Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 37
FINNUR HAFSTEINN
GUÐMUNDSSON
+ Finnur Haf-
steinn Guð-
mundsson fæddist
að Mýrum í Dýra-
firði 20. júlí 1926.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 6.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Finns
voru Guðmundur
Bernharðsson
bóndi og kennari,
f. 10. nóvember
1899, d. 18. nóvem-
ber 1989 og kona
hans, Kristín Jóns-
dóttir, f. 21. júní
1901, d. 23. nóvember 1969.
Guðmundur og Kristín stofn-
uðu nýbýlið Astún á Ingjalds-
sandi 1930. Systkini Finns eru:
Ásvaldur Ingi, f. 1930, Sigríður
Kristín, f. 1932, Bernharður
Marsellíus, f. 1936 og Þóra Al-
berta, f. 1942.
Finnur kvæntist 14. febrúar
1948. Kona hans var Sigríður
(Sísí) Ingimundardóttir úr Hafn-
arfirði, f. 24. júní
1926, d. 14. apríi
1987. Foreldrar Sig-
riðar voru Marta
Eiríksdóttir frá
Bíldudal og Ingi-
mundur Hjörleifs-
son, skaftfellskrar
ættar en búsettur á
Álftanesi og í Hafn-
arfirði alla tíð.
Börn Sigríðar og
Finns eru: Guðrún
Hildur, f. 8.7. 1948,
gift Gunnari Gunn-
arssyni; þeirra son-
ur er Dagur, f.
1967. Gunnar, f. 8.5. 1950, var
kvæntur Sigríði Halldórsdótt-
ur; dætur þeirra eru Eva Hlín
f. 1976 og Marta f. 1985. Eirík-
ur Brynjólfur, f. 27.1. 1957,
kvæntur Hafdísi Þorvaldsdótt-
ur; sonur þeirra er Finnur
Freyr f. 11. 4. 1982.
Útför Finns fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Ég sá tengdaföður minn fyrst
1966. Hann kom frá borði á Gull-
fossi snemma sumars kominn heim
frá námi og störfum í Þrándheimi.
Ég þekkti hann af myndum, sá
hann mjakast ofan landganginn,
hægfara maður, lágvaxinn, þrek-
inn og tók þétt í hönd þegar niður
á bakkann kom. Hann var útlend-
ingslegur í fasi, fannst mér, dökk-
ur á brún og brá og varð jafnan
svartur af sól á sumrin. Það gerir
Baskablóðið, sögðu sumir sem
þóttust þekkja vel til fyrir vestan
þar sem franskar skútur og
spænskar höfðu viðkomu hér fyrr-
um. Þau voru óvenjulegt par, Finn-
ur og Sísí, báru með sér sérkenni-
legan þokka, bæði svipsterk með
dökkt litaraft, geisluðu hér áður
af forvitni og áhuga á umhverfinu.
Hún meira drífandi, málglöð og
kát, snör í hreyfingum, snögg upp
á lagið, hann seinn til svars og
velti vöngum og hafði aðdáunar-
lega jákvæða afstöðu til manna
og málefna. Kannski var það það
sem í fyrstu vakti undrun mína sem
átti löngum erfitt með að skilja
þá sem ekki voru sjóðandi af inni-
burgðum metnaði og barnalegu
stolti. Finnur var í senn opinn
maður og læstur. Hann gat vissu-
lega talað eins og honum bjó í
bijósti en ég hafði iðulega á tilfinn-
ingunni að hann kysi að leggja
ekki orð í belg vegna þess að hon-
um fyndist ekki taka því eða hon-
um fyndist aðrir eyða óþarflega
miklu púðri á menn eða málefni
sem í raun vægju ekki þungt og
myndu skjótt gleymast. Sísí talaði
fyrir þau bæði sögðu sumir og ég
heyrði menn halda því fram að hún
sæist ekki fyrir og talaði Finn í
kaf. Það var alrangt. Hann kom
sinni meiningu til skila á sinn ró-
lega hátt og stóð við hana. Hann
var traustur og tryggur og vék
aldrei hársbreidd frá sinni konu
eða sínu fólki.
Þau voru glæsilegt par sem tek-
ið var eftir í Hafnarfirði, sagði
frænka mín ein, jafnaldra þeirra.
Ollum var ljóst að eitthvað yrði
úr þessu unga fólki. Hann orðinn
húsasmíðameistari ungur að árum.
Það var eftir þeim tekið. Hann virt-
ist til margs líklegur. Hún haldin
djúpri löngun til að lifa.
Finnur og Sísí tóku virkan þátt
í uppbyggingu eftirstríðsáranna,
lögðu sín lóð á vogarskálar þjóðfé-
lagsins sem þurfti að leysa hús-
næðisvandann hratt. I fyrstu
bjuggu þau hjá foreldrum hennar,
Ingimundi verkstjóra Hjörleifssyni
og Mörtu Eiríksdóttur í nánu fé-
lagi við Pál, bróður Ingimundar,
og Sigríði konu hans. Svo byggði
Finnur yfir fjölskylduna í Ásbúðar-
tröðinni þar sem þau bjuggu með
Ingimundi og Mörtu þar til þau
Sísí fóru til Noregs og aftur eftir
að þau komu heim. Finnur virti
tengdaforeldra sína mikils og tal-
aði ævinlega af hlýju og notalegri
glettni um þau. Þau fylgdu honum
og Sísí út á Álftanes þar sem Finn-
ur byggði fallegt timburhús og þar
bjuggu þau uns Sísí lést 1987.
Eg spurði Finn einhvern tímann
hvers vegna hann hefði gerst smið-
ur en ekki bóndi eins og faðir hans.
Hann svaraði fáu um smiðshlut-
verk sitt en sagði að aldrei hefði
komið til mála að hann legði fyrir
sig búskap sem gengi út á að drepa
lömb. Finnur var maður lífsins og
gróðursins. Hann naut sumarsins
en lét veturinn yfir sig ganga.
Sísí og Finnur kunnu að taka
því sem að höndum bar og þau
gerðu sér aldrei rellu vegna smá-
atriða. Þau voru gestrisin í besta
skilningi þess orðs, hús þeirra var
jafnan opið þeim sem þurftu að
gista og eins þótt frændur og vin-
ir þyrftu að búa hjá þeim vetrar-
part eða jafnvel heilu misserin eins
og undirritaður. Fyrir þessa
fölskva- og gagnrýnislausu afstöðu
þeirra til fólks og einlægu sam-
kennd verður þeirra lengi minnst.
Noregsdvöl Finns og Sísíar
markaði þáttaskil í líf þeirra. Þau
töluðu oft um þau ár og minntust
góðra vina frá Þrándheimi, bæði
íslenskra námsmanna sem voru
þar samtíða þeim og eins fólks af
öðru þjóðerni. Ég man eftir mynd-
um og sögum af leiklistarfólki og
lærdómsmönnum og þau rifjuðu
upp skíðaferðir í Noregi eða bíl-
ferðir um álfuna í fylgd vina sinna.
Þau voru bæði eldri en algengast
er um námsmenn þegar þau fóru
utan. Kannski hafa þau þess vegna
notið dvalarinnar betur. Ég fékk
smjörþefinn af ferðagleði þeirra
hjóna þegar við þijú, Hildur, Dag-
ur og undirritaður, fengum að
fljóta með í langa reisu til Spánar.
Gamli Opelinn erfiðaði undir þungu
hlassi og Finnur stýrði af öryggi
jafnt um mjóa fjallvegi sem gegn-
um umferðarhnúta stórborganna.
Á stundum varð mér á að efast
um að hann réði við vandann og
fyndi leið gegnum örtröðina í Par-
ís en þá beit hann á jaxlinn og
sýndi að þótt hæglætismaður væri
bjó hann yfir skapi og snerpu sem
nægði til að skila honum inn á
rétta leið. Það gerði hann einn og
óstuddur og þegar vandinn var að
baki létti okkur stórum og jafnvel
laglaus maður eins og ég fór að
raula af feginleik. Minningarnar
eru margar, atvikin stór og smá.
Seinni árin jókst þeirra mæða. Sísí
átti árum saman við kvalafull veik-
indi að stríða. Finnur reyndi að
auka sér bijóstbirtu með því að
bjóða Bakkusi upp í dans. Þegar
hún lést var vissulega skarð fyrir
skildi og enn er hennar sárt sakn-
að. Nú trúum við því og treystum
að hún taki á móti sínum manni.
Við þökkum þeim samfylgdina og
gjafirnar allar. Börn Finns og Sís-
íar, Hildur, Gunnar og Eiríkur, og
einnig þeirra börn minna okkur á
þau um svo margt, hina glaðlyndu
Sísí og hægláta Finn.
Gunnar Gunnarsson.
Elsku Finnur frændi. Ég mun
sakna þín. Svo margar og góðar
minningar á ég um þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hildur, Gunnar, Eiríkur og aðrir
aðstandendur, dýpstu samúðar-
kveðjur. Hafi Finnur hjartans þökk
fyrir allt. Guð geymi hann.
Þín bróðurdóttir,
Kristín H. Bernharðsdóttir.
Það var fyrir þrem vikum, að
vinur minn Finnur kom í heimsókn
til mín og þá sem oftar vildi hann
leggja mér lið, og sagðist koma
bráðum og hjálpa mér að slá garð-
inn minn. Ég gerði mér þá grein
fyrir því að viljinn var meiri en
mátturinn, ég sá að kraftar hans
voru þrotnir til allra átaka, því kom
mér það ekki á óvart er systir hans
hringdi til mín og tjáði mér að
hann væri allur og hefði kvatt þetta
líf á heimili sínu daginn áður, en
þannig held ég að hann hefði helst
óskað sér sitt skapadægur, þá er
heilsa og kraftar eru þrotnir, er
hvíldin frá þessu lífi kærkomin.
Við Finnur höfum þekkst frá
barnæsku í Önundarfírði og alltaf
haldið þeim kunningsskap, og í tvo
vetur glímdum við við nám í Núps-
skóla í Dýrafirði. Oft rifjuðum við
upp minningar frá þeim árum og
hlógum dátt að mörgu skemmti-
legu er þar gerðist. Finni var eink-
ar lagið að segja skemmtilega frá
hlutunum og í skólanum brá hann
fyrir sig að yrkja ljóð um félagana,
og fékk ég þar minn skammt, þetta
voru bernskubrek og björt í minn-
ingunni.
I Núpsskóla var stjórnun öll til
fyrirmyndar og valinn maður i
hveiju rúmi. Eiríkur, Kristín, Ólaf-
ur, Solla, Björn, aðstoðarkennarar
og þær sem sáu um matreiðsluna,
allt var þetta mikið ágætis fólk,
sem bar hag okkar nemendanna
mjög fyrir bijósti, fyrirmynd, sem
var okkur gott veganesti út í lífíð.
Á Núpi kynntist Finnur ástinni
sinni, henni Sísí, og áttu þau þar
ljúfar stundir og bundu þau bönd
er ei röknuðu meðan báðum entist
aldur, byggðu sitt bú og börnin
urðu þijú. Sísí lést fyrir u.þ.b. ell-
efu árum eftir erfið veikindi og var
Finnur aldrei samur eftir þann vin-
ar missi, var ég þess mjög áskynja,
þá er hann dvaldi í mínum húsum
uny tíma, nokkru eftir lát Sísíar.
Á þriðja ár hefír hann dvalið í
Hátúni 10a, og var hann þar mjög
ánægður. Ég kveð þennan gamla
og góða vin, með vísum þeim, er
hann skrifaði í minningarbækur
mínar frá Núpi.
Samveruna þakka ég þér,
þökk fyrir góða kynning.
Nú í huprheimi, ég ber
hlýja endur minning.
Tíminn vinnur aldrei á
elstu kynningunni,
ellin finnur ylinn frá
æskuminningunni.
Ég votta bömum og öðrum að-
standendum samúð mína. Blessuð
sé minning Finns Guðmundssonar.
Eimý Sæmundsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞORKELL SIGURJÓNSSON,
Snorrabraut 56,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt fimmtudagsins 14. ágúst.
Kristín Jóna Guðmundsdóttir,
Sigurjón Þorkelsson,
Hilmar Þorkelsson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN ÓLAFSSON
vélvirki,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis
á Hringbraut 84,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 11. ágúst, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. ágúst.
Athöfnin hefst kl. 13.30.
Stefán Á. Stefánsson,
Lárus Stefánsson,
Sturlaugur Stefánsson,
Sigurður Stefánsson,
Vilhjálmur K. Stefánsson,
Oddný Bjarnadóttir,
Ana Stefánsson,
Jenný Bogadóttir,
Margrét L. Guðmundsdóttir,
Þórhalla Guðbjartsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
ÁRSÆLL JÚLÍUSSON,
Mýrargötu 20,
Neskaupstað,
verður jarðsunginn laugardaginn 16. ágúst
kl. 16.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Þorsteinn Ársælsson,
Bjarney Rfkarðsdóttir.
t
Bróðir minn,
BJARNI GUNNARSSON
bóndi,
Auðbjargarstöðum,
verður jarðsunginn frá Garðskirkju laugardaginn 16. ágúst.
Athöfnin hefst kl. 13.00. Jarðsett verður í heimagrafreit að Fjöllum.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Karólína Gunnarsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
GUÐJÓNS HUGBERGS BJÖRNSSONAR
garðyrkjumanns,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Suðurlands Selfossi fyrir góða umönnun og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
María Konráðsdóttir,
Guðný J. Kjartansdóttir, Ólafur H. Kornelfusson,
Björn Guðjónsson,
Ingibjörg S. Guðjónsdóttir,
Sigurður Guðjónsson,
Margrét Guðjónsdóttir,
Ásta Gunnlaugsdóttir,
Óskar Elíasson,
Ólöf Geirmundsdóttir,
Ómar Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.