Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 53
3
<
(
i
i
(
(
<
<
(
(
<
<
<
<
<
H
MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
MYNDBÖND
Bjöllulausar kýr
Ég er ekki Rappaport
(I'm not Rappaport)
Gamanmynd
★ ★ Vt
Framleiðandi: Greenestreet. Leik-
stjóri og handritshöfundur: Herb
Gardner. Kvikmyndataka: Adam
Holender. Tónlist: Gerry Mulligan.
Aðalhlutverk: Walter Matthau og
Ossie Davis. 130 mín. Bandaríkin.
Gramercy/CIC myndbönd 1997.
Myndin er öllum leyfð.
ÞESSI mynd, sem gerð er eftir
mjög vinsælu gamanleikriti eftir
leikstjóra mynd-
arinnar, fjallar
um tvo áttræða
menn, Nat
(Matthau) og
Midge (Davies).
Þeir hittast dag
hvern í Central
Park í New York
og ræða þar
heimsvandamál-
in. Þeir eru mjög ólíkar persónur
og á það oft eftir að koma þeim í
skemmtilega aðstöðu. Myndin er
kvikmyndað leikrit þar sem eru
ekki gerðar margar tilraunir til
þess að koma því yfir í kvikmynda-
form. En það er vei skrifað og
stendur fyrir sínu sem slíkt. Upp-
hafsatriðið, sem á að gerast þegar
Nat var lítill, er líkast til ekki í
sviðssetningunni, en það hjálpar
mikið til að skýra persónuleika
hans. Mér þykir leikritið fulllengi
í gang, en það rætist úr því og
verður bara ansi hjartnæmt og
fyndið á köflum. Amy Irving, kon-
an með augun sem gleymdist, leik-
ur dóttur hans Nat ágætlega, þó
að persónuleiki hennar sé ekki
nógu trúverðugur. Eins og við er
að búast eru aðalleikararnir frá-
bærir í hlutverkum sínum enda
stórleikarar á ferð, sem þar að
auki virðast skemmta sér stórkost-
lega. Ég mæli með þessari mynd
fyrir þá sem eru til í að horfa á
kvikmyndað leikrit, en þó sérstak-
lega fyrir fólk sem kvíðir ellinni.
Hildur Loftsdóttir
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Bundnar
(Bound)-k k ★
Ókyrrð
(Turbulence)'h
Hatrinu að bráð
(Divided byHate)-k 'h
Gullbrá og birnirnir þrír
(Goldiiocks and the Three Bears)
k'h
Þruma
(BlowOut)-k ★ ★ 'h
Tortímandinn
(Terminator)'k k
Smokkaieit
(Booty Call)* 'h
Leiðin á toppfnn
(That Thing You Do)-k ★ ★
Feigðarengillinn
(Dark Angel)-k 'h
Afdrifaríkt framhjáhald
(Her Costly Affair)-k
Evita
(Evita)-k k 'h
Huldublómið
(Flor De Mi Secreto)-k k 'h
íslenskar stuttmyndir
★ ★ ★
Dagsljós
(Daylight)-k k 'h
Sporhundar 2
(Bloodhounds 2)k ★ 'h
Ærsladraugar
(The Frighteners)k k k 'h
Svfndlið mikla
(The Big Squeeze)k k
Kvikmyndafréttir
ROBERT De Niro ætlar að boxa
aftur í „Out on My Feet“. Hann
fer þó ekki með hlutverk hnefa-
leikamannsins Vinnie Curto heldur
þjálfara hans Angelo Dundee.
Dundee þjálfaði ekki eingöngu
Curto heldur hjálpaði kappanum
einnig að sigrast á erfiðu sam-
bandi við föður hans. Curto ætlar
sjálfur að leika föður sinn.
Cloe Sevigno, sem
fór með eitt aðalhlut-
verkið í „Kids“, hefur
nýlokið að leika á móti
Woody Harrelson í
„Palmetto" og er strax
farin að undirbúa sína
næstu mynd. Hún mun
leika í „The Last Days
of Disco“ sem fjallar um
svanasöng klúbbs sem
þykir minna á Studio 54.
Talandi um Harrel-
son. Hann og Vince
Vaughan eru að ræða
við Walter Hill um að
leika í „Red White Black
and Blue“. Myndin er
um lögregluþjón sem
hefur fengið á sig
morðákæru og reynir að
hreinsa nafn sitt.
Aðdáendur Johnny
Depp fá kannski að sjá
drenginn í hryllings-
myndinni „The Astro-
naut’s Wife“. Framleið-
endur myndarinnar hjá
New Line hafa boðið
Depp 8 milljónir dollara
fyrir að leika aðalhlut-
verkið.
Þeir sem eru ekki
búnir að fá leið á Ge-
orge Clooney fá líklega
að horfa á hann í róman-
tísku gamanmyndinni
„A Thousand Kisses".
Clooney ætlar að fram-
leiða myndina og er víst
að ræða við Wamer
Bros., sem keyptu hand-
ritið handa honum, um
að fara einnig með aðal-
hlutverkið.
Diana Ross vill framleiða og
hugsanlega leika í endurgerð á
frönsku myndinni „Diva“. Upp-
runalega myndin sem er frá 1982
fjallar um aðdáanda óperusöng-
konu sem flækist í morðmál.
Gamanleikarinn Nathan Lane
og leikstjórinn Jerry Zaks vilja
kvikmynda „The Best Man“.
Handritið segir frá sjúklingi sem
flýr af geðveikrahæli til þess að
geta verið viðstaddur brúðkaup
besta vinar síns.
Stephen Frears er að velta
fyrir sér að gera aðra sakamála-
mynd. Hann er að lesa sjálfsævi-
sögu Sammy „The Bull“ Gravano
sem fjallar meðal annars um starf-
semi New York glæpakóngsins
John Gotti.
VERÐUR Diana Ross „Diva“ í endurgerð á frönsku myndinni?
PLUS+WHITE
VILTU HVITARI
TENNUR?
Spurðu um PLUS+WHITE
í næsta apóteki.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1989
1. flokki 1990
2. flokki 1990
2. flokki 1991
3. flokki 1992
2. flokki 1993
2. flokki 1994
3. flokki 1994
Innlausnardagur 15. ágúst 1997.
l.flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.018.283 kr. 101.828 kr. 10.183 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 899.018 kr. 89.902 kr. 8.990 kr.
2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.793.596 kr. 179.360 kr. 17.936 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.667.190 kr. 166.719 kr. 16.672 kr.
3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.357.344 kr. 1.471.469 kr. 147.147 kr. 14.715 kr.
2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.787.675 kr. 1.357.535 kr. 135.753 kr. 13.575 kr.
2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.176.986 kr. 1.235.397 kr. 123.540 kr. 12.354 kr.
3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.064.066 kr. 1.212.813 kr. 121.281 kr. 12.128 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
[S] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBKAUT 24 • 108 REVKJAVÍK • SÍMI 569 6900