominn á betri og bjart-
ari stað eilífs friðar. Ég veit að hon-
um líður vel núna og yfir því gleðst
ég.
Hugur minn er hjá þér, elsku
amma Lauga. Góður Guð veri með
þér í sorginni og söknuðinum og
gefi þér áfram styrk og trú.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Áslaug.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
langar mig til að þakka tengdaföður
mínum fyrir þau 30 ár sem við áttum
samleið. Þegar ég fyrst kom inn á
heimili þeirra Ágústs og Sigurlaugar
í Nökkvavogi 23 var mér strax tekið
opnum örmum og sýnd vinátta sem
ætíð hefur haldist síðan. Mjög var
gestkvæmt hjá þeim hjónum, oft
mikið fjör og glatt á hjalla enda fjöl-
skyldan stór. Má segja að oft á tíðum
væri heimilið eins og umferðamiðstöð
enda þau hjón ákaflega gestrisin og
gott að koma til þeirra.
Mér er sagt að Ágúst hafi verið
mikill dugnaðarforkur meðan heilsan
leyfði. Fór þar saman verkhyggni,
lagni, vandvirkni, ósérhlífni og langur
vinnutími. Hann var líka ákaflega
lífsglaður, músíkalskur og hafði gam-
an af lestri góðra bóka þegar tími
gafst. Ósjaldan spilaði hann á píanó-
ið í Nökkvavoginum og á sínum yngri
árum spilaði hann á harmonikku.
Á fimmtugsaldri veiktist Ágúst af
mænuveiki og bar hann þess aldrei
bætur. Hann var frekar dulur og flík-
Guð vera með ykkur í minningum
um góðan ættföður afkomenda ykk-
ar allra. Megi stofnanir þær sem
Þorkell og Ingibjörg um mörg ár
dvöldu á, Ás í Hveragerði og Grund
í Reykjavík, njóta guðs blessunar
og þökk sé þeim er hlúðu að þeim
þar. Sjálfur þakka ég þær stundir
sem við áttum saman og tækifærið
til að endurgjalda þér þá gæsku er
þú sýndir mér fyrir vestan forðum.
Trausti Hólm.
í dag verður til moldar borinn
Þorkell Jónsson, minn góði granni
frá bemskuárunum á Hólmavík, en
hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í
næsta húsi við foreldra mína, í
nyrsta húsinu í þorpinu. Hann lést
á elliheimilinu Grund 5. ágúst sl.
99 ára að aldri, þá enn teinréttur í
baki, höfðinglegur, með sitt hvíta
mikla hár og við góða andlega heilsu.
Þorkell var fæddur að Fitjum í
Hrófbergshreppi 21. júlí 1898. For-
eldrar hans voru Jón Árnason, húsa-
smiður og kona hans Helga Tómas-
dóttir frá Kambi. Eins og algengt
var í þá daga ríkti fátækt á heimil-
inu, sem var uppi á fjalli og slægjur
að mestu á útengi. Sem ungbarni
var honum komið í fóstur til langafa
míns að Kálfanesi, sem er skammt
frá. Þar ólst Þorkell upp og gerðist
vinnumaður. Konuefni sitt, Ingi-
björgu Magnúsdóttur frá Kleifum í
Kaldbaksvík, hitti hann þar og
bjuggu þau lengst af á Hólmavík
og eignuðust þar börnin sín tvö,
Ragnar, sem lengi bjó á Hólmavík,
en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til
Bandaríkjanna og andaðist þar fyrir
fáum árum, og Guðbjörgu sem nú
dvelur á Ási í Hveragerði. Ingibjörg
andaðist fyrir allmörgum árum og
er grafin í Gufuneskirkjugarði.
A Hólmavík stundaði Þorkell
ýmis störf, einkum hjá kaupfélaginu,
enda var kaupfélagið nánast eini
vinnuveitandinn „í plássinu", með
fiskverkun, verslun og sláturhús fyr-
ir nágrannabyggðirnar. Auk þessa
var hann með lítils háttar fjárbú-
skap. I frumbernsku minni vissi ég
aði ekki tilfinningum sínum og hefði
trúlega ekki kært sig um neina lof-
ræðu. En þrátt fyrir það langar mig
til að þakka honum og Sigurlaugu
fyrir að veita okkur Garðari húsa-
skjól með bömin okkar tvö þegar við
vorum að bíða eftir eigin húsnæði
og sem átti að vera í stuttan tíma
en mánuðirnir urðu 8. Það hefur
sjálftsagt oft tekið á þolinmæðina
hjá þeim hjónum þennan tíma en
aldrei létu þau okkur finna annað en
að við værum velkomin,
Að endingu vil ég votta Sigur-
laugu tengdamóður minni, börnum
og nánustu ættingjum mína dýpstu
samúð.
Ingimunda Loftsdóttir.
Elsku afi.
Okkur langar að kveðja þig með
þessum orðum:
Og hvað er það að hætta að draga
andann annað en að fresla hann frá
friðlausum öldum iífsins, svo að hann
geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni
þagnarinnar, mun þekkja hinn vold-
uga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitindin-
um, þá fyrst munt þú hefja fjall-
gönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama
þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.
(Almitra - Spámaðurinn.)
Guð blessi minningu þína.
Hildur Fjóla og
Steinunn Svansdætur.
Með þessum fáu orðum viljum við
minnast afa okkar, Ágústs Péturs-
sonar, sem lést á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur föstudaginn 8. ágúst sl. Áfi
var mjög sterkur maður bæði á lík-
ama og sál, þótt hann hafi átt við
langvarandi veikindi að stríða. Þó
teljum við að hann hafi verið hvíld-
inni feginn þegar hann andaðist.
Siguriaug amma er búin að vera
hans stoð og stytta í gegnum súrt
og sætt og vottum við henni dýpstu
samúð okkar. Elsku afi, við kveðjum
að við, mín fjölskylda, Keli, Imba
og Gugga (Þorkell, Ingibjörg og
Guðbjörg) og Guffí, Unnar og Þór-
unn, bjuggum öll fyrir innan „pláss-
ið“. Sama mátti reyndar segja um
Júlla og Siggu, Ingimund og Maríu,
sem alltaf var að gefa fuglunum,
Láfa og Imbu hans, en þau voru
eldri og eru látin fyrir áratugum
síðan. Þegar maður er fímm ára
hættir maður sér ekki langt og þá
er næsta nágrenni og íbúar þess sá
heimur sem lítill maður lifir í og
þetta var fólkið sem þar bjó og
reyndist unga „þorparanum“ vel á
fyrstu könnunarferðum hans um
veröldina.
Þorkell var, eins og systkini hans,
traustur maður og trúverðugur í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur,
umtalsgóður um aðra menn og kom
sér alls staðar vel. Þegar ég frétti
lát hans datt mér strax í hug orðið
„grandvar". Ég var ekki viss um
nákvæma skýringu á orðinu og fletti
því upp í íslensku orðabókinni, en
þar segir; samviskusamur, siðprúð-
ur, varkár, nákvæmur. Það átti eink-
ar vel við um hann.
Ég veit að Þorkell var farsæll
maður og hún gleður mig, fullvissan
um það að þessi „góði drengur“
hafi átt margar bjartar stundir á
ströndinni okkar, - „á ströndinni
við ysta haf“.
Við feðgarnir sendum ættingjum,
og þá einkum Guggu, samúðarkveðj-
ur.
Benedikt Andrésson.
Sól rís
sól hnígur
blóm vallarins faila
í næðingum haustsins,
það er lögmál lífsins.
Maðurinn
tekst á við dauðann
uns hann fellur sjálfur
en upprís óforgengilegur
í öðrum heimi
fyrir trú á Guð.
Eggert E. Laxdal.
þig í hinsta sinn með þessu fallega
ljóði sem lýsir þér svo vel.
Hann tignar þau lög sem lífið
með logandi eldi reit.
Hann lærði af styrkleika stálsins
að standa við öll sín heit.
Hann lærði verk sín að vanda
og verða engum til meins.
Þá væri þjóðinni borgið ef
þúsundir gerðu eins.
(D.St.)
Anna Fríða og Ágúst.
Nú er hann Gústi afi dáinn og
langar okkur að skrifa nokkur
kveðjuorð til hans:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Við hófum búskap okkar í kjallar-
anum hjá afa og ömmu í Nökkvavog-
inum. Þar reyndist okkur gott að
vera og var alltaf gott að koma upp
og spjalla aðeins við afa og ömmu.
Þar var alltaf stutt í hláturinn og
var alltaf hægt að fá afa með í smá
sprell, sem hann átti oftar én ekki
upptökin að.
Afi var duglegur að fara í göngu-
ferðir og eru Hildi sérstaklega minn-
isstæð þau skipti sem hún fór með,
og var þá stundum komið við í sjopp-
unni á Langholtsveginum og keypt
súkkulaði til að maula á leiðinni.
Hann afi talaði oft um það að
honum þætti merkilegt hvað hann
væri orðinn gamall og hann hefði
sjálfur aldrei búist við að ná svona
háum aldri. En við erum þess fullviss
að ást og umhyggja ömmu Laugu
og hið einstaka samband þeirra á
milli hefur ráðið þar miklu um. Miss-
ir hennar er mikill, en við vitum að
hinn óbilandi kraftur hennar og létta
lund mun auðvelda henni að takast
á við það að afi sé horfinn á braut.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allar góðu stundirnar og kveðjum þig
með söknuði.
Gunnar Haukur, Hildur
Karen og Kristinn Gauti.